Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 13 Fagnaðarerindið úr hagfræðideild Háskóla íslands Lægri laun og meiri launamun- ur til að útrýma atvinnuleysi eftir Guðmund J. Guðmundsson Hjal Þorvaldar Gylfasonar um of há laun á íslandi, of lítinn launamun og ótæpileg völd verkalýðshreyfing- arinnar minnti mig æði mikið á frá- sögn séra Árna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni af því þegar Jón Helgason biskup og talsmaður ný- guðfræðinnar sagði: „Jesús var nú alltaf mikill trúmaður.“ Prófessor Þorvaldur er þó alltaf jafnaðarmað- ur. Boðskapur hans ber þess vitni. Launafólk fékk í gær í fréttum ríkisútvarps að meðtaka fagnaðar- erindið úr hagfræðideild Háskóla íslands eins og það var boðað í fyrrakvöld á fundi trúarhóps nokk- urs sem kallar sig ftjálslynda jafn- aðarmenn. Inntak hins gleðilega boðskapar Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors úr deildinni var í stuttu máli það að efnahagsóáran á íslandi og atvinnuleysi væri sam- tökum launafólks að kenna. Frelsun og hjálpræði undan kverkataki hinn- ar dauðu handar verkalýðshreyfíng- ar og verkalýðsforingja fælist í því að auka launamun og taka samn- ingsumboð úr höndum samtaka launafólks. Þá rynnu upp bjartir tímar þar sem duglegt verkafólk hjá góðum fyrirtækjum fengi góð laun leg var þátttaka ríkisins í þessari samkeppni umdeild. En hitt er líka umdeilt að banna ríkinu þátttöku í samkeppni á einu sviðinu en ætlast til þess á öðru sviði að ríkið standi í samkeppni við takmarkalausan og skyldulausan einkarekstur. 5. Þá er gert ráð fyrir því að afnema aðflutningsgjöld sem tekju- stofn Framkvæmdasjóðs Ríkisút- varpsins. það er ekki að undra. En þessir peningar eiga hins vegar að renna í dagskrárgerðarsjóð sem kemur í stað Menningarsjóðs út- varpsstöðva. Og Ríkisútvarpið má ekki einu sinni sækja um fjármuni úr þessum dagskrárgerðarsjóði! Með þessum ákvörðunum eru tekn- ar um 200 millj. kr. af Ríkisútvarp- inu eða ríkissjóði raunar frekar beint. Jafnframt er ákveðið að höggva á tengslin milli útvarps- rekstrar og rekstrar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands með því að taka á ríkissjóð greiðslur Menningarsjóðs til Sinfóniunnar. Þessar greiðslur nema um 50 millj. kr. á ári. Semsé, hér er komið frumvarp um að veikja Rikisútvai'pið. Á móti hinum fjárhagslega niðurskurði á RÚV er fellt niður gjald til Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva. En RÚV hefur líká fengið peninga frá Menn- ingarsjóði útvarpsstöðva. Þannig að RUV stendur fjárhagslega ver að vígi en fyrr — verði þetta frumvarp að lögum. Sem er óvíst. Það á eftir að fara í gegnum myllu stjórnar- flokkanna og ég trúi því ekki enn að þeir fallist á frumvarpið óbreytt. Og til hvers er allt þetta? Mér er spurn. Er ekki allt annað þarfara einmitt nú en að veikja Ríkisútvarp- ið sem menningarstofnun, sem samnefnara fyrir alla landsmenn og sem þjónustumiðstöð allra lands- manna? Frumvarpið er í besta falli þarflaust en yfirleitt til hins verra eins og hér hefur verið rakið. Það er tvennt gott í frumvarpinu. Annað eru ný lagaákvæði um myndlykla til að koma í veg fyrir dagskrárþjófnað. Hitt ákvæðið er um að útvarpsstjóri ráði fram- kvæmdastjórana og að þeir verði ráðnir til takmarkaðs tíma í senn. Jafnframt er gert ráð fyrir því að útvarpsstjóri verði ráðinn til tak- markaðs tíma. Það er líka til bóta. en skussar og letingjar sem ynnu hjá lélegum fyrirtækjum fengju laun við hæfi, enda gætu verkalýðsfor- ingjar þá ekki lengur verðlagt verk- fúst fólk út af vinnumarkaðnum. Úr sögu væri þá óskapnaður sem meir sé í ætt við miðstýringu í aust- antjaldshagkerfunum sálugu en markaðsbúskap. Talsmaður hagfræðideildar Há- skólans tók dæmi af"Nýja-Sjálandi þar sem nú eru að hans mati aðrir og betri tímar en þegar verkalýðs- foringjar lögðu ætíð undir sig skrif- stofu fjármálaráðherra landsins þegar efnahagsvandi var á höndum. Þar hefðu þeir lagt á ráðin um hag- stjórn án þess þó að vita sitt tjúk- andi ráð. Nú væri hins vegar öldin önnur. Búið væri að kasta verka- lýðsforingjum á dyr og draga úr veldi hreyfingar þeirra og horfðu ríkisstjórnir EB-ríkja með aðdáun á framtak Nýsjálendinga og vildu fara að þeirra dæmi og endurskoða vinnumarkaðslöggjöfina til þess að draga úr veldi verkalýðshreyfingar- innar. En lítum nú aðeins á fyrirmynd- arríkið Nýja-Sjáland að mati pró- fessorsins sem vill lækka laun verkafólks og auka launamismun í landinu sem nú þegar er orðinn 20-faldur. Á Nýja-Sjálandi, sem var til skamms tíma velferðarríki, hafa orðið mikil umskipti. Núverandi stjórnvöld byijuðu á því að breyta reglum um atvinnuleysisbætur á þann veg að launamaður sem sagt er upp starfí, hættir sjálfviljugur eða „Launafólk fékk í gær í fréttum ríkisútvarps að meðtaka fagnaðar- erindið úr hagfræði- deild Háskóla Islands eins og það var boðað í fyrrakvöld á fundi trú- arhóps nokkurs sem kallar sig frjálslynda jafnaðarmenn.“ hafnar tilboði um vinnu, fær engar atvinnuleysisbætur í sex mánuði en mjög skertar bætur frá því sem áður var eftir sex mánaða biðtíma. Næst var ráðist að vinnulöggjöf landsins og henni breytt á þann veg að verulega var dregið úr réttindum launafólks og stéttarfélaga á þann lúmska máta að auka mjög á svo- kallað „frelsi“ til þess að stofna og vera í verkalýðsfélögum og til að semja um kaup og kjör. Afleiðing- arnar eru þær að verkalýðsfélögin eru nú máttvana og einstakir laun- þegar ofurseldir valdi atvinnurek- enda til að ákveða að sínum hentug- leikum kaup og kjör starfsfólk og túlka að geðþótta og breyta samn- ingum nánast að vild. Á Nýja-Sjá- landi býr almennt launafólk nú við kröpp kjör og félagslega niðurlæg- ingu sem alls ekki hefur haft í för með sér þann efnahagbata og stöð- ugleika sem stjórnvöld höfðu vænst. Staðreynd er hins vegar að hér á íslandi er miklu meiri stöðugleiki á vinnumarkaði en á Nýja-Sjálandi, í Bandaríkjunum og jafnvel í Japan, þrátt fyrir miklar sveiflur í sjávar- afla og viðskiptakjörum og þrátt fyrir hið staðhæfða ofurvald ís- lenskrar verkalýðshreyfmgar. Ég sé ekki betur en að prófessorinn og „nýjafnaðarmaðurinn" sé bara að bulla og það er óskandi að hann hafi nemendur sem eru gagnrýnir og skýrir í hugsun. Mér sýnist þvert á móti að lág laun hér og rýr kaup- máttur eigi verulegan þátt í atvinnu- leysinu. Forstjóri Hagkaups, fyrirtækis sem á tilveru sína að miklu leyti undir viðskiptavild íslenskra laun- þega, tók víst i sama streng á þess- um fundi og ónotaðist út í það að félagsmenn launþegasamtaka ættu sér orlofs-, sjúkra- og lífeyrissjóði og sumarbústaði. Við skulum alveg láta það liggja milli hluta að sinni en rétt er að benda honum á að afkoma fyrirtækis hans er nátengd afkomu heimilanna í landinu. Það er hins vegar orðið ljóst að nýjafnaðarmaðurinn prófessor Þor- valdur Gylfason hefur látið Ijós sitt skína meðal fijálslyndra jafnaðar- manna og kenningin er klár og ómenguð: Vegna hárra launa verka- fólks sé hér atvinnuleysi. Staðreyndin er hins vegar sú að á Nýja-Sjálandi er atvinnuleysi enn 9% og virðist ekki fara lækkandi þrátt fyrir að vegið hafi verið harka- lega að réttindum launafólks. í Bandaríkjunum þar sem fyrirfinnst Guðmundur J. Guðmundsson gífurlegur auður og hátækni er at- vinnuleysi 6,5%. Völd og áhrif verkalýðsfélaga eru ekki sterk í þessu volduga og auðuga ríki bg réttindi launafólks eru afar rýr og launamismunur gríðarlegur. Þar skortir einföldustu heilbrigðislögg- jöf og framfærslulöggjöf svo að at- vinnuleysi og veikindi steypa iðulega láglaunafólki í algera örbirgð og eymd. Er það þess konar ástand sem nýjafnaðarmenn vilja koma á hér á landi og núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum telja sitt höfuðverk- efni að afnema? Við höfum heyrt tóninn innan úr hagfræðideild Háskóla íslands og launamenn hljóta að spyija hvers konar menntun það sé sem þar er veitt og þeir taka þátt í að greiða fyrir. Höfundur er formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Einstakt tilboð! Skápar og húsgögn á stórlækkuðu verði. Komið á Smiðjuveg 9 í Kópavogi og gerið hagstæð kaup. ASKAP og húsgögnum AXIS AXIS HÚSGÖGN HF SMIÐJUVEGI9, 200 KÓPAVOGI, SÍMI91 43500, FAX: 43509 Höfundur er fyrrverandi menntam.ilaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.