Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 11
MOHGUNBI.ÁÐIÐ FÖSTl'DAGUR 18. MARZ Í094 ' 11 A rauðum grunni ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Myndlistarkonan Anna Gunn- laugsdóttir sýnir fram til 27. marz 31 myndverk í Listaskála alþýðu við Grensásveg. Anna hefur haldið nokkrar sýning- ar áður og myndefni hennar hafa aðallega verið konur og þá mikið til andlit af kpnum sem hún hefur fært í stílinn. Ásjónurnar hafa stundum verið harðar og spyijandi líkt og væru þær tákngervingar fyrir stöðu kvenna í nútímasamfélagi. Bn ekki skal fortekið að hér sé allt eins á ferðinni ást á myndefninu líkt og sumir málarar hafa málað kyrralífsmyndir eða fjöll allt sitt líf og þó nokkrir með frábærum árangri. Myndefnið skiptir þannig ekki að- almáli heldur úrvinnsla þess og satt að segja er konan svo heillandi við- fangsefni myndrænt séð að mörgum málurum hefur ekki enst lífið til að tæma myndefnið að nokkru ráði. Þetta verður að teljast veigamesta sýning Önnu til þessa, ekki fyrir fjölda myndverka né stærðar þeirra, heldur vegna þess að mun meiri umbrot og átök eru í þeim en nokkru sinni fyrr. Anna færist meira í fang í mörgum myndverkanna, en áður hefur sést frá hennar hendi og hún er að hverfa frá þeim vanavinnubrögðum sem vildu stundum einkenna myndir hennar. Aldrei verður sú vísa of oft kveðin að hvert málverk sem málað er telst nýr og ókannaður heimur en síður bein framlenging og endurtekn- ing á því sem áður var málað, þótt persónueinkennin skíni í gegn. En persónueinkenni fær enginn með því að endurtaka sig, heldur auka stöð- ugt á íjölbreytnina og leitast við að fjarlægjast sem mest sitt eigið sjálf. Þessu má líkja við, að þegar menn standa á gati við blöndun olíulita og finna ekki réttu blæbrigðin, er oftar Anna Gunnlaugsdóttir. en ekki vænlegast að blanda í litinn ólíklegasta lit litrófsins! Listrýnirinn varð fljótlega var við umtalsverðar brejAingar á virjnu- brögðum listakonunnar og það kem- ur helst fram í mýkri og efniskennd- ari meðhöndlun litarins og léttari uppbyggingu formheilda. Þar að auki eru myndirnar mun betur málaðar en áður og hreyfa meira við innri kviku myndflatarins. Þetta á einkum við í ýmsum vel máluðum myndum líkt og „Mæðgur“ (3), „Fósturlandsins Freyja“ (7), Mjallhvít" (19), „Blá“ (20) og „Upp- spretta" (21). En sennilega eru rauðu konumyndimar athyglisverðasta framlag Önnu til íslenzkrar myndlist- ar til þessa, svo sem „Rauð kona“ (11), Tvö í rauðu“ (13) og „Upprisa" (26). Þá ber að geta einnar myndar, sem er öðruvísi en allar aðrar, „Léttir" (Brýr að baki), sem er létt og leik- andi máluð og kann að vera fyrir- boði nýrra tíðinda frá pentskúfi Önnu Gunnlaugsdóttur. DAGBÓK SELJAKIRKJA: Fyrirbænastund í kirkjunni í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum veitt móttaka á skrifstofu safnaðarins. Öllum opið. DIGRANESPRESTAKALL: Biblíulestur í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg í kvöld kl. 20.30. SJOUNDA dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: AÐVENTKIRKJAN, Ingólfs- stræti 19: Biblíurannsókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður David West. SAFNAÐARHEIMILI aðvent- ista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíu- rannsókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Elías Theodórsson. SAFNAÐARHEIMILI aðvent- ista, Gagnheiði 40, Selfossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurann- sókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Björgvin Snorrason. AÐVENTKIRKJAN, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu- rannsókn kl. 10. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði, Góðtemplarahús- inu, Suðurgötu 7: Samkoma kl. 10. Ræðumaður Steinþór Þórðar- son. 1944 1994 Lýðveldi Islands 50ára Lýðveldismatseðill kr. 1.944 Forréttir: H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót Kjúklinga- og ostapasta með parmesan og ratatouille Aðalréttir: Grilluð sinnepskjúklingabringa með hrísgrjónum og hunangssoya Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottulauk Steikt lambafilé með röstikartöflum og snjóbaunum Kr. 1.944 Eftirréttir: Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu Myntuís með berjasósu og ávöxtum Kr. 50 Ath. Eftirréttur á 50 kr. aðeins með tilboði Borðað í Gyllta sal - slappað af í Pálmasal Opið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um helgar. Njótið lífsins á Borginni - það er aðeins ein Hótel Borg Hólel llorg símar 11440 o« 1124 Tilboð á TOTI leirlampa á kr. 5.565,- BAÐSLOPPAR fyrir stráka og stelpur. Verð frá kr. 2.600,- VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OGLAUGARDAGA 10.00-14.00 LAUGAVEGI 13 - SÍIVll (91) 625870 OLL HELSTU GREIÐSLUKJÖR: Glæsilegur PACINO sófi og svefnsófi á ótrúlega lágu verði! Á stóru myndinni má sjá PACINO sófann (svefnsófa), vandaðan koparlampa og þægilega púða. Verð: Pacino-sófinn kr. 39.900,- stgr. Pacino-svefnsófinn kr. 51.900,- stgr. Koparlampinn á tilboði kr. 6.895,- stgr. Púðar frá kr. 1.450,-. Nýtt greiðslukortatímabil er hafið! AFRICA og CAMP leikstjóra- stólarnir eru komnir aftur! Africa kr. 3.400,- og Camp kr. 2.600,- MYNDA- RAMMAR utan um fermingar- myndirnar. habitat HUSCOCN EINGÓNCU ÚR RÆKTUÐUM SKÓOI! RÚMTEPPI í fjölmörgum litum og stærðum. Verð frá kr. 2.900,- SÆNGURVERASETT og SÆNGUR í miklu úrvali. HABITAT ÍSLAND - ENGLAND - FRAKKLAND - SPÁNN - HOLLAND - BELGÍA - MARTINIQUE - SINGAPORE - BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.