Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 13 Betri þj ónusta eftir Huldu Karen Ólafsdóttur Þegar Sighvatur Björgvinsson var heilbrigðisráðherra skipaði hann nefnd til þess að endurskoða lög um sjúkraliða. Tillögur þær sem nefndin hefur nú skilað liggja nú hjá heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, Guðmundi Árna Stefánssyni. Niðurstöður nefndarinnar voru ekki samhljóða, því klofningur varð í nefndinni. Það kemur okkur sjúkra- liðum ekki á óvart því að þeir nefnd- armenn sem „klufu“ sig út úr nefndinni eru hjúkrunarfræðingar, þeir eru ekki sáttir við þá breytingu sem er á 5. gr. gildandi laga um sjúkraliða, þ.e.a.s. að verksvið sjúkraliða verði einnig undir stjórn viðkomandi læknis eða sérfræðings; með því er verið að leggja til að sjúkraliðar geti starfað á lækninga- HALLGRÍMUR Þ. Magnússon læknir og Guðrún G. Bergmann efna til fræðslufundar um sveppasýkingu Iaugardaginn 19. mars kl. 13.30 í Háskólabíói. í fréttatilkynningu segir að Hall- grímur Þ. Magnússon læknir fjalli í erindi sínu um það hvað candida albicans eða sveppasýking er, um skaðleg áhrif sveppasýkingar á lík- amann og þau sjúkdómseinkenni sem rakin hafa verið til sveppasýk- ingar. Einnig fjalli hann um leiðir til lækninga. Guðrún G. Bergmann fjallar um reynslu sína af sveppasýkingu og þær leiðir sem hún hefur reynt til að ná tökum á henni. Einnig verður rætt um stofnun sjálfshjálparhópa fyrir þá sem þjást af sveppasýk- Grænland sem ferða- mannaland sviði samkvæmt, „nota bene“, fyrir- mælum læknis og undir handleiðslu sérfræðings, sem er breyting frá því sem er í lögunum um sjúkraliða. Hjúkrunarfræðingarnir Ásta Möller og Vilborg Ingólfsdóttir, sem störfuðu í nefndinni, leggja hins- vegar til að sjúkraliðar starfi ein- göngu á hjúkrunarsviði, undir hand- leiðslu hjúkrunarfræðinga. Þetta getur ekki gengið að mati okkar sjúkraliða, við vitum að við getum tekið þátt í þeim störfum sem okk- ur er falið án þess að hjúkrunar- fræðingur sé til staðar til þess að stjórna. Félag íslenskra heimilis- lækna hefur gefið þá skýringu að þörfin fyrir sjúkraliða, t.d. á heilsu- gæslustöð/heimilislæknastöð þar sem um hópstarf er að ræða, sé mjög brýn og telja að á sumum stöðvum hafi skapast visst „tóma- rúm“, það vanti hlekk í keðjuna. Hjúkrunarfræðingar eru ekki til ingu, þar sem m.a. yrði veittur stuðningur á bataleiðinni, skipst á mataruppskriftum og aðferðum sem duga til bata. „Við verðum að hafa það hugfast, að virðing fyrir störfum hvers annars skiptir máli. Spurningin er ekki hver á að „ráða“ yfir hverjum heldur hvern- ig g'etum við unnið hlið við hlið, skipulega, þannig að allir þeir sem þurfa á héilbrigðisþjón- ustunni að halda fái betri þjónustu." taks í sama mæli og áður; með hinni miklu breytingu á námi þeirra hafa þeir tekið að sér „ný“ verkefni, þ..e. fræðsluþáttinn. Þetta eru þýðingar- mikil störf og nauðsynleg, því með bættri fræðslu verður heilbrigðis- þjónustan betri. Menntun sjúkraliða hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár, en betur má ef duga skal, taka verður rétt á málum og mennta- málaráðuneytið verður að sýna menntun sjúkraliða þá virðingu og festu sem hún á skilið. Finna verð- ur viðbótarnámi sjúkraliða réttan farveg, svo að við getum aukið Hulda Karen Ólafsdóttir hæfni okkar í því sem koma skal í framtíðinni. Við verðum að hafa það hugfast, að virðing fyrir störfum hvers ann- ars skiptir máli. Spurningin er ekki hver á að „ráða“ yfir hverjum held- ur hvernig getum við unnið hlið við hlið, skipulega, þannig að allir þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda fái betri þjónustu. Ég vil skora á alla ráðherra og þingmenn að veita frumvarpi sjúkraliða brautargengi þegar það verður lagt fyrir Alþingi. Þetta er ekki eingöngu hagsmunamál sjúkraliðastéttarinnar, þetta er hagsmunamál heilbrigðisþjón- ustunnar í landinu. Höfundur er sjúkraliði. Málþing um ungu fjöl- skylduna ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands gengst laugardaginn 19. mars fyr- ir málþingi um stöðu ungu fjöl- skyldunnar á íslandi í dag undir yfirskriftinni: Unga fjölskyldan, staða og framtíð. Ráðstefnan fer fram í Kennarahá- skólanum við Stakkahlíð og hefst kl. 13 stundvíslega og er ráðgert að henni ljúki um kl. 17.30. Ekkert málþingsgjald. Dagskrá málþingsins er sem hér segir: Magnea Steinun Ingimundar- dóttir, varaformaður ÆSÍ, setur málþingið kl. 13. Frummælendur verða: Unnur Halldórsdóttir, uppeld- isfræðingur og formaður Heimilis og skóla, er fjallar um menntamál, Sig- urður Þór Baldvinsson, bókasafns- fræðingur og félagi í AFS, fjallar um jafnrétti, Hansína B. Einarsdótt- ir, afbrotafræðingur, ræðir um at- vinnu og séra Pálmi Matthíasson fjallar um lífsgæðakapphlaupið. Að loknum flutningi frummælenda verður fundarmönnum skipt í um- ræðuhópa og verða hópstjórar Almar Eiríksson, formaður BÍSN, með menntamál, Jóhanna Magnúsdóttir, frá SHÍ með jafnrétti, Brjánn Jóns- son, formaður INSÍ, með atvinnumál og Hólmfríður Garðarsdóttir með lífsgæðakapphlaup. Hópunum er’ ætlað að starfa til kl. 15.55. Eftir kaffihlé verða niðurstöður hópanna kynntar og umræður. Ráðstefnu- stjóri verður Kristján Þorvaldsson, ritstjóri. RENAULT 19 R N - með hörkuskemmtilegri og sparneytinni 1400 vél. HAGSTÆÐUSTU BÍLAKAUP ÁRSINS? Fallegur fjölskyldubíll á aðeins kr. 1.169.000,- STAÐALBÚNAÐURINNIFALINN í KYNNINGARVERÐI: Fræðslufundur um sveppasýkingu GRÆNLENSKI fyrirlesarinn og heimsskautafarinn Jens Jorgen „Ono“ Fleischer lýkur fyrirles- traferð sinni á íslandi í næstu viku en hann hefur ferðast víða um land og sagt frá grænlenskri menningu og ferðamöguleikum í Grænlandi. Góð aðsókn hefur verið að fyrir- lestrum Fleischers hingað til. Hann hefur einnig sagt frá ævintýralegu ferðalagi sínu og félaga síns, Jens Danielsens, frá Thule í Norður- Grænlandi um Kanada til Point Barrow í Alaska, 4000 km ferð á hundasleðum. Ferðin tók 100 daga. Ono Fleischer heldur -fyrirlestur í Vestmannaeyjum sunnudags- kvöldið 20. mars, í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þriðjudag- inn 22. mars, í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi miðvikudag- inn 23. mars og síðasti fyrirlestur hans verður í Fjörugarði við Strand- götu í Hafnarfirði fimmtudags- kvöldið 24. mars. Allir fyrirlestrarn- ir hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! söluhœsti bíll Evrópu undanfarin • l400cc vél - bein innspýting. • Fjarstýrðar samlæsingar. • 80 hö. din. • Fjarstýrðir útispeglar. • Eyðsla 8,1/100 km, innanbæjar . • Oryggisbitar í hurðum. • Rafdrifnar rúðuvindur framan. • Vönduð innrétting. • Vökvastýri. • Snúningshraðamælir. • Olíuhæðarmælir í mælaborði. • Vetrardekk. • 460 lítra farangursrými. • Málmlitur. • Útvarp með kassettu. • Veghæð 17 cm. • Ryðvörn, skráning. - fer á kostuml RENAULT Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 686633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.