Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 52
Jiem£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 69II8I, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 18. MARZ 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. GAÐ TIL VEÐURS Morgunblaðið/Snorri Snorrason Meiri hreyfíng á fasteignamarkaðnum Skuldabréfaskipti 30% meiri í febr- úar nú en í fyrra HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að hætta að fjármagna húsnæðislánakerfið með beinum skuldbréfaviðskiptum við lífeyris- sjóðina en færa fjármögnunina alfarið yfir til verðbréfafyrirtækj- anna. Kom þetta fram í erindi um húsnæðislánamarkaðinn, sem Sig- urður Geirsson, forstöðumaður verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar- innar, flutti á ráðstefnu, sem Landsbréf hf. gengust fyrir, um ís- lenzka fasteignamarkaðinn i gær. Sigurður sagði, að það væri Ijóst, að fasteignamarkaðurinn hefði tekið mikinn kipp í kjölfar þeirrar vaxtalækkunar, sem varð í byrjun nóvember á siðasta ári og umsókn- um um skuldabréfaskipti vegna notaðs húsnæðis í febrúar hefði fjölg- að um 30% miðað við sama mánuði í fyrra. Þorlákshöfn 5 tonna bát- ur strandar MANNBJÖRG varð er 5 tonna bátur strandaði við Keflavík við Þorlákshöfn á áttunda tímanum i gærkvöldi. Maðurinn var einn um borð og komst hann í land af sjálfsdáðum. Björgunarsveitin í Þorlákshöfn var kölluð út og þegar hún kom á strand- stað var báturinn brotinn í spón. Ekki er vitað um tildrög slyssins. Hörður Sigurgestsson stj órnarformaður Flugleiða á aðalfundi félagsins Varasamt gagnvart erlendnm lánardrottnum að greiða arð HÖRÐUR Sigurgestsson, sljórnar- formaður Flugleiða, sagði á aðal- fundi félagsins í gær að það hefði verið mjög varasamt gagnvart erlendum lánardrottnum að leggja til að arður yrði greiddur á þessu ári. Benti hann einnig á að taprekstur hefði orðið annað árið í röð hjá félaginu í svari sínu við fyrirspurnum frá einum hlut- hafanna á fundinum i gær. A þessu ári verður leitað allra leiða til að snúa tapinu í hagnað m.a. með frekari niðurskurði kostnaðar og hertri markaðssókn. „Að mínu mati eru það alvarleg þáttaskil í þátttöku hluthafanna í félaginu, að í fyrsta skipti greiðir félagið ekki arð til hluthafa sinna,“ sagði Gunnlaugur Briem, fram- kvæmdastjóri Draupnissjóðsins, á aðalfundinum. Hann sagðist telja að félagið hefði hæfi til að greiða arð og vísaði til þess að það hefði umtals- vert handbært fé. Ekki mætti gleyma hagsmunum lítilla hluthafa sem þyrftu að greiða eignarskatt af sínum hlutabréfum og hefðu haft til þess undanfarin ár skattfijálsan arð frá /plaginu. Kvaðst hann óttast að farið væri að reyna á þolinmæði almennra hluthafa og e.t.v. staðfesti þróun á gengi hlutabréfanna í félaginu að undanfömu það. Hörður Sigurgestsson benti á í svari sínu að eigið fé Flugleiða væri nú 4 milljarðar og hlutafé 2 milljarð- ar en erlendar skuldir a.m.k. 17 miilj- arðar. „Ég tel mjög varhugavert gagnvart erlendum lánveitendum fyr- irtækisins að taka fé út úr fyrirtæk- inu og minnka eigið fé meðan þessi staða er. Ég vil leggja áherslu á það að það er engin leið til að breyta þessari stöðu varðandi arðgreiðslur önnur en sú, að fyrirtækið verði rekið með hagnaði." Um framtíðarmarkmið félagsins sagði Hörður m.a. í ræðu sinni að áfram yrði lögð höfuðáhersla á að lækka kostnað. „Fjöldi erlendra fyrir- tækja vinnur nú að því að lækka kostnað sinn um 6-8% á ári. Flugleið- ir hljóta að gera slíkt hið sama. Öðru- vísi verður fyrirtækið ekki sam- keppnisfært." Þá sagði hann nauð- synlegt að efla markaðsstarfsemi félagsins og sérstök áhersla yrði m.a. lögð á að fjölga ferðamönnum frá Bandaríkjunum þar sem hefð- bundnir markaðir í Evrópu væru að einhveiju marki mettaðir. Sjá nánar á bls. 20-21. Sigurður sagði að umsóknum um greiðslumat hefði fjölgað skyndilega í kjölfar vaxtalækkunarinnar. Þannig hefðu þær verið 443 í nóvember á móti 329 í mánuðinum þar á undan. Mikil aukning hefði líka orðið strax á umsóknum um skuldabréfaskipti vegna kaupa á notuðum íbúðum og vegna nýbygginga einstaklinga. Aukin hreyfíng á fasteignamark- aði tvo síðustu mánuði ársins í fyrra í notuðum íbúðum og nýbyggingum einstaklinga hefði haldið áfram, þeg- ar kom fram í febrúar á þessu ári. Þannig varð aukning í innkomnum umsóknum um skuldabréfaskipti vegna notaðra íbúða í febrúar um 30% miðað við sama mánuð í fyrra og um 58% í umsóknum um skulda- bréfaskipti vegna endurbóta. Um- sóknir vegna nýbygginga einstakl- inga jukust einnig. Samdráttur varð aftur á móti í umsóknum um skulda- bréfaskipti vegna nýbygginga bygg- ingaraðila um 26% miðað við febrúar árið 1993. Afgreiðsla húsbréfa hefði því auk- izt mjög í febrúar, en þá nam hún á nafnverði 1.315 millj. kr. Þegar horft væri til framtíðarinnar, væri erfitt að spá nokkru fyrir víst um húsnæðislánamarkaðinn. Aukning í fasteignaviðskiptum væri að veru- legu leyti undir því komin, hvort efnahagsbati yrði í landinu. Vegna þess að nú færu í vaxandi mæli að koma inn á markaðinn til endursölu fasteignir sem húsabréfalán hefðu þegar verið tekin út á, mætti hins vegar gera ráð fyrir, að húsbréfaút- gáfan færi minnkandi. * Ráðstefna Alþýðusambands Islands um stefnumótun í atvinnu- og kjaramálum Skapa þarf 22 þúsund ný störf hérlendis til aldamóta EF TAKAST á að útrýma atvinnuleysi um næstu aldamót verður að skapa 3.000-3.300 ný störf á ári fram til aldamóta. Þetta kom fram í erindi Gylfa Arnbjörnssonar, hagfræðings ASÍ, á ráðstefnu um stefnu- mótun í atvinnu- og kjaramáium sem ASÍ gekkst fyrir í gær. Gylfi framreiknar þann fjölda starfa sem í boði var 1988 til ársins 2000 þar sem íbúafjölgun aldurs- hópsins 15-70 ára er tekin með í reikninginn og gerir ráð fyrir að at- vinnuþátttaka og samsetning vinnu- markaðarins haldist óbreytt út öld- ina. Samkvæmt þessari aðferð þyrftu á þessu ári að vera um 135 þús. störf á vinnumarkaði til að halda í við íbúafjölgunina 1988-94 og um 144 þús. störf um aldamót miðað við sömu forsendu. Nú eru um 122-3 þús. störf í boði. Miðað við mann- fjöldaspá Hagstofu íslands þarf að skapa allt að 22 þús. ný störf út öld- ina til þess að takast á við bæði núverandi atvinnuleysi og væntan- lega fjölgun landsmanna eða 3.000- 3.300 störf á ári. Róttækra aðgerða þörf Gylfi telur að störfum þurfi að fjölga um 2,7%, hagvöxtur verði að vera 5,7% og framleiðni 3% fram til aldamóta til að þessi markmið náist. Hann segir að miðað við núverandi efnahagslegu grunnforsendur sé / þetta óraunhæf áætlun enda gerir hún ráð fyrir tvöfalt meiri hagvexti en Þjóðhagsstofnun spáir. Gylfi segir að þau almennu efnahagsskilyrði sem nú ríki dugi ekki, þrátt fyrir að þau séu hagstæð á margan hátt. Þvert á móti verði að grípa til rót- tækra aðgerða til þess að breyta þessum forsendum. Atvinnuleysi tengist ekki skipulagi vinnumarkaðar Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, fjallaði einnig um málið og sagði að Islendingar ættu hvorki að Ieita fyrir- mynda í Evrópu né Bandaríkjunum, við lausn vandans. Störfum hér hafi fjölgað um 96% 1963-87 og 87% fram til 1993. Atvinnuleysisvandi hafi komið upp á síðustu árum og tengist hruni fiskistofna, skipulagi veiða og vinnslu og fjárfestingum fremur en skipulagi vinnumarkaðar. Benedikt segir að sé íslenska hag- kerfið skoðað í alþjóðlegu samhengi þá hafí það einkennst af því að kaup- máttur hafi ávallt endurspeglast af þróun hagvaxtar og þjóðartekna, vinnuafl hafi verið hreyfanlegt, bæði landfræðilega og starfsstéttarlega, félagsleg réttindi hafi verið tryggð með beinum kjarasamningum þar sem launahækkanir hafi verið gefnar eftir, launamunur sé tiltölulega lítill á alþjóðamælikvarða á hinum al- menna vinnumarkaði og þjóðin hafi sýnt að henni tákist vel að vinna úr erfíðri stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.