Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 19 Samkomulag milli bókasafns Seðlabankans og þjóðbókasafns Fyrirmynd að samvinnu sérsafna við safnamiðstöð í Þjóðarbókhlöðu SALUR myntsafns Seðlabank- ans var opnaður á miðvikudag eftir stækkun og endurbætur. Að því tilefni hefur verið gefið út stutt ágrip af sögu gjaldmið- ils á íslandi. Við sama tækifæri var einnig tilkynnt um formlegt samkomulag sem gert hefur verið milli Seðlabanka íslands, Landsbókasafns íslands og Hál- skólabókasafns um sérstök tengsl bókasafns bankans við Þjóðbókasafnið. Ólafur G. Ein- arsson, menntamálaráðherra, sagði við þetta tilefni að þau tengsl sem hefði verið stofnað til ættu að geta orðið góð fyrir- mynd að samvinnu sérsafna við safnamiðstöðina í Þjóðarbók- hlöðu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framvegis verði farið með varð- veiludeild bókasafns Seðlabank- ans og það sem Landsbanki ís- lands hefur til hennar lagt sem hluta af íslenskum þjóðbókakosti. í því felst að Þjóðbókasafnið lítur á þennan ritakost sem varasjóð og hefur þann aðgang að honum sem gagnast Þjóðbókasafninu. Jón Sigurðsson bankastjóri sagði í ræðu sinni að Seðlabankinn liti á bókasafnið sem eina af starfsskyldum sínum. Seðlabank- inn hafi á liðnum árum komið sér upp bókasafni, þar sem saman eru komnar heimildir um landsins gagn og nauðsynjar. Um árabil hafi Landsbanki íslands átt aðild að rekstri þess og því sé nokkur hluti ritakostsins í hans eigu. 13 þúsund færslur Menntamálaráðherra sagði að nú hillti undir að starfsemi hæfist í Þjóðarbókhlöðu og þar með skap- aðist gerbreytt aðstaða í bóka- safna- og upplýsingamálum lands- ins. Samkomulagið stuðli að því að sú aðstaða nýttist sem best. Ólafur Pálmason, fostöðumaður safnadeildar Seðlabankans, sagði að bókasafnið hefði tengst Gegni, sameiginlegu tölvu- og skráninga- kerfí Landsbókasafns og Háskóla- bókasafns. Um 13 þúsund færslur eru í Gegni merktar safninu en nokkuð vantar á að skráningu ritakostsins sé lokið. Tengingin við Gegni hafí leitt til þess að fleiri fræðimenn og nemendur en áður hafí nú aðgang að ritakostinum. Starfsaðstaða fyrir fræðimenn Bókasafnið og myntsafnið er til húsa í Einholti 4 og þar er einnig að fínna starfsaðstöðu fyrir fræði- menn. Sagði Ólafur að vaxandi aðsókn væri að safninu og það væri ástæða þess að ráðist hefði verið í þessar framkvæmdir. Hann sagði verkefni safnsins tvíþætt. Annars vegar væri það handbókasafn sem nýttist dag- legri starfsemi bankans og hins vegar varðveislusafn bóklegra heimilda um efnahagsmál, at- vinnumál og sögu. Stofninn að myntsafninu er ís- lensk mynt og seðlar, erlendir peningar frá fyrri öldum, einkum þeir sem koma við íslenskar heim- ildir, og yngri gjaldmiðlar helstu viðskiptaþjóða íslendinga. í safn- inu eru hátt í tuttugu þúsund myntir og nálægt fímm þúsund seðlagerðir. Einnig er þar að fínna bækur og tímarit um myntfræði og skyld efni. í bókasafni Seðlabankans er auk handbóka aðstaða fyrir fræðimenn. HVÍTLAUKSBRAUO Á 15 MÍN . EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ Morgunblaðið/Kristinn Myntsafnið skoðað FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðar myntsafn Seðla- bahkans. Bakvið hana stendur Ólafur Pálmason, forstöðumaður safnadeildar bankans, til hægri eru Salome Þorkelsdóttir, alþingis- maður, og Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Skoðanakönnun Skáís fyrir Eintak R-listinn fengi 54,8% eða átta menn kjöma SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 45,2% atkvæða ef gengið væri til borgarstjórnarkosninga nú samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunar sem Skáís gerði fyrir Eintak 15. mars. R-listi minnihluta- flokkanna fengi 54,8% samkvæmt sömu könnun. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi sjö fulltrúa kjörna, þremur færri en hann hefur nú, en R-listinn átta. Siðasta könnun Skáís var gerð fyrir þremur vikum og vinnur Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð á í millitíðinni en þá sögð- ust 37,4% þeirra sem tóku afstöðu ætla að kjósa flokkinn. Hefur hann því bætt við sig 7,8%, eða tveimur mönnum, en sú könnun benti til þess að hann fengi fimm fulltrúa. R-listinn fékk 62,6% fylgi í síðustu könnun, eða tíu menn kjörna, og hefur því tapað tveimur í millitíð- inni. Ef allt úrtakið er skoðað kemur fram að 34,4% sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 41,8% prósent R-listann, 2,7% sögðust ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa, 19,4% sögðust óákveðin og 1,8% vildu ekki svara. HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. I ÖRKIN 1012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.