Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 37 geymum þetta allt saman í „ömmu á Alfhólsvegi-plássinu" inni í okkur, alltaf. Viltu fá að vita hvað er inni í þessu plássi, amma? Þegar við vorum í útilegu ein- hvers staðar uppi í sveit. Fyrst af öllu var sett upp tjaldið þitt og hans afa. Svo settust allir í kringum þig og pottana og þú bjóst til kakó, skarst niður jólaköku og smurðir flatkökur handa okkur öllum. Þegar þú varst úti í garðhúsinu að steikja laufabrauð í risastórum potti. Þegar þú varst í eldhúsinu innan um allt þetta dót. Afgangur af hafra- graut og rófustöppu í pottum á elda- vélinni og diskur á eldhúsborðinu með köldum fiski og nokkrum kart- öflum. Þú hentir aldrei neinum mat, amma. Þegar við vorum í jólaboði heima hjá ykkur afa og þú sagðir við Nonna að það væri mælikvarði á það hvað kökurnar þínar væru góðar hvort hann fengi sér tvisvar af sömu sort- inni. Þegar Sigrún kom alltaf til þín eftir sellótíma og beið eftir að pabbi væri búinn í vinnunni. Þá gafst þú henni matarkex og jólaköku með mjólk. Þegar þú komst til okkar í afmæl- isboð og talaðir um ættfræði tímun- um saman við pabba, mömmu, afa og alla hina. Þegar þú skrifaðir bréf til Evu í Ameríku þar sem þú sagðist ætla að gróðursetja mímósu hana henni. Hún var búin að reyna að rækta svoleiðis sjálf en blómið dó hjá henni. Þú varst svo mikið blómabarn, amma. Þú sagðir líka að þegar Eva kæmi heim þá fengi hún vinnu og kannski myndi hún svo gifta sig og eignast barn og þá ætlaðir þú að prjóna lopapeysu handa því. En svo bættir þú við að nú værir þú byijuð að grínast. Þegar þið komuð heim til okkar á aðfangadag til þess að pabbi jóla- barn fengi einhvern afmælisgiaðn- ing og gleymdist ekki alveg í öllu ,jólastússinu“. Þegar fjölskyldan var í heimsókn og Sigrún vildi ekki borða neitt kjöt og gat þess vegna ekki borðað flat- kökur með hangikjöti eins og allir hinir. Þú sagðir alltaf að þetta væri ekkert mál, hún gæti bara fengið flatköku með osti í staðinn. Þér fannst þetta ekkert vera mikið mál, amma. Þegar mamma sagðist ætla að prófa að baka flatkökur og Eva sagði við hana: „Æi, mamma, viltu nokkuð vera að því, þær verða hvort sem er aldrei eins góðar eins og hjá henni ömmu.“ Þú varst heimsins besti flat- kökubakari, amma. Þegar þú drakkst kaffi úr glasi. Takk fyrir allt, elsku amma okk- ar. Við sjáumst seinna. Þín Sigrún Erla, Eva Hrund og Jón Bergþór. Hún Bergþóra okkar hefur verið burt kölluð, en eftir lifir allt það góða, sem hún hefur látið af sér leiða og óteljandi ljúfar minningar. Hún var nýorðin 72ja ára þessi ynd- islega manneskja og í fullu fjöri að því er virtist. Við héldum að hún væri búin að ná sér eftir hjartaáfall- ið, sem hún fékk fyrir nokkrum árum. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Öllum sem kynntust Bergþóru þótti vænt um hana, enda laðaði hún fram það besta í hveijum manni. Hún byijaði að læra hjúkrun, en hvarf af þeim vettvangi til að sinna eiginkonu- og móðurhlutverkinu. Fyrir tæplega 25 árum réðst Bergþóra til starfa á Borgarspítal- ann sem aðstoðarmaður sjúkraþjálf- ara. í fyrstu starfaði hún á langvist- unardeild spítalans í Heilsuverndar- stöðinni en frá 1974 á endurhæfing- ardeild Borgarspítalans, Grensás- deild. Ungir sem aldnir, fatlaðir, sjúkir sem heilbrigðir, allir löðuðust að Bergþóru og hún var boðin og búin að aðstoða alla og veita af óend- anlegri elsku sinni. Það var sama hvort var á vinnustað eða heima. Unga, fatlaða fólkinu á Grensás var hún sem mamma og amma, enda kölluðu þau hana ömmu á Grensás. Það var mikil blessun fyrir sjúkra- stofnun sem Borgarspítalann að hafa innanborðs slíkan starfsmann, sem hafði bætandi áhrif á allt um- hverfis sig. Hún lét sig varða velferð samstarfsfólksins og bar jafnframt umhyggju fyrir ijölskyldum þess. Hún hafði ótrúlegt hjartarými, elska hennar og hlýja náði til stærri hóps en nokkurn grunar. Bergþóra hafði brennandi áhuga fyrir starfi sínu og sat aldrei auðum höndum. Hún var kvik og létt í spori og alltaf stökk hún fyrst af stað ef einhvern vant- aði aðstoð. Ekki nærði hún okkur samstarfsfólkið og vini sína á and-^. legri/huglegri fæðu eingöngu, hún bakaði heimsins bestu flatkökur og var örlát á þær sem annað. Hún gaukaði stafla af flatkökum að mörgum. Hún var mikil húsmóðir og átti alltaf eitthvað gott með kaff- inu og að sjálfsögðu allt heima- lagað. Ef einhver þurfti ráðgjöf eða aðstoð við pijónaskap, saumaskap, viðgerðir eða breytingar þá var Bergþóra til taks. Það var unun að heimsækja hana og skoða með henni garðinn sem hún ræktaði af sömu alúð og allt annað. Margir færðu Bergþóru torkennileg fræ, ávaxta- steina, lauka eða afskorin blóm, allt skaut nefnilega rótum hjá henni, allt lifnaði í höndum hennar. Bergþóra hætti störfum á Grens- ásdeildinni fyrir um tveimur árum fyrir aldurs sakir en full starfsorku. Við gátum ekki hugsað okkur að missa hana. Þegar ég spurði hana, hvort hún gæti hugsað sér að vera Iengur, ef hægt væri að koma því við, svaraði hún: „Ég ætla að hleypa ' þeim yngri að, það eru nógir um vinnuna.“ Þó að Bérgþóra væri hætt að vinna á Grensásdeildinni fylgdist hún með okkur öllum vinum sínum áfram, bæði samstarfsfólkinu og skjólstæðingunum. Alltaf þegar ég leit til hennar í Kópavoginum vildi hún fá fréttir af öllum, sem hún hafði ekki heyrt frá sjálf. Það eru margir sem sakna þessarar yndis- legu konu. Hún gaf mér innsýn í margt og kenndi mér að meta ýmis- legt, sem gefur lífinu gildi, þessi tæplega 25 ár sem við áttum sam- leið. Fyrir það er ég sérstaklega þakklát. Við samstarfsfólk og vinir Berg- þóru og fjölskyldur okkar, sem höf- um átt því láni að fagna að vera samstiga henni um mislangan veg, þökkum af alhug fyrir að hafa feng- ið að njóta þeirra útgeislunar og hlýju sem nærveru hennar fylgdi. Kæri Sigurður, börn, barnabörn, ættingjar og vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þln minning hún er sæl og sæt og sömu leið ég fer. (K.J.) Kalla Malmquist. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico.) Mig setti hljóða við þá sorgarfrétt að hún Bergþóra væri dáin, svona snögglega. Hún sem var svo hress og geislaði af lífsorku. A þessari stundu verða orð svo fátækleg, en mig langar þó að minn- ast Bergþóru með nokkrum orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa við hlið hennar sl. 20 ár, fyrst í sjúkraþjálfun á sjúkradeild í Heilsuverndarstöðinni og frá 1974 í sjúkraþjálfun á Grensásdeild Borg- arspítalans. Bergþóra var um margt óvenjuleg kona. Hún geislaði af góð- vild, hlýju, lífsorku og lífsgleði og þessir eiginleikar hennar smituðu út frá sér. Hún skapaði andrúmsloft hlýju og hressileika hvar sem hún kom og við eigum ekki síst henni að þakka það góða og hressa and- rúmsloft sem hefur allt tíð einkennt sjúkraþjálfunina á Grensásdeild. Bergþóra unni blómum og ótrú- legustu plöntur náðu að dafna í höndum hennar. Þetta átti ekki síður við um fólk, allir þeir sem þurftu á stuðningi að halda döfnuðu í návist hennar og með viðmóti sínu tókst henni að laða það besta fram hjá hveijum og einum. Öllum þótti vænt um Bergþóru. Trygglyndi hennar var einstakt og hélt hún ævilangri tryggð við fjölda þeirra sem dvalið hafa hjá okkur á Grensásdeild. Bergþóra var ekki einungis góður vinnufélagi, hún var vinur í raun, bæði í gleði og sorg og alltaf var hægt að leita til hennar. Otal góðar minningar koma fram í hugann um ljúfar samverustundir, bæði í starfi og leikv minningar um styttri og lengri ferðalög með vinnu- félögunum og fjölskyldum okkar, m.a. ferðir á hennar gömlu heima- slóðir undir Eyjafjöllunum þar sem hún leiddi okkur á fagra staði sem henni voru kærir. Ég minnist yndislegs sumarleyfis sem ég og fjölskylda mín áttum með henni og Sigga í Vesturdal og Hljóðaklettum, betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Bergþóra hreifst af íslenskri nátt- úru, bæði hinu smáa og því stór- brotna í íslensku landslagi, ein ein- mana lítil íslensk jurt í klettaskor eða stórbrotið fjall sem vert var að klifa varð hrífandi og hrifning henn- ar var smitandi. Það var Bergþóra sem kenndi mér að njóta og sjá feg- urð íslenskrar náttúru og í huga mínum ríkir þakklæti til hennar fyr- ir slíka gjöf. Yndisleg kona er fallin frá, henn- ar verður sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Elsku Siggi, sorg þín og fjölskyldu þinnar er mikil, við Maggi og allt samstarfsfólkið í sjúkraþjálfun Grensásdeildar vottum þér og fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð. í hugum okkar er þakklæti fyrir samfylgdina, við munum geyma minninguna um yndislega konu og góðan félaga í hugum okkar. Elsku Bergþóra, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún Knútsdóttir. Fimmtudaginn 10. mars bárust okkur þau sorglegu tíðindi að hún Bergþóra okkar væri dáin. Bergþóra starfaði sem aðstoðarmanneskja í sjúkraþjálfun Grensásdeildar Borg- arspítalans allt til ársins 1993. Flest- ir í SEM-hópnum eiga það sameigin- legt að hafa farið í endurhæfingu á Grensási og verið þar í marga mán- uði. Bergþóra var af flestum okkar kölluð amma vegna þess hversu við- mót hennar og umhyggja var ein- stök. Amma var með ólíkindum ósér- hlífin og var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd hvort sem var á vinnu- stað eða utan hans. Fljótlega eftir stofnun SEM-hópsins var Bergþóra gerð að heiðursfélaga hópsins. Berg- þóra mun eiga heiðursess í hjarta okkar og munum við minnast henn- ar með ómetanlegu þakklæti. Við vottum Sigurði og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Lifi minningin um góða konu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Félagar í SEM-hópnum. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, Laugarnesvegi 57, lést að morgni fimmtudagsins 17. mars. Gísli V. Guðlaugsson og börn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNATHANSDÓTTIR, Vegamótum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 16. mars. Guðfinna Guðmundsdóttir, Rafn Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Dagný Thorarensen, Selma Thorarensen, Sigurður R. Jónsson, Rakel Sif Sigurðardóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANS JETZEK, lést í Landspítalanum 16. mars. Álfheiður Lfndal, Agnes Hansdóttir, Jacques Melot, Helga Hansdóttir, Kristinn G. Harðarson, Tómas Hansson, Vígdís Ólafsdóttir, Þórhildur Hansdóttir, ívar Helgason og barnabörn. + Móðir okkar, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Brekastíg 10, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 16. mars. Fyrir hönd annarra vandamanna, Heiðar Magnússon, Jóhann Magnússon, Emilía Magnúsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GÍSLADÓTTIR, Álftamýri 22, andaðist í Vífilsstaðaspítala 16. mars. Anna Margrét Jafetsdóttir, Hálfdán Guðmundsson, Hilmar Bergsteinsson, Þorbjörg Ingólfsdóttir, Elín Jafetsdóttir Proppé, Karl H. Proppé, Hendrik Jafetsson, Sigríður Stefánsdóttir, Gísli Jafetsson, Anna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, GEIR GUÐMUNDSSON, Staðahrauni 3, Grindavik, verður jarðsunginn frá Grindavfkurkirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Jófri'ður Ólafsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR JÓHANNSSON, Ásgarði, Grenivík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli mánudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju mánudaginn 21. mars kl. 14.00. Bára Eyf jörð Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + JÓHANNA STURLUDÓTTIR, Grænuvöllum 1, Selfossi, lést í Landspítalanum föstudaginn 11. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Félag hjartasjúklinga á Suður- landi. Gísli Bjarnason, Benedikta G. Waage, Hallur Arnason, Gísli Jóhann Hallsson, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Anna Guðrún Hallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.