Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 9 Franskar, hvítar bómullarblússur Verð kr. 4.900 NEÐSTVIÐ ■ MJá öö V DUNHAGA, | S. 622230. Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Brúðarkjólar, samkvœmiskjólar, kjólföt og smókingar og annar fatnaður. Fataviðgerðir og fatabreytingar. fjkz/fcgtas* Garðatorgi, sími 656680. mi/SEL MISSELFIX ádragseinangrun Níðsterk og örugg Hríngás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 67 78 78. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 42 milljónir Vikuna 11. mars til 17. mars voru samtals 42.002.474 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 10. mars Kringlukráin......... 96.950 11. mars Kringlukráin........ 106.705 11. mars Háspenna, Laugavegi. 58.961 11. mars Kringlukráin......... 55.849 H.rnars Háspenna, Laugavegi.. 73.707 12. mars Háspenna, Laugavegi. 117.110 15. marsÖlver................ 212.292 15. mars Café Mílanó......... 105.736 Staða Gullpottsins 17. mars, kl. 12.00 var 7.470.166 krónur. Ahrif skoö- anakannana Dagblaðið Tímirin segir m.a. i forystugrein: „Þau tiðindi hafa nú gerst að Markús Öm Antonsson borgarstjóri hefur til- kynnt að hann muni ekki fara í framboð til borgar- stjómarkosninga í vor og sé hættur afskiptum af stjórninálum. í ljósi þess að prófkjör flokksins er nýafstaðið og Markús fékk þar kosningu í efsta sæti og þegar litið er til forsögunnar em þetta at- hyglisverð pólitisk tiðindi. Áð borgarstjórinn skuli nú viiga af framboðslist- anum ber vott um örvænt- ingu og upplausn hjá borgarstjómarmeirihlut- anum í Reykjavík. Skoð- anakannanir hafa verið þeim óhagstæðar, og hafa niðurstöður þeirra haft þessi áhrif. Eitt sem er athyglisvert við þetta mál er hvað máttur skoðanak- annana er orðinn mikill. Þær hafa bein áhrif á pólitíska framvindu í landinu. Markús Öm Ant- onsson er dæmi um mann sem skoðanakannanir ýta út úr stjómmálum. Tíminn leggur ekki dóm á hvort þetta er eins- dæmi, en þetta er ömgg- lega það sem er mest áberandi til þessa. Markús Öm Antonsson hefur orðið leiksoppur átaka og ósamkomulags í borgarstjóraarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann hafði dregið sig út úr stjómmál- um og gegndi virðulegu embætti og sat þar á frið- arstóli þegar Davíð Odds- son leitaði til hans sem málamiðlun um arftaka sinn sem boigarstjóra vegna þess að logandi deilur stóðu um krúnuna í borginni. Þessai' deilur breyttu algjörlega ásýnd borgai'stjómarmeirihlut- ans sem hafði tekist að líta út sem samstæður og samtaka. Nú er viðs fjaná að haim hafi þá ímynd og það hefur án efa haft gríðarleg áhrif á viðhorf borgarbúa til hans. í hlut Markúsar kom að leiða borgina inn í ann- Markiis ha Afsögn Markúsar Arnar 1 * t iSSISiSSSSSiSm^"!. *“ Borgarstjóraskipti Umfjöllun um þá ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar að láta af embætti borgarstjóra og afhenda það Árna Sigf- ússyni borgarfulltrúa hefur veriðv fyrir- ferðarmikil í fjölmiðlum síðustu daga. í dag er gluggað í forystugreinar Tímans og Alþýðublaðsins, um þetta mál. að efnahagslegt umhverfi eftir sóun fyrra kjörtíma- bils, þar sem meiríhlutinn með núverandi forsætis- ráðherra í broddi fylking- ar bókstaflega stráði um sig peningum, sem féllu til í skjóli sérstöðu í tekju- öflun meðan aðstöðu- gjaldið var við lýði. Nú hefur alvara lífsins tekið við i borginni og ekki er hægt að kaupa vinsældir með slíkri meðferð fjár- muna. Á alvörutímum reynir á samstarfsmenn- ina og hefur gert það á liðnu kjörtimabili." Framboð sjálf- stæðismanna styrkist I forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær segir m.a.: „Markús Öm Antonsson borgarstjóri hefur til- kynnt að hann dragi sig af lista Sjálfstæðisflokks- ins til borgarsljómar- kosnhiga í vor og hætti jafnframt sem borgar- sljóri. Markús Öm hefur gefið þá skýringu á þess- ari ákvörðun sinni að skoðanakannanir hafi að undanfömu sýnt að meiri- hluti Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík væri fallinn en sameiginlegur listi stjómarandstöðunnar í höfuðborginni, R-listhm, yrði sigurvegari í kom- andi borgarstjóniarkosn- ingum. Þessi pólitíska bomba vekur upp margar spum- ingar og hugleiðingar. Ijóst er að Ami Sigfússon borgarfulltrúi mun taka stöðu Markúsar Amar sem borgarstjóri og jafn- framt leiða lista sjálfstæð- ismanna. Ami hefur þeg- ar lýst því yfir að sjálf- stæðismenn muni leggja meghiáherslu á atvinnu- mál og fjölskyldumál í komandi kosningum. Hina skyndilegu afsögn Markúsar Amar er erfitt að túlka nema sem upp- stokkun á herafla sjálf- stæðismanna fyrir borg- arstjómarkosningamar. Sjálfur segir Markús, að slakur árangur sjálfstæð- ismanna í skoðanaköim- unum sé ástæðan fyrir því að hann viki fyrir Ama Sigfússyni. Eflaust liggja aðrar ástæður einnig að baki en hhis vegar er eng- in ástæða til að efast um þá yfirlýsingu og trú Markúsar Amar að fram- boð sjálfstæðismanna styrkist með þessum breyttu áherslum. Hins vegar hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna Markús Öm hafi ekki sagt skilið við lista sjálfstæðismamia fyrr. Eftir nokknð góða traust- syfirlýsingu sjálf- siæðismanna í Reykjavík i nýafstöðnu prófkjöri er það vægast sagt óeðlilegt að Markús Öm stökkvi fyrirvaralaust frá borði. Slíka ákvörðun verður að túlka sem ákveðm svik við flokksmenn Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavík og rýrir gildi prófkjöra sem slikra. Hin pólitíska sprengja sem Markús Öm og forysta Sjálfstæðis- flokksins sprengdu í gær hefur skilið eftir gig þar sem ríkir ringulreið og uppnám. Með brotthvarfi Mark- úsar Amar úr borgar- stjóm og hinni nýju upp- hefð Ama Sigfússonar, hefur Sjálfstæðisflokkur- inn breytt um áherslur i komandi kosningabar- áttu. Sjálfstæðismenn hafa með þessari ákvörð- un lagt að baki þá stefnu sem Davíð Oddsson var hve harðastur fulltrúi fyr- ir og Markús Öm fylgdi að hluta tíl eftir sem ókjörinn eftirmaður Dav- íðs. Ámi hefur verið tals- maður mýkri viðhorfa og þannig siglir framboð sjálfstæðismanna í Reykjavik nær R-Iistanum í áherslum. Yfirlýsingar Ama Sig- fússonar i fjölmiðlum i gær um að miklar endur- bætur verði gerðar í skólakerfi, dagheimila- málum og fjölskylduniál- um í heild, segir sína sögu en staðfestir um leið að sú stefna sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fylgt til þessa í umræddum mála- flokkum hafi verið liandó- nýt. Þannig em áherslur Áma Sigfússonar um leið óvægin gagnrýni hans á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík til þessa, stefnu sem hann hcfur þó átt þátt i að framfylgja. Þessar álierslubreyt- ingar þýða væntanlega harðari baráttu milli framboðslistanna tveggja í Reykjavík. Það athyglis- verðasta við áherslubreyt- ingar Sjálfstæðisflokksins er þó að þær skuli fara fram í Reykjavík, aðalvígi flokksms. Það bendir til þess að áherslubreyting- amar séu viðtækari innan flokksins og era óumdeil- anleg vísbending þess að fijálshyggjustefna Sjálf- stæðisflokksins sé á útleið en mýkri og félagslegri áherslur á innleið í stefnu- málum flokksins." weekend MaxMara sportmm: Vorsendingin er komin! Mari Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Sími 91-62 28 62 Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. rr Viðtalstími borgarfulltrúa 'Jp Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12 f.h. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 19. mars verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður um- hverfismálaráðs, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, formaður ferða- málanefndar, í menningarmálanefnd, og Margrét Theodórsdóttir, í fræðslu- og skólamálaráði og ferðamálanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.