Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 33 Minning Emma Elíasdóttír frá Laugalandi Elsku amma okkar á Akureyri er dáin, hné niður hægt og hljótt eins og hennar var von og vísa. Amma, það- er eitt fallegasta orð sem okkur fer um munn, og þessi amma sem okkur var svo kær, bar þetta fallega nafn með rentu, þó hvorki væri hún barmmikil eða með fléttur. Þessi litla, granna, fallega kona með hvíta kollinn hún vissi nú hvað hún söng, ekki var það hávaðinn eða fyrirferðin sem hún hafði sitt fram með, nei, góðleg festa, ákveðni og kímni í bland. Allir gegndu ömmu og virtu mikils. Á Syðra-Laugalandi var mann- margt heimili og þröngt setinn bekkurinn. Á meðan við áttum heima á Akureyri fórum við oft frameftir og fengum við barnabörn- in stundum að verða eftir og þá var nú gaman. Á laugardagskvöldum var oftar en ekki dansað á eldhús- gólfinu við danslögin í útvarpinu, stórir og smáir skemmtu sér kon- unglega. Þá voru stúlkurnar og pilt- arnir jafnvel að búa sig undir að létta sér upp og var þá gaman að vera til og fylgjast með. Ærsl og kátína af öllu tagi hafa einkennt þessa stórfjölskyldu á hveiju sem gengur. í minningunum frá Lauga- landi var alltaf sól og sunnanvind- ur. Eitt af alskemmtilegustu atvik- unum var þegar mamma fór með okkur krakkana og fullan bala af blautum bleium frameftir á einum af þessum góðviðrisdögum. Bleium- ar voru hengdar suður á snúrur og kýmar voru líka úti, og eitthvað fannst þeim þetta forvitnilegt sem blakti þama í sunnangolunni. Því var það að þegar stúlkurnar litu út þá héngu bara einhver rifrildi á snúmnum. Eins og minkur hefði komist í hænsnahóp komu þær flö- grandi, skellihlæjandi og kýrnar hlupu út um víðan völl eins og í ævintýrunum, en bleiurnar hennar mömmu voru eins og „tugga út úr kú“. Það er svo gott að vera hlekkur í keðju sem er svo sterk, að þó að einn og einn hverfi á braut þá styrkjast þeir sem eftir em. Sterk- ustu hlekkimir eru famir, afi, amma og Ella. Afí, stóri myndar- legi maðurinn sem stjórnaði öllum með styrkri hendi og við bárum óttablandna virðingu fyrir, en bak við hrjúft yfirborðið var hann hlýr og góður afi sem sagði okkur skemmtilegar sögur. Amma, elsku amma með breiða bakið, sem vildi hvers manns vanda leysa og ekki þiggja neitt í staðinn. Engin nú- tímakona kæmist nokkurntíma með tærnar þar sem hún hafði hælana. Það litla sem við gátum gert fyrir þig áttir þú svo sannarlega skilið og meira til. Hjá góðum guði eru englarnir og þar vitum við að þú ert í heiðurssæti. Við kveðjum þig með síðustu hendingunum úr ljóð- inu Erla eftir Stefán frá Hvítadal. „Dýrlega þig dreymi, og drottinn blessi þig.“ Þorgerður, Hulda, Gunnar Björn, Emma og Adda. Emma frá Laugalandi er dáin — og ég átti eftir svo margt ósagt við hana. Aldrei trúum við að tíminn til að finnast sé á enda. Hún sem var hjá mér á mínum mestu ham- ingjustundum og tók þátt í gleði minn. Ef syrti í álinn stóð hún mér nærri með hóglátari samúð. Hún vildi aldrei láta á sér bera, vann öll sín kærleiksverk í kyrrþey. Þrátt fyrir stórt og annasamt heimili hennar, var þar allt í röð og reglu, hreint og fágað. Hún var bæði hraðvirk og vandvirk, mark- visst kom hún öllu í verk sem vinna þurfti. Þó fann Emma alltaf tíma til að sinna þeim sem áttu um sárt að binda. Hún fann til með bág- stöddum og lagði þeim lið. Emma var fædd í Helgárseli í Garðsárdal og ólst upp í hópi átta systkina. Foreldrar hennar voru Elías Árnason og Sigurmunda Sig- urmundsdóttir, sem þekkt var fyrir að skynja margt sem öðrum var hulið. Hún vissi ætíð gestakomur dagsins að morgni. Emma réðst ung í vist að Syðra-Laugalandi og gift- ist Birni Jóhannssyni, bónda þar, 1925. Á Laugalandi bjuggu þau fjóra áratugi og þar fæddust og ólust upp börn þeirra sex. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna, systkinahópurinn hæfileikaríkt kjamafólk, stolt og gleði foreldra sinna. Bjöm, maður Emmu, var ná- frændi og mikill vinur föður míns. Hann var glæsimenni og gleðimað- ur, mikill aufúsugestur á heimili foreldra minna. Hamingjudísir hans færðu honum þann lífsförunaut sem studdi hann í blíðu og stríðu, umbar hans stóra skap og veiku hliðar. Hann mátti vart af henni sjá. Eftir lát hans árið 1980 bjó Emma hjá Minning Guðrún Mngnúsdóttir Fædd 14. maí 1958 Dáin 20. febrúar 1994 Með fáum orðum langar mig til að kveðja vinkonu mína, Guðrúnu Magnúsdóttur, sem við kölluðum Gurrý, en hún lést 20. febrúar sl. Ég kynntist henni þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar fyrir um það bil 11 árum, en þá var hún á leið- inni heim frá Svíþjóð með dætur sínar tvær, þá tveggja ára gamla tvíbura. Ég ætla mér ekki að fara að rekja æviferil hennar, en langar að minnast á kynni mín við hana. Það sem ég tók strax eftir í fari hennar var að hún var mikil fjölskyldu- manneskja, alltaf með myndavélina á lofti til að taka myndir af fólkinu í fjölskyldunni. Hún og dóttir mín, sem er að verða sjö ára, voru miklar vinkon- ur, en hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við smáfólkið í ættinni og minna það á hve fjölskyldan væri mikilvæg. Elsku Gurrý mín, ég á alltaf eft- ir að sakna þín mikið, því við gátum brallað ýmislegt saman. Ég veit að þú fylgist með „stóru fjölskyldunni þinni“ þar sem þú ert hjá Guði. Ég votta litlu dætrunum þínum, for- eldrum og systkinum mína dýpstu samúð. Litla frænkan þín, Gréta Björk, biður Guð að geyma þig og þakkar þér fyrir allar stundir sem hún átti með þér, þegar þú passað- ir hana. Þín vinkona, Elínborg Traustadóttir. Ég kveð þig með nokkrum fátæk- legum orðum, elsku Gurrý mín. Ég minnist góðu daganna þegar ^ Fyrir ferminguna ^ Vinsælu pífurúmfatasettin eru komín. Tilvaldar fermingargjafir. Tek upp í næstu viku mikið úrval af bróderuðum, kínverskum dúkum í öllum stærðum á ótrúlegu verði. Verið velkomin. Póstsendum. Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur, á horni Klapparstígs og Grettisgötu v/hliðina á Pipar og salti. Sími 16088. r ég kom með litla drenginn minn í afmæli til þín og telpnanna þinna og svo komst þú og telpurnar þínar til okkar í afmæli. Nú svo minnist ég þess þegar ég bjó í Noregi og þú í Svíþjóð að ég hringdi í þig og þú bauðst mig velkomna: „Já, Ragga mín, komdu bara.“ Það v.ar alltaf nóg rými hjá Gurrý, þó að lífið væri ekki alltaf eins og við óskuðum okkur. Síðast töluðum við lengi saman og hlógum dátt en enginn veit hve- nær kallið kemur. Hvíl þú í friði, elsku Gurrý mín. Ég sendi foreldrum, systkinum og dætrum innilegustu samúðar- kveðjur mínar. Ragnheiður. Islandskosiur hormhtijar Verö trá 1400 kr. ániann (>1 48 49 4 ÞUATT P>ER VWV/ LAUQARPALNUM ;g o ^pr Sálarrannsóknafélag Islands 10 vikna námskeið i dulrænum fræðum hefst laugardaginn 19. mars 1994. Leiðbeinandi verður rússneski miðillinn, huglæknirinn, dávaldurinn og visindamaðurinn Josephina Inna Strajmeister. Meðal efnis á námskeiðinu verður: Vinna með orkustöðvar og orkubrautir. Nota grunntækni í dáleiðslu og sjálfsdáleiðslu. Sjá og skilja liti árunnar og breyta þeim í gegnum tilfinningalikamann. Sjá karmísk bönd sem mögulegar orsakir fyrir núverandi ójafnvægi í huga, likama og stefnu lífsins. Opna fyrir sköpunargáfurnar. Vekja fyrri lífs minningar. Tengjast æðra sjálfinu. Námskeiðið verður á fimmtudagskvöldum frá kl. 19—22 og laugar dagsmorgna frá kl. 9—12. Nánari upplýsingar hjá Sálarrannsóknafélagi íslands, Garðastræti 8, * í sima 18130 og 618130. | Brodda syni sínum á Akureyri. Fjöl- skylda hans var henni mjög kær og átti hún þar hlýtt ævikvöld. Emma varð aldrei gömul. Fáum dögum fyrir andlát hennar sá ég hana úti á gangi, granna og beina í baki, fallega og smekklega klædda, létta í spori. Þannig kvaddi hún, eins og hún lifði, með reisn. Ég votta samúð þeim sem henni unnu og hana syrgja. Freyja Eiríksdóttir. Sú hönd sem leiðir hússins störf og heimilið prýðir og bætir, og ann sér ei hvíldar, þó hvíldar sé þörf, en hveiju því gegnir, sem mætir; sú hönd er lögð þreytt á hinn hinzta beð, og hana með virðingu ég þrýsti - og kveð. (S.J.) Þegar þessi aldraða heiðurskona er lögð til hinstu hvílu, er sá hópur stór er lýtur höfði, þakkar og sakn- ar. Það segir meira en mörg orð. Öllu því fólki sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Sigríður Magnúsdóttir, Selfossi. 4=BUZZAFiD skíði á góðu veiði Fermingartilboð á skíðapökkum mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 auglýsingar LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekklngar Mætum öll í friðarstund í Frfkirkj- unni sunnudaginn 20. mars kl. 14.00 Kópavogur Opið hús alla laugardaga kl. 10-12. Bæjarfulltrúar og fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Hamraborg 1. I.O.O.F. 12 = 1743188Vz = 9.lll. I.O.O.F. 1 = 1743188'/2 = 9.0* \v—77 KFUM V. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Kristniboðsvika - Með nýtt land undir fótum Samkoma í kvöld kl. 20.00 í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60. „Barátta í nýju landi" - Skúli Svavarsson talar. Upphafsorð hefur Halldóra Lára Ásgeirsdóttir og Kristfn Bjarna- dóttir hefur myndaröð frá Kenýu „I landi Pókotmanna". Yngri deild KFUK í Garðabæ sýnir kristniboðsþátt og Laufey Geir- laugsdóttir syngur einsöng. Munið bænastundina kl. 19.40. Kaffi selt eftir samkomuna. Samkomur Kristniboðsvikunnar r NY-UNG KFUM & KFUK Holtavegi Fjölmennum á samkomu kristni- boðsvikunnar í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, f kvöld kl. 20.00. Sjá auglýsingu! St. St. 5994031916 VIII Sth. kl. 16.00 Frá Guðspeki- fólaginu Ingólfsstrætl 22. Áskríftarsfml Ganglera ar 39S73. I kvöld kl. 21 flytur Einar Aðal- steinsson erindi um hamingjuna í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15 til 17 er opið hús með fræðslu kl. 15.30 í umsjón Einars Þorsteins Ás- geirssonar. Á sunnudögum kl. 17 er hugleiðslustund með fræðslu í umsjón Sigurðar Boga Stefánssonar. Allir eru vel'comnir á fundina og aðgangur ólceypis. UTIVIST Hállveigarstig 1 • smii 614330 Árshátíð Útivistar 1994 verður haldin í kvöld í Hlégaröi í Mosfellsbæ. Fordrykkur og frábær matur. Útivistarfélagar skemmta og hljómsveitin Þn’und leikur fyrir dansi. Rútuferðfrá BSl kl. 19.30. Miðaverð aðeins kr. 2.900. Helgarferð 26.-27. mars Skíðaferð yfir Hellisheiði í Nes- búð. Á sunnudag til baka á Litlu kaffistofuna. Matur i Nesbúð laugardagskvöld og sunnudags- morgun. Góð æfing fyrir páska- ferðirnar. Verð kr. 4.400/4.800. Páskaferðir: 31. marstil4. aprfl: Sigalda - Landmannalaugar - Básar; skíðagönguferð. Esjufjöll; skíöagönguferð. Skaftafell - Öræfi; gönguferðir fyrir alla. 1 .-3. aprfl: Básar við Þórsmörk. Gönguferðir fyrir alla fjölskylduna. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.