Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Tollverðir í Frakklandi fá ný fyrirmæli frá ráðuneyti Ollum hömlum verið létt af innflutningi íslensks fisks 80 tonn í fjórum gámum fóru athugasemdalaust í gegn í gær kvætt við fréttunum og sagðist Pétur hafa verið upptekinn í allan gærdag við að gera nýja samninga við þá. „Þeir voru spenntir að gera nýja samninga þannig að við finn- um strax fyrir jákvæðum áhrifum og aukinni sölu. Við erum bjart- sýnir og ánægðir með að vera komnir á fullt aftur,“ sagði Pétur. Pétur sagðist vita að starfs- menn íslenska sendiráðsins í Par- ís, íslenskir embættismenn í Brussel og á íslandi hefðu beitt landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytið í París miklum þrýst- ingi síðustu daga og hann taldi að það starf væri nú að skila árangri. STARFSMÖNNUM tollyfirvalda í Frakklandi bárust á þriðjudag óformleg fyrirmæli frá franska landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytinu um að setja íslenskan fisk ekki í heilbrigðisskoðun og beita innflutning á honum engum hömlum. Á þetta reyndi í gær hjá Iceland- ic France, dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, í París þegar flutt voru inn 80 tonn af frystum fiski í fjórum gámum sem komu frá íslandi í gegnum Antwerpen í Belgíu. Tóku fréttunum með fyrirvara Að sögn Péturs Einarssonar, starfsmanns Icelandic France, hringdi tengiliður fyrirtækisins hjá tollinum í það á þriðjudag og lét vita um þessi nýju fyrirmæli. Pét- ur sagðist ekki vita hver hefði sent tilmælin né hversu víðtæk þau væru. Hann sagðist þó hafa heyrt að þau tækju sérstaklega til ís- lensks fisks en það væri óstaðfest. Pétur segir að starfsmenn Ice- landic France hafí tekið fréttunum með fyrirvara og ekki gert neinar ráðstafanir fyrr en í gær þegar ljóst var að gámarnir fjórir höfðu runnið í gegn, eins og Pétur sagði. Þá hefði verið haft samband við viðskiptavini og þeir látnir vita að málið væri nánast leyst. Spenntir að gera samninga Kaupendur brugðust strax já- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 18. MARZ YFIRLIT: Skammt auður af landinu er 1.007 mb lægð og frá henni lægðardrag til norðvesturs. Yfir Norður-Grænlandi er 1.030 mb hæð. SPÁ: Fremur hæg noröaustanátt á landinu, nema vlð suðausturatröndlna, þar verður allhvasst eða hvasst. Él á annesjum norðanlands og austan, en snjókoma við suðausturströndina. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytlleg átt og léttskýjað um norðan- og austan- vert landið en þykknar senniiega upp með suðaustlægri átt um suðvestan- og vestanvert landið. Frost 2 til 15 stig, en fer að hlýna suðvestanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Allhvöss eða hvösa suðaustlæg átt og snjókoma en 8íð- ar slydda eða rigning um sunnanvert landið. Hlýnandi veður. HORFUR Á MÁNUDAG: Austan stinningskaldi og ál eða snjókoma á miðum og annesjum um norðanvert landið, en annars suðvestankaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða slydduél um sunnan- og vestanvert landið. Hiti 0 til 5 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svar- sími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o & & & A Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * f * * * * • A * 10° Hitastig f f f f f * f f * / * * * * * V v V V Súid J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka S FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Á Suðurlandi eru flestir aðalvegir færir en þó er aðeins fært fyrir jeppa og stærri bíla um Mýrdalssand, en að öðru leyti er fært með ströndlnni austur á Austfirði. i uppsveitum á Suðurlandi eru þó ýmsir vegir þungfærir eða ófærir. Ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarakarð og einnig um Geldingadraga og Bröttubrekku. A Vestfjörðum er þungfært um ísafjarðardjúp og ófært um Steingrímsfjarðarheiöi en ráðgert er að moka þar á morgun. Á Norðausturlsndi og Austurlandi er ófært um Fljótsheiði og Vatnsskarð eystra en þungfært á út-Héraði. Annars eru vegir víðast færir. Víða er dálítil hálka á vegum þó einkum á Suðvesturlandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirlftl I sfma 91-631500 og f grænni línu 99-6315. Vegagerðin. xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +4 skýjað Reykjavik +3 léttskýjað Björgvin 0 slyddué! Helsinki 0 snjóél á síð.klst. Kaupmannahöfr 4 skýjað Narssarssuaq +13 léttskýjað Nuuk +10 skýjað Ósló 4 léttskýjsð Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 0 snjóél Algarve 20 heiðskfrt Amsterdam 6 skúrásíð.klst. Barcelons vantar Berlín 5 snjóél á síö.klst. Chicago +6 skýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 8 skúrásfð.klst. Glasgow 5 skúrásíð.klst. Hamborg 2 haglél ó síft.klst. London 8 skýjað Los Angeles 14 alskýjað Lúxemborg 6 skýjað Madríd vantar Malaga 19 heiðskírt Mallorca vantar Montreal +13 snjókoma NewYork +6 snjóél Orlando 9 léttskýjað París 10 skúrásíð.klst. Madelra 17 hálfskýjað Röm 15 skýjað Vín 6 skýjað Washington +4 léttskýjað Wlnnipeg 1 alskýjað Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt a veðurspá kl. 16.30 í gær) IDAG kl. 12.00 Ljósmynd/Jón Stefánsson Á slysadeild eftirharðan árekstur MAÐUR var fluttur á sjúkrahús eftir að bíll sem hann var farþegi í lenti í árekstri og hafnaði síðan á Ijósastaur við Nýbýlaveg í Kópavogi laust fyrir klukkan 18 í gær. Aðrir sem hlut áttu að máli meiddust ekki. Ekki fengust upplýsingar um meiðsli mannsins í gær. Hæstiréttur fellir niður lögbann á tannsmið Kröfum Tannlækna- félags Islands hafnað Niðurstöðum héraðsdómara hnekkt HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi lögbann, sem að kröfu Tann- læknafélags íslands hafði verið lagt við því að Bryndís Kristinsdótt- ir tannsmiður mátaði tanngóma sem hún smíðaði í sjúklinga. Tann- læknar töldu slíkt brjóta gegn lögvernduðum hagsmunum sínum. Bryndís hafði árið 1992 gert samning við Tryggingastofnun rík- isins um að sjúkratryggingar greiddu hluta af kostnaði sjúklinga hennar og töldu tannlæknar að samningurinn gerði ráð fyrir að hún stundaði tannlækningar sem hún hefði ekki leyfi og réttindi til. Hafði starfað sjálfstætt í tuttugu ár í dómi Hæstaréttar segir að Bryndís hafi starfað sjálfstætt við tannsmíði án milligöngu tannlækna í tæp 20 ár og hafí allan þann tíma tekið mót af tanngómum og mátað gervitanngarða. Hún hafí marg- sinnis haft samband við landlækni um starfsemi sína en 1986 áminnti tannlæknir hana fyrir brot á tann- læknalögum. Að öðru leyti hafi íslenskt prestsembætti í Gautaborg Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson fær stöðuna SERA Jón Dalbú Hróbiartsson hefur verið ráðinn prestur í Gauta- borg og segir biskup Islands, séra Ólafur Skúlason, að best væri að hann tæki til starfa sem fyrst, Umsóknarfrestur rann út síðast- liðinn þriðjudag og bárust níu um- sóknir um stöðuna, sem veitt var í samráði við Tryggingastofnun rík- isins. Séra Olafur Skúlason sagði í samtali við Morgunblaðið að íslend- ingar í Gautaborg biðu spenntir eftir því að nýi presturinn tæki til starfa. Honum er ætlað að þjónusta íslendinga sem búsettir eru í Gauta- borg eða í margvislegum erinda- gerðum. Gerður hefur verið samn- ingur við sjúkrahús í borginni um líffæraflutninga og koma margir íslendingar þangað af þeim sökum, bæði sjúklingar og aðstandendur, auk þes? sem margt fólk af íslensku bergi brotið býr í nágrenni borgar- innar. Átta umsækjendur Umsækjendur um stöðuna voru séra Ágúst Sigurðsson, Baldur Jóhannsson, Ingólfur Guðmunds- Kristjánsson, Flosi Magnússon, son, Jón Dalbú Hróbjartsson og Hannes Bjömsson, Hjörtur Magni Þórhallur Heimisson. starfsemin verið látin afskiptalaus af hálfu opinberra aaðila þrátt fyr- ir ítrekaðar kærur tannlækna allt frá 1973. Ekki lagaskilyrði fyrir lögbanni „Þegar þetta er virt og hliðsjón höfð af deiluefni málsaðila og hags- munum, er því tengjast... er ljóst, að eigi var fullnægt skilyrðum [laga] til þess að lögbannskrafa stefnda mætti ná fram að ganga,“ segir Hæstiréttur og vísar m.a til lagaákvæðis um að lögbann megi ekki leggja við athöfn ef sýnt sé fram á að stórfelldur munur sé a hagsmunum gerðarþola af því að athöfn fari fram, og hagsmunum gerðarbeiðanda af að fyrirbyggja hana. ! I I I I I ! I » I ! I \ i I I I i l l i i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.