Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 13 Rúnar Þórisson á Háskólatónleikum Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu miðvikudaginn 9. mars leikur Rúnar Þórisson gítarleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að Iengd. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Johan Kaspar Mertz (1806-1856), MJanuel de Falla (1876-1946) og William Walton (1902-1983). Mertz var sjálfur afburða gítar- leikari og starfaði sem hljóðfæraleik- ari við keisarahirðina í Vín. Hann var afkastamikið tónskáld og eru flest verka hans annaðhvort fyrir einleiksgítar eða píanó og gítar, en eiginkona Mertz var píanóleikari og léku þau hjónin oft saman. Elegie sem verður leikið á tónleikunum þykir meðal hans bestu verka, en í því má greina áhrif Vínar heiðríkj- unnar og rómantískrar tónlistar. Manuel de Falla er eitt merkasta tónskáld Spánveija, auk þess er hann af mörgum talinn einn af helstu frumkvöðlum nútímatónlistar. Hann sótti efni í þjóðlagatónlist lands síns og ekki síst í flamenco dansinn. Þó mun það verk sem flutt verður á tónleikunum Homenaje „Le Tombe- au de Debussy“ vera eina verk hans sem var upphaflega samið fyrir gít- ar. William Walton er meðal þekktari tónskálda Englendinga á þessari öld. Hann hóf feril sinn á því að semja kvikmyndatónlist og tónlist með sterkum jassáhrifum. í þeim verkum sem leikin verða eftir hann má finna áhrif bæði frá hefðbundinni klass- ískri tónlist og frá dægurlagatónlist samtímans. Rúnar Þórisson lauk burtfarar- prófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík árið 1989. Gítarkennari hans var Símon H. ívarsson. Árið áður hafði hann lokið prófí frá kennaradeild skólans. Þá lá leiðin til .Svíþjóðar þar sem Rúnar nam gítarleik hjá þeim Per- Olaf Johnson, Gunnari Spjuth og Göran Söllscher. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum gítarnám- skeiðum, meðal annars hjá argen- tíska gítarleikaranum Roberto Aus- ell og spænska gítarleikaranum Jose Louis González. Samhliða gítarná- minu stundaði Rúnar nám við tónvís- indadeild Háskólans í Lundi og lauk þaðan phil. kand. prófi í tónvísind- um. Auk tónleikahalds hér á landi þá lágkúrunnar (auglýsingamennsku og ímyndasýki). Aldo Clementi (sem í mínum eyrum er mjög áhugavert framhald af Webern, enda þótt hann gefi sér aðrar forsendur) og Riccardo Nova verða ekki sakaðir um yfir- borðsmennsku og fúsk. Clementi — með sínum stóíska hætti sem sum- ir kenna við „neikvæðni" en er þó fremur í ætt við e.k. „minimal- isma“ a la Beckett — dundar sér við að „hlunnfara tímann“ með sérstæðu litrófi og ríkum (rytmísk- um) hljómbrigðum eftir flóknum prinsippum kanónunnar. (Virkar næstum eins og eftirmæli eða minningargrein...) Riccardo Nova er yngri og „fijálsari". Samt bera verk hans merki heiðarleikans í ströngum vinnubrögðum, sem koma manni fyrir sjónir sem útpæld rannsóknariðja á takmörk- um úrræðanna, ef einhver botnar í slíkri framsetningu! Sannarlega lifa verk þeirra sjálfstæðu lífi, ekki síst þess fyrrnefnda (segi ég, sem gamall Beckett-dýrkandi). í svona umsögn „geldur" Caput þess að leika alvöru-nútímatónlist fallega og af einstakri vandvirkni (svo maður sé sjálfum sér sam- kvæmur og haldi áfram að tala í kross). Þökk sé þessu framúrskar- andi tónlistarfólki (og Guðmundi Óla Gunnarssyni, direttore princip- ale) fyrir örugga leiðsögn um mikilvægan og krefjandi tónvef, sem lætur sig einu gilda hvort hann eigi sér stóran „málfarshóp“. Clementi og Nova verða sem sé ekki sakaðir um lágkúru - þótt oftast séu þeir á lágum nótum. Hljóðritun (digital) er að sjálf- sögðu fyrsta flokks. hefur Rúnar leikið á tónleikum í Svíþjóð og Danmörku, og vorið 1992 lék hann á menningarhátíð í Greifswald í Þýskalandi. Jafnframt því að leika á klassískan gítar þá lék Rúnar um tíipa á rafmagnsgítar, lengst af með hljómsveitinni Grafík, og hefur sem slíkur leikið inn á all- margar hljómplötur. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 300 kr. TONVAKINN Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1994 í SUMAR efnir Ríkisútvarpið í þriðja sinn til keppni um Tónvak- ann, Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, en keppnin er ætluð flytjend- um sígildrar tónlistar, hlóðfæraleikurum og söngvurum. Rúnar Þórisson gítarleikari. í ár er sú nýbreytni tekin upp að Tónvakakeppnin verður jafn- framt undankeppni fyrir Tónlistar- hátíð ungra norrænna einleikara (Ung nordist solistenbiennial) og verður verðlaunahafi Tónvakans 1994 fulltrúi íslands á hátíðinni sem haldin verður á næsta ári. Vegna þessa miðast þátttaka í Tónvaka- keppninni í ár við 25 ára hámarks- aldur hljóðfæraleikara og 30 ára hámarksaldur söngvara. Að öðru leyti verður Tónvaka- keppni RÚV með líku sniði og ver- ið hefur; sigurvegarinn hlýtur keppnisfé að upphæð 250 þúsund og mun Ríkisútvarpið gera hjóðrit- anir með viðkomandi til útgáfu og koma á framfæri hér á landi og í útlöndum. Að auki verður tónleik- um verðlaunahafans með Sinfóníu- hljómsveit íslands næsta haust út- varpað um Norðurlönd. Þeim sem hyggja á þátttöku í Tónvakanum 1994 er bent á að snúa sér til tónlistarstjóra RÚV sem veitir nánari upplýsingar. EPPNI ■ l»l GETUR DOTTIÐ LUKKUPOT TINN t 'nýir É Við efnum til uppskriftasamkeppni og leitum að nýjum eftirlætis-pastaréttum, heitum og köldum, fínum og hvers- JQ dagslegúm, ódýrum og dýrum, hefðbundnum og óhefð- bundnum! Búðu til gómsætan pastarétt og sendu okkur R. É T T I R ----nramas" i— uppskriftina og þú átt möguleika á að vinna ferð til ítalíu! L fíLÆgILEfí3^ERÐLAII&í; 1. VERÐLAUN: Ferð fyrir tvo til Ítalíu. 2. VERÐLAUN: Ferð til Italíu fyrir einn. Ujt\\ Ferð til Ítalíu fyrir einn. Fimm glæsileg aukaverðlaun verða veitt fyrir áhugaverðar uppskriftir. »hIM> Frá 14.-18. mars verður sagt! frá verðlaunaréttunum í DV og hjá Gústa og Gerði á Bylgjunni. Sendu þinn eftirlætis- pastarétt til okkar strax í dag því þátttökufrestur rennur út föstudaginn 11. mars. Utanáskriftin er: NYIR EFTIRLÆTISRÉTTIR Síðumúla 6 108 Reykjavík Síminn er: (91) 688 300 DÓMNEFNDINA SKIPA (f.v.): Guðrún Einarsdóttir frá Barilla, _ Ingibjörg Óðinsdóttir frá DV, Pétur | FLUGLEIÐIR Ómar Ágústsson frá Fluglciðum, r “ m Þorgeir Ástvaldsson frá Bylgjunni ___ __ og Björg Sigurðardóttir frá INýjum > tzVjr eftirlætisréttum. C<1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.