Morgunblaðið - 08.03.1994, Qupperneq 1
56 SIÐURB
55. tbl. 82. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rannsókn Whitewater-málsins og Hvíta húsið
Starfsfólkið má
ekki fleygja rusli
Washing^ton. Reuter, The Daily Telegraph.
STARFSLIÐl Hvíta hússins í Washington var skipað að afhenda
skrifstofu lögmanns forsetaembættisins fyrir lokun í gær öll gögn
og skjöl um fundi og samtöl sem kunna að varða rannsókn á svo-
nefndu Whitewater-máli. Sex embættismönnum í Hvíta húsinu og
þremur í fjármálaráðuneytinu var á föstudag stefnt fyrir sérstakan
rannsóknardómara sem rannsakar hvort óviðurkvæmiieg tengsl
hafi verið milli Madison-sparisjóðsins í Arkansas og Whitewater-fyr-
irtækisins, sem Clinton-hjónin fjárfestu í á síðasta áratug.
Bill Clinton forseti varði í gær
eiginkonu sína, Hillary, á frétta-
mannafundi og sagði hana gædda
miklum siðferðisstyrk. Hann vísaði
því harðlega á bug að í uppsiglingu
væri nýtt Watergate-mál. Richard
Nixon, fyrrverandi forseti, varð að
segja af sér á áttunda áratugnum
er í ljós kom að hann hafði reynt
að leiða dómstóla á villigötur er
kannað var innbrot repúblikana- í
Watergate-húsið, höfuðstöðvar
demókrataflokksins í Washington.
í síðustu viku var bann lagt við
því að fleygja rusli í Hvíta húsinu
vegna rannsóknar Whitewater-
Bernard Nussbauin
Bingóspil-
ið bannað
London. Reuter.
PRESTUR í Scarborough í
Bretlandi hefur sagt ellilíf-
eyrisþegum, sem nota stof-
una í safnaðarheimilinu til
að spila bingó á fimmtudags-
kvöldum, að þeir verði að
velja. Annaðhvort hætti þeir
eða verði vísað burt.
„Þeir verða að finna sér aðr-
ar vistarverur ef þeir treysta
sér ekki til að afhenda mér
skriflegt vottorð um að þeir séu
hættir að stunda fjárhættu-
spil,“ sagði presturinn, Bob
Jackson. Gamla fólkið er á öðru
máli og bendir á að fjárhæðirn-
ar séu lágar, venjulega fáist
50 pence, rúmar fimmtíu krón-
ur, fyrir fullt spjald. „Við eyð-
um tímanum aðallega í að
drekka te og slúðra," sagði einn
lífeyrisþeganna.
málsins og grip-
ið til ýmissa ráð-
stafana til að
tryggja að rann-
sóknin gengi
eðlilega fyrir
sig. Starfslið
Hvíta hússins
fékk einnig
fyrirmæli um að
geyma öll gögn
sem varða fundi
Bernards Nussbaums, lögfræðiráð-
gjafa Clintons, með embættismönn-
um fjármálaráðuneytisins. Nuss-
baum sagði af sér eftir að fjölmiðl-
ar skýrðu frá því að hann hefði
þrisvar farið á fund embættismann-
anna til að fá upplýsingar um stöð-
una í rannsókninni.
Sjá „Spjótin beinast einkum
að forsetafrúnni“ á bls. 23.
Fordæma kvótalögin
Morgunblaðið/Thomas Johansen
SAMTÖK færeyskra togaraútgerðarmanna héldu
fund í Þórshöfn í gærkvöldi og samþykktu að vísa
nýsettum lögum um kvótakerfi í fiskveiðum alger-
lega á bug. „Við munum nú leggja til við landstjórn-
ina að hún gefi lögin ekki út en setji þess í stað á
laggirnar nefnd með fulltrúum allra aðila í sjávarút-
vegi og stjórnvalda,“ sagði Emil Nolsoe, formaður
samtakanna, í gær. Hann sagði að togaraflotinn
myndi verða í höfn þar til ný og betur unnin lög
um fískveiðistjórnun yrðu samþykkt. Að sögn frétta-
ritara Morgunblaðsins í Þórshöfn, Grækaris D.
Magnussen, munu um 500 manns fljótlega missa
vinnuna og frystihús stöðva framleiðsluna ef ekki
tekst að leysa deiluna um kvótalögin sem Lögþingið
samþykkti í liðinni viku. Á myndinni sjást sjómenn
að störfum á hafnarbakkanum í Þórshöfn í gær.
Erfiðar samningaviðræður Norðmanna og Evrópusambandsins
Reynt til þrautar að finna
málamiðlun í kvótamálum
ísraelar funda
með PLO í Kaíró
Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph.
Ósló, Lissabon. Reuter.
ENGIN niðurstaða hafði enn fengist seint í gærkvöldi í viðræðum
Norðmanna við Evrópusambandið, ESB, um aðild. Hart var deilt um
sjávarútvegsmál og stóðu Norðmenn fast á þeirri kröfu sinni að fá
undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Þá
höfðu Norðmenn hert á kröfum sínum í landbúnaðarmálum. Spánveij-
ar kröfðust þess að fá fiskveiðikvóta í norskri landhelgi en stjórnarerin-
drekar sögðu að Grete Knudsen, viðskiptaráðherra Norðmanna, hefði
tjáð ráðherrum ESB að enginn viðbótarfiskur væri til staðar, sem
hægt væri að leyfa veiðar á.
Utanríkisráðherrar ESB funduðu
um aðildarviðræðurnar við Norð-
menn í gær og var fundinum ekki
lokið seint í gærkvöldi. Ráðherrar
ESB deila einnig innbyrðis um það
hvernig vægi einstakra aðildarríkja
skuli vera í ráðherraráði sambands-
ins í framtíðinni. Stórþjóðirnar vilja
draga úr vægi smáþjóða og að sögn
norska blaðsins Aftenposten gæti
þessi deila tafið aðildarsamningana.
Reuter
Ráðherrar í Brussel
SIGBJORN Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, svarar spurningum
fréttamanna í Brussel, í baksýn er Grete Knudsen viðskiptaráðherra.
ÍSRAELAR staðfestu í gær að aðstoðarmaður Yitzhaks Rabins, forsæt-
isráðherra ísraels, hefði hitt Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka
Palestínumanna (PLO) í Kaíró í gær í von um að takast mætti að
taka upp þráðinn í friðarviðræðum að nýju. Þær féllu niður í Iqölfar
morðs ísraelsks landnema á tugum múslinia í Hebron fyrir rúmri viku.
Þrýstingur jókst mjög á Rabin
um helgina um að láta flytja um
400 ísraelska landnema á brott frá
Hebron og er meirihluti ísraels-
stjórnar sagðu fýlgjandi því. Um
5.000 landnemar búa í Kiriyat
Arba, rétt utan Hebron, og nokkur
hundruð til viðbótar í sjálfri borg-
inni. Æ fleiri ráðherrar telja land-
nemana skapa ónauðsynlega
árekstra.
Átök urðu á hernumdu svæðun-
um í gær og særðu ísraelskir her-
menn 17 Palestínumenn í Hebron.
Þá hafa öfgasamtökin Hamas lýst
því yfir að ísraelskir landnemar
hafi viku til að koma sér á brott,
ella verði ráðist á þá.
Aftenposten sagði að fjallað hefði
verið í gærkvöldi um óskir Norð-
manna sem vilja fá lengri aðlögunar-
tíma fyrir vissar landbúnaðarafurðir
sínar er myndu eiga erfitt með að
keppa á fijálsum markaði. Rætt
hefði verið um að í staðinn fengju
þeir ekki strax fullan aðgang að fisk-
markaði ESB en sum aðildarríki
sambandsins óttast norska sam-
keppni á fiskmarkaðnum. Jan Henry
T. Ölsen, sjávarútvegsráðherra Nor-
egs, útilokaði ekki slíka lausn í gær,
sagði að erfitt yrði að fá fulla frí-
verslun með fisk frá fyrsta degi
aðildar.
Björn Tore Godal, utanríkisráð-
herra Noregs, hefur í tengslum við
kvótakröfur Spánveija bent á að í
samningunum um Evrópska efna-
hagssvæðið, EES, í fyrra hafi
Noregur látið ESB í té 51.000 tonna
þorskkvóta. Þar af hafi 11.000 tonn
verið ætluð til úthlutunar fátækustu
þjóðum ESB árið 1997 og gert ráð
fyrir að Spánverjar fengju helming-
inn.
Anibal Cavaco Silva, forsætisráð-
herra Portúgals, sagði í viðtali við
Reutere-fréttastofuna um helgina
að Norðmenn gætu ekki farið fram
á að fá stöðuga undanþágu frá því
að hleypa togurum annarra ESB-
ríkja inn í lögsögu sína. Sigbjörn
Eriksen, fylkisstjóri í Nordland, hef-
ur ritað Olsen sjávarútvegsráðherra
bréf þar sem hann segir að Norð-
menn ættu að veita Spánveijum
nokkurra þúsunda tonna fiskveiðik-
vóta í lögsögu sinni ef þeir fái sjálf-
ir að ráðstafa fiskveiðistofnum fyrir
norðan 62. breiddargráðu.