Morgunblaðið - 08.03.1994, Side 20

Morgunblaðið - 08.03.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði Þorsteinn Asgeirs- son í fyrsta sæti ÞORSTEINN Ásgeirsson hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði sem haldið var um helgina. Hann fékk 64 atkvæði í fyrsta sæti og 92 atkvæði alls og bindandi kosningu. Í öðru sæti varð Kristín Trampe með 45 atkvæði í fyrsta og annað sæti og 86 atkvæði alls. Karl Guð- mundsson fékk 52 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti og 102 atkvæði alls. Hvorki Kristín né Karl hlutu bind- andi kosningu. í fjórða sæti var Anna María Elías- dóttir með 69 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti og 99 atkvæði alls og í fimmta sæti varð Gunnlaugur Jón Magnússon með 96 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti og 106 atkvæði alls. Alls greiddu 126 atkvæði í próf- kjcrinu og voru 124 seðlar gildir. Þátttaka var 27% meiri en í próf- kjöri flokksins í Ólafsfirði fyrir fjór- um árum en þá tóku innan við 100 manns þátt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn Ólafsfjarð- ar á kjörtímabilinu, en hann á Qóra af sjö bæjarfulltrúum í bæjarstjóm- inni. Þorsteinn Ásgeirsson 64 atkv. 92 alls Kristín Trampe 45 atkv. í 1.-2. sæti 86 alls Karl Guðmundsson 52atkv. íl.-3. sæti 102 alls Anna María Elíasdóttir 69 atkv. í 1.-4. sæti 99 alls Gunnlaugur Jón Magnússon 96 atkv. í 1.-5. sæti 106 alls 14 ára íslandsmeistari í brids Framtíðardraum- urínn er að gerast atvinnubridsari „SIGURINN var óvæntur, auðvitað langaði mig að vinna og við áttum möguleika, en ég bjóst nú samt ekki við þessu,“ sagði Sigur- björn Haraldsson, 14 ára Akureyringur, sem ásamt félögum sínum varð íslandsmeistari í brids á íslandsmóti yngri spilara sem fram fór í Reykjavík fyrir nokkru. Með honum í sveit voru Magnús Magnússon frá Akureyri og sunnanmennirnir Karl O. Garðarsson og Kjartan Ásmundsson. Þetta mót er fyrir þá sem eru 25 ára og yngri. Sigurbjöm byijaði að spila brids fyrir tveimur árum, en þá fór hann með bróður sínum, Ántoni, í tvímenning í Golfskálann að Jaðri og þá varð ekki aftur snúið, hann fékk bakteríuna. „Ég hef mjög gaman af því að spila og ætla mér að halda áfram. Við spilum alltaf fast tvisvar í viku, á sunnudögum og þriðjudög- um, en síðan hittast menn þess á milli,“ sagði bridsspilarinn ungi, en það vakti nokkra athygli þegar hann sigraði á afmælismóti Soffíu Guðmundsdóttur á Akureyri í nóvember síðastliðnum. Góðan árangur við spilaborðið sagði hann að mætti þakka bróður sínum, sem hefði verið duglegur að leggja fyrir hann æfingar af ýmsu tagi og bera í hann bækur um efnið. „Þetta er mitt aðal- áhugamál og það skemmtiiegasta sem ég geri, ég æfí reyndar fót- bolta með KA á sumrin, en yfír vetrarmánuðina liggur maður yfír þessari íþrótt hugans,“ sagði Sigurbjöm, sem er i 9. bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri. „Fram- tíðardraumurinn er auðvitað sá að gerast atvinnubridsari, en þar sem ég á alls ekki von á að hann rætist verður maður að læra eitt- hvað.“ Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Forseti í heimsókn LEIKDEILD Ungmennafélags Skriðuhrepps frumsýndi gamanleikinn Forsetaheimsóknina um helgina. Áhugaleikarar í Ungrnennafélagi Skriðuhrepps Gamanleikurínn Forsetaheim- sóknin frumsýndur að Melum Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. LEIKDEILD Ungmennafélags Skriðuhrepps frumsýndi um helg- ina gamanleikinn Forsetaheimsóknina eftir Frakkana Luis Rego og Philippe Bruneau sem báðir eru leikarar og miklir háðfuglar í sínu heimalandi. Leiksljóri er hinn kunni leikhúsmaður Aðal- steinn Bergdal en þýðandi verksins er Þórarinn Eldjárn. í leikskrá segir að kveikjan að þessu leikriti, Forsetaheimsókn- inni, megi rekja til þess uppátæk- is Giscard d’Estaings fyn-verandi Frakklandsforseta fyrst eftir að hann varð forseti, að heimsækja alþýðufjölskyldur. í embættistíð hans jókst verðbólga mjög í Frakklandi og atvinnuleysi varð meira en áður hafði þekkst. Finna má tilvísanir í þetta í leikritinu. Leikendur í sýningunni á Mel- um eru 12 talsins, flestir gamal- reyndir leikarar enda hefur leiklist verið í háveguln höfð í dalnum áratugum saman. Leikstjórinn hefur nýtt sér þennan efnivið til fullnustu og er útkoman bráðfjörug og skemmti- leg sýning sem áhorfendur kunnu vel að meta. Önnur sýning á For- setaheimsókninni verður að Mel- um í kvöld, þriðjudagskvöld. - Benjamín Kór Akureyrar- kirkju með tónleika KÓR Akureyrarkirkju heldur tón- leika í Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. mars kl. 20.30. Tónleikamir eru liður í kirkjuviku. Stjómandi er Björn Steinar Sól- bergsson, Dóróteha Dagný Péturs- dóttir leikur á orgel og einsöngvari er Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist. Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur komið fram við ýmis tækifæri hér á landi og erlendis, var meðal annars fulltrúi íslands á Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara og söngv- ara í Stokkhólmi. (Úr rréttatilkynningu.) ■ KYRRÐ- ARSTUND verður í Gler- árkirkju í há- deginu á morg- un, miðviku- daginn 9. mars frá kl. 12 til 13. Orgelleikur, helgistund, alt- arissakramenti, fyrirbænir, léttur málsverður að stundinni lokinni. Allir velkomnir. Þátttakendum í bænastundum kvenna er beint í föstumessur Ak- ureyrarkirkju á föstunni. Guðrún Friðriks- dóttir - Minning Sl. laugardag var gerð frá Greni- víkurkirkju útför Guðrúnar Frið- riksdóttur á Jarlsstöðum, sem and- aðist 24. febrúar sl. Guðrún Friðriksdóttir var fædd í Hléskógum í Höfðahverfi 27. júlí 1916, og var næstelst fjögurra dætra þeirra hjóna Önnu Margrétar Vigfúsdóttur og Friðriks Kristins- sonar er þar bjuggu þá, en áttu síðar heimili í Vallholti á Grenivík. Anna Margrét fékk berkla og and- aðist meðan þær systur voru enn á unga aldri. Hinn 8. september 1939 giftist Guðrún Bjama Benediktssyni á Jarlsstöðum og eignuðust þau fjög- ur börn sem öll komust upp og eiga fjölskyldur. Með þessum línum er ekki ætlun- in að rekja frekar hin ytri æviat- riði, heldur einungis að gjöra fátæk- legan blómsveig af orðum í þakk- látri minningu. Bjami og Gunna á Jarlsstöðum voru meðal hinna föstu og óbifan- legu þátta sem mynda bemsku- minningar mínar og okkar í Dal. Þau voru nánast eins og hluti af landslaginu. í minningunni er eins og aldrei hafi liðið svo dagur að ekki væri farið í Jarlsstaði, jafnvel að frátöldum föstum mjólkurferð- um. Oftast lá leiðin nokkuð beint í eldhúsið til Gunnu. Þar var sælu- reitur. Þar voru sætar kökur með sunnudagsbragði, og þar lágu dönsku blöðin á eldhúsbekknum og þar vom Knold og Tot í heimili. Að gera vel við hvern sem bar að garði var ekki bara eðliseinkenni heldur líf og yndi Gunnu á Jarls- stöðum. Allar eru minningamar um hana umvafðar blómum, blómum úti og inni, blómum í öllum gluggum, fræ í pokum, plöntur í uppeldi, sjaldgæf- ar tegundir og fáséðar, græðlingar og afleggjarar. í varpanum höfðu sóleyjarnar félagsskap af fíflum og hundasúrum en gátu líka glatt sig við að horfa á rósir halla sér að húsveggnum. Og í brekku mót suðri var garður sem yndi var að ganga um. Sá hafði enn í sumar sem leið vaxið og þroskast og lagt ævintýra- blæju yfir rústir útihúsanna. Þau voru samhent og sama sinnis um það hjónin, að „maður á að rækta garðinn sinn“. Fegurri minnisvarða um líf og starf getur varla en reit- inn þeirra Bjarna. Kannski kunnum við söguna um tréð sem Bjarni ætlaði að sitja undir þegar hann yrði gamall. Hvort við trúðum því er önnur saga. En það er þarna, og hann líka. Garðurinn á Jarlsstöðum er eng- inn venjulegur minnisvarði. Hann kunngjörir kærleika til alls sem grær og lifír og minnir á, að „sú tíð er sárin foldar gróa“ kemur ekki nema mennirnir noti hendur sínar fyrst og fremst til að hlúa að og rækta. „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma,“ segir Prédikarinn. (Pred. 3.1.) Auðvitað er einnig okk- ur útmæld stund. Auðvitað er það vegur okkar allra að kveðja. Samt er sárt að þurfa að skilja, þótt að- eins sé um sinn. í hlýindunum und- anfarna daga hafa páskaliljurnar hérna undir húsveggnum verið að stinga upp grænum sprotum. Það er frá náttúrunnar sjónarmiði auð- vitað alltof snemmt. Sjálfsagt kremur kuldinn þær næstu daga, því enn er langt til páska náttúrunn- ar. Páskar trúarinnar eru nær, líka á miðri föstu. Orð engilsins við konurnar kunngjöra boðskapinn: „Hann er upp risinn frá dauðum eins og hann sagði yður. Sjá, hann fer á undan yður til Galileu. Þar munuð þér sjá hann.“ (Matt. 28.7.) Blessuð sé minning Guðrúnar Friðriksdóttur. „Guð huggi þá sem hryggðin slær, — hvort þeir eru fjær eða nær.“ Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti. Vegna mistaka við vinnslu birt- ist þessi minningargrein um Guðrúnu Friðriksdóttur fyrir- sagnar- og myndarlaus á blaðs- íðu 34 í Morgunblaðinu á laugar- dag innan um greinar um nöfnu hennar Sigurðardóttur. Eru hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á þessum leiðu mis- tökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.