Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN KNATTSPYRNA SKIÐI Reuter Brunmeistarar heimsbikarsins krýndir MARC Girardelli frá Lúxemborg og Katja Seizinger frá Þýskalandi fögnuðu sigri í heimsbikarkeppninni í bruni. Seizinger, ólympíumeistari í bruni, sigraði í síðasta brunmótinu í Vail í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags og tiyggði sér þar með brunbikarinn. Girardelli, sem fimm sinnum hefur unnið heimsbikar- inn samanlagt, varð í sjöunda sæti í bruninu í Vail í gær og það nægði honum til að vinna bruntitilinn. ÚRSLIT NBA-úrslit Leikir aðfaranótt fimmtudags: Boston — Chicago...............100:101 ■Horaee Grant gerði 20 stig og Scottie Pippen 17, þaraf þriggja stiga körfu þegar 51 sekúnda var eftir og tryggði þar með sigur Chicago. Boston fékk tækifæri á að gera út um leikinn en Dee Brown hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu á lokasekúndun- um. Brown var stigahæstur í liði heima- manna með 27 stig, Xavier McDaniel kom næstur með 18. Charlotte — Atlanta..............92:79 ■Alonzo Mourning gerði 20 stig fyrir Charlotte sem hélt Atlanta aðeins í 34 stig- um í fyrri hálfleik. San Antonio — Portland.........110:102 ■Dale Ellis og David Robinson gerðu 27 stig hvor fyrir Spurs, Vinny Del Negro gerði 16 og átti 12 stoðsendingar og Denn- is Rodman var með 14 og tók 19 fráköst. Clifford Robinson var stigahæstur gestanna með 21 stig og Rod Strickland var með 17. Indiana — Phoenix...............109:98 ■Reggie Miller var í miklu stuði er hann gerði 34 stig fyrir Pacers og færði liði sínu ellefsta heimasigurinn í röð. Kevin Johnson var bestur í liði Phoenix, gerði 23 stig og átti 8 stoðsendingar, Charles Barkley og Cedric Ceballos gerðu 20 stig hvor. Orlando — Dallas................100:98 ■Donald Royal gerði sigurkörfuna á síð- ustu sekúndu leiksins gegn Dallas, sem hefur tapað níu leikjum í röð. Shaquille O’Neal var stigahæstur heimamanna með 34 stig og tðk auk þess 21 frákast. Mas- hbum var bestur hjá Dallas, gerði 34 stig. L A Lakers — Washington.........129:94 ■Nick Van Exel gerði 21 og Elden Camp- bell 18 stig í leik þar sem allir í byijunar- liði Lakers gerðu meira en tíu stig. Þetta var fjórði sigur Lakers í síðustu fimm ieikj- um. Rex Chapman var stigahæstur í liði gestanna með 24 og Don MacLean var með 16 stig. Sacrametno — New Jersey.......132:111 ■Mitch Richmond skoraði 25 stig fyrir heimamenn, en Derrick Coleman 29 fyrir gestina. Maradona snýraftur Diego Mara- dona hefur verið valinn í landsliðshóp Arg- entínu sem mætir Brasilíu í vináttu- leik í næstu viku. „Ég get varla beðið eftir því að leika aftur með landslið- inu,“ sagði Mara- dona, sem var rek- inn frá félagi sínu Newell’s Old Boys í síðasta mánuði þar sem hann mætti illa á æfing- ar. Skömmu síðar var hann kærður fyrir að hleypa af púðurskotum í átt að fréttamönnum úr loftriffli. í framhaldi að því var hann settur í farbann. Maradona, sem er orðinn 33 ára, æfði með landsliðinu í gær og sagð- ist tilbúinn að leggja sig fram fyrir þjóð sína í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum næsta sumar. Alfio Basile, landsliðsþjálfari, hefur mikið álit á Maradona og því vill hann hafa hann í hópnum. „Reynsl- an er mjög mikilvæg i HM-leikjum, en skiptir þó ekki öllu máli,“ sagði Basile. „Til að geta verið leikhæfur í HM þarf hann að spðila reglu- lega. Við munum gefa Maradona góðan tíma til að komast í leikæf- ingu, ætlum ekki að pressa á hann of fljót. Við viijum öll sjá hann leika í úrslitum HM, en hann þarf meiri tíma.“ Maradona hefur ekki leikið knatt- spyrnu í tvo mán- uði, en hann er maðurinn á bak við sigur Argentínu í HM 1986 og kom liðinu í úrslit HM á Ítalíu árið 1990. „Ég er ekki í lei- kæfmgu, en ég get varla beðið eftir að leika í úrslitum HM — ég er meira en tilbúinn," sagði Maradona „Ég mun heíja undirbúninginn strax á morgun (í dag). Það er æðislegt að geta eytt öllum mínum tíma í að hugsa um landsliðið." Maradona kom aftur til Argent- ínu frá Evrópu í október á síðasta ári eftir að hafa verið rekinn frá Sevilla á Spáni. Hann var síðan rekinn frá Newell’s Old Boys í febr- úar eftir að hafa leikið aðeins sjö leiki. Hann mætti illa á æfingar og það sættu forráðamenn félagsins sig ekki við. Golfvörur til fermingargjafa Góð unglingasett: (1 tré, 3 járn, pútter og poki) Howson kr. 10.900 Tom Walker kr. 13.900 Góð byrjendasett: (2 tré, 5 járn, pútter og poki) Verðfrákr. 16.300 Góð merki og mikið úrval. Sendum í póstkröfu um land allt Póstverslun fyrir golf Sími/fax. 98-33363 Karaoke kvenna Hagsmunafélag knattspymu- kvenna stendur fyrir hinni árlegu karaoke-keppni fyrir leikmenn 1. og 2. deildar kvenna í Ölvefi í Glæsibæ í kvöld kl. 21. FOLK ■ PERNILLA Wiberg, ólympíu- meistari í tvíkeppni frá Svíþjóð, datt í brunkeppninni í Vail í Banda- ríkjunum í gær. Hún var á 111 km hraða þegar hún féll og skall utan í öryggisnet við hlið brautar- innar. Meiðsli hennar vom sem bet- ur fer lítilsháttar og þykir það undr- un sæta miðað við ferðina. Hún brákaði rifbein og hefur ákveðið að taka ekki þátt í risasviginu í dag. Svíar gera sér vonir um að hún geti verið með í stórsviginu á morg- un og sviginu á sunnudag, sem er lokagrein heimsbikarsins á þessu keppnistímabili. ■ FRÁNZ Heinzer brunkappi frá Sviss, sem hefur þrívegis unnið heimsbikartitilinn í bruni, náði að- eins 14. sæti í bruninu í Vail í gær, en það var jafnframt síðasta brunkeppni hans. Heinzer er 31 árs og hefur keppt í heimsbikarnum í 14 ár. ■ MARC Girardelli er fyrsti skíðamaðurinn til að vinna bruntitil heimsbikarsins án þess að vinna eitt einasta brunmót á tímabilinu. Girardelli, sem er þrítugur, hefur einu sinni áður unnið bruntitilinn, árið 1989. B REBECCA Brown, 16 ára stúlka frá Ástralíu, bætti heims- metið í 200 metra bringusundi um meira en hálfa sekúndu á móti í Brisbane í Ástralíu á miðvikudag. Hún synti á 2.24,76 mín. og bætti met Anitu Nall frá því í mars 1992 um 0,59 sek. Brown er fyrst ástral- skra kvenna til að setja heimsmet .í sundi síðan Tracey Wickham gerði það í 1.500 metra skriðsundi árið 1979. ■ BAI Xiuyu frá Kína náði besta tíma sem náðst hefur í 50 m bak- sundi í 50 metra laug á heimsbikar- móti í Malmö í Svíþjóð í gær- kvöldi. Hún synti á 27,64 sek og bætti eigið met frá því á móti í Desenzano á Ítalíu sl. laugardag um 0,02 sek. Metið er ekki skráð sem heimsmet, þar sem 50 m bak- sund telst ekki til helstu keppnis- greina. ■ ALEXANDER Popov frá Rússlandi bætti heimsmet sitt í 100 m skriðsundi í stuttri laug, þegar hann fékk tímann 47,12 sekúndur á heimsbikarmóti í Desenzano um síðustu helgi. Þetta var í þriðja sinn á árinu, sem hann setur heimsmet í greininni. Hann fór vegalengdina á 47,83 á heimsbikarmóti í Hong Kong 1. janúar og síðan á 47,82 í Peking 5. janúar. Á laugardaginn var hann í sérflokki, fékk millitím- ann 22,95 og var meira en tveimur sekúndum á undan næsta manni. Morgunblaðið/Einar Falur John Stark leikur ekki með New York fyrr en í úrslitakeppninni. Liðbönd í hné hans slitnuðu í leik gegn Atlanta. Pat Riley er klókur New York ekki á flæðiskeri statt, þrátt fyrir meiðsli og hefur leikið geysilega vel. Það er sagt að Riley hafi aðeins keypt Har- per fyrir þetta keppnistímabil, til að Chicago næði ekki i hann. Fyrir utan þessa tvo sterku leikmenn er Rolando Blackmann, fyrrum stjömuleikmað- ur frá Dallas, á bekknum, þannig að New York er ekki i bakvarðavand- ræðum. Scottie Pippen, leikmaður Chicago, hefur oft öfundað sterkan varamannabekk New York og á dög- unum sagði hann: „Sjáið New York — ef leikmaður í byrjunarliðinu meið- ist, þá kallar Riley á mjög sterkan leikmann af bekknum. Okkur vantar þessa breidd." Þegar Riley þjálfaði Los Angeles Lakers og gerði félagið af margföld- um NBA-meistara, var það sóknar- leikurinn sem var aðalsmerki liðsins. Hjá New York ræður geysilega sterkur vamarleikur ríkjum og hefur New York leikið sjö leiki í röð án þess að fá meira en 90 stig á sig. PAT Riley hefur enn sýnt hvað snjall og útsjónasamur þjálfari hann er. Þrátt fyrir að New York Knicks hefur misst tvo sterka bakverði í meiðsli, er liðið ekki á flæðiskeri statt. Félagið missti Doc Rivers á dögunum, en nú er búið að skera John Stark upp vegna meiðsla f hné — liðbönd slitnuðu f leik gegn Atlanta. Stark meiddist snemma leiks, fór af leikvelli, en kom aftur inná. Fyrst var talið að hann yrði frá í þrjár vikur, en siðan Frá kom í ljós að liðbönd Gunnari voru slitin og var Valgeirssyni i hann skorinn upp sl. Bandarikjunum sunnudag. stark verður frá í sex vikur — byrjar ekki að leika með New York fyrr en í úrslitakeppninni í maí. „Þetta er ekki vandamál fyrir okk- ur. Við erum með þá Derek Harper og Hubert Davis," sagði Riley, en fyrir stuttu lét hann hinn unga, 24 ára, Davis taka stöðu Stark í byrjun- arliðinu. Harper, sem var keyptur frá Dallas, tók stöðu Rivers á dögunum Morgunblaðið/Einar Falur Pat Riley, þjálfarinn snjalli, gefur leikmönnum sínum góð ráð. íslandsmótið í fimleikum 18., 19. og 20. mars Sjáið besta fimleikafólk landsins í Laugardalshöll um helgina. Föstudagur kl. 20.00 - Keppni í skylduæfingum. Laugardagur kl. 13.30 - Keppni frjálsum æfingum. Sunnudagur kl. 13.30 - Úrslit á einstökum áhöldum. Fimleikar - fögur íþrótt. í kvöld Fimleikar íslandsmótið í áhaldafimleikum hefst í Laugardalshöll kl. 20. Sund Innanhússmeistaramótið í sundi verð- ur sett í Vestmannaeyjum kl. 17.00. Handknattleikur 1. deild kvenna, úrslitak. Valsheimili: Valur - Fram.... ....20.30 2. deild karla, úrsiitak. Strandgata: ÍH - Grótta 20 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG-KR 20 Hlíðarendi: Valur-ÍR 20 FELAGSLIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.