Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1994, Blaðsíða 16
J6___________________________ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 UtanríkisráðheiTa segir samkomuiag stjómarflokkaima sniðgengið | Samstarfi flokkanna spillt að tilefnislausu JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir, að með breytingatillögu formanns landbúnaðamefndar sé verið að reyna að koma inn í búvörulög tillögum um víðtækar gjaldtökuheimild- ir sem eigi að gilda eftir að GATT-samningurinn tekur gildi, sem sé þvert á samkomulag stjórnarflokkanna. Forsætisráð- herra hafi margsinnis staðfest, að samkomulag sé um, að sér- stök nefnd fjalli um endurskoðun innflutningslöggjafarinnar vegna GATT. „Það þarfnast sérstakra skýringa hvers vegna menn leggja slíkt kapp á að sniðganga þetta samkomulag og spilla þannig samstarfi sljórnarflokkanna að tilefnislausu," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin segir að búvörudeil- an hafi veikt stjórnarsamstarfið en það sé ekki af völdum Alþýðu- flokksins. Hann segir, að Alþýðu- flokksmenn séu ekki að stilla þessu máli upp til þess að efna til illinda í stjórnarsamstarfinu og fínna til- efni til stjómarslita. „Það er'ekkert tilefni til slíkra hugleiðinga að því er okkur varðar. Við höfum gert samkomulag um að endurreisa bannheimildir og heimila landbún- aðarráðherra verðjöfnun þar sem það á við og er framkvæmanlegt. Það er ekki upp á okkur að klaga með það að við höfum staðið við okkar samkomulag upp á punkt og prik og erum reiðubúnir til þess að gera það. Spumingum um hvort fyrir einhveijum vaki að spilla stjórnarsamstarfinu verður því að beina til þeirra, sem eru með þarf- lausar tillögur af þessu tagi og lýsa því yfír að þeim komi ekkert við það samkomulag, sem forystumenn stjórnarflokkanna hafa gert með sér,“ segir hann. Unnið án samráðs við Alþýðuflokk „Þær breytingatillögur við stjóm- arframvarpið sem formaður land- búnaðamefndar hefur lagt fram, vora unnar án nokkurs samráðs við Alþýðuflokkinn. Þingflokkur Al- þýðuflokksins fjallaði stuttlega um þær í gær (miðvikudag) og þar var niðurstaðan einróma að hafna þeim,“ sagði Jón Baidvin. Hann sagði það misskilning, að Alþýðuflokkurinn stæði gegn því að tryggja landbúnaðinum sömu vemd og hann hefði haft áður en Hæstaréttardómur hnekkti bann- heimildum landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti gerðum við samkomu- lag um að við ættum aðild að stjórn- arframvarpi sem endurreisti þessar bannheimildir eins og þær voru áður. Við samþykktum einnig heim- ildir til landbúnaðarráðherra um verðjöfnunargjöld að settum skil- málum. Þau verðjöfnunargjöld verða að vera í samræmi við ákvæði milliríkjasamninga með skilgreind- um hámörkum og auðveld í fram- kvæmd,“ sagði hann. Hann sagði að breytingatillagan, sem lögfræðingar formanns land- búnaðamefndar hefðu unnið, væri meingölluð og grannurinn fyrir verðjöfnunargjöld væri skilgreindur sem tilbúið heimsmarkaðsverð, sem væri í raun hvergi til. Það myndi skapa vandamál í framkvæmd, óvissu og jafnvel bjóða heim mála- ferlum. „Lögfræðingamir hafa ekki tekið tillit til ábendinga sérfræðinga ut- anríkis-, viðskipta- og fjármála- ráðuneytis um þetta atriði, sem hafa einkum varað við þessu. Þarna endurspeglast enn misskilningur- inn, sem menn héldu að hefði verið leiðréttur, um að það sem taki við eftir að GATT tekur gildi sé verð- jöfnunargjaldaútfærsla," sagði hann. „Það sem á að gera er að taka ákvarðanir um að hve miklu leyti menn vilja nýta tollaheimild- imar. Þetta hlýtur auðvitað að vera meginviðfangsefni nefndarinnar undir forystu forsætisráðherra, þar sem hún á að endurskoða innflutn- ingslöggjöfina og koma með tillögur um hvernig við getum staðið við okkar skuldbindingar. Þetta þýðir að hún hlýtur að taka tollskrána til endurskoðunar," sagði hann. Jón Baldvin sagði, að það væri misskilningur hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Morgunblaðinu í gær, að hann væri að gera ágrein- ing við virta lögfræðinga um lög- fræði. „Ég er einfaldlega að segja, að þeir hafa af einhveijum ástæðum ekki kynnt sér til hlítar hvernig tollamálum verður skipað sam- kvæmt GATT eftir að það tekur gildi,“ sagði hann. Forsætisráðherra hefur haldið því fram að þrátt fyrir breytingar GATT-samkomulagsins verði engin breyting á að forræði málsins verði áfram hjá landbúnaðarráðherra eft- ir GATT. Um þetta sagði Jón Bald- vin, að ekki færi á milli mála að landbúnaðarráðherra hefði mikið forræðisvald í búvörulögunum og það væri verið að endurreisa og bæta við það vald hans með því að heimila honum verðjöfnunargjald- tökuna þar sem það væri unnt. „Hitt hefur aldrei verið umsamið, að búta tollskrána í sundur og skipta þenni upp milli fagráðu- neyta. Ég hef aldrei heyrt svo vit- lausa tillögu setta fram af alvöru,“ sagði hann. Deilan óþörf „Þessi deila er óþörf ef menn láta af þeim leik að spilla samstarf- inu vísvitandi og að óþörfu. Ef menn standa við samkomulagið um að troða ekki inn í búvörulögin ákvæðum sem eiga heima í tollalög- um eftir GATT og standa við upp- haflegt samkomulag ráðuneytanna um vörulistann, er engin deila eftir. Ég tek eftir að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefur ekki tekið endanlega afstöðu til málsins og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að ábyrgir menn í þeim flokki sjái ekki um að staðið verði við sam- komulag stjórnarflokkanna," sagði hann. Eggert Haukdal fulltrúi Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarnefnd Skilyrði að búvörulög- in taki einnig til GATT EGGERT Haukdal fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðar- nefnd Alþingis segist geta staðið að þeim breytingatillögum við búvörulagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem formaður Iandbún- aðarnefndar hefur kynnt í nefndinni og ekki komi til greina að breyta þeim frekar. Einar K. Guðfinnsson fulltrúi flokksins í nefndinni útilokar hins vegar ekki einhverjar breytingar ef efni standi til. Alþýðuflokkurinn hefur alfarið hafnað breytinga- tillögunum. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra full- trúa í landbúnaðarnefnd, Egil Jóns- son, sem er formaður nefndarinnar, Árna M. Mathiesen, Eggert Haukd- al og Einar K. Guðfínnsson. Eggert Haukdal sagði við Morgunblaðið, að upphaflega stjómarfrumvarpið hefði verið handónýtt en þær tillög- ur sem nú hefðu verið unnar af sérfræðingum hefðu bætt svo úr að hann geti nú staðið að framvarp- inu. Það geti hins vegar breyst ef enn ein ný útgáfa liti dagsins ljós og það sé skilyrði af sinni hálfu að framvarpið taki einnig til mála eft- ir að GÁTT-samningar taka gildi. En Alþýðuflokkurinn hefur hafnað breytingatillögunum, þó sérstak- lega því að þar skuli vísað til GATT- samninganna í tengslum við erlent viðmiðunargjald við útreikning verðjöfnunargjalda. Samningarnir gilda Einar K. Guðfínnsson sagði við Morgunblaðið, að hann teldi breyt- ingatillögumar jákvæðar þótt hann vildi ekki útiloka að gera mætti á þeim einhveijar breytingar ef efni stæðu til. „Það er skýrt kveðið á um það í breytingatillögunum að álagning verðjöfnunargjalds skuli vera í samræmi við þá skilmála sem kveðið er á um í fríverslunar- og milliríkjasamningum. Þetta þýðir, að ef menn ætla að ákveða verðjöfn- unargjöld umfram þá skilmála, gilda samningarnir og gjöldin yrðu þá að lækka í samræmi við þá. Þetta held ég að menn hafi ekki tekið nægilega með í reikninginn," sagði Einar. Skýrara fyrir neytendur Árni M. Mathiesen sagði við Morgunblaðið, að breytingatillög- urnar væru til mikilla bóta, einkum með tilliti til þess hversu vítt menn telji að hægt sé að túlka búvöra- lagabreytingu sem gerð var í des- ember. „Það er mikilvægt fyrir inn- flytjendur og neytendur, að þar er markað með skýrum hætti hvaða vörur er um að ræða, hvaða vörur verði háðar innflutningsleyfí, hvaða vörur falli undir verðjöfnun og hvaða gjöld eigi að leggja á vörurn- ar,“ sagði Árni. Hann sagðist ekki telja það breyta málinu efnislega hvort í bú- vöralögunum væri tenging við GATT eða ekki. „Það er einungis spurning um það hver eigi að fara með þau gjöld sem leggjast á við GATT. Alþjóðlegir samningar, sem við höfum gert, setja skorður við því hvað hægt er að ganga langt í álagningu gjalda," sagði Árni. „Það sem skiptir máli er að samningarn- ir segja til um hversu há gjöld megi leggja á vöruna og þá skiptir samsetning þeirra ekki máli. Og ríkisstjórn á hveijum tíma hlýtur að hafa stefnu í því hversu há gjöld eru lögð á matvörur og það á ekki að valda deilum um það hvaða ráðu- neyti eigi að fara með verðjöfnunar- gjöld eða verndartolla," sagði Árni. Tillagan skoðuð Morgunoiaoio/Arni bæoerg HRAFN Bragason, forseti Hæstaréttar, t.h., og Haraldur Henrýsson hæstaréttardómari virða fyrir sér tillöguna að fyrirhuguðu húsi Hæsta- réttar við Lindargötu 2. Sýning á teikningum Hæstaréttarhúss Lokaátakið í að kynna málið fyrir borgarbúum Á sýningunni eru teikningar hönn- uða og verkfræðinga, byggingarefni hússins, en það verður klætt með eir, grágrýti og gabbró, myndir af lóðinni og skipulag borgarinnar í gegnum árin. Hús Hæstaréttar í bresku tímariti f marshefti RIBA Journal, tímariti bresku arkitektasamtakanna Royal Institute of British Aschitecture, er fjallað um fyrirhugað hús Hæstaréttar og birtar teikningar af því. í greininni er sagt frá arkitektunum, Steve Christer og Margréti Harðardóttur, frá sigri þeirra í samkeppninni um Ráðhús Reykjavíkur og keppni sem þau unnu í Þýskalandi. Fjallað er um staðsetn- ingu Hæstaréttarhússins og helstu ein- kenni þess. > # Skoðanakönnun IM Gallup í Kópavogi SYNING á teikningum, hkam, þos- myndum og öðru sem tengist fyrir- hugaðri byggingu húss Hæstarétt- ar Islands við Lindargötu 2 verður opnuð í dag kl. 14 á jarðhæð Hverf- isgötu 4-6. Dagný Leifsdóttir, for- maður byggingamefndar Hæsta- réttarhússins, segir að með henni eigi að gera lokaátakið til að kynna málið fyrir borgarbúum. Dagný segir að fólk hafí takmark- að leitað eftir upplýsingum um húsið og nefndin hafi viljað sýna hvaða vinna lægi að baki þeim 30 milljónum sem búið er að leggja í hönnunina og undirbúning byggingarinnar. Hún sagði að hönnun hússins væri að verða lokið og væri sýningin til þess ætluð að kynna feril málsins og er byijað á aðdraganda bygging- arinnar. 39% hyggjast kjósa Sj*álfstæðisflokkinn TVEIR af hverjum fimm íbuum Kópavogs á aldrinum 18 til 69 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu bæjarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem IM Gallup gerði í Kópavogi í byijun febrúar. Fleiri karlmenn en konur ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, en lítill munur er á því hlutfalli sem ætlar að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn þegar greint er eftir aldri. í könnun ÍM Gallup var spurt hvaða flokk eða lista viðkomandi ætlar að kjósa í næstu bæjarstjórnar- kosningum í Kópavogi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ætla 39,4% af þeim sem svöruðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 19,5% ætla að kjósa Alþýðubandaíagið, 17,5% ætla að kjósa Alþýðuflokkinn, sömuleiðis ætla 17,5% að kjósa Framsóknar- flokkinn og 6,1% ætla að kjósa Kvennalistann-. Þegar niðurstaðan er greind eftir kyni kemur í ljós að af þeim sem svöruðu ætla 45,1% karla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 33,1% kvenna. 19,3% karla og 19,7% kvenna ætla að kjósa Alþýðubanda- lagið, 16,2% karla og 18,9% kvenna ætla að kjósa Alþýðuflokkinn, 15,5% karla og 19,7% kvenna ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og 3,9% karla og 8,6% kvenna ætla að kjósa Kvennalistann. Jöfn aldursdreifing kjósenda Sjálfstæðisflokksins Lítill munur reynist vera á því hlutfalli sem ætlar að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn þegar niðurstaðan er greind eftir aldri, en hins vegar er nokkur munur á fylgi hinna flokk- anna eftir aldri. Hvað Sjálfstæðis- flokkinn varðar. ætla 41,4% fólks á aldrinum 18-29 ára að kjósa flokk- inn, 40,2% fólks á aldrinum 30-39 ára, 39,0% fólks á aldrinum 40-49 ára og 36,5% fólks á aldrinum 50-69 ára. Alþýðubandalagið kjósa 20,0% fólks á aldrinum 18-29 ára, 22,0% á , aldrinun} 30-39 ára, 20,?% á aldrin- Hvaða nokk eða Hsta ætlar þú að kjósa í nsstu bæjarstjórnarkosmngum? 39,4% tí.5% i MlJ Y*-# um 40-49 ára og 16,2% á aldrinum 50-69 ára. Alþýðuflokkinn kjósa 22,9% fólks á aldrinum 18-29 ára, 18,9% á aldrinum 30-39 ára, 22,6% á aldrinum 40-49 ára og 7,4% á aldr- inum 50-69 ára. Framsóknarflokkinn kjósa 12,9% á aldrinum 18-29 ára, 11,0% á aldrinum 30-39 ára, 15,8% á aldrinum 40-49 ára og 29,5% á aldrinum 50-69 ára. Kvennalistann kjósa 2,9% fólks á aldrinum 18-29 ára, 7,9% á aldrinum 30-39 ára, 2,3% á aldrinum 40-49 ára og 10,3% á aldrinum 50-69 ára. Könnun ÍM Gallup var fram- kvæmd 31. janúar til 2. febrúar síð- astliðinn og var gagna aflað í gegn- um síma. Urtak var tilviljunarkennt úr þjóðskrá og voru 600 einstakling- ar í því, en þátttakendur voru fólk á aldrinum 18 til 69 ára úr Kópa- vogi. Heildarfjöldi svara var 429, 61 neitaði að svara og ekki náðist í 96. Endanlegt úrtak þegar frá hafa ver- ið dregnir þeir sem eru búsettir er- lendis, látnir eða veikir, samanstend- ur af 586 einstaklingum og er nettó- svörun því 73,2%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.