Morgunblaðið - 08.03.1994, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Holland
Philips loks með hagnað
eftír þriggja ára tap
Eindhoven, Hollandi. Reuter.
HOLLENZKA rafeindafyrirtækið Philips — hið stærsta í Evrópu
— hefur skýrt frá því að það hafi verið rekið með hagnaði í fyrra
eftir þriggja ára hallarekstur, en er aðeins hóflega bjartsýnt á
horfurnar á þessu ári og varar við fleiri uppsögnum starfsfólks
í Þýzkalandi.
Nettóhagnaður nam 856
milljónum gyllina (441 milljón doll-
ara) 1993, þannig að 900 milljóna
gyllina (464 milljóna dollara) halli
1992 var svo að segja þurrkaður
út, og það er betri útkoma en bjart-
sýnustu sérfræðingar höfðu búizt
við.
„Við teljum að við höfum náð
mikilvægum áfanga og séum þess
megnugir að hefjast smám saman
handa um að hleypa nýju lífi í fyrir-
tækið,“ sagði Jan Timmer,
stjórnarformaður þess, sem hleypti
af stokkunum erfiðri endurskipu-
lagningaráætlun þegar hann tók
við starfinu 1990.
Philips bendir hins vegar á að
frekari tekjuaukning á árinu 1994
verði komin undir þeim efnahags-
bata sem verði í Evrópu.
Nettóhagnaður Philips 1993
jókst í 1,97 milljarða gyllina (1,02
milljarða dollara) úr 900 milljóna
tapi 1992. Að sögn Philips hagnað-
ist fyrirtækið mest á niðurskurði
Fjölmiðlar
Telegraph fer út í út-
gáfu rafeindablaða
ÚTGÁFUFYRIRTÆKI brezka blaðsins The Daily Telegraph hyggst
gera tilraunir með rafeindablöð í næstu framtíð að því er fram
kom þegar ársreikningar fyrirtækisins voru kynntir nýlega.
Að sögn Joe Cookes fram-
kvæmdastjóra er líklegt að fylgiblað-
ið Weekly Telegraph verði fljótlega
tengt tölvukerfínu Intemet, sem er
talið mjög aðgengilegt. Fylgiblaðið,
sem er í litlu broti og kemur út viku-
lega með úrvali af efni aðalblaðsins,
er einkum ætlað Bretum búsettum
erlendis.
Cooke sagði að blöðum væri nauð-
synlegt að huga að möguleikum sín-
um í framtíðinni. „Prentað mál verð-
ur ekki leyst af hólmi,“ sagði hann,
„en áður en langt um líður munu
blöð í rafrænu formi verða notuð í
miklu ríkara mæli en hingað til.“
Telegraph-blaðaútgáfan hyggst
einnig gefa út blað sitt fyrir unga
lesendur, Young Telegraph, á disk-
um. Hins vegar hefur fyrirtækið
hætt við fyrirætlanir um færa út
kvíarnar með sjónvarpsrekstri.
rekstrarkostnaðar og skuldaað-
haldi. Sala hélzt nær því óbreytt
og nam 58,83 milljörðum gyllina
(30,32 milljarða dollara) miðað við
58,53 milljarða árið á undan.
En þótt „fjárhagsstaðan batni
ört“ varar Timmer stjórnarformað-
ur við miklum erfíðleikum í Þýzka-
landi — aðallega í systurfyrirtæk-
inu Grundig AG. Fyrir utan bágan
efnahag hafa þýzk fyrirtæki verið
seinni til að hefjast handa um end-
urskipulagningu vegna sigurvímu
í kjölfar sameiningar Þýzkalands
að sögn Timmers.
Vegna hundruða milljóna gyllina
taps Grundigs var rafeindadeild
Philips rekin með 73 milljóna gyll-
ina (37,6 milljóna dollara) halla
miðað við 553 milljóna halla 1992.
Endurskipulagning er fyrirhug-
uð, en önnur rafeindafyrirtæki
Philips eru rekin með hagnaði.
BILASALAN I EVROPU
Vestur- Evrópsk bílasala er taiin rétta eitthvaö úr kútnum
á þessu ári eftir aö hafa hruniö á liönu ári.
BlLASLA í EVRÓPU
96 97
MARKAÐSHLUTDEILD 1993
Aörir
3,6%
BMW
3,2%
' Bílar lluttir inn Irá Bandaríkjunum og seldir I V-Evrópu meðtaldir.
" Lancia, Alfa Romeo, Innocenti, Ferrari og Maserati meðtaldir.
Heimild : Motor Industry Research Unit
Rover
3,2%
Mercedes-
Benz 3,1%
REUTER
Bílar
Bílasala mun smáaukast
í Vestur-Evrópu íár
Brussel. Reuter.
EFTIRSPURN eftir nýjum bíl-
um í Vestur- Evrópu jókst um
1,9% í febrúar miðað við sama
tíma í fyrra og jókst einnig í
janúar samkvæmt upplýsing-
um Samtaka bifreiðaframleið-
enda Evrópu (ACEA).
FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA
Ráðstefna um flutningamál
Ráðstefna verður haldin þann 16. mars nk. kl. 13.30 í Háskólabíó, sal 2, í tengslum
við aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna.
Meðal efnis sem fjallað verður um:
- Hefur samkeppnisstaða í milliríkjaverslun batnað eða versnað
með tilliti til þróunar flutningsgjalda?
- Hver eru flutningsgjöld í íslandssiglingum?
- Hver eru flutningsgjöld í samkeppnislöndum íslands?
- Eru íslensk flutningasölufyrirtæki vel rekin?
Dagskrá:
1. Ávarp
Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra.
2. Kynning á skýrslu Drewry Shipping Consultants, sem unnin
hefur verið fyrir FÍS og íslenska flutningakauparáðið um ís-
lenskan og alþjóðlegan flutningamarkað.
Mark Page, Senior Consultant.
3. íslenski gámaflutningamarkaðurinn í alþjóðlegu samhengi.
Birgir R. Jónsson, formaður FÍS.
4. Umræður. /
Ráðstefnustjóri verður Stefán S. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri FÍS.
Skýrsla Drewrys er umfangsmesta úttekt, sem unnin hefur verið
á íslenska sjóflutningamarkaðinum fram til þessa.
Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er kr. 2.800 fyrir almenna
ráðstefnugesti. Afsláttur er veittur til félagsmanna.
Skráning ráðstefnugesta fer fram á skrifstofu félagsins á 6. hæð í Húsi verslunarinnar.
Upplýsingar í síma 678910.
Félag fslenskra stórkaupmanna.
Flutningakauparáð.
Mark Page
Nýskráðum bílum fjölgaði í
936.060 í 17 Vestur-Evrópulöndum
úr 918.610 í febrúar 1993. í janúar
voru 6,3% fleiri nýskráningar en í
sama mánuði ári áður, en þá lauk
eins árs samdrætti á markaðnum í
Vestur-Evrópu. Sala á nýjum bílum
dróst saman um rúmlega 15% í
fyrra i um 11,4 milljónir og það var
mesti samdráttur á einu ári í hálfa
öld.
Ekki er búizt við að söluaukning-
in 1994 verði veruleg. Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
spáði núllaukningu í viðræðum við
japönsk stjórnvöld um bifreiðaút-
flutning Japana 1994, en Japanar
gerðu réð fyrir lítils háttar aukn-
ingu.
I Genf gera sérfræðingar ráð
fyrir að bifreiðasala í Vestur-Evr-
ópu muni aukast lítils háttar 1994
í um 11,6 eða 11,7 milljónir. Fyrsta
alþjóðlega bílasýning ársins hefst í
Genf á fimmtudag og sérfræðingar
sjá litla ástæðu til bjartsýni í bráð.
Fýrirtæki eru rekin með halla, til-
kostnaður er enn of mikill og fleiri
uppsagnir eru í uppsiglingu. Hörð
samkeppni Japana mun líklega
harðna og á sama tíma eykst inn-
flutningur bíla til Evrópu frá lönd-
um þar sem vinnuafl er ódýrt, til
dæmis Suður-Kóreu og Malaysíu.
Ekki er heldur búizt við að nýir
bílar sem sýndir verða muni valda
kaupæði meðal neytenda. „Þeir eru
leiðinlegir," sagði brezkur ráðu-
nautur, Peter Schmidt. Peugeot og
Fiat kynna „fjölnotabiT (MPV),
BMW nýjan smábíl, Evrópudeild
General Motors Opel/Vauxhall
„Omega-forstjórabíl“ og Audi sýnir
A8 með yfirbyggingu úr áli. Einnig
má nefna Ford-smábílinn „Ka“ og
fólksbíl Mercedes/Swatch.
„1994 verður annað erfitt sölu-
ár,“ sagði Schmidt. Brezka vikuritið
Economist kannaði nýlega álit yfír-
manna sex stórra bílaverksmiðja í
Evrópu. Peugeot og Fiat spáðu 3%
og 2,3% vexti. Ford-Evrópa spáði
smávegis aukningu. General Mot-
ors-Evrópa lítils háttar hnignun,
Volkswagen stöðnun, en Renault
taldi að botninum hefði verið náð.
Ert þú kona sem...
- hefur áhuga á atvinnumálum?
- hefur áhuga á betrí launum?
- vilt hafa meiri áhrif á eigin framtíð?
á námskeiöinu
Hansina B. Ðnarsdóttir
Þekking - þjálfun - þátttaka
er fjallaö um stööu kvenna í breyttu samfélagi, vinnumarkaö, ný
störf, stjórnunarstíl kvenna og nýjar leiöir til árangurs.
Námskeiöið er haldið í húsnæöi Stjórnunar-
félagsins 15. mars kl. 13.00-17.30.
Verö: kr. 6.900,-
Skráning í síma 621066
Stjórnunarfélag
islanós
Ánanaustum 15