Morgunblaðið - 08.03.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 08.03.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 41 Mr. Empty/ Sigtryggur dyravörður Kraftmiklar þreifingar Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Nýlega barst mér í hendur geisladiskur, sem raunar kom út fyrir síðustu jól, en fór ekki hátt í þeim darraðardansi sem þá var stiginn á hljómplötumark- aðinum. Diskur þessi er þó allrar athygli verður og hefði verið full ástæða til að vekja athygli á honum mun fyrr, - en betra seint en aldrei. Það er rokksveitin Sigtryggur dyravörður sem stendur á bak við þessa útgáfu og er þetta frumraun sveitarinnar á hljóm- plötusviðinu, en diskurinn ber heitið „Mr. Empty“. Hér er á ferðinni kröftug rokktónlist, sem um sumt sver sig dálítið í ætt við það sem verið var að gera á sviði þungarokktónlistar fyrir um það bil tuttugu árum, með nettu Zeppelin-ívafi og áhrifa frá ýmsum öðrum eðalsveitum á því ágæta tímabili rokksögunnar. Auk Zeppelin-áhrifanna fannst mér ég m.a. greina áhrifa frá Alvin Lee, úr Ten Years After, í laginu It’s Alright og ekki er laust við. að andi Doobie Brot- hers svífi yfir vötnum í laginu Rapers, svo eitthvað sé nefnt. En Sigtryggur dyravörður þarf ekkert að skammast sín fyrir að sækja hugmyndir í þessa smiðju, því þar er vissulega ekki leiðum að líkjast, auk þess sem það getur reynst býsna erfitt að vera frumlegur í kraftrokk-tónsmíð- um. Stakkurinn er þröngt snið- inn og fyrir suma bragðast þetta eins og sami grautur úr sömu skál. Annað efni á þessum diski ber þess þó glögg merki að Sigtrygg- ur dyravörður er að þreifa fyrir sér víðar en í hefðbundnu kraft- rokki. í Indian summer örlar til dæmis á pælingum í anda „Police" og Everything er smekkleg ballaða ásamt Angry Youth. Þessi þijú lög eru í hópi hinna áhugaverðari á plötunni að mínu mati og eins finnst mér Queen of the Alley skemmtilega grípandi, þótt erfitt sé að gera upp á milli laganna með einhveij- um faglegum rökum. Styrkur plötunnar felst nefnilega fremur í góðum söng og hljóðfæraleik en tónsmíðunum sem slíkum, og verður spennandi að fylgjast með þróuninni hjá Sigtryggi dyra- verði í framtíðinni. Jóhannes Eiðsson söngvari sýnir hér að hann er í fremstu röð rokksöngvara á þessari línu, ekki síður en Eiður bróðir hans og jafnvel Robert Plant hefði verið fullsæmdur af að skilja eftir sig slíkan söng á hljóm- plötu. Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari kemur einnig sterkur út á þessari plötu og virðist njóta sín vel í þessari tegund tónlistar. Bassaleikarinn Eiður Alfreðsson og trommarinn Tómas H. Jó- hannesson eru þéttir í grunnin- um og binda tónlistina-vel sam- an. Eins er vert að geta þess, að hljómurinn á plötunni, eða „sándið" eins og það er kallað á fagmálinu, er furðugott ef tekið er mið af því að platan .er tekin upp á átta rása tæki og við frum- legar aðstæður eftir því sem gerist og gengur í fulkomnum hljóðverum. Stjórn upptöku og hljóðblöndun var í höndum Jóns Elvars og útkoman er ánægjuleg sönnun þess að yfirbyggingin þarf ekki endilega að vera for- senda þess að vel takist til. Ágætt verk Sigtryggs dyravarð- ar ætti því að verða öðrum rokk- tónlistarmönnum hvatning til að reyna meira upp á eigin spýtur í útgáfustarfsemi. ÁRIMAÐ HEILLA Ljósm.st. Mynd HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 5. febrúar sl. hjá Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfiu af Snorra Ósk- arssyni, Hanna Hallgrímsdóttir og Víðir Davíðsson. Heimili þeirra er á Lónabraut 20, Vopnafirði. Mau FESTINGAJÁRN p ■ ■ OG KAMBSAUMUR Þýsk gasöavara — traustari festing HVERGI MEIRA URVAI, Armúla 29 - 1OK Keykjuvík - simar 38640 »K 6H6KMI Sjálfsrækt Námskeið sem fjallar um bernskuna, kvíða, sjálfsviröingu, ást og samskipti, líkamsrœkt, matarœði, jákvceða hugsun, markmiðasetningu, öndunarœfingar, slökun, hugleiðslu og lögmál velgengni. Kennslubók, œfingar og einkatími. 14. mars til 11. apríl. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson. Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, sími 10377. Ljósmyndastofan Svipmyndir hjónaband. Gefin voru saman hinn 6. febrúar sl. Ingibjörg Sveins- dóttir og Ragnar Lárus Gunnars- son. Heimili þeirra er á Þjórsárgötu 9A. pú svalar lestrarþörf dagsins SÍtium Moggans! /g Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi fljHÉL Leiðbeinendur sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Innritun ng nanari upplýsingar í símum Sállræðistöðvarinnar: EE 62 30 75 00 2 11 10 kl. 11-12. smnocAno Macintosh námskeið Mjög vandað og gott námskeið fyrir byrjendur. Stýrikerfi tölvunnar, riwinnsla og kynning á helstu forritum. Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstaett verð! Tölvu- og verkfræbiþjónustan Verkfræðístofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • sfmi 68 80 90 .S dýnan er jrrískipt. Bíst er lag af tnjúþuin svampi, í miájunni er latex, sem er unnið úr náttúru- gúmmíi, og neðst er stífur svampur. Stgr.verá [26.900 kr. (80x200sm) er klædd eggja- aoradyna þaLrkaskomum mjúkum svampi efst og neðst og í miðjunni er vandaður fjaðrakjami. Stgr.verð 18.500 kr. (80x200sm) er klædd Lúxus jaðradyna latexi efst og neðst, á ntilli ent ntjúkar fjaðrir sem steyptar em inní stuðpúða úr frauði. Hver fjaðraeining er klædd í poka og fjaðrar Jtví sjálfstætt. Stgr.verð (32.800 kf. (80x200sm) LYSTADÚ N -SNÆLAN D Skútuvogi 11* Sími 68 55 88 Láttu ekki vanann verða jpér að keilsutjóni. Hugleiddu kvort ekki er kominn tími til að endumýja gömlu dýnuna jtína. Lystadún-Snæland framleiðir allt frá einföldustu dýnum til úrvals rúmdýna sem fullnægja ströngustu kröfum um útlit, gæði og jtægindi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.