Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 39 1977 og gegndi því til ársins 1983. Þá varð sú breyting á að hann var ráðinn í hálft starf sem samfélags- fulltrúi með ábyrgð á fullorðins- starfí félaganna og í hálft starf sem framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK. Árið 1986 var Guðni vígður til skólaprests sem starfsmaður Kristilegu skólahreyf- ingarinnar. Árið 1992 kom hann aftur til starfa fyrir KFUM og KFUK í hálft starf sem samfélagsfulltrúi. Því starfi gegndi hann til dauðadags þó svo veikindi hans hafi hindrað hann í að sinna því eins og hann sjálfur hefði kosið. Auk starfs síns í þágu þessara félaga naut Kristni- boðssambandið starfskrafta hans enda átti málefni kristniboðsins hjarta þeirra hjóna. Guðni gegndi óteljandi nefndar- störfum á starfsferli sínum, bæði í sjálfboðastarfi og sem launaður starfsmaður. í nokkur ár sat hann í stjórn evangelíska lútherska bibl- íuskólans, sem var í eigu KFUM og KFUK. Fyrir tveim árum tók hann sæti í undirbúningsnefnd fyrir samkomur með Billy Graham, sem sjónvarpað var til landsins fyrir réttu ári. Guðni fór á vegum nefnd- arinnar til Þýskalands, þar sem samkomurnar voru, til að túlka mál Grahams yfir á íslensku. Er heim kom var Guðni ekki vel hress og greindist með krabbamein í eitlum. Þrátt fyrir góðar vonir lækna náðu lyfin ekki að sigrast á meininu. Allan þann tíma sem Guðni var veikur var mikið beðið fyrir honum innan lands sem utan. Það var mikill fengur fyrir félög- in að fá að njóta starfskrafta Guðna. Hann var á allan hátt mjög samviskusamur og ósérhlífinn og einstaklega trúr og traustur. Ef Guðni sá um hlutina voru þeir í öruggum höndum og vel gengið frá öllum atriðum í undirbúningi, með- an á þeim stóð og ekki síst var þeim fylgt vel eftir að þeim loknum. Nákvæmni hans og aðgætni var ómetanleg. Sem ræðumaður var Guðni sér- lega áheyrilegur. Hann hafði lag á að krydda ræður sínum sögum sem hittu vel í mark og yfirleitt voru þær hnyttnar á einn eða annan hátt. Mál sitt setti Guðni mjög skipulega fram sem gerði fólki auð- velt með að læra og taka við þegar hann kenndi á ýmsum námskeiðum á vegum félaganna og samstarfs- hreyfinga þeirra. Guðni var afskaplega umhyggju- samur og hlýr maður. Hann var ekki vanur að tala mikið um sjálfan sig eða hvað sér byggi í brjósti, en þeir sem til þekktu og störfuðu með honum áttuðu sig fljótt á hvern mann hann hafði að geyma. Oft kom hann með hnyttin tilsvör og skapaði glaðværð í 'kringum sig. Guð gaf Guðna góða konu. Esth- er sötti hann til Bandaríkjanna, en hún stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og hvatti hann til dáða í því starfi sem hann vann í kristilegu félögunum. Þau hjónin voru á allan hátt indæl og mjög samhent. Alltaf voru þau manna fyrst til að koma og þakka fyrir það sem gert var. Stuðningur Estherar og umhyggja gagvart Guðna í veikindum hans var alveg einstök. Með þessum orðum vilja stjórnir KFUM og KFUK koma á framfæri þakklæti fyrir allt það mikla starf sem Guðni vann fyrir félögin. Esth- er, drengjunum og móður hans vott- um við samúð okkar af heilum huga. Jesús Kristur, Drottinn okkar og frelsari, styrki ykkur, leiði og blessi. Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! F.h. stjórna KFUM og KFUK í Reykjavík, Ragnar Gunnarsson. Kveðja frá samstarfsfólki HeQum upp augu’ og hjörtu með, hjálpræðisstund vor er nærri. Jesúm vér fáum sjálfan séð, sorg öll og kvíði’ er þá fjærri. Senn kemur eilíf sumartíð, sólunni fegri’, er ljómar blíð Drottins í dýrðinni skærri. (V. Briem.) Góður samstarfsmaður er horf- inn og okkur setur hljóð. Það er erfitt að trúa því að Guðni komi ekki framar til starfa hér. Það var gott að starfa með Guðna. Hann var einstaklega samviskusamur, ábyrgur og það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Hann var ákveðinn og skýr er hann boð- aði trúna á Guð og eru margir þakklátir fyrir boðskapinn er hann flutti. Nú er röddin sem flutti okkur þennan skýra bosðkap þögnuð og við munum sakna hennar. Guðni var mjög þægilegur í umgengni, jafnlyndur og ljúfur. Hann var bú- inn að beijast ivð erfiðan sjúkdóm í u.þ.b. eitt ár. Þrátt fyrir allt hélt hann bjartsýni sinni og baráttuvilja. Guðni og kona hans, Esther, áttu bjargfasta trú á frelsara sinn, Jesúm Krist. Var það þeim mikill styrkur á þessu erifða tímabili. Elsku Esther og fjölskylda. Við vottum ykkur innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. „Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trú- festi þín.“ (Harm. 3:22-23.) Kveðja frá Kristilegu skóla- hreyfingunni Þær voru margar og kærar minn- ingarnar sem komu upp í huga minn sl. laugardag, er mér voru flutt þau tíðindi að Guðni Gunnars- son væri látinn. Ég minnist hans fyrst, er ég sem unglingur dvaldi á biblíunámskeiði í Vatnaskógi og hann kom í heimsókn og sá um kvöldvöku. Það gerði hann á svo lifandi og áhugaverðan hátt að við unglingarnir hrifumst með og öðl- uðumst fyrir bragðið nýja innsýn í fjársjóði heilagrar ritningar. Guðna var gefin sú dýrmæta náðargáfa að setja mál sitt þannig fram að það höfðaði til ungs fólks. Það var því ákaflega farsæl ákvörðun, þeg- ar Kristilega skólahreyfingin réð hann til starfa árið 1986 og hann tók vígslu sem skólaprestur. Guðni hafði öðlast mikla reynslu af kristilegu æskulýðsstarfi sem nýttist honum vel sem skólapresti. Hann hafði lengi tekið þátt í starfi KFUM & K í Reykjavík og var um tíma framkvæmdastjóri barna- og unglingastarfs félaganna. Einnig var hann um skeið framkvæmda- stjóri Landssambands KFUM og KFUK. Sem skólaprestur tók hann af lifandi áhuga þátt í starfi unga fólksins í Kristilegum skólasamtök- um og Kristilegu stúdentafélagi og reyndist óþreytandi í starfi sínu í þágu félaganna. Hann var alltaf fús að rétta fram hjálparhönd, mæta á fundi og samverur, fræða, leiðbeina og hvetja. Umhyggja hans fyrir ein- staklingnum var einstök. í þessu sambandi má heldur ekki gleyma, að í þjónustu sinni naut hann fulls stuðnings fjölskyldu sinnar. Eigin- konan, Esther Gunnarsson hjúkrun- arfræðingur, stóð honum jafnan við hlið og studdi hann á allan hátt. Þeir voru t.d. ófáir fundirnir sem Guðni hélt heima á Framnesvegin- um. Þaðan eiga margir dýrmætar minningar um frábæra gestrisni þeirra hjóna. Það var okkur öllum mikið áfall er Guðni veiktist og ljóst varð að hann þyrfti að gangast undir langa og erfiða læknismeðferð. En jafnvel þá lét hann ekki deigan síga. Hann tók veikindum sínum af miklum trúarstyrk og hugarró og alltaf var hann fyrst og fremst með hugann við starfið. Þjónustan í víngarði Drottins var honum allt. Áhuginn fyrir starfinu var óbilandi þótt heils- an brygðist og sá áhugi entist allt þar til yfir lauk. Jafnvel fárveikur fylgdist hann með starfinu og not- aði hverja stund sem honum gafst til að vinna og hvetja aðra til þjón- ustu. Og alltaf var hann með okkur í bæn. Við í Kristilegu skólahreyfing- unni erum rík. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta starfskrafta og fyrirbænar sr. Guðna. Þjónusta hans hefur orðið mörgum til ómældrar blessunar. Að leiðarlok- um viljum við fá að lofa Drottin fyrir allt það sem hann gaf okkur í Guðna Gunnarssyni. Trú hans og trúmennska er okkur fyrirmynd sem seint mun gleymast. Blessuð sé minning hans. Kæra Esther, Gunnar, Helgi og Kristinn. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja á þessari stundu. Fyrir hönd Kristilegu skólahreyf- ingarinnar, Gísli Jónasson. Látinn er í Reykjavík sr. Guðni Gunnarsson sóknarprestur. Guðni var 54 ára er hann lést og því í blóma lífsins. Eg kynntist Guðna fyrir alvöru þegar ég var 16 ára og hóf sumar- vinnu á skrifstofu KFUM og KFUK. Við unnum m.a: saman nokkur sumur. í þá daga vann Guðni við íjölritun jafnhliða skrifstofustörf- unum. Guðni var í mínum augum sérstakur, hann átti ameríska konu og tvíburastráka sem þá voru á öðru ári. Þessir strákar drógu að sér athygli því fyrir utan það að vera tvíburar sem var áhugavert í sjálfu sér voru þeir einstaklega fal- leg smábörn. Fimm árum seinna eignuðust Guðni og Esther kona hans einn dreng til viðbótar. Hann var sérlega hæglátur og man ég að Guðni kom eitt sinn með hann í kerru í vinnuna og þar sat dreng- urinn tímunum saman og dundaði sér allt þar til pabbi hans keyrði hann aftur heim. Það var skemmtilegt að vinna með Guðna. Hann var hæglátur, gekk stundum að því er virtist með veggjum, en var léttur og skemmti- legur í lund. Stundum þurfti ég að láta fjölrita fyrir mig og þá kom til kasta Guðna að vinna úr því. Hann sýndi mikla þolinmæði þegar hann reyndi að kenna mér að skila efni til fjölritunar og var ótrúlega viljugur að reyna eitthvað sem var á mörkum þess sem þær vélar sem hann vann með gátu afrekað. Þau rúmlega tuttugu ár sem liðin eru síðan hef ég öðru hveiju fengið að vinna með Guðna og hrannast upp í hugann ýmsar minningar um ánægjulegar samverustundir. Það var einstaklega skemmtilegt og uppörvandi að fá að vjnna með honum. Eftir að ég hætti að vinna á skrifstofunni voru það oft einstök verkefni sem við tókum að okkur. Eitt sinn bjuggum við saman til útvarpsþátt. í annað skipti unnum við að gerð fræðslumyndbands sem ekki var að fullu lokið og höfðum við ráðgert að taka upp þráðinn nú í vor þegar Guðni hefði náð betri heilsu. Skemmtilegasta kvöldstund sem ég á ævi minni hef upplifað var á Valentínusardegi fyrir um tuttugu árum. Guðni, sem þá var nýkorhinn frá Ameríku, hafði tekið að sér að hafa fundarefni í KSS og í tilefni dagsins skreyttum við krakkarnir salinn með rauðum hjörtum. Guðni sagði hveija skemmtisöguna á fæt- ur annarri og blandaði saman gamni og alvöru. Dagskráin var svo skemmtileg að við engdumst sundur og saman í hlátri og hef ég ekki í annan tíma hlegið eins mikið. Einn- ig er minnisstætt hvernig hann stjórnaði fyrstu samkomuröðinni sem við kölluðum Kristsvakningu. Það var einstaklega vel gert og tókst engum að leika það eftir sem Guðni gerði þá. Síðasta stóra verkefnið sem við unnum að saman var þátttaka í skólastjórn Biblíuskóla sem KFUM og KFUK í Reykjavík áttu. Sá skóli er ekki starfræktur lengur en til stóð að Guðni tæki þátt í stjórn annars skóla sem Kristilega skóla- hreyfingin sem hann vann hjá síð- ustu árin sem skólaprestur á hlut að, en veikindin hömluðu því að hann tæki þátt í því starfi. Guðni átti gott með að fræða og var vand- virkur og samviskusamur og jafn- framt lifandi og skemmtilegur kennari. Hann gladdi mig með því að mæta í fertugsafmælið mitt í lok janúar. Eitt lítið dæmi vil ég nefna um lipurð og hjálpfýsi Guðna. í lok febr- úar spurði ég hann hvort ákveðnar fullyrðingar sem ég hafði lesið í erlendri bók stæðust. Þetta var um efni sem hann hafði kynnt sér sér- staklega og áttaði hann sig strax á því hvað þetta væri og sagðist eiga efni til um þetta atriði. Tveim dögum seinna veiktist Guðni hast- arlega og hugsaði ég ekki meira út í erindið. Síðan gerist það viku áður en hann deyr að inn um bréfalúg- una hjá mér er sent ljósrit frá Guðna með umbeðnum upplýsingum. Þannig var Guðni. Nú er hann allur, en eftir standa Esther kona hans, synir þeirra þrír og öldruð móðir Guðna, Guðbjörg sem lifir einkason sinn. Esther, sem er hjúkrunarfræð- ingur, hefur sagt frá því að kynni hennar og Guðna hafi hafist vestan hafs er hún hjúkraði honum þar sem þau stunduðu nám við sama skóla. Og á sama hátt og samband þeirra byijaði endaði það að Esther hjúkr- aði Guðna eins vel og hún gat. Þau voru samrýnd og elskuleg hjón. Esther stóð við hlið hans, studdi hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Heimili þeirra stóð opið við ótrúlegustu tækifæri. Samband þeirra og öll þjónusta sem þau veittu af hendi vitnar um þann Guð sem þau þjónuðu og höfðu helgað líf sitt. Jóhannes maðurinn minn, börnin okkar og ég sendum ykkur kæru vinir, Esther, Gunnar, Helgi, Krist- inn og Guðbjörg, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og blessa. Málfríður Finnbogadóttir. Okkur langar með örfáum orðum að minnast Guðna Gunnarssonar skólaprests. Við vorum ein af mörgum sem fengum að kynnast velvilja Guðna og greiðvikni í gegnum starf okkar í KSS. Guðni var mjög jákvæður maður og átti auðvelt með að líta jákvæð- um augum á málin. Þess vegna var gott að vera í kringum hann því vandamálin sem virtust á tíðum svo stór og mikil tóku á sig aðra mynd eftir að rætt' hafði verið um þau við Guðna. Guðni var einnig mikill húmoristi og átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á hlutunum. Var því oft glatt á hjalla í kringum hann. Með Guðna er farinn góður drengur sem átti trú á lifandi frels- ara sem heitir okkur eilífu lífi á himnum með sér. Megi Guð blessa minningu Guðna og veita ástvinum hans huggun og styrk í sorginni. Laufey og Sigfús. Fréttir um að hann Guðni skóla- prestur okkar væri látinn eftir lang- varandi veikindi var okkur þungbær og fyllti hjörtu okkar af sorg og vonbrigðum. Við höfðum svo lengi beðið fyrir bata hans og héldum öll í vonina um fullan bata. Þrátt fyrir veikindi Guðna reyndi hann að taka ■ þátt í starfi Kristilegra skólasam- taka eins mikið og hann gat og kom. meðal annars á Haustskólamót KSS (1993) sem er efst í huga okkar allra. Guðni hefur alltaf verið góður stuðningsmaður KSS og ekki síst ‘ kristilega skólablaðsins „Okkar á milli“, þar sem hann hefur oftar en einu sinni skrifað greinar fyrir blað- ið og stutt við bakið á ritnefndinni. Guðni gat því miður ekki tekið þátt í útgáfu nýjasta blaðsins vegna veikinda, en okkur þótti vænt um að hann sýndi útgáfunni áhuga og óskaði eftir eintaki þegar það kom út. Guðni var alltaf hress og góður vinur okkar allra og breytti hann jafnvel lífi sumra okkar með því að kynna okkur fyrir Jesú Kristi. Þess vegna er það svo óréttlátt að hann sé hrifinn burt frá okkur. En það sem við huggum okkur við á þessum erfiða tíma er að við vitum að hann er kominn á betri stað og er að sinna mikilvægu starfi þar og einhvern daginn munum við hitta hann aftur og hversu mikil gleðin verður þá. Elsku Guðni við kveðjum þig með þessari bæn: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (H.P.) Við sendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur til fjölskyldu og ættingja hans Guðna og megi góði Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Og trúið því að Drottinn mun ein- hvern tímann sameina ykkur á ný. Guð varðveiti ykkur öll. Fyrir hönd ritnefndar „Okkar á milli“, Brynja Stephanie Swan. Elsku Guðni. Okkur langaði bara til að þakka þér fyrir að hafa verið vinur okkar. Þú kenndir okkur svo margt og fékkst okkur til þess að líta bjart- ari augum á lífið. Við viljum að þú vitir hversu mikilvægur þú varst okkur og hvað við söknum þín mik- ið. En það er gott að vita að við fáum að hitta þig aftur á himnum. Elsku Guðni, við gleymum þér aldrei. Þíriir vinir, Nanna, Bjarney, Helga, Lalli og Þóra. Fleiri minningargreinar um Guðna Gunnarsson bíða birt- ingar ogmunu birtast næstu daga t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS SVEIIMSSOIMAR, Hafnarbraut 22, Hólmavík, áður bónda á Kirkjubóli í Staðardal. Lilja Kristinsdóttir, Sveinn Kristinsson, Pálina Guðlaugsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Sverrir Björnsson, Sigurður Kristinsson, Sigriður Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, RICHARDS PÁLSSONAR, Gyðufelli 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunar- deildar Landspítalans, Hátúni, sem önnuðust hann af einstakri alúð. ísleifur A. Pálsson, Oddgeir Pálsson, Anna Regfna Pálsdóttir, Bergljót Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.