Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Sýnd kl. 5, 7 og 9. Örlagahelgi YS OG ÞYS kl. 5. Kenneth Branagh og Emma Thompson í gleðileik Shakespeares. VANRÆKT VOR kl. 5 og 7. Stórskemmtileg dönsk mynd um endurfundi gamalla skólafélaga. *** Al. MBL. *** HH Pressan Spennumynd með Al Pacino og Sean Penn. Leikstj. Brian de Palma. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 11. HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. LISTISCHINDLERS „Að líkindum hefur aldrei áður verið gerð slík mynd né verður gerð ...Spielberg leiðir okkur miskunnarlaust alla leið... lýsing og kvikmyndataka eru sömuleiðis meðal bestu þátta myndarinnar sem hlýtur að teljast sígilt tímamótaverk þegar fram líða stundir... Niðurstaðan ein veigamesta mynd síðari tíma." ★ ★★★ SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MBL. / NAFN! FÖÐURINS 135 MÍN. DANIEL DAY-LÉWI8 EMMA TIIOMPSON PETE POSTLETHWAITE 1N THE NAME 0F THE FATHER Stórmynd sem ýtir hraustlega við fólki og hefur hlotið mikla aðsókn. Guilford fjórmenningarnir sátu 15 ár saklaus í fangelsi og breska réttarkerfið þverskallast enn við að veita þeim uppreisn æru. SÝND KL. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. ★★★* A.l. MBL ★★★★ H.H. PRESSAN ★★★★ Ö.M. TÍMINN ★★ÍÉd.K. EINTAK TILNEFND TIL 12 ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND | BESTILEIKSTJÓRI 5 BESTIAÐALLEIKARI * BESTA HANDRIT / BESTILEIKARI í AUKAHLUTVERKI BESTA FRUMSAMDA TONLIST BESTA KVIKMYNDATAKA Leikstjóri Steven Spielberg Stórbrotin saga þýska iðjuhöldsins Oskars Schindler sem bjargaði 1100 gyðingum úr klóm nasista. Fjárhættuspilarinn og kvennaflagarinn Schindler hugðist græða á hermanginu og nýtti sér ódýrt vinnuafl gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista. Þeir sem komust á lista Schindlers voru hólpnir, hinna beið dauðinn. Aðalhlutverk Liam Neeson, Ben Kingsley og Ralph Fiennes. Bönnuð innan 16 ára. Miðaverð 600 kr. SÝND KL. 5 OG 9. Fómarlamb snýr við blaðinu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason ÖRLAGAHELGI („Dirty Weekend"). Sýnd í Háskóla- bíói. Leikstjóri: Michael Winner. Handrit: Winner og Helen Zahavi eftir sam- nefndri sögti hennar. Aðal- hlutverk: Lia Williams, David McCallum og Rufus Sewell. Breski leikstjórinn Michael Winner er ekki óvanur því að fjalla um sjálfskipaða refsi- vendi á meðal almennra borg- ara. Fómarlömbin í ofbeldis- myndum hans - frægust er Dauðaóskin með Charles Bron- son - taka Iögin í sínar hendur og ganga í skrokk á óþokkun- um í grófum ofbeldisatriðum sem skilja helst ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið. I mynd- inni Örlagahelgi, sem sýnd er í Háskólabíói, er fómarlambið einhleyp kona og óþokkamir ýmsar gerðir af kynferðislega afbrigðilegum karlmönnum. Myndin virðist eiga að taka á áþreifanlegu þjóðfélagslegu vandamáli er snýr að kúgun kvenna í því karlrembusamfé- lagi sem lítur aðeins á konur sem kynverur og helst dræsur, en í höndum Winners er hún fíflaleg afsökun fyrir blóðug ofbeldisatriði, klámfengið óeðli og klúrt orðbragð. Örlagahelgi er ógeðfelld mynd. Sögumaður myndarinnar er ung kona sem lýsir viðskiptum sínum við karlmenn sem byija á því að hún flytur frá London til Brighton þar sem öfuguggi í glugga beint á móti íbúðinni hennar tekur að hringja í hana með hótanir og klúryrði á vör- um. Hinn vamarlausi einstakl- ingur reynir að lýsa þessu fyr- ir iögreglumanni sem næstum því nauðgar henni (lögreglu- menn í Winnermyndum eru fávitar upp til hópa) og til að gera eitthvað leitar hún til persnesks kennimanns í ótil- greindum fræðum sem kennir henni að vörn sé besta sóknin. Sá ágæti leikari Ian Richard- son leikur kennimanninn og er ömurlegt að sjá hann í svo hálfvitalegri rullu. Og allt í einu er konan orðin að sálsjúku morðkvendi og Winner skiptir úr einhverskon- ar raunsæi í kaldhæðnislegan ýkjustíl með furðulegri popp- tónlist, sem undirstrikar fárán- leikann. Fúll á móti lætur lífíð á voveiflegan hátt þegar hið nýskapaða morðkvendi læðist upp í herbergið hans og lemur hann í hausinn með hamri, atriði sem Winner hefur greini- lega unun af að mynda, og síðan koll af kolli: Hún fer með akfeitum og viðbjóðslegum manni uppá hótelhergbergi og kæfír hann með plastpoka; hún ekur hvað eftir annað yfír tannlækninn sinn (í bæði skipt- in lætur hún fyrst eftir kyn- ferðislegum löngunum þeirra) og hún skýtur þijá ofbeldis- seggi til bana auk þess sem hún stútar fjöldamorðingja staðarins svona sem aukabú- grein. Bullukollurinn Winner held- ur utanum þetta af einstöku smekkleysi vita hæfileikalauss kvikmyndagerðarmanns. Hann er fyrst og fremst að sækjast eftir einhveiju í ofbeldi og klámi sem hann heldur að kitli og fer niður á sérstaklega lágt plan í þeim tilgangi. Lia Williams leikur voðakvendið og gerir hvað hún getur við fáránlega skrifað hlutverk. Örlagahelgi er vond mynd í alla stáðf. Orar í Arizóna Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Regnboginn: Arizona Dreams Leikstjóri Emir Kusturica. Handrit David Atkins. Aðalleik- endur Johnny Depp, Faye Dunaway, Jerry Lewis, Lili Taylor, Vinc- ent Gallo, Paulina Porizkova. Frakk- land/Bandaríkin 1993. Þessi annarlega mynd hefst á draumum Axels (Johnny Depp) þar sem hann dormar á sorphaug- um New Yorkríkis. Þeir snúast um þrekraunir inú- íta á frera norðursins. Hann er rifinn uppúr þess- um kuldalegu draumför- um af Paul (Vincent Gallo), gömlum vini frá Arizóna, sem kominn er að sækja hann þar sem Axel á að verða svaramað- ur Leós frænda síns (Jerry Lewis) þar vestra. Er þangað kemur vill Leó frændi að Axel gerist sölumaður á bílasölu sinni en Axel kynnnist tveim snarrugluðum mæðgum, Elaine (Faye Dunaway), sem reyndar er stjúpmóðir Grace (Lili Taylor). Axel verður ástfanginn af mömmunni og þykir nú mun álitlegra að leggjast með kerlu í flugvélasmíðar en höndla kádiljákana hans frænda. Þetta er hið dularfyllsta verk og vafamál að hand- ritshöfundurinn botni upp né niður í því, hvað þá aðrir. Hvað svo sem höf- undar hafa verið að bræða með sér þá virðist það ekki ganga upp, a.m.k.ekki í mínum aug- um. Draumórar persón- anna eiga að hnýta þær og söguna saman og taka rúman tíma af myndinni. Það eru norðurhjara- draumar Axels, leiklistar- draumar Pauls, tunglreisa Leós, endurfæðingar- draumar Grace í skjald- bökulíki og ekki síst flug- órar Elaine. Útkoman er mestan part seigdrepandi leiðindi þar sem áhorfand- inn má hanga yfir dæma- laust óspennandi persón- um, í hálfan þriðja tíma í ofanálag. Og ekki er efnið áhugaverðara. Arizona Dreams leggur talsvert á sig að vera fyndin og framkallar örfáar bro- sviprur þegar best lætur. En fyrst og fremst reynir hún að vera listræn og 'utangarðsleg en þær til- raunir renna flestar útí sandinn í Arizóna og klak- ann í norðri. Leikstjórinn, serbneski músliminn Emir Kusturica, á að baki tvær athyglisverðar myndir; When Father Was Away on Business, meinfyndna gamanmynd um þjóðfé- lagsástandið í Júgóslavíu á sjötta áratugnum, og hina minnisstæðu og grimmu Times of the Gypsies, sem fjallar um kaup og sölu á sígauna- börnum í Mið-Evrópu sam- tímans og sýnd var á kvik- myndahátíð fyrir örfáum árum. Hér er Kusturica á bandarískri grund og nær ekki áttum og kemst ekki með tærnar þar sem evr- ópskir leikstjórar á svip- uðu róli, eínsog Wenders, Aki Kaurismaki og Pat O’Connor, hafa hælana. Arizona Dreams er hæg- gengt og innantómt freakshow þar sem flest fer forgörðum annað en frammistaða ágætra leik- ara. Það er mesta furða hvað Depp, Lewis, Gallo og ekki síst Dunaway tekst að gera úr sínum absúrd-hlutverkum. En það er Lili Taylor sem stel- ur þessu furðuverki í hlut- verki slagverksþenjandi ruglukollu sem má horfa á kerlingu móðir sína hafa betur í baráttunni um hjá- svæfurnar. Aðsóknarmet í Kolaportinu TALIÐ er að aðsóknarmet hafi verið slegið á vöru- sýningu í Kolaportinu um síðustu helgi en áætlað er að 32.000 gestir hafa kom- ið á stórsýninguna Tölvur & tækni ’94. Á sýnihgunni 'kynntu 36 fyrirtæki nýjungar í tölvum, hugbúnaði og margvísleg- um tæknibúnaði og voru forráðamenn þessara fyrir- tækja almennt mjög ánægð- ir með árangur. Þetta verður að öllum lík- ihdum síðasta vörusýning Kolaportsins á gamla staðn- um því reiknað er með að Kolaportið verði flutt á jarð- hæð tollhússins við Geirs- götu áður en sú næsta verð- ur á dagskrá seinni hluta maímánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.