Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Minning Bergþóra Jór- unn Guðnadóttir Fædd 4. mars 1922 Dáin 10. mars 1994 Kveðja frá börnum og fjölskyldum þeirra Á þessum tíma árs þegar sólin hækkar á lofti með hverjum degi og skammt er til jafndægurs á vori er gleði, bjartsýni og tilhlökkun eftst í hugum flestra. Þetta á ekki síst við um þá sem unna ræktun, blómum og gróðri innan húss og utan. Hjá því fólki eru vorverkin hafin, fræ og sprotar eru sett í mold með nær- fæmum höndum. Fyrstu merki um 'nýtt líf sem fylgir vori og sumri gægjast brátt upp úr gróðurmold- ínni. Þannig er um að litast í stofu og litlu gróðurhúsi á Álfhólvegi 82 í Kópavogi. En þar ríkir sorg, mikil og sár. Hún mamma er dáin. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu að áliðnum degi 10. mars síðastliðinn. Hjá henni á dánarstundinni vom pabbi okkar Sigurður Guðmundsson og Þórarinn Guðnason læknir, bróð- ir mömmu. Mamma var fædd í Gerðum í Vestur-Landeyjum, næstelst fjög- urra bama hjónanna Guðna Gísla- sonar bónda þar og Helgu Maríu Þorbergsdóttur frá Skógum í Mjóa- firði. Systkini mömmu sem upp komust eru þijú. Þórarinn, iæknir í Reykja- vík, er fæddur í Gerðum 8. maí 1914. Þórhalla, starfsstúlka á sjúkrahúsi Hvítabandsins í Reykjavík, er fædd í Gerðum 25. febrúar 1925, yngst er Guðrún, hjúkrunar-framkvæmda- stjóri í Reykjavík, fædd á Krossi 29. janúar 1929. Skólaganga mömmu var ekki löng. Hún var í barnaskóla á Krossi með öðmm bömum úr Austur-Land- eyjum. Að bamaskólanámi loknu var mamma einn vetur í Héraðsskólan- um að Laugarvatni. Þetta var undir- búningur undir það nám sem hugur hennar stóð til en það var hjúkmn- amám. Eftir dvölina á Laugarvatni innnt- aðist mamma í Hjúkrunarskóla ís- lands en lauk ekki námi þar. Á þess- um tíma kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum og pabba okkar, Sigurði Guðmundssyni frá Vík í Mýrdal, og gengu þau í hjónaband 19. september 1943. Þau settust að í Vík þar sem pabbi stundaði verslun- arstörf en jafnhliða þeim var hann kennari við Unglingaskóla Vestur- Skaftfellinga og kennsla varð eftir það lífsstarf hans. Eftir tveggja ára dvöl í Vík fluttust ungu hjónin til Reykjavíkur en þaðan fluttu þau fljótlega austur í Rangárvallasýslu inn á æskuheimili mömmu að Krossi þegar pabbi gerðist kennari í Aust- ur-Landeyjum. í vesturbænum á Krossi bjuggu þau með afa og ömmu í sjö ár og gengu þar að ýmsum búskaparstörfum jafnhliða kennslu- störfum pabba. Heimilisbragur í vesturbænum á Krossi einkenndist af göfuglyndi og glaðværð, góðvild og greiðvikni. Þetta hafði mikil áhrif á okkur krakkana sem ólumst upp í skjóli þessa góða fólks. Kross var kirkjustaður og afí var um langt skeið bæði meðhjálpari og hringjari 'við Krosskirkju. Gestagangur var því oft mikill á æskuheimili mömmu og þar ríkti mikil gestrisni. Árið 1955 lá leiðin til kennslustarfa aust- ar í sýslunni undir Eyjafjöllum, fyrst í Seljalandsskóla og síðar í Skógum en þaðan flutti fjölskyldan til Reykjavíkur árið 1966 þegar við vorum komin þangað til framhalds- náms. Afi og amma bjuggu nokkur ár ein á Krossi en dvöldu á heimili okkar síðustu æviárin. Afi lést í Skógum 1964 og amma í Reykjavík 1966. Á árunum austur í Rangárvalla- sýslu snerist lífið og tilveran mest um það að halda myndarlegt heim- ili, ala upp fímm börn og mamma lagði sig alla fram við að koma okk- ur til nianns og þrpska. En á þessum árum var hún oft til þess kölluð að annast hjúkrunarstörf í samvinnu við héraðslækna á Stórólfshvoli og má segja að hún hafi hlúð að bæði mönnum og málleysingjum hvenær sem þess var þörf og hún gat komið því við. Eftir að til Reykjavíkur var komið hófst nýr þáttur í lífi og starfi mömmu og pabba. Þau keyptu litla íbúð á Bragagötu 35 og og héldu þar heimili fyrir fjóra stráka á skóla- aldri. Pabbi gerðist kennari við ný- stofnaðan sérskóla fyrir fötluð börn, sem fyrst hét Höfðaskóli en síðar Öskjuhlíðarskóli, og starfaði þar til ársins 1983 en hefur síðan unnið við ýmis störf í fyrirtæki sona sinna Guðna og Guðmundar. Mamma hóf störf á ýmsum sjúkrastofnunum, fyrst á Sólheimum, síðar á Kleppsp- ítala, Heilsuverndarstöðinni og síð- ast á Grensás, endurhæfíngardeild Borgarspítalans. Þar fann hún vett- vang sem hún naut til hins ýtrasta, bæði meðal starfsfólks og sjúklinga, innan stofnunarinnar sem utan. Dagleg störf hennar á Grensásdeild- inni voru í orði kveðnu fólgin í því að vera til aðstoðar sjúkraþjálfurum við líkamlega endurhæfingu sjúkra og slasaðra. En mamma var þannig gerð að hún lét sér það ekki nægja né þar við sitja. Hún veitti skjólstæð- ingum sínum alla þá umönnun sem frekast var unnt, ekki síður andlega og félagslega. Með glaðværð sinni og léttlyndi, styrkmjúkum höndum og mannkærleika fékk hún margan dapran sjúklinginn til að líta upp, horfast í augu við erfíða framtíð og brosa. Þetta tókst henni oft þrátt fyrir þungar þrautir og andlega vanl- íðan. sjúklinga vegna veikinda eða slysa. Mamma lauk sínu farsæla starfi á Grensásdeildinni fyrir aldurs sakir fyrir skömmu. Hún kvaddi þá stofnun með söknuði en sátt við allt og alla. Elsku mamma. Það er erfitt að koma orðum að hugsunum okkar til þín nú þegar við kveðjum þig hinsta sinni. Við minnumst með hlýhug bernsku- og uppvaxtaráranna, fyrst á Krossi með ykkur og afa og ömmu, síðan í Seljalandsskóla og austur í Skógum. Fyrir austan eigum við öll okkar rætur og þangað dregur okk- ur alltaf öðru hveiju einhver römm taug til gamalla föður- og móðurt- úna, engja, mýra og fjalla, jökla, hafs og fjöru. Síðan urðu mikil um- skipti þegar við öll fluttum hingað suður á mölina og ógleymanlegar eru okkur minningarnar frá þeim árum þegar þú og pabbi unnuð bæði svo mikið myrkranna á milli, pabbi á daginn og þú á nóttunni til þess að sjá okkur farborða. Og síðan hefur tíminn haldið áfram að líða eins og hann mun alltaf gera. Við þökkum fyrir það hvað þú varst honum pabba góð eiginkona og hvað þið voruð alla tíð samhent í einu og öllu. Þið voruð okkur fyrirmynd alls góðs í lífínu og tilverunni. Og við þökkum þér fyrir hvað þú varst okk- ur yndisleg og elskandi móðir, tengdamóðir, amma og Iangamma. Ef blómálfar eru til þá eru þeir áreiðanlega óvíða eins margir og í stofunni, gróðurhúsinu og í garðin- um á Alfhólsvegi 82. Og ef þeir hafa tilfínningar þá fella þeir nú tár líkt og við. Guð geymi þig elsku mamma. Njáll, Helga, Guðni, Guðmundur, Egill og fjölskyldur. Við tengdadætur Bergþóru Guðnadóttur viljum minnast elsku- legrar tengdamóður okkar með fá- einum orðum. Að öllum öðrum ólöst- uðum teljum við okkur hafa átt þá bestu tengdamóður sem hægt er að óska sér. Okkur öllum reyndist hún sem besta móðir og hjálpaði hverri okkar vel og dyggilega og miðlaði okkur af reynslu sinni. Það var sama hversu bónin var stór, alltaf var svarað: Þetta er nú mjnnsta ,mál í heimi. Það var eins og að vera tekin í hlýjan faðm að koma inn á heimili Bergþóru og Sigurðar og samrýnd- ari hjón eru vandfundin. Margs er að minnast og margt ber að þakka þegar komið er að kveðjustund. Ogleymanlegar eru okkur fjölskylduferðirnar sem farnar voru árlega þar sem slegið var upp tjaldbúðum, tengdapabbi þandi harmóníkuna á meðan tengda- mamma smurði flatkökur og hitaði kakó fyrir yngstu kynslóðina. Því alltaf var mesta hlýjan og best að borða í tjaldinu hjá ömmu. Þá var oft sungið: „Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti engl- ar guðs í Paradís." Börnunum okkar sýndi hún ávallt einstaka umhyggju, fylgdist náið með þeim og vakti yfír velferð þeirra. Því er þeirra missir mikill. Elsku tengdapabbi. Við viljum votta þér okkar dýpstu samúð. Megi minningin um elskulega eiginkonu vera ljósið sem lýsir þér og þínum um ókomna framtíð. Guð geymi þig, elsku tengda- mamma, og hafðu þökk fyrir allt. Svanfríður, Bergþóra, Helen og Guðbjörg. Það kemur fyrir að svo óvænt og svipleg tíðindi berast manni að mað- ur neiti í fyrstu að trúa þeim, sætti sig ekki við hryggilegar staðreyndir. Þannig fór okkur hjónunum, þegar okkur var tilkynnt lát vinkonu okk- ar, Bergþóru Jórunnar Guðnadóttur, sem lést skyndilega á heimili sínu, Álfhólsvegi 82 í Kópavogi, hinn 10. þ.m. Hún hafði samband við okkur í síma daginn áður, hress og uppör- vandi eins og hennar var vandi. Við áttum því láni að fagna að eiga Bergþóru og eftirlifandi eigin- mann hennar að nánum vinum um áratuga skeið og þessar línur eru skrifaðar til að þakka löng og góð kynni, einlæga vináttu og tiyggð, en maður fínnur sárt til þess hve vanmegnug orð manns eru að túlka þær kenndir sem á hugann leita í slíkum tilvikum. Við minnumst með innilegu þakk- læti ótal samverustunda með Berg- þóru og eiginmanni hennar, bæði á lengri og skemmri sumarferðalögum og á heimili þeirra í Espigerði og á Álfhólsveginum, þar sem þau höfðu búið sér unaðslegan blómareit. Ég dáðist oft að því á ferðalögum okkar hvað Bergþóra var skjótráð og úrræðagóð á hveiju sem gekk, dugnaðurinn og hjálpsemin voru ein- stök. Eða þá hvað hún vissi deili á fjölmörgu fólki víðsvegar um landið; mörgum hafði hún kynnst í starfí sínu, m.a. á Grensásdeild Borgar- spítalans. Hugljúfastar eru þó minn- ingar frá samverustundum í blóma- ríkinu hennar á Álfhólsveginum. Og við eigum erfitt með að sætta okkur við þá tilhugsun að geta ekki framar heimsótt hana þar og skoðað með henni ný afbrigði af fallegum blóm- um og rifjað upp ljóð og-lausavísur sem hún hafði dálæti á. Þegar frá líður verður okkur þó efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa ánim saman fengið að njóta hlýrrar og traustrar vináttu góðrar og mikilhæfrar konu. Við Ingibjörg vottum eftirlifandi eiginmanni og öðrum vandamönnum innilegustu samúð. Blessuð sé minning Bergþóru Guðnadóttur. Böðvar Guðlaugsson. Okkur systkinin, foreldra og fjöl- skylda okkar langar að skrifa nokk- ur kveðjuorð um hana Bergþóru hans Sigga frænda. Það var mikið áfall að heyra um skyndilegt fráfall Bergþóru sem reyndist okkur sem besta vinkona og félagi alla tíð. Bergþóra var dóttir hjónanna Guðna Gíslasonar og Helgu Þor- bergsdóttur frá Krossi i Landeyjum. Hún giftist föðurbróður okkar Sig- urði Guðmundssyni og eignuðust þau fimm börn, þau Njál, Helgu, tvíburana Guðmund og Guðna og Egil. Barnabörn þeirra hjónanna eru þrettán og barnabarnabörnin eru orðin þijú. Áhugamál Bergþóru einkenndust að miklu leyti af því að hún var mikill náttúruunnandi. Hún hafði íast um landið og ekki sist í gaman af því að ferf og njota natturunnar góðum hópi ættingja og vina. Garð- rækt var henni í blóð borin og naut hún þess að rækta blóm. Á meðan þau hjónin bjuggu í Espigerðinu höfðu þau ekki garð til að rækta og voru svalimar þá notaðar hkt og um gróðurhús væri að ræða. Á Álfhóls- veginum höfðu þau hjónin breytt lóðinni sinni í hreinasta skrúðgarð með margvíslegum afbrigðum úr náttúrunni. Handavinna var henni einnig afar hugleikin og notaði hún tækifærið þegar barnabörnin voru í heimsókn hjá henni að kenna þeim handtökin við pijónaskap. Umhyggju Bergþóru fyrir öðmm voru engin takmörk sett. Hún starf- aði við Grensásdeild Borgarspítalans og eignaðist hún þar marga vini. Heilsufar annarra hafði ávallt for- gang fram yfír hennar eigið og til marks um það hafði hún mestar áhyggjur af því síðustu lífdagana að meðlimir okkar fjölskyldu sem nýkomnir voru út af spítala fengju þá umhyggju sem þeir þyrftu og bauð hún fram aðstoð sína. Þegar hugsað er til baka kemur upp í hugann hve Bergþóra hafði gott lag á bömum. Hún átti sérstak- lega gott með að gerast félagi okkar krakkanna í hveiju því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Margar góð- ar minningar rifjast upp um tjaldúti- legur og veiðiferðir við Grænalón. Bergþóra var ætíð höfðingi heim að sækja hvort sem það var á Skóg- um eða eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur og nú síðustu árin í Kópavogi. Heimsókn til Sigga og Bergþóru var alltaf hápunktur Reykjavíkurferða okkar krakkanna. Þá snerist Bergþóra í kringum okk- ur, gaf okkur heitt kakó og nýbakað- ar pönnukökur, á meðan Siggi frændi sagði sögur og hermdi eftir. Á kveðjustund em okkur ofarlega í huga allar skemmtilegu samveru- stundirnar í gegnum árin. Þá er for- eldrum okkar afar minnisstæð ánægjuleg ferð með Sigga og Berg- þóru um Norðurlandið sumarið 1991. Þá eigum við öll skemmtilegar minningar frá ættarmótinu á síðasta sumri og ekki má gleyma Verslunar- mannahelginni í Vík. Hveijum hefði þá dottið í hug að við ættum ekki öll eftir að sitja og syngja saman við varðeldinn í brekkunni. Að leiðarlokum viljum við öll þakka Bergþóru ánægjuleg kynni um leið og við óskum henni góðrar ferðar inn í ríki föðurins. Við munum sakna látinnar vinkonu en hlýjar minningar munu lifa áfram með okkur. Elsku Siggi og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk og blessun á erf- iðri skilnaðarstundu. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning þín, Bergþóra Guðnadóttir. Guðgeir og Katrín, Bryndís, Egilína, Pétur og Ragnar og fjölskyldur. Okkur systkinin, börn Helgu, langar að minnast ástkærrar ömmu okkar á Álfhóisvegi, sem tekin var frá okkur svo skyndilega. Amma hafði verið tiltölulega heilsuhraust hin síðustu ár og tekið var eftir því hversu hress hún var nú síðustu daga. Því var fréttin um andlát henn- ar reiðarslag fyrir okkur. Aðeins nokkrum dogum áour hoiðum við komið saman í tilefni afmælis henn- ar. Amma var einstök kona og var alltaf tilbúin að hjálpa fólki hvort sem það voru börnin hennar, barna- bömin, ættingjar, venslafólk eða vin- ir. Hjá ömmu og afa höfum við átt okkar annað heimili, fyrst á Braga- götu, í Espigerði og síðast á Álfhóls- vegi. Upp í hugann koma nú ótal minningar um ógleymanlegar sam- verustundir með ömmu og afa á hátíðisdögum, jólum, áramótum, páskum, sunnudögum og öðrum tyllidögum. Ógleymanleg eru ferða- lögin sem við fórum saman öll sum- ur, oftast um Suðurland og þá jafn- an á æskuslóðir ömmu og afa, að Krossi og í Vík og að Skógum, þar sem amma og afí bjuggu og störf- uðu á sínum tíma. Ömmu þótti vænt um landið og ferðaðist því mikið innanlands en fór aldrei út fyrir land- steinana. Á því hafði hún ekki áhuga. Amma og afí hafa veitt mömmu og okkur systkinunum ómetanlegan stuðning, hlýju og ástúð í gegnum tíðina og verður það aldrei fullþakk- að. Nú hefur afí misst eiginkonu sína og félaga eftir rúmlega fímmtíu ára hjónaband og mamma okkar móður sína og trúnaðarvin og nú á kveðjustundinni er söknuður okkar allra mikill. Megi algóður Guð styrkja afa og alla aðstandendur í sorg þeirra. Og seinna þar sem enginn telur ár og aldrei falla nokkur harmatár, mun herra tímans, hjartans faðir vor, úr hausti tímans gjöra eilíft vor. (Ó.H.) Gunnar Freyr, Helga María, Sigurður Narfi og litla langömmubarnið. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, Bergþóru Guðnadóttur frá Krossi, Austur-Landeyjum, okk- ur langar til að minnast hennar með örfáum orðum. Það má segja að amma hafí verið stór þáttur í uppvaxtar- og æskuá- rum okkar systkinanna. Arið 1974 fluttum við í blokk ásamt ömmu og afa. Við bjuggum á fyrstu hæð og amma og afi á þeirri efri. Eftir að við tvíburarnir fæddumst var mikið að gera hjá mömmu og pabba, eftir átta mánuði tóku amma og afí ann- an okkar upp til sín til að létta álag- ið á neðri hæðinni, og það var eins og við ættum heima á báðum hæð- um. í þessari tilteknu blokk bjuggum við í sjö ár, og var yndislegt að eiga æskuárin með ömmu og afa. Það var nánast alla daga sem við systkin- in fórum upp til ömmu í kakó og ristað brauð, og álitum við ömmu vera snilling í kakógerð þótt henni tækist ekki alveg eins vel til með ristaða brauðið, því það átti til að brenna við í gömlu brauðristinni, og hljóðið sem myndaðist þegar þurfti að skrapa það brennda af var okkur afar minnisstætt. Amma vann lengi á Grensásdeild Borgarspítalans og má segja að við systkinin höfum verið tíðir gestir þar á bæ um tíma. Á Grensás kynnt- umst við mörgu yndislegu fólki, jafnt starfsfólki sem sjúklingum. Það er okkur afar minnisstætt þegar við fórum í ferðalag með Grensásdeild austur að Skógum. í förinni voru með starfsfólk og sjúklingar og áttu allir mjög góðar stundir saman. Einnig fórum við ósjaldan í göngu- ferðir í Öskjuhlíðina. Sauma og pijónaskapur ömmu var til mikillar fyrirmyndar og má segja að hún hafí haldið okkur frá kvefi og lungnabólgu með því að pijóna heimsins bestu gammósíur. I dag kveðjum við systkinin elsku- lega ömmu okkar með söknuði og biðjum góðan Guð um að styrkja afa okkar og aðra í fjölskylduni í þess- ari miklu sorg. Óttar, Ómar og Bergþóra. Nú ert þú á leiðinni á einhvern annan stað sem við þekkjum ekki. Okkur langar til að rifja upp með þér það sem þú gerðir, við gerðum með þér, þú sagðir við okkur og við munum svo vel eftir. Það er gott að geta geymt allar þessar góðu minningar um þig af því að þá getur m^ður stundum látið sér finnast eins og þú sért ennþá hjá okkur. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.