Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Starfshópur um byggingu flotkvíar á Akureyri Kostnaður við fram- kvæmdir um 240 millj. KOSTNAÐUR við kaup á notaðri flotkví og gerð sérútbúins lægis fyrir hana auk viðgerðar á dráttarbraut Akureyrarhafnar nemur um 240 milljónum króna að því er fram kemur í skýrslu starfshóps sem bæjarráð Akureyrar skipaði í mars í fyrra til að skilgreina þörf fyrir flotkví og heppilega stærð, gera kostnaðaráætlun og kanna möguleika til fjármögnunar. Helstu niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á blaða- mannafundi í gær og verða kynntar samgönguráðherra um helgina auk þess sem iðnaðarráðherra og þingmönnum kjördæmisins verður kynnt málið í næstu viku. Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði að fiskiskipaflotinn væri sífellt að stækka og nokkur skip væru það stór að þau kæmust ekki í slipp hér á landi en það ásamt fleiri atriðum hefði komið umræðunni af stað. Enn væri mikil vinna eftir áður en málið væri í höfn en menn horfðu mjög til þess að um fýsilegan kost væri að ræða. Tilkoma flotkvíar myndi styrkja mjög skipasmíðaiðnaðinn í bænum og því væri verulegur akkur að því að koma henni upp. Notuð flotkví Helstu niðurstöður starfshópsins sem í áttu sæti Guðmundur Thulin- ius, Guðmundur Sigurbjörnsson, Guðmundur Stefánsson og Birna Sigurbjörnsdóttir, voru þær að gera eigi við dráttarbraut Akureyrarhafn- ar þannig að gert sé ráð fyrir minna álagi en nú er og hún teljist örugg til slipptöku skipa alit að 1.000 tonn- um að þyngd. Kostnaður við slíka viðgerð er áætlaður um 30 milljónir króna. Hópurinn telur að kaupa eigi not- aða flotkví með lyftigetu a.m.k. 3.500 tonn sem geti tekið skip með djúpristu allt að átta metra. Lengd slíkrar kvíar er 90-120 metrar og heildarbreidd 25-35 metrar. Heild- arkostnaður við slíka kví komna til Akureyrar og tilbúna til notkunar er áætlaður um 115-135 milljónir króna. Staðsetningin er best talin vera í sérútbúnu lægi með varnar- garði norðan skemmu Slippstöðvar- innar-Odda og er kostnaður við þannig hafnarmannvirki áætlaður tæpar 75 milljónir króna. I niðurstöðu hópsins kemur fram að flotkvíin og hafnarmannvirki eigi að vera í eigu Akureyrarhafnar en einnig talið mögulegt að stofna um eignarhald kvíarinnar sérstakt hlutafélag. Slippstöðin-Oddi eigi hins vegar að reka flotkvína í tengsl- um við aðra starfsemi sem lýtur að skipasmíðum og -viðgerðum. Fram kemur í skýrsiunni að fjár- magna eigi flotkví og hafnarmann- virki að mestu með opinberu fé eins og hafnarlög kveða á um en leita verði sérstakra leiða til að fjármagna það sem upp á vantar. Mikilvægt öryggistæki Þá kemur einnig fram að auk þess sem flotkví af þessari stærð myndi styrkja starfsgrundvöli skipa- smíða og skipaviðgerða hér á landi sé hún mikilvægt öryggistæki þar sem stærstu fiskiskip íslendinga þyrftu ekki að sigla til annarra landa ef þau skyndilega þyrftu á slipptöku að halda vegna óhappa eða af öðrum orsökum. Fylgstu meb á föstudögum! Heimili/fasteignir kemur út á föstudögum. Fasteignablabib er helsti vettvangur fasteignavibskipta hvort sem um er ab rasba húsnæbi til eigin nota eba til atvinnurekstrar. Þeir sem hugsa sér til hreyfings eba vilja bara fylgjast meb fasteignamarkabinum og kynnast nýjungum á svibi skipulags, viðhalds og nýsmíbi fasteigna láta þetta blab ekki fram hjá sér fara. í blabinu er einnig ab finna innlendar og erlendar fréttir sem tengjast fasteignum auk þess sem fjaliað er um heimiiib og ótai möguleika tíi ab prýba þab og lagfæra. UA kaupir frystitogara frá Kanada CAPE Adair, Kanadatogarinn sem Utgerðarfélag Akureyringa hefur í hyggju að kaupa. Kaupverð 2.400 tn skips um 500 millj. ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur gert bráðabirgðasamning um kaup á nýlegum frystitogara, Cape Adair frá Kanada. Kaup- verðið er um 500 milljónir króna en skipið, sem er 5 ára gamalt, er sérstaklega styrkt til siglinga í ís og verður notað til úthafs- og rækjuveiða. Með tilkomu þess verður eitt skip tekið út úr rekstrinum, en það er Svalbakur EA, elsta skip félagsins. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði, að hugað hefði verið að skipakaupum frá því á síðasta ári en kaupin á Kanadatogaranum væru til þess að gera nýtilkomin. Þrír menn frá félaginu fóru út í febrúar, skoðuðu skipið og leist vel á, þannig að ákveðið var að festa kaup á því. Skipið er smíðað árið 1989 og er það 67 metra langt, 14 metra breitt og mælist um 2.400 tonn. Það er sérstaklega styrkt til sigl- inga í ís með 4.488 ha. aðalvél og að öðru leyti vel búið tækjum og er sambærilegt við nýjustu og öflugustu skip íslenska flotans. Standist a.llar áætlanir varðandi kaupin á hinu nýja skipi er gert ráð fyrir að það komi til Akur- eyrar síðari hluta næsta mánaðar. „Það er ekki inni í myndinni hjá okkur að auka eigi sjófrystinguna á kostnað landvinnslunnar þó svo að við séum að kaupa frystitog- ara. Það verða gerðar nauðsynleg- ar ráðstafanir til að halda sömu starfsemi í frystihúsinu og verið hefur. Við erum með góða aðstöðu í landi og höfum ekki í hyggju að minnka nýtingu hennar," sagði Gunnar. „Þessi skipakaup gera okkur mögulegt að sækja í úthafs- og rækjuveiðar, en það hefur okk- ur ekki verið kleift með núverandi flota. Við munum því í auknum mæli fara í utankvótaveiðar, en það má líka segja, að með kaupun- um verðum við komnir með tvö öflug frystiskip," sagði Gunnar. Fyrirhugað er að taka Svalbak EA út úr rekstri í stað þess nýja, en hann er elsta skip félagsins og það sem minnst hefur verið haldið við. I Söngdeild- artónleikar SÖNGDEILD Tónlistarskóla Eyjafjarðar efnir til tónleika í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarð- arsveit í kvöld, föstudagskvöldið 18. mars, kl. 20.30. Þar kom fram söngnemendurnir Hulda Björk Garðarsdóttir, Anna Júlíana Þórólfsdóttir, Elvý G. Hreinsdóttir, Jóhannes Gíslason og Ingólfur Sigþórsson. Undirleikarar á píanó eru Dóróthea Dagný Tóm- asdóttir og Guðjón Pálsson en einn- ig leikur Hulda Björk á selló. Árni Friðriksson les efnislegar þýðingar þeirra ljóða sem flutt verða á er- lendum tungumálum. í tónleikahléi gefst kostur á að kaupa veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velunnarar skólans velkomnir. (Fréttatilkynning.) -----»♦ ♦ ■ TÓNLEIKAR verða í Deigl- unni, Grófargili, í kvöld, föstu- dagskvöldið 18. mars, og hefjast þeir kl. 22. Hljómsveitirnar Hún andar og Hver dó? spila rokk, en fyrrnefnda hljómsveitin mun einnig leika nokkur glæný lög. Miðaverð er 300 krónur. ■ HIN spræka og glaðbeitta hljómsveit Marmilaði frá Akureyri skemmtir Skagfirðingum næstkom- andi laugardagskvöld, 19. mars. Hljómsveitin er í miklum ham þessa dagana og félagarnir tH alls líkleg- ir, en þeir eru Karl Örvarsson, Jakob Jónsson, Jón Rafnsson og Valur Halldórsson. ■ ÁHUGAMENN um sportfisk- veiðar verða með opið hús í kvöld, föstudagskvöldið 18. mars, á Punktinum, (fýrrverandi húsnæði skóverksmiðjunnar Striksins á Gleráreyrum) og hefst það kl. 20. * Ýmsar kynningar verða, s.s. á j fluguhnýtingarefni frá KEÁ, dorg- veiðiútbúnaði frá Leirunesti og einnig munu einstaklingar kynna ýmislegt áhugavert_ á þessu sviði. Dorgveiðifélag íslands mun kynna starfsemi sína og það sem er á döfinni hjá félaginu. Sjóstanga- veiðimenn sýna útbúnað og kynna sinn félagsskap. Fyrir þá sem vilja læra að hnýta flugur verður kenn- ari á staðnum sem skráir fólk á 1 námskeið. (Fréttatilkynning.) ------»■-»-■»----- Fyrirlestur um gelísk áhrif GÍSLI Sigurðsson, íslenskufræð- ingur við stofnun Árna Magnús- sonar á íslandi, heldur fyrirlest- i ur um gelisk áhrif á íslandi við ^ Háskólann á Akureyri á morgun, laugardag. 1 Gísli hefur skrifað margt um efni þetta, þar á meðal bók á ensku sem gefin var út í ritröðinni Studia Is- landica fyrir nokkrum árum. Auk þess hefur hann birt fjölda greina í blöðum og tímaritum víðs vegar og flutt fyrirlestra um íslenska ( tungu og bókmenntir við ýmis tæki- færi. Fyrirlesturinn verður fluttur í I stofu 16 í byggingu Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti á morgun, laugardaginn 19. mars, kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.