Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Umsóknir um stöðu seðlabankastj óra BANKARÁÐ Seðlabanka íslands auglýsti 20. janúar sl. eftir umsókn- um til undirbúnings tillögugerðar til ráðherra um skipan í tvær stöð- ur bankasijóra í Seðlabanka íslands. Umsóknir bárust frá eftirtöldum einstaklingum. Þrír umsækjendur óska nafnleyndar. Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri, Baldvin Björgvins- son rafvirki, Birgir Ámason hag- fræðingur, Bjarni Bragi Jónsson aðstoðarseðlabankastjóri, Bjarni Einarsson fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, Bjöm Tryggvason skrifstofumaður, Bolli Héðinsson hagfræðingur, Edda Helgason framkvæmdastjóri, Eirík- ur Guðnason aðstoðarseðlabanka- stjóri, Guðmundur Guðmundsson tölfræðingur, Guðmundur Magnús- son prófessor, Gunnar Jón Yngva- son markaðsstjóri, Haraldur Jó- hannsson hagfræðingur, Ingimund- ur Friðriksson ráðunautur seðla- bankastjómar, Jafet S. Ólafsson útibússtjóri, Jóhannes Ágústsson kennari, Jón Guðmundsson verk- fræðingur, Jón Pálmi Pálmason vélstjóri, Kristín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Kristinn Ey- mundsson bifvélavirkjameistari, Már Guðmundsson forstöðumaður, Ólafur ísleifsson forstöðumaður, Pétur Blöndal stærðfræðingur, Sig- uijón Samúelsson bóndi, Sveinn Valfells framkvæmdastjóri, Tómas Gunnarsson hæstaréttarlögmaður, Yngvi Öm Kristinsson forstöðu- maður, Ægir Geirdal Gíslason verkamaður. Auk umsókna ofangreindra bárust 328 nær samhljóða um- sóknir frá nemendum við Menntaskólann við Hamrahlíð. Viðskiptaráðherra óskaði eftir því við bankaráðið að það fjallaði auk þess um þijá aðra einstaklinga, Magnús Pétursson ráðuneytisstjóra og Steingrím Hermánnsson alþing- ismann. Sá þriðji óskaði nafnleynd- ar. -------------- Meinatæknar boða verkfall MEINATÆKNAFÉLAG íslands samþykkti á félagsfundi í gær- kvöldi að boða verkfall frá og með 5. apríl næstkomandi. Á kjörskrá vora 229 félagsmenn. Þar af greiddu 219 atkvæði eða 95,6%. Já, sögðu 180 eða 82,2% og nei, sögðu 29 eða 13,2% og auðir seðlar vora 10 eða 4,6%. Að sögn Eddu. Sóleyjar Óskars- dóttur formanns félagsins, era kröf- umar þær að endurskoðuð verði röðun á starfsheitum og opnaður möguleiki á flutningi milli launa- flokka. Morgunblaðið/Rax Nýr borgarstjóri tekur við DAVÍÐ Oddsson borgarfulltrúi og forsætisráðherra, Magnús Óskarsson borgarlögmaður, Markús Örn Antonsson fyrrverandi borgarstjóri og Árni Sigfússon borgarsljóri í lok borgarstjórnarfundar í gær. Ami Sigfússon borgarstjórí í ræðu við borgarstjóraskipti í gær Allt verður gert til að efla atvinnulífíð Hagnaður VIS var 115 milljónir króna HAGNAÐUR af rekstri Vátryggingafélags íslands hf. á síðasta ári var 114,8 miHjónir króna samkvæmt ársreikningi, en aðalfundur félagsins er haldinn í dag. Hagnaður VÍS árið 1992 var 73,1 milljón króna. Ið- gjöld ársins 1993 hjá VÍS námu 4.450 milljónum króna á móti 4.460 miUjónum árið áður. í ársskýrslunni segir að vegna erfiðrar stöðu fjöl- margra fyrirtækja og minnkandi atvinnu hafi áætlanir félagsins í upp- hafi árs gert ráð fyrir nokkurri lækkun iðgjaldatekna en reyndin hafi orðið sú að lækkunin hafi aðeins orðið 0,2%. Tjón ársins hækkuðu hins vegar um 9,5% á milli ára, úr 3.618 miU|j. í 3.962 miiy. betri en á fyrra ári. Vægi ökutækja- trygginga í iðgjaldatekjum félagsins er mikið og hlutfall þeirra af frum- tryggingariðgjöldum var 52,3% árið 1993 en var 51,4% árið 1992. Útistandandi iðgjaldakröfur í árs- lok lækkuðu um 10,1% frá fyrra ári. Ennfremur segir að félagið hafi orð- ið fyrir veralegum kröfutöpum vegna gjaldþrota og greiðsluerfiðleika við- skiptavina og voru á árinu 1993 gjaldfærðar 126,9 milljónir króna. Tryggingaleg afkoma VÍS var nokkuð lakari en árið á undan, aðal- lega vegna mjög slæmrar afkomu slysatrygginga. Afkoma ökutækja- trygginga var hins vegar lítið eitt í dag Svínakjöt Hækkun í vændum 5 Minnihluti segir enga haldbæra skýringu á borgarstj óraskiptum ÁRNI Sigfússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók við embætti borgarstjóra af Markúsi Emi Antonssyni á fundi borgarstjóraar í gær. Við það tækifæri sagði hann meðal annars, að allt yrði gert í borgarinnar valdi til að efla atvinnulífið. Fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn afsögn Markúsar en sátu hjá við atkvæðagreiðslu um kjör Áraa. I bókun minnihlutans kom fram að um einhliða ákvörðun Sjálfstæðismanna væri að ræða og að engin haldbær skýring hafi ver- ið gefin á þessari ákvörðun og því greiddu þau atkvæði gegn borgar- stjóraskiptum. í bókun meirihlutans kemur fram að gerð hafi verið gp-ein fyrir ástæðum sem liggja að baki borgarsljóraskiptum og að algjör samstaða sé í borgarsljómarflokki sjálfstæðismanna um að fela Áraa Sigfússyni forystuna. I ávarpi Markúsar Amar Antons- sonar, kom fram að hann hafí lagt sig fram um að bregðast ekki því trúnaðartrausti, sem einstaklingar úr ólíkum samfélagshópum hafí sýnt honum. Hann vék að atvinnumálum og sagði að mikil umskipti hefðu orðið í borginni á síðustu misserum. Víðtækt samstarf „Borgaryfirvöld hafa ekki öll ráð í hendi sér til að fást við slíkan vanda,“ sagði hann. „Víðtækt sam- starf borgar, ríkis og atvinnufyrir- tækjanna sjálfra þarf að koma til. Hins yegar hefur Reykjavíkurborg lagt verulega mikið af mörkum til að tryggja atvinnulausu fólki störf við átaksverkefni, sem efnt hefur verið til af borgarinnar hálfu. Þannig hefur verið að málum staðið undan- farin tvö ár.“ Í lokin þakkaði hann gott samstarf við borgarstjóm Reykjavíkur og ánægjuleg kynni um leið og hann óskaði eftirmanni sínum gæfu og gengis í starfí. Borgarstjóri allra Ámi Sigfússon borgarstjóri þakk- aði það traust sem borgarstjóm sýndi honum. í störfum sínum myndi hann gæta þess að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga, hvar í flokki sem þeir stæðu. Hann þakkaði Markúsi Erni vel unnin störf og sagði að hann hefði stýrt borginni af dugnaði og festu á erfiðum tímum. Minnti hann á að hann hygðist leggja sérstaka áherslu á atvinnu- og fjölskyldumál og sagði að þjónusta borgarinnar í þágu bama og ungmenna annars vegar og roskinna borgarbúa hins vegar væri umfangsmikil og víðtæk og að hún hefði eflst mikið á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Hann vék síðan að atvinnumálum og sagði í lokin að til lengri tíma væri nauð- synlegt að stefna að breytingum í átt til aukinnar hagræðingar og skil- virkni og að allt í borgarinnar valdi yrði gert til að efla atvinnulífið og að vellaunuðum störfum yrði fjölgað í fjölbreyttu og þróttmiklu atvinnu- lífi. Sjá miðopnu: „Ákvað að ijúfa..." Barnaspítali Hríngsins Safnaði 2,3 milljónum 18 Kosningabaráttan á Ítalíu Samvinna við vinstriflokka 24 Leiðari Beðið eftir Hæstarétti 26 HEIMIll Jflerfiunblablb ► Víkurhverfi - Markaðurinn - Sumarbústaðir - Lagnafréttir - Innan veggja heimilisins ► Kreppueinkenni - Eldri borgarar - Jóga - Skósmíði • Tapas - Pastasafn íRótp - Ce- tona & Ítalíu - Á döfínni íLondon - Á hestbaki um ísland Miklar umræður urðu á fundi Alþingis í gær um Evrópusambandið Ólíkt mat á áhrilúm ESB-aðfld- ar EFTA-ríkja á stöðu íslands UTANRÍKISRÁÐHERRA sagði á Alþingi I gær, að niðurstöður aðildar- viðræðna fjögurra EFTA-ríkja við Evrópusambandið (ESB) gæfu nýjar forsendur til að meta kosti og galla aðildar íslands að sambandinu. Þessu mótmæltu fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi og sögðu ekki meirihlutavilja á Alþingi fyrir þessari afstöðu. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði að niðurstöður aðildarviðræðn- anna breyttu ekki forsendum sem væru fyrir skýrri stefnumörkun Alþingis frá síðasta ári. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í skýrslu, sem hann flutti á Alþingi í gær, að áhyggjur af aukinni einangrun íslands, eftir að önnur Norðurlönd hefðu gengið í Evrópusambandið, væru skiljanlegar og að sumu leyti réttrnætar. Og hann sagði að niðurstöður aðildarviðræðna íjögurra EFTA-ríkja við ESB gæfu nýjar forsendur til að meta kosti og galla aðildar. Hann sagði niðurstöður viðræðnanna sýna hvaða sveigjan- leika sambandið gæti sýnt á þessu stigi þróunar sinnar. Þannig væri til dæmis athyglisvert hvemig sérstak- ar reglur væru látnar gilda um land- búnað á norðurslóðum og aukið svig- rúm gefíð til að styrkja byggð í strjál- býli. Jón Baldvin sagði að samningur Norðmanna og ESB um rekstur sjáv- arútvegsstefnu norðan 62. breidd- argráðu yrði forvitnilegt rannsókna- verkefni fyrir ísland. Lélegur samningur Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokksins sagði það niðurstöðu sína, að Norðmenn hafi gert ákaflega lélegan samning fyrir norskan sjávarútveg þar sem fyrirvar- ar væru bundnir við 3 ár og því ver- ið að fóma minni hagsmunum fyrir meiri. Þá sagðist Steingrímur heldur ekki geta séð að landbúnaðarsamn- ingar Norðmanna væru skárri. Bjöm Bjamason formaður utanrík- ismálanefndar sagði fráleitt að líta svo á að stefnu skorti af íslands hálfu gagnvart ESB heldur lægi hún skýr fyrir og nyti óskoraðs stuðnings á Alþingi. Bjöm benti á, að þegar álykt- unin var samþykkt hefði verið litið svo á að fresturinn til að vera með í samningalotunni um stækkun Evr- ópubandalagsins væri runninn út. Bjöm benti á að fulltrúar ESB hefðu gefíð yfírlýsingar um að íslend- ingar þyrftu engu að tapa, varðandi efnisatriði EES-samningsins, þótt einhver EFTA-ríkjanna færu inn í sambandið og að samningurinn stasði tæknilega eftir sem áður. Bjöm sagði að íslendingar hefðu aldrei verið inni í myndinni þegar rætt var um stækk- un ESB, hvorki af hálfú sambandsins né íslands. „Þetta fínnst mér nauð- synlegt að hafa í huga þegar um það er rætt nú og látið í veðri vaka að okkar staða hafí gjörbreyst við þær niðurstöður sem nú hafa fengist í viðræðum Evrópusambandsins við þessi fjögur EFTA-ríki," sagði Bjöm. „Ég vil brýna menn til að ræða þetta á íslenskum forsendum í ljósi þeirrar samningsstöðu sem við höfum en ekki í ljósi samninga sem önnur ríki hafa gert á sínum forsendum," sagði Bjöm. Einangrun ráðherra Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði að komið hefði í ljós í yfirlýsingum forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra í fjöl- miðlum og í umræðunni á Alþingi hjá fulltrúum fjögurra flokka, að utanrík- isráðherra væri einn um þá skoðun, að niðurstöður aðildarsamninganna við Norðurlöndin gæfu nýjar forsend- ur til að meta kosti og galla aðildar. I f I 1 I I I C í I I I 1 -H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.