Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 35 það er eins og svo oft áður, því verður ekki breytt og enginn mann- legur máttur fær skilið af hveiju núna. Á fáum mánuðum náði illvíg- ur sjúkdómur að bera hana ofur- liði, en í baráttunni við hann sýndi Hrefna þvílíkan lífsvilja og dugnað að við sem fylgdumst með dáðumst að styrk hennar og kjarki. En þegar að kveðjustundinni kemur streyma minningarnar fram og við í saumaklúbbnum eigum þær margar og góðar. Hrefna var sér- stök hannyrðakona og handavinnu- kennari að mennt. Allt lék í höndum hennar, svo smekklega og fallega unnið. Marga listilega hluti hefur hún gert og alltaf var spennandi og áhugavert að sjá hvað hún var með á prjónunum hveiju sinni. Það var alltaf glatt á hjalla hjá okkur í klúbbnum og ýmislegt látið flakka. Hrefna gat sagt sína meiningu en aldrei svo að sár hlytust af. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í saumaklúbb í Akurgerði, ávallt eitthvað nýtt og spennandi á borð- um og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Það er ljúft að líta til baka til síð- asta saumaklúbbs þar sem við nut- um þess að vera saman, Hrefna svo glöð og kát þrátt fyrir veikindi sín, ákveðin í að láta ekki deigan síga. Sólin hækkar nú á lofti og bráð- um er garðurinn hennar Hrefnu að vakna úr vetrardvalanum og litlir fijóangar að stinga upp kollinum. Hún þekkti öll blómin sín með nafni og talað um þau sem vini sína sem þau og voru. Við höfum í áratugi notið þeirrar fegurðar sem garður- inn geislar frá sér og hefur hann borið eigendum sínum fagurt vitni. Við söknum góðs vinar og sam- ferðamanns og þökkum þær góðu stundir sem við áttum saman. Eiginmanni og fjölskyldu sendum við innlegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð um að styrkja þau á erfiðri stundu. Saumaklúbburinn. Á kveðjustund viljum við með nokkrum orðum minnast Hrefnu Ólafsdóttur sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. mars sl. Hún Hrefna var fyrsti kennarinn okkar. Hún tók á móti okkur þegar við komum í 1. bekk í Flúðaskóla. Hún var okkur þá eins og góð amma eða mamma auk þess sem hún reyndist okkur góður kennari. Hún vissi hvernig litlum sex ára krökkum leið þegar eitthvað bjátaði á. Fyrir það viljum við þakka nú. Hrefna var handmenntakennari við Flúðaskóla um langt árabil. Skömmu eftir að skólinn hófst síðastliðið haúst veiktist hún og varð að fara á sjúkrahús. Við gerð- um okkur þá ekki ljóst hversu alvar- leg veikindi hennar voru og vonuð- um að hún kæmi bráðlega aftur, en sú varð ekki raunin. Guð hefur tekið hana til sín. Við fermingarundirbúning okkar fýrir einu ári lærðum við mörg ritn- ingarorð úr Biblíunni. Við viljum tileinka Hrefnu eitt þeirra. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Við viljum senda eiginmanni hennar, Guðmundi Sigurdórssyni, og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Ragna Guðný, Anna Heiða, Ragnhildur, Brynjar, Óskar, Gústaf, Sveinn Rúnar og Jóhannes. Þau sorgartíðindi bárust okkur miðvikudagsmorgnninn 9. mars sl. að hún Hrefna okkar væri látin. Margar góðar minningar þutu um huga okkar allra og fannst okkur óraunverulegt að hún kæmi ekki aftur. Við munum öll svo sannarlega sakna hennar og kennslustundanna í skólanum. Hrefna kenndi handa- vinnu í Flúðaskóla og einnig um tíma yngstu nemendunum sem komu í skólann og studdi þau mpð umhyggju fyrstu sporin á mennta- brautinni og fórst það vel úr hendi. Frá því að við byrjuðum í skóla hafði Hrefna verið einn af föstu punktunum í skólanum og það er skrýtið að hugsa til þess þegar hana vantar skyndilega. Elsku Hrefna okkar, við þökkum þér samfylgdina í gegnum árin. Guðmundi og ijölskyldu sendum við samúðarkveðjur. Nemendur 10. bekkjar Flúðaskóla. Ámi Stefánsson póstmaður frá Vest- mannaeyjum - Mimúng Okkur langar að minnast með nokkrum orðum Áma Stefánssonar eða Árna afa eins og við_ kölluðum hann. Ámi var fæddur í Ási í Vest- mannaeyjum 11. október 1919. Foreldrar hans voru Stefán Gísla- son útvegsbóndi í Hlíðarhúsum og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Mandal í Vestmannaeyjum. Þau bjuggu í mörg ár í Ási við Kirkju- veg. Árni var næstyngstur sjö systkina sem komust til fullorðins- ára. Eiginkona Árna var Guðrún Sigurðardóttir frá Reykjavík. Hún lést 1972. Fósturdóttir hans er Elín S. Aðalsteinsdóttir, Bjarnhólastíg 1, Kópavogi. Sonur Árna er Þor- steinn, búsettur í Vestmannaeyjum. Árni starfaði sem vörubílstjóri í 17 ár bæði í Eyjum og Reykjavík. Einn- ig starfaði hann um 20 ár sem bréf- beri allt fram til ársins 1984. Amma og afi voru stór hluti af tilveru okkar systranna sérstaklega þegar við vorum litlar og búandi í sama húsi, fyrst í Eyjum og síðar í Reykjavík. Afi var bréfberi í Reykjavík frá 1965 og þegar við vorum í heimsókn hjá þeim fengum við að fara með honum að bera út póstinn. Voru þetta oft langir göngutúrar og alltaf var hann jafn þolinmóður við okkur. Við eigum góðar minningar frá Ölfusborgum en þangað fórum við með ömmu og afa á hveiju sumri í nokkur ár. I Það var hápunktur sumarsins að I fá að fara þangað með þeim. Þar var hver stund notuð í gönguferðir, spil eða tafl en skákin var aðal áhugamál Árna afa. Hann sat löng- um yfir taflinu að fara yfír skákir og fengum við þá oft að færa tafl- mennina eftir fyrirmælum hans. Árni afi var einstaklega reglu- samur og snyrtilegur maður og við munum ávallt minnast hans sem ljúfs og góðs afa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún, Pálína og Ester. Minning Sigríður Helgadóttir Fædd 10. júlí 1905 Dáin 8. mars 1994 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin Strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkur langar með fáum orðum að minnast ömmu okkar, Sigríðar Helgadóttur frá Melshúsum í Hafn- arfirði. Alla okkar bernsku var heimili ömmu og afa, Bjarna Guð- mundssonar frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík (f. 18. september 1897, d. 20. febrúar 1976), miðpunktur tilverunnar og þar hittum við ætt- ingjana, bæði unga og aldna. Heimili ömmu og afa var fyrst á Strandgötu 50 og er okkar fyrsta bemskuminning tengd þeim stað. Við fengum að sofa hjá ömmu og afa og rifumst um hvor okkar fengi að sofa í skúffunni. Afi sagði okkur furðusögur af Eiríki í Vogsósum og amma gaf okkur smákökur með glassúr og fór með bænirnar með okkur. Amma kenndi okkur reglu- lega nýjar bænir og fórum við alltaf með þær í þeirri röð sem við lærðum þær. Seinna fluttu amma og afi í næsta hús við okkur á Suðurgötu 52, Mýrarhús, þannig að ekki leið sá dagur að við kíktum ekki inn hjá ömmu og fékk maður þá ævinlega eitthvað gott að borða og ef við vorum ekki svangar spurði hún okk- ur alltaf að því hvort við vildum þá ekki fá okkur epli eða appelsínu í nesti. Það var ekki nóg að amma vildi gera vel við mannfólkið, heldur var hún með heilu kattafjölskyldurnar í fæði hjá sér og hann Stubbur á henni örugglega líf sitt að launa því ekki gat hann veitt sér til matar, vanskapaður eins og hann var. Reyndi hann samt mikið að veiða andahjónin sem einnig litu til henn- ar ömmu og þáðu af henni brauð- bita. Mikið fannst okkur skrítið að hún amma gat lesið blöð og bækur á dönsku, en þegar hún var ung stúlka útskrifaðist hún gagnfræðingur frá Flensborg, sem var fremur fátítt um stúlkur á þeim tíma. Þó að ekki hafi orðið úr frekara námi hafði hún alltaf mikinn áhuga á menntun barnabarnanna og gladdist ósvikið með þeim þegar vel gekk. Afi var með kindur í Melshúsum og hjálpuðust allir að við að heyja handa þeim. Var þá oft glatt á hjalla, bæði á túninu í Melshúsum og í Brandsbæ. Við systurnar vorum ekki háar í loftinu þegar við reynd- um að hjálpa til en ekki fannst okk- ur við vera fullgildar við heyskapinn fyrr en afi hafði gefið okkur hrífu sem hæfði bæði hæð og aldri. Þegar hey var komið í hlöðu og haustið rétt að byija kom tilhlökkun í mannskapinn því nú voru réttir í nánd. Amma bakaði pönnukökur og fleira góðgæti og svo fór öll hersing- in í réttirnar. í réttunum var alltaf líf og fjör en við systurnar munum þó best eftir því hvað nestið sem afi hafði haft með sér í smala- mennskuna var gómsætt á bragðið, alveg sérstakt fjallabragð. Síðan tók við sláturtíðin. Amma tók mikið slátur og var þá hjálp okkar við að brytja mörinn og sauma fyrir vel þegin. „Sá þarf mikið að sjóða sem mörgum vill bjóða" er málsháttur sem á vel við um ömmu því oft og iðulega voru í mat hjá henni bæði vinir og kunningjar fyr- ir utan alla þá sem stóðu henni næst. Það var árviss viðburður að hitt- ast hjá ömmu og afa á jóladag. Amma hafði skreytt stofuna með músastigum, bakað loftkökur og hálfmána og afi var kominn í spari- fötin. Það var svo sannarlega hátíð í bæ, mikið spjailað og hlegið og alltaf tekið í spil. Þegar amma gat ekki lengúr haldið jólin heima tók Auður frænka við, en hún er fædd á jóladag, þannig að þessi siður helst enn innan fjölskyldunnar. Þeg- ar amma hætti búskap og fór á Sólvang fylgist hún áfram vel með öllu. Það var alltaf gaman að koma til hennar því hún hafði svo mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og vildi að okkur gengi vel í lífinu. Þegar nokkur af barnabörnunum voru við nám erlendis sýndi hún okkur glöð í bragði kortin sem hún fékk send frá þeim. Já, það var ekki amalegt að kíkja til hennar og fá fréttir af fjölskyldunni. Síðasta ár var erfitt fyrir ömmu. Hún var oft mikið lasin og er ekki ólíklegt að hún hafi verið kallinu fegin þegar það kom. Elsku amma. Við munum ævin- lega búa að því sem þú gafst okkur af gæsku þinni og kærleika. Við kveðjum þig með sömu orðum og þú sagðir svo oft við okkur: „Guð geymi þig og gefí þér góða nótt.“ Blessuð sé minning þín. Silla og Birna. Hinn 8. mars andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Sólvangi Sigríður Helgadóttir frá Melshúsum. Hún fæddist 10. júlí 1905 í Melshúsum í Hafnarfirði, sem nú er Suðurbraut 4. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórarinsdóttir frá Fornaseli á Mýr- um og Helgi Guðmundsson frá Hellu í Hafnarfírði. Þau eignuðust fímm börn, og er Gyða ein eftir. Það mun hafa verið í kringum 1946, þá er ég var fimm ára, að mig rak á fjörur Sigríðar, sem þá bjó á Strandgötu 50 við sjóinn í Hafnarfirði. Ég átti heima á Suður- götunni, götunni fyrir ofan, og lagði á mig talsvert ferðalag til þess að leita að dúkkukerrunni minni. Ekki fann ég kerruna í það sinnið, en hinsvegar fann ég þá fjölskyldu sem ég átti eftir að bindast vináttu og tryggðarböndum ævilangt. Ég var stödd á eldhúsgólfinu hjá þeim mætu hjónum, Sigríði og Bjarna Guðmundssyni verkamanni, sem þarna bjuggu ásamt sex börnum sínum. Þarna var lítil jafnaldra mín, Birna H. Bjarnadóttir, og við urðum strax vinkonur, gengum saman í barnaskóla og leiðir okkar hafa ávallt legið saman síðan. Heimilið iðaði af lifi og fjöri, og það kunni ég að meta, þar sem ég ólst upp nánast sem einbirni, og heimilisfólkið var gott fólk. Þarna átti ég gott skjól og varð daglegur gestur öll mín bernskuár. Heimilið var frábrugðið öllum öðrum heimil- um sem ég hafði kynnst. Það bar með sér menningararf liðinnar ald- ar. Fábrotið hvað veraldleg gæði snertir, en samt svo auðugt að gnægð hjartans, og í raun og veru fannst mér þar ekkert á skorta. Allir undu þar glaðir við sitt af iðni og nægjusemi. Stofan þar sem hið daglega líf fór fram var sem bað- stofa. Þar var stórt borðstofuborð og fyrir ofan það var stór mynd, eins og skólaspjald, af foreldrum húsbóndans og systkinunum sautján frá Stóra-Nýjabæ í Krýsvík. Við borðið var oft tekið í spil á kvöldin, en þegar Passíusálmarnir voru lesn- ir í útvarpinu, voru spilin lögð til hliðar og hlýtt á þá með andakt. Svefnherbergið var fyrir innan. Þar var stór klukka, sem alltaf var ein- um fimmtán mínútum of fljót, sann- kölluð búmannsklukka. Þá man ég eftir húsbóndanum spinna ullina sína, en þau hjónin áttu nokkrar kindur. Einu sinni á ári fór húsmóð- irin til Reykjavíkur í „prívatbíl" að selja ullina. Og þá eru að mestu upptaldar þær ferðir sem Sigríður tók sér fyrir hendur um dagána. Líf hennar var á heimilinu og hjarta hennar sló fyrir eiginmanninn, fjöl- skylduna og alla þá er inn á heimil- ið komu. Hún var einstaklega gest- risin. Margan bitann snæddi ég hjá Sigríði og ég man enn hversu góður mér fannst rúsínublóðmörinn henn- ar. Bjarni var vinnunnar maður. Hann var fáskiptinn, en sagði skoð- anir sínar umbúðalaust. Var hann stundum spaugsamur, þá mynduð- ust glettnishrukkur og hýran skein úr augum hans. Mér var hann alltaf góður. Á sínum yngri árum var hann félagi í Karlakórnum Þröstum. Bjarni lést árið 1976. Sigríður var hávaxin með dökkt hár sem hún fléttaði. Er hún var komin í peysufötin var hún tignar- leg. Hún var fríð sýnum. Birta og góðvild stafaði frá henni og lýsti heiðríkju andans. En henni leið ekki alltaf vel og átti löngum við veik- indi að stríða. Hún var hógvær í allri framkomu og tillitssöm, vel greind og bókhneigð, fékk að fara í Flensborgarskólann og varð gagn- fræðingur. Hún kunni vel að segja frá og naut þess. í blaðaviðtali í Fjarðarpóstinum fyrir jólin 1992 segir hún t.d. frá ferðum sínum í bernsku fram að Görðum, en þang- að sóttu Hafnfirðingar kirkju til 1914. Fór hún gangandi á skinns- kóm, sem hún tók af sér og geymdi í gijótgarði meðan á messu stóð og þá var hún í „dönsku skónum" sem hún hafði meðferðis. Það var alltaf tilhlökkunarefni að komast til kirkju. Allt hennar líf byggðist á trú á æðri máttarvöld og á manneskjuna sjálfa. Bömum sínum og barnaböm- um var hún mikils virði og öllum þeim sem henni kynntust. Ég á þessari konu óendanlega mikið að þakka. Hún lét mig ávallt fínna, hversu vænt henni þótti um mig. Síðast er ég heimsótti hana á Sól- vangi kvaddi hún mig með þakk- læti og blessunaróskum og sagði sem oftar. „Mér finnst þú alltaf, Gulla mín, vera eins og eitt af börn- unum mínum.“ Þegar þessi fáu minningarorð eru skrifuð, er ég á förum næsta dag til útlanda og verð ekki viðstödd kveðjustundina. Ég flyt börnum Sigríðar, Krist- ínu, Þórarni, Rúnu, Birnu og Auði, og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. Minnumst þess að hún var tilbúin til fararinnar og vel undirbúin, auð- ug að þeim sjóði sem er gjaldgengur hinum megin og mölur og ryð fær eigi grandað. Velgjörðarkonu mína kveð ég með virðingu og þökk fyrir allt. Guðlaug Elísa Kristinsdóttir. 'erfidrykkjur' ^eWngahús^ HÖTEL ESJA sími 689509

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.