Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 25 Tonya Harding sek um yfirhylmingn Reuter Samið við yfirvöld TONYA Harding hlýðir á lögmann sinn, Robert Weaver, áður en hún undirritar dómssátt þar sem hún játar sig seka um yfir- hylmingu með fyrrum eiginmanni sínum og lífverði, sem undir- bjuggu árás á Nancy Kerrigan. Ur sviðsljósinu í sálfræðiráðgjöf Portland. Reuter. SKAUTAKONAN Tonya Harding hóf í gær störf í þágu sam- félagsins auk þess sem hún hlýtur sálfræðilega ráðgjöf. Harding játaði á miðvikudag að hafa átt þátt í því að halda upplýsingum um árásina á keppinaut sinn, Nancy Kerrigan, leyndum. Samdi Harding við yfirvöld um að hún myndi sæta skilorðsbundnum þriggja ára dómi og 160.000 dala sektum. Þar með lauk keppnis- ferli Harding, sem getur þó áfram starfað sem atvinnumaður á skautum. Lögfræðingur Harding sagði að hún myndi nú hverfa úr sviðs- ljósinu og einbeita sér að því að fá aðstoð við rjúfa ýmis óæskileg hegðunarmynstur, s.s. að eiga í samböndum þar sem hún verður undir. Sagði Harding þetta vera sér mun mikilvægara nú en skautarnir. í dómnum felst að Harding verður að sæta geðrannsókn og vinna 500 klukkustundir í þágu samfélagsins. Er aðstoðarsak- sóknari í málinu var spurður hvort í dómnum fælist að Harding væri saklaus af því að hafa undir- búið árásina, neitaði hann. Sagði hann að fyrir lægju sönnunar- gögn sem tengdu hana undirbún- ingnum og að samningur Harding við yfirvöld fæli ekki í sér að þau sönnunargögn væru á nokkurn hátt athugaverð. Það kom Jell Gillooly, fyrrver- andi eiginmanni Harding, í opna skjöldu að hún skyldi játa sig seka um yfirhylmingu og semja við yfirvöld. Hvorki hann né lög- menn hans vildu tjá sig frekar um málið. Þá eru aðdáendur Harding og stuðningsmenn furðu lostnir. Sagðist formaður aðdá- endaklúbbs hennar vera miður sín en sagði aðdáendurna ekki myndu bregðast trausti Harding á erfiðum tímum. Reuter Sakaður um stríðsglæpi RÉTTARHÖLD hófust í gær fyrir dómstóli í Versailles, skammt frá París, í máli Pauls Touviers, fyrsta Frakkans sem ákærður hefur verið fyrir glæpi gegn mannkyninu. To- uvier er 78 ára gamall og er hann sakaður um að hafa valið af handa- hófi sjö gyðinga til að senda í dauðabúðir nasista í Þýskalandi 1944. Hann var yfirmaður leyni- þjónustu franskra liðsmanna Þjóð- veija í Lyon í seinni heimsstyijöld og var tvisvar dæmdur til dauða ijarverandi eftir stríð. Kaþólska kirkjan skaut yfir hann skjólshúsi þar til hann var handtekinn í klaustri árið 1989. Miklar öryggis- ráðstafanir eru í og við dómhúsið og sést sakborningurinn hér sitja í skotheldu glerbúri í réttarsalnum. Búist er við að réttarhöldin taki fimm vikur. Vitnaleiðslur vegna Whitewater? Washington. Reuter. AUKNAR líkur eru á, að efnt verði til vitnaleiðslna á Bandaríkja- þingi vegna Whitewater-málsins svokallaða. Demókratar, sem eru í meirihluta í báðum þingdeildum, eru ekki á einu máli urn vitna- leiðslurnar en þar sem kosningar verða í mörgum ríkjum síðar á árinu er ekki búist við, að þeir muni standa gegn þeim. Þá hefur sérstakur rannsóknardómari í málinu ákveðið að yfirheyra fleiri háttsetta embættismenn Clinton-stjórnarinnar. Repúblikanar leggja áherslu á, að yfirhylmingu á kosningaári en halda Whitewater-málið verði tekið fyrir í því fram, að repúblikanar séu ekki vitnaleiðslum á þingi og búist er við, að biðja um neitt annað en pólitískan að demókratar samþykki það. Þeir skrípaleik. Whitewater-málið snýst vilja síst af öllu vera sakaðir um um samnefnt fasteignafyrirtæki, sem varð gjaldþrota 1978, en þótt enginn hafi sakað þau Clinton-hjónin um lagabrot, þá hafa komið fram ásakanir um að þau hafi misnotað pólitíska aðstöðu sína. Aðstoðarmenn Roberts Fiske, sér- ■ legs rannsóknardómara í White- water-málinu, sögðu í gær, að fleiri embættismenn Clinton-stjórnarinnar yrðu kallaðir til yfirheyrslu, þar á meðal Harold Ickes aðstoðarstarfs- mannastjóri og Jean Hanson, heisti lögfræðingur dómsmálaráðuneytis- ins. pið hús í tilefhi 80 ára afmæiis Hagstofunnar verður kynning á starfsemi hennar helgina 19. - 20. mars frá kl. 13-17. Hvað stendur í Þjóðskránni? Hvað eru vísitölur? Hvernig er mannfjöldinn talinn? Hvernig er atvinnuleysið kannað? Hvað borðar landinn mörg kíló af kjöti á ári? Hversu margir eru í framhaldsskólunum? ....og margt annað sem fróðlegt er að vita. Við bjóðum alla fjölskylduna velkomna, léttar veitingar og nemendur úr Tónskóla Sigursveins leika kl. 14 á laugardag. purningarleikur. Páskaegg í verðlaun! * Hagstofa Islan Skuggasundi 3 GLÆSILEG AMERISK RUM iidi DESIGNSÍnc.' í rúmunum eru hinar vönduðu amerísku Sfíriingwfcllt' dýnur sem kírópraktorar mæla með. Þær eru byggðar upp eftir MULTILASTIC PLUS kerfinu, sem tryggir jafnan stuðning og beinan hrygg í svefni. n ií? U Ð U R L A N D |S B, R A , U T 2 2 S Í M I 3 6 0 II linmiííiusbíiðís i .loasinH 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.