Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 64. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR18. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðarsamstarf Atlantshafsbandalagsins Rússar sækjast eftir samstarfi Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar kynnu að undirrita samning við Atlantshafsbandalagið (NATO) um Samstarf í þágu friðar fyrir mánaðamót. „Hópar sérfræðinga eru nú þeg- ar að ganga frá afstöðu okkar í smáatriðum, byggða á sérstakri stöðu Rússlands," sagði Gratsjov eftir að hafa rætt samninginn við William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Þótt stjórnin í Moskvu virðist ætla að ganga til friðarsamstarfsins er hluti þingsins andvígur því. Vlad- ímír Lúkín, formaður utanríkis- málanefndar Dúmunnar, neðri deildar þingsins, líkti áformunum við nauðgun á þingfundi í gær. „Gangi Rússar til þessa samstarfs við NATO er það eins og þegar nauðgari setur stúlku tvo kosti eftir að hafa króað hana af: annað- hvort lætur hún undan honum eða að hann nær fram vilja sínum hvað sem hún segir,“ sagði hann. Sergej Júshenko, formaður varnarmálanefndar Dúmunnar, sagði nefndina hafa samþykkt að Rússar ættu ekki að ganga til sam- starfsins nema sérstaða Rússlands sem kjarnorkuveldis yrði viður- kennd. Togaradeilan í Færeyj nm leyst Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magnussen, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMTÖK togaraeigenda í Færeyjum samþykktu í gær að hætta verkfallsaðgerðum og halda skipunum aftur til veiða. Var búist við, að fyrstu skipin færu út þá um kvöldið. Skakkiturn- inn réttir sig Pisa. Reuter. SKAKKI turninn í Pisa er byrj- aður að reisa sig við að sögn vísindamanna og kemur til álita að opna hann aftur fyrir ferðamönnum. Vísindamenn hafa unnið að því að hindra að turninn hallaðist frekar þar sem hætta var talin á að hann hryndi. Var sett á hann stangarvog neðarlega í júlí í fyrra og það hefur ekki aðeins stöðvað hallann heldur reist turninn við. Arne Poulsen, framkvæmda- stjóri Togarafélagsins, sagði, að náðst hefði samkomulag við lands- stjórnina um hve mikill aukaafli í þorski, ýsu og karfa mætti vera og verður miðað við einn sameigin- legan kvóta í þessum tegundum fyrir skipin en ekki sérstakan kvóta á skip. Auk þess heimilaði sjáv- arútvegsnefnd lögþingsins togur- unum að selja allt að 30% aflans erlendis án þess að fjármagns- styrkir til þeirra lækkuðu. Að síðustu hafa landsstjórnin og sjávarútvegsnefndin lofað að endurskoða kvótalögin fyrir 10. ágúst næstkomandi. Páfi þiggur boð um heimsókn til ísraels JÓHANNES Páll páfi ræddj í gær stöðuna í friðarviðræðum ísraela og araba við Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra Israels, og þáði boð hans um að heimsækja Landið helga. Rabin sagði eftir hálfrar klukkustundar fund þeirra í Páfa- garði að ekki hefði enn verið ákveðið hvenær heimsóknin yrði. ísrael og Páfagarður náðu sögu- legu samkomulagi um gagn- kvæma viðurkenningu í desember og búist er við að ríkin taki upp formlegt stjórnmálasamband og skiptist á sendiherrum fyrir lok ársins. Páfi hefur oft látið í Ijós þá von að hann geti farið til Landsins helga og beðið fyrir friði milli ísraela og araba. Síðasti páfinn sem fór þangað var Páll VI árið 1964. Myndin er af fundi páfa og Rabins í gær. Opnaðfyrir samgöngur milli hverfa í Sarajevo Sarajevo. Reuter. SERBAR og múslimar I Bosníu sömdu í gær fyrir tilstilli Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) um að opna samgönguleiðir milli hverfa borgarinnar. Óbreyttir borgarar hafa ekki komist milli hverfa múslima og Serba í næstum tvö ár eða frá því að umsátur Serba um borgina hófst. Gangi samkomulagið í gær eftir verður breyting hér á frá og með næsta miðvikudegi. Verða þá vissar götur milli svæða á valdi deiluaðila opnaðar fyrir almennri umferð einvörðungu en viðskipti og verslun milli hverfa verður áfram bönnuð. Friður hefur ríkt að mestu í Sarajevo í rúman mánuð. Að sögn talsmanns SÞ voru aðgerðir til þess að aflétta umsátri Serba um múslimabæinn Maglaj í norður- hluta Bosníu auknar í gær. Ástandið þar er sagt skelfilegt, matvæli, lyf og eldsneyti af skorn- um skammti og hvorki rafmagn né rennandi vatn að hafa. Fullyrt var í gær að verið væri að kanna möguleika á að setja Serbum í Maglaj úrslitakosti á borð við þá sem gripið var til er umsátrinu um Sarajevo var aflétt á dögunum. Reuter. Drottningarmóður vel gætt BRETAR minntust í gær dags Patreks, dýrlings sem kristnaði mest- an hluta íra á 5. öld, eftir Krist. Var myndin tekin við hátíðahöld í London og situr Elísabet drottningarmóðir umleikin liðsmönnum líf- varðar Bretadrottningar, írska varðliðsins. Skoðanakönniin sýnir ánægju í Noregi með niðurstöðuna í Brussel Spáð markaðssókn með sjávarafurðir Ósló. Frd Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SKOÐANAKÖNNUN sem gerð var í Noregi fyrir dagblaðið Verdens Gang á miðvikudag gefur til kynna að 51% kjósenda séu ánægð með niðurstöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið, ESB, í Bruss- el. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, telur að með aðildarsamningnum í Brussel hafi tekist að tryggja vel hagsmuni útflutningsfyrirtækja Norðmanna í atvinnugreininni. Fiskiskip frá ríkjum ESB muni í stórum dráttum ekki fá víðtækari aðgang að norskum fiskimiðum en þau hafi í dag. Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra sagði á þingi í gær, að Norðmenn hefðu tryggt sér yfirráð yfir nær öllum afla á Noregsmiðum. sem atvinnuvegurinn getur notfært sér með frjálsum aðgangi að ESB og þann aflgjafa sem felst í því að aukin fullvinnsla verður mun arð- samari." Olsen getur verið ánægður með könnun Verdens Gang, 59% að- spurðra telja að hann hafi staðið sig vel í Brussel. Gro Harlem Brundtland sagði að Norðmenn hefðu náð hagstæðri nið- urstöðu á öllum sviðum aðildar- samninganna. „Við höfum meiri áhrif innan ESB en með því að standa utan við. Við höfum ekki giatað sjálfsákvörðunarréttinum. I reynd hefur sá réttur styrkst gagn- vart þáttum sem við elta hefðum ekki haft nokkur áhrif á,“ sagði forsætisráðherrann. Sjá „Afli ESB ...“ á bls. 24. Reuter Jan Henry T. Olsen segir að tvennt skipti sköpum fyrir framtíð norsks sjávarútvegs og fiskvinnslu. Annars vegar að afli verði nægur og vel takist til við fiskeldi, hins vegar að hráefnið verði fullunnið í landinu til að auka söluverðmætið á erlendum mörkuðum. „Miklar tollalækkanir sem við fáum á fullunnum afurðum veita fiskiðnaðinum mun betri skilyrði en við höfum á evrópska efnahags- svæðinu (EES),“ segir Olsen. „Fullt tollfrelsi frá því aðildin tekur gildi mun lækka tollana árlega um 380 milljónir króna [3.700 milljónir ís- lenskra kr.] eða 180 milljónum [1.700 milljónum íslenskra kr.] meira en endanleg niðurstaða hefði orðið af EES-samningnum. Að auki má nefna möguleika á mörkuðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.