Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 51 i i i i í ( I < ( I < I ( ( ( < < ( GOLF Sigurjón sló 358 metra! Sigurjón Arnarsson, landsl- iðsmaður í golfi, keppti í sjöunda atvinnumannamótinu í Orlando í Flórída í gær. Hann hafnaði í 25. sæti af 144 þátt- takendum — lék á 218 höggu (73-72-73), sem er tveimur höggum yfir pari Southem Du- nes-golfvallarins.-Mótið vannst á 207 höggum. Sigutjón upp- lifði það á þessu móti að ná lengsta upphafshöggi sínu á ferlinum er hann sló 392 jarda eða 368 metra. KORFUKNATTLEIKUR Fögnuður á Akranesi Skagamenn leika í úrslitakeppninni ásamt Suðrunesjaliðinum Keflavík, Njarðvík og Grindavík Geysileg stemmning var á Akra- nesi í gærkvöldi, þegar nýliðar Skagamanna tryggðu sér rétt til að leika í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar — á fyrsta keppnisári sínu, með því að leggja Snæfell að velli 99:77. „Þetta var mikill baráttu- leikur. Ég get ekki annað en verið ánægður með mína menn — pressan Gunnlaugur Jónsson skrifar var mikil á þeim, en þeir stóðust álag- ið. Við ætlum ekki að leggja árar í bát við þetta, heldur viljum við meira,“ sagði ívar Ásgrímsson, þjálf- ari Skagamanna. Þegar búið var að kynna leikmenn Snæfells fyrir leikinn, var slökkt á ljósunum í íþróttahúsinu — og ljós- geisla kastað á mitt gólf. Þá hófst kynning á leikmönnum Skagaliðsins við geysilegan fögnuð áhorfenda, sem troðfylltu húsið. Leikmennimir hlupu inn í geislann þegar nöfn þeirra voru kölluð upp í hátalarakerfi hússins. Stemmningin hélt síðan áfram — bæði á áhorfendapöllum og hjá leik- mönnum Skagaliðsins, sem tóku leik- inn fljótlega í sínar hendur — kom- ust í 15:2 og þá var ekki aftur snú- ið. Skagamenn komu ákveðnir til leiks, börðust vel og þá var varn- arleikur þeirra góður. Steven Grayer URSLIT Handknaftleikur Stjarnan - Haukar 22:14 Ásgarður, l. deild kvenna - úrslitakeppni, 1. leikur, fimmtudaginn 17. mars 1994. Gangur leiksins: 3:1, 4:2, 6:4, 7:5, 12:5, 15:7, 18:8, 18:10, 20:12, 22:14 Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephen- sen 6/5, Una Steinsdóttir 3, Herdis Sigur- bergsdóttir 3, Margrét Vilhjálmsdóttir 3, Þuríður Hjartardóttir 3/1, Ásta Sölvadóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 1, Sigrún Más- dóttir 1. Varin skot: Nina Getsko 9, Sóley Halldórs- dóttir 4. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Harpa Melsted 9/4, Kristín Konráðsdóttir 2, Berglind Hallgrímsdóttir 2, Heiðrún Karlsdóttir 1. Varin skot: Alma Hallgrímsdóttir 5, Brynja Guðjónsdóttir 3. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gisli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. KR-ÍBV 18:17 Laugardalshöll: Mörk KR: Anna Steinsen 4, Sigríður Páls- dóttir 4, Laufey Kristjánsdóttir 4, Brynja Steinsen 2, Selma Grétarsdóttir 2, Nellý Pálsdóttir 1, Guðrún Stvertsen 1. Utan vallar: 2 minútur. Mörk ÍBV: Judit Esztergal 5, Andrea Atla- dóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Katrín Harðardóttir 2, Sara Ólafsdóttir 1, Sara Guðjónsdóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Gunn- laugur Hjálmarsson. Guðrún R. Kristjánsdóttir. 2. DEILD KARLA Urslitakeppnin: FVam - Fjölnir..................23:25 Breiðablik - HK.................17:20 ÍH - Grótta.....................24:21 ■HK er með 11 stig, Grótta 8, ÍH 8, Breiðablik 6, Fram 2, Pjölnir 2. Körfuknattleikur Akranes - Snæfell 99:78 íþróttahúsið á Akranesi, Úrvalsdeildin, fimmtudagur 17. mars 1994. Gangur leiksins: 4:2, 15:2, 27:12, 32:24, 41:26, 47:32. 53:43, 67:50, 72:59, 77:69, 84:71 99:78. Stig ÍA: Steven Grayer 33, Einar Einarsson 20, ívar Ásgrímsson 12, Jón Þórir Þórðar- son 13, Haraldur Leifsson 9 Eggert Garðar- son 10, Dagur Þórisson 2. Stig Snæfells: BMdie Collins 20, Kristinn Einarsson 23, Hreiðar Hreiðarsson 22, Bárður Eyþórsson 9, Hreinn Þorkelsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2. Áhorfendur: Fullt hús (Um 900). KR-UMFG 69:74 íþróttahúsið Austurbergi: Gangur leiksins: 2:0, 10:4, 10:10, 15:12, 15:17, 24:19, 24:24, 31:26, 33:30, 34:30, 34:39,“38:43, 47:43, 55:51, 55:57, 62:61, 62:65, 67:67, 69:69, 69:74. Stig KR: David Grisson 26, Ösvald Knuds- en 24, Hermann Hauksson 6, Lárus Áma- son 5, Ólafur Ormsson 5, Tómas Hermanns- son 2, Hrafn Kristjánsson 1. Stig UMFG: Nökkvi Már Jónsson 20, Wa- yne Casey 19, Guðmundur Bragason 18, Hjörtur Hjartason 11, Marel Guðlaugsson 4, Pétur Guðmundsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján Möller leyfðu mikið en ekki alltaf. Áhorfendur: Um 170. ■Enn tókst Grindvíkingum að næla sér inn mikilvæg stig á síðustu mínútu. Leikurinn var mjög hraður í upphafi, hraðari en leik- menn réðu við og mistökin alltof mörg. Vesturbæingar leiddu yfirleitt en undir lok- in þegar liðið höfðu misst Hermann Hauks- son og Ósvald Knudsen útaf með 5 villur og léku með David Grissom haltrandi tókst Grindvíkingum að knýja fram sigur. Stefán Stefánsson 1. DEILD KARLA Úrslitakeppnin: ÍR - Breiðablik.................89:86 Þór - Höttur....................91:65 Knattspyrna DEFA-keppnin f«ikur í 8-liða úrslitum. Inter - Dortmund..................1:2 Manicone (80.) — Zorc (88.), Ricken (46.). 33.000. ■inter vann samanlagt 4:3. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Þorkell Brynja Steinsen, sem átti mjög góðan leik með KR, sækir að marki Eyjamanna. Ingibjörg Jónsdóttir og Stefanía Guðjónsdóttir eru til vamar. KR aflur út í Eyjar EYJAMENN og KR-ingar verða að leika þriðja leik sinn í úrslita- keppni 1. deildar kvenna, eftir að KR-stúlkurnar iögðu ÍBV að velli, 18:17, í Laugardalshöllinni i gærkvöldi í jöfnun og spenn- andi leik. Aftur á móti vann Stjarnan öruggan sigur, 22:14, á Haukum í Ásgarði. Leikur KR og ÍBV var eins og fyrr segir jafn og spennandi allan leikinn og skiptust liðin á for- ystunni. KR-ingar vom tveimur mörk- um yfir í hálfleik 8:6, en Eyjastúlkur jöfnuðu og komust yfir í byrjun seinni hálfleiks. Undir lok leiksins náðu KR-ingar tveggja Guðrún R. Krístjánsdóttir skrífar marka forystu sem Eyjastúlkur náðu ekki að vinna upp og KR vann 18:17. Vigdís Finnsdóttir, mark- maður KR, varði vel í leiknum og Sigríður Pálsdóttir og Brynja Stein- sen léku einnig vel. Judit Esztergal og Andrea Atladóttir voru bestar í liði. ÍBV. ÍBV vann KR í Eyjum á þriðju- daginn og verða því liðin að spila Sigmar Þröstur hefur varið flest skot Sigmar Þröstur Óskarsson, landsliðsmarkvörður úr KA, er mark- vörður ársins í 1. deildarkeppninni. Hann hefur varið 305 skot, en Bargsveinn Bergsveinsson, landsliðsmarkvörður úr FH, kemur næstur á blaði með 263 skot — vel á eftir Sigmari Þresti, þegar að- eins ein umferð er eftir í deildinni. Magnús Sigmundsson, markvörður ÍR, er í þriðja sæti með 233 skot, þá kemur Hermann Karlsson, Þór, með 220 skot, Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður úr Val, með 217 og Ingvar Ragnars- son, Stjömunni, með 212 varin skot Sigmar Þröstur hefur varið 21 vítakast, Magnús 17, Hermann 15 og Guðmundur og Alexander Revine, KR, eru með 14 varin vítaköst. þriðja leikinn í Eyjum á laugardag- inn um hvort liðið kemst áfram í undanúrslitin í íslandsmótinu og má búast við hörkuleik þar. Haukar byijuðu leikinn á því að taka Ragnheiði Stephensen úr um ferð og virtist það koma Stjöm- ustúlkum í opna skjöldu því Hauk- amir „héngu“ í þeim fyrstu fimmtán mín. í leiknum. En þá skildu leiðir og Stjaman sigldi fram úr og staðan í hálfleik var 12:5. Stjaman komst svo í 10 marka forystu í seinni hálf- leik og unnu 22:14. Liðsheildin var mjög jöfn hjá Stjömunni en Harpa Melsted var best í liði Hauka. átti stórleik og skoraði 38 stig. Einar Einarsson og Jón Þórur Þórðarson voru einnig góðir, en annars léku allir leikmenn Skagaliðsins vel. Krist- inn Einarsson var besti leikmaður Snæfells. Skagamenn leika að öllum líkind- um gegn Grindvíkingum i úrslita- keppninni, en í hinni viðureigninni mætast gömlu keppinautamir frá Keflavík og Njarðvík. FOLK KÍNVERSKU hlaupakonurnar hans Ma Munren þjálfara, sem svo mjög vora í sviðsljósinu á síðasta ári, verða með í London-maraþon- inu 17. apríl. Þar á meðal er Wang Junxia, sem var kosinn besta fijálsíþróttakona heims á síðasta ári. Kínversku stúlkurnar hafa ekki keppt síðan á HM í Stuttgart í ágúst í fyrra. ■ JOHANN Olav Koss hefðiekki sigrað í 1.500 m skautahlaupi á ÓL í Lillehammer, ef hann hefði notað sams konar skauta og flestir aðrir keppendur. Þetta eru niður- stöður hollenskra sérfræðinga, sem segja að blöðin á skautum Norð- mannsins hafi minnkað viðnámið um 40%, en það hefði ekki haft áhrif í hinum tveimur sigurgreinum Koss. ■ ANDRE Ag-assi frá Banda- ríkjunum gerði sér lítið fyrir og sigraði Þjóðverjann Boris Becker 6:2 og 7:5 í þriðju umferð á opnu móti í Flórída á þriðjudag. Ag- assi, sem er númer 31 á heimslist- anum, er að stíga upp úr þrálátum meiðslum og því kom sigur hans töluvert á óvart. Tap Beckers var enn verra fyrir þjálfara hans, Nick Bollettieri, sem hætti að þjálfa Agassi í júlí sl. og tók við Becker. ■ THOMAS Stuer-Lauridsen frá Danmörku er efstur á heims- lista Alþjóða badmintonsam- bandsins, IBF. Hann er með 715 stig en Ardy B. Wiranata frá Indónesíu kemur næstur með 660 stig og Jens Olsson frá Svíþjóð í þriðja sæti með 600 stig. Susi Susanti frá Indonesíu er efst í kvennaflokki með 600 stig, Kim Ji-hyun frá Suður-Kóreu í öðru með 555 stig og landa hennar, Bang Soo-hyun, í þriðja með 480 stig. ■ MIGUEL Indurain, hjólreiða- kappi frá Spáni sem sigraði í Tour de France í fyrra, verður í sviðs- ljósinu í næstu viku því þá fer fram þriggja daga keppni nokkurra bestu hjólreiðakappa heims. Keppnin fer fram í suður Frakk- landi og hefst 25. mars. Meðal keppenda em: Tony Rominger frá Sviss, ítalinn Claudio Chi- appucci, Alex Zuelle frá Sviss, Frakkinn Charly Mottet og Chris Boardman frá Bretlandi. LISTHLAUP Tonya Harding með fullar hendur Ijár Tonya Harding stendur uppi með fullar hendur fjár, þó að hún hafi verið dæmd til að greiða 11,5 millj. ísl. kr. í sekt vegna árásina á keppinaut sinn, Nancy Kerrigan. Harding sópaði að sér peningum á meðan Ólympíuleikamir í Lille- hammer stóðu yfír, en hún gerði viðtalssamninga við sjónvarpstöðv- ar í Bandaríkjunum, sem hafa orð á sér fyrir að vera óvandaðar — æsifréttastöðvar. Samningamir gáfu henni 36 millj. ísl. kr., þannig að hún á eftir háar peningaupphæð- ir þegar hún hefur borgað sektir sínar. Harding þénaði því mikið á því að „frysta" málið fram yfir Ólympíuleikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.