Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Beðið eftir Hæstarétti Undanfarin ár hafa miklar úrbætur verið gerðar á skipan og starfsháttum dóm- stóla og hefur sjálfstæði þeirra gagnvart öðrum greinum ríkis- valdsins verið aukið. Einn vandi sem snýr beint að almennum borgurum er þó óleystur. Biðtími eftir úrlausnum í einkamálum fyrir Hæstarétti, það er að segja í öðrum málum en refsimálum, er óhæfilega langur. Ýmsar skýringar eru á þessum biðtíma, meðal annars þær að óþarflega mikið sé um að undirréttardóm- um sé áfrýjað. Það kann að helgast af því að heimildir til áfrýjunar séu of rúmar og því viðhorfi sem lengi hefur verið viðtekið að ekki sé mikið fyrir héraðsdóm gefandi auk þess sem vert sé að áfrýja málum því aldrei sé að vita nema Hæsti- réttur breyti niðurstöðunni. Bið- listinn er alltjent það langur að tvö og hálft ár líður frá því að Hæstiréttur fær mál, sem áfrýj- að er, til meðferðar þangað til dómur er upp kveðinn. Þetta ástand er auðvitað óviðunandi og virðast raunar allir, sem láta sig málið varða, sammála um þetta eins og fram kom í frétta- skýringu hér í blaðinu síðastlið- inn sunnudag. Eitt helsta hlutverk dómstóla er að skera úr þrætum manna í einkamálum. Einkamálin eru margvísleg, aðallega skuldamál en einnig fjölskyldumáí og mál um ýmsan ágreining manna við yfirvöld. Komi slík mál til kasta Hæstaréttar eru þau ekki út- kljáð fýrr en hann hefur kveðið upp sinn dóm. Gerist þetta ekki innan hæfilegs tíma hafa dóm- stólar brugðist. Því að á meðan beðið er eftir Hæstarétti eiga menn í sínum vandræðum oft með ærnum tilkostnaði. Ýmislegt er hægt að gera til að hraða afgreiðslu mála í kerf- inu. En aukin skilvirkni má samt ekki vera á kostnað réttarörygg- is borgaranna. Eitt og annað hefur nú þegar verið gert og í frumvörpum dómsmálaráðherra sem Alþingi hefur nú til með- ferðar er tekið á vandanum. Lagt er til að dómurum í Hæsta- rétti fjölgi úr átta í níu og rétt- ur manna til að áfrýja dómum undirréttar er takmarkaður. Það verður þó að fara varlega í þessu efni eins og fram hefur komið i umfjöllun allsheijamefndar Alþingis. I fyrsta lagi eru það talin grundvallarréttindi borgaranna að eiga þess kost að fá dómsnið- urstöðu endurskoðaða hjá æðra dómsvaldi. í frumvarpi dóms- málaráðherra var lagt til að svo- kölluð áfrýjunarfjárhæð yrði hækkuð úr 150.000 kr. í 500.000, það er að segja sú fjár- hæð sem peningakrafa þarf að ná til að áfrýjun sé heimil. Var- aði Morgunblaðið við svo stóru stökki þegar frumvarpið kom fram síðastliðið haust. Allsheij- amefnd vill fara varlegar í sak- imar og gerir þá breytingartil- lögu að fjárhæðin verði 300.000. Á endanum mun þó kannski mestu skipta hvemig staðið verður að því að veita undanþág- ur frá þessu skilyrði. Gert er ráð fyrir að þriggja manna nefnd hæstaréttardómara meti hvort ástæða er til að veita undanþágu út frá rökum þess sem æskir áfrýjunar og út frá héraðsdómn- um sjálfum. Það á eftir að koma í ljós hvemig þetta reynist en vissulega virðist þama vera um nægilega tryggingu fyrir því að ræða að röng dómsniðurstaða í héraði standi ekki óhögguð. Þess má geta að eftir aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði em héraðsdómstólarnir betur í stakk búnir en áður að sinna sínu starfi. í öðru lagi er sú hætta talin fólgin í fjölgun hæstaréttardóm- ara að það verði enn örðugra en fyrr að segja fýrir um niður- stöðuna í Hæstarétti. Það er nefnilega mikilvægt hlutverk Hæstaréttar, ekki síst hérlendis þar sem lagasetningarvaldið hefur verið veikt, að skera úr um það hvað sé gildandi réttur. Það segir sig líklega sjálft að því færri sem hæstaréttardóm- ararnir eru því meiri samfella er í störfunum. Margir hafa tal- ið að ekki væri hægt með góðu móti að létta álagi af Hæsta- rétti og bæta starfsskilyrði hans nema með því að taka upp milli- dómstig. Dómsmálaráðherra kýs hins vegar að reyna til þrautar aðrar leiðir. Enda er torvelt að sjá að tilkoma nýs dómstigs myndi almennt flýta vegferð dómsmála í gegnum kerfíð. Allsheijamefnd Alþingis ger- ir frumlega tillögu um breytingu á frumvarpi dómsmálaráðherra í því áugnamiði sérstaklega að stuðla að stöðugleika í Hæsta- rétti. Alþingi horfíst sem sagt í augu við þá staðreynd að laga- setningarvald er að hluta til í höndum dómstóla og leggur sitt af mörkum til að þeir geti sinnt því með sóma. Nefndin leggur til að mynduð verði nokkurs konar efri og neðri deild í réttin- um þar sem reynslumeiri dómar- ar dæmi í mikilvægum málum en nýliðarnir afgreiði smærri mál. Ber að fagna því að Al- þingi sýnir frumkvæði í þessum mikilvæga málaflokki sem getur stuðlað að aukinni virðingu Hæstaréttar. Ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar að víkja úr sæti borgarstjóra Ákvað að ijúfa kyrrstöð- una sem flokkurimi var í Morgunblaðið/Þorkell Borgarstjóraskipti Á borgarstjórnarfundi í gær tók Árni Sigfússon við embætti borgar- stjóra af Markúsi Erni Antonssyni. ÁRNI Sigfússon tók við embætti borgarstjóra í Reykjavík á fundi borgarstjórnar í gær og varð þriðji maðurinn til að gegna þvi embætti á kjörtímabilinu, en Markús Örn Antonsson tilkynnti á mánudag að hann hefði ákveðið að draga sig i hlé. Arni var einn þeirra sem nefndur var sem arftaki Davíðs Oddssonar fyrir tæpum þremur árum, en þá náðist ekki samstaða innan borgarstjórnarflokksins og ákveðið var að Ieita til manns utan þess hóps, Markúsar Arnar. Nú voru menn hins vegar sammála um að Árni tæki við, enda lágu nú fyrir úrslit prófkjörs og þar fékk Arni glæsilega kosningu í 2. sætið. Fyrir þremur árum skorti Árna slík úrsiit til að þrýsta á um að fá stöðuna, enda í 6. sæti listans við síðustu kosningar. egar Davíð Oddsson tók við for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum og varð síðar forsætisráðherra stóð borgarstjómarflokkurinn frammi fyr- ir því að fínna nýjan borgarstjóra. Fjórir voru nefndir til sögunnar, Árni Sigfússon, Júlíus Hafstein, Katrín Fjeldsted og Vilhjáimur Þ. Vilhjálms- son. Þá var einnig nefnt að Magnús L. Sveinsson, sem skipaði 2. sæti list- ans, tæki við starfínu til næstu kosn- inga, þegar úrslit prófkjörs yrðu látin ráða. Ámi og Vilhjálmur höfðu mest- an stuðninginn, en ekki náðist sam- staða um annan hvom þeirra í emb- ættið. Þá var samþykkt að leita út fyrir hópinn og fyrir valinu varð Markús Óm, þáverandi útvarpsstjóri og fv. borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Markús Öm hefur nú ákveðið að AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR víkja úr borgarmálum og kveðst hafa tekið þá ákvörðun einn og óstuddur, að vel ígrunduðu máli. Samstarfs- menn hans í borgarstjórnarfiokknum segja einnig, að hann hafi ekki verið undir neinum þrýstingi í þessa vem og ekki sé hægt að rekja brotthvarf hans nú til ósamstöðu borgarfulltrúa, þrátt fyrir að sumir borgarfulltrúanna hafí talið, að ekki hafí verið fullreynt hvort samkomulag næðist um arftaka Davíðs þegar sú ákvörðun var tekin að leita til Markúsar. Þessir borgar- fulltrúar fullyrða að Markús hafí samt frá fyrsta degi haft fullan stuðning hópsins. Þá bera allir viðmælendur Morgunblaðsins til baka þann orðróm, að skoðanakönnun innan forystu Sjálfstæðisflokksins, eða borgar- stjómarflokksins, hafí leitt í ljós, að æskilegt væri að Markús hyrfí á braut. Þeir segja slíka könnun aldrei hafa farið fram. Kyrrstaða Markús gefur þá skýringu á ákvörðun sinni, að útkoma flokksins í skoðanakönnunum hafí verið á þann veg, að breytinga væri þörf. „Flokk- urinn var í algjörri kyrrstöðu í ítrek- uðum skoðanakönnunum eftir próf- kjör sjálfstæðismanna, þrátt fyrir að menn teldu listann vel mannaðan," segir Markús. „Ég hlaut að hugleiða hvað væri til ráða, enda dró þessi niðurstaða kannana úr frambjóðend- um og öðmm, s_em unnu að undirbún- ingi kosninga. Ég fékk ekki betur séð en að flokkurinn þyrfti á móralskri innspýtingu að halda og niðurstaða mín var sú að draga mig í hlé. Það hafði einnig verið áberandi í skoðana- könnunum að það skorti talsvert upp á fylgi flokksins meðal yngri kjós- enda. Það hefur löngum verið aðal Sjálfstæðisflokksins að tefla fram ungum borgarstjóraefnum og mér fannst ljóst að Árni Sigfússon hefði unnið sér þann sess að hann væri sjálfkjörinn eftirmaður minn. Það reyndist líka einhugur um hann innan flokksins." Markús segir, að þó andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafi haldið því fram að óeining væri innan flokksins í borginni, væri það rangt. „Sumir borgarfulltrúanna töldu að ekki hefði verið reynt til fullnustu að fínna borg- arstjóraefni innan þeirra raða, en það hefur ekki komið niður á samstarfi mínu við þá. Ég féllst á að gefa kost á mér í þetta starf eftir að formaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri greindi frá þeim vanda, að ekki næðist samstaða innan hópsins um arftaka hans. Ég taldi stórmál að vel tækist til þá og fannst sjálfsagt að verða við þeirri beiðni að taka við starfínu, enda var einhugur um að fá mig til starfans. Ég tók þar áhættu og sagði lausu tryggu embætti í ríkis- stofnun, en hef síðan starfað heils hugar áð málefnum Reykvíkinga." Óvenjuleg ákvörðun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem nú skipar 2. sæti lista sjálfstæðis- manna, segir að þessi ákvörðun Markúsar sé mjög óvenjuleg. „Það reyndi enginn að hafa áhrif á Mark- ús,“ segir Vilhjálmur. „Hann tók þessa ákvörðun einn og óstuddur. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins reyna auðvitað að mistúlka þetta, enda virðast þeir ekki skilja að stund- um geti komið að því að stjómmála- menn taki svona ákvarðanir. Eftir að Markús gerði upp hug sinn var algjör samstaða innan borgarstjómar- flokksins að Árni Sigfússon færðist upp í 1. sætið, enda hlaut hann glæsi- lega kosningu í 2. sæti listans í próf- kjörinu." Vilhjáimur segir, að þó menn hafí tekist á um borgarstjórastólinn, hafí Markús Öm átt fullan stuðning í borgarstjómarflokknum. „Við höfum slíðrað sverðin fyrir löngu, enda sam- anstendur þessi hópur af þroskuðu fólki, sem gerir sér grein fyrir að hægt er að takast á um einstök mál, án þess að það komi niður á sam- stöðu og samvinnu. Það var ekkert baktjaldamakk í gangi og við Ámi studdum Markús til dæmis eindregið í prófkjörinu. Sú ákvörðun, að draga sig í hlé nú, er algjörlega hans eigin.“ Katrín Fjeldsted tekur undir orð Vilhjáims og segir að hún sé þess fullviss að Markús hafi ekki verið þvingaður til þess á nokkum hátt að hætta afskiptum af borgarmálum. „Þessi ákvörðun hans er mjög óvenjuleg, en hann metur stöðuna greinilega svo að nauðsynlegt hafi verið að hrófla við kjósendum með afgerandi hætti, til að þeir þjöppuðu sér saman um Sjálfstæðisflokkinn." Hún segir að ekkert hafi skort á samstarf borgarfulltrúa við Markús og hann hafi fengið góða kosningu í prófkjörinu. Þegar Ámi og Markús boðuðu til blaðamannafundar á mánudag, þar sem tilkynnt var að Markús hætti og Ámi tæki við sem borgarstjóri, kom fram að Árni myndi leggja mesta áherslu á íjölskyldu- og atvinnumál. Katrín Fjeldsted segir, að það sé erf- itt að sjá hvort mannaskiptin hafi eitthvað að segja, enda þyki henni ekki einsýnt hvers vegna útkoma flokksins í skoðanakönnunum sé svo lök sem raun beri vitni. „Mér fínnst áherslubreytingin ekki mikil. Ámi boðar aukna áherslu á málefni fjöl- skyldunnar og atvinnumál, en Markús hefur einmitt látið þessa málaflokka til sín taka. Nægir þar að nefna að hann beitti sér mjög fyrir stofnun Aflvaka." Þá má minna á að nú síð- ast lagði Markús fram tillögu um 400 milljóna framlag til atvinnusköpunar. „Ég hef fylgt eftir stefnuskrá, sem flokkurinn setti fram árið 1990, enda leit ég á það sem höfuðhlutverk mitt,“ ségir Markús. „Ég hef unnið að þessum málum með mfnum sam- starfsmönnum í borgarstjórnar- flokknum og komið inn með ný mál, eins og Aflvakann. Þá hef ég beitt mér, ásamt Árna Sigfússyni, til dæmis í skólamálum. Hins vegar er það svo, að áhersluatriði koma skýr- ar fram við kosningar, þá koma nýir málaflokkar inn með sterkari brag en áður, því hin ýmsu tímabil ein- kennast oft af ákveðnum málum öðrum fremur." Engar væringar ' Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa haldið því fram, að sundrung sé innan borgarstjórnarflokksins. Þar hafí menn ekki getað komið sér sam- an um borgarstjóraefni á sínum tíma og nú sé enn verið að hringla með hlutina. Árni Sigfússon segir, að fyr- ir tæpum þremur árum hafí nokkrir borgarfulltrúar sýnt áhuga á að taka við starfí borgarstjóra. „Stuðningur við okkur, sem þá höfðum hug á starf- inu, skiptist nokkuð og þá eftir því hveijir höfðu starfað nánast saman og hve náinn kunningsskapur hafði myndast. Það sama á við um ýmis félagasamtök, þar er tekist á um kjör í stjómir, án þess að málefnaágrein- ingur búi að baki. Þá vom vissulega skiptar skoðanir um hvort fá ætti mann utan þessa hóps til að taka starfíð að sér, en eftir að ákveðið var að það yrði Markús Öm hefur hópur- inn staðið einhuga að baki honum. Þrjú ár í pólitík em langur tími og ég get fullyrt að það hafa ekki verið neinar væringar innan hópsins eftir vangaveltur á sínum tíma um hver ætti að verða borgarstjóri." Katrín segir að borgarstjórnar- flokkurinn hefði átt að útkljá val á borgarstjóra fyrir þremur árum. „Það hefði þurft að loka menn inni og láta á það reyna hvort endanleg niður- staða fengist. Það situr í fólki að slíkt var ekki gert og því fengust aldrei skýrar línur. Mér hefði þótt eðlilegt að fyrst væri litið til þess manns sem var í 2. sæti listans, Magnúsar L. Sveinssonar, eins og nú er gert. Ef hann hefði gegnt starfí borgarstjóra fram að prófkjöri hefði verið hægt að fá skýrar línur um arftaka hans. Þess í stað náðist ekki samkomulag og borgarstjómarflokkurinn ákvað að leita til manns utan hópsins. Eftir að sú samþykkt var fengin var leitað til Markúsar. Núna þykir hins vegar sjálfsagt að listinn færist upp, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn hrósað sér af því að vera með pólitískan borgarstjóra, í stað þess að ráða utan- aðkomandi til starfans. Sú ákvörðun, að Ámi Sigfússon tæki við af Mark- úsi, var einróma samþykkt innan borgarstjómarflokksins." Dró fqálshyggjan úr fylginu? Einn borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins segir, að margar ástæður séu fyrir slakri útkomu flokksins í borgarstjóm í skoðanakönnunum, en leiðtogum sé yfírleitt kennt um þegar illa gengur, hve óverðskuldaðar sem slíkar ásakanir séu. Atvinnuleysi og önnur óáran í landsmálum, þar sem Sjálfstæðisflokkur fari með forystu, bitni á borgarstjórnarflokknum. Þá hafí of miklar áherslur á fijálshyggju skemmt fyrir flokknum og beri breyt- ingu á SVR í einkafyrirtæki þar hæst. „Almenningi fínnst of langt gengið þegar fólk er flutt á milli stétt- arfélaga án þess að fá nokkru ráðið og bregst harkalega við. Loks má svo nefna, að umræða um gífurlegan kostnað við Perluna og Ráðhúsið skýtur upp kollinum aftur og aftur. Kjósendur tala um hvað hefði verið hægt að framkvæma fyrir þessar upphæðir, en virðast ekki átta sig á hversu margir höfðu atvinnu af bygg- ingu þessara húsa á sínum tíma. Með stuðningi minnihlutans er málflutn- ingurinn á þá leið, að meirihluti Sjálf- stæðisflokks standi sí og æ í kostnað- arsömum framkvæmdum, þó sann- leikurinn sé sá, að svona byggingar eru reistar á 100 ára fresti." Katrín segir að eflaust sé hluti skýirngarinar á slæmri útkomu Sjálf- stæðisflokksins I borginni sá, að flokkurinn leiði ríkisstjóm á erfíðum tímum. „Þá er ljóst, að almenningur er pirraður út í ýmis mál, sem komið hafa upp. Flokkurinn er ekki einlit hjörð og þar er engin ein skoðun ríkj- andi. Fijálshyggjuhugsun og einka- væðingartal hafa átt upp á pallborðið undanfarin ár, en ég held að sá tími sé liðinn. Mér fínnst tími til kominn að leggja áherslu á fijálslyndi fremur en fijálshyggju, því ef horft er fram- hjá þöglum meirihluta flokksmanna öllu lengur þá rofnar samstaðan. ímynd flokksins verður að endur- spegla skoðanir þessa fólks.“ Markús Örn segir, að það sé e.t.v. hægt að skýra útkomu flokksins í skoðanakönnunum með tilvísan til landsmála. „Það má líka vera að SVR-málið hafí haft einhver áhrif, þó ég geri ekki ráð fyrir að það vegi þungt. Almenningur virtist hins vegar upplifa það sem kjaraskerðingu fyrir vagnstjóra, þó það eigi ekki alls kost- ar við rök að styðjast. Vagnstjórarnir eru hins vegar orðnir borgarstarfs- menn á ný. Ég býst við að ímynd flokksins hafi mun meira að segja og það tengist persónum manna í forystunni, sérstaklega með tilliti til þess unga fólks, sem nú er að bætast í hóp kjósenda.“ Árni Sigfússon telur helstu skýr- inguna á lakri útkomu Sjálfstæðis- flokks í skoðanakönnunum vera það erfiða umhverfí sem þurfí að kljást við. „Efnahagsleg lægð er ríkjandi og fyrirtæki stokka upp reksturinn, enda er verið að hreinsa út allt sjóða- sukkið. Þótt málefnaleg staða flokks- ins í Reykjavík sé góð, kemur at- vinnuleysi þungt niður á landsmönn- um og margir hafa þörf fyrir að refsa þeim sem eru við stjómvölinn." Eimskip drepur ináliim á dreif eftirAgnesi Bragadóttur Það er einkennilegur siður þeirra sem gagnrýna verk annarra, gefa þeim þær einkunnir að farið sé með misvísandi upplýsingar og blekkingum beitt, að þeir skuli veija löngu máli í skýringar og staðhæfíngar, sem þó hafa ekkert með verkið að gera, sem gagnrýná átti og gera ótrúverðugt. Þessum leik beita forráðamenn Hf. Eimskipafélags íslands í athugasemd sem birtist hér í miðopnu blaðsins sl. miðvikudag og átti sennilega að skoð- ast sem „leiðrétting" fyrirtækisins á „villandi upplýsingum" og „blekking- um“ sem eiga að mati fyrirtækisins að hafa komið fram í fréttaskýringu sem ég skrifaði og birtist hér í Morg- unblaðinu laugardaginn 12. mars. Athugasemd Eimskips er í raun at- hugasemd við það sem ekki stóð í grein minni, eða athugasemd við grein sem ekki hefur verið skrifuð. Þannig sýnist mér sem Eimskip drepi málum á dreif, án þess að svara efnislega einu einasta gagnrýniatriði sem fram kom í fyrrnefndri grein. Það kann vel að vera, að stjómend- um Eimskipafélagsins mislíki, að ég greini frá því að raunávöxtun hlut- hafa í Eimskip hafí verið neikvæð um 11,5% á síðustu þremur árum. Við því er ekkert að segja. Én í þeim útreikn- ingum sem lagðir vom til grundvall- ar, þegar greinin var skrifuð, er hvorki um villandi og misvísandi upplýsingar að ræða, né blekkingar. Hvað er at- hugavert við að greina frá því, lesend- um til upplýsingar og hluthöfum til glöggvunar, að hluthafi sem átti hlutafé að verðmæti einnar milljónar króna, á núgildandi verðlagi, í árslok 1991, hefði í árslok 1993 aðeins feng- ið 885 þúsund krónur í sinn hlut, hefði hann neyðst til þess að selja bréf sín? Hefði það kallað fram sérstaka at- hugasemd Eimskipafélagsmanna, ef markaðsþróun hlutabréfa á undan- förnum þremur árum hefði verið á hinn veginn, þannig að raunávöxtun hluthafa í Eimskip hefði verið jákvæð um 11,5% og eign hluthafanna aukist sem því nemur og hér í Morgunblað- inu hefði birst grein, sem lýsti slíkri þróun? Mér er til efs að svo hefði orðið. Reikningsdæmi Morgunblaðsins eru að mestu unnin upp úr gögnum Eimskipafélagsins sjálfs. Notaðar voru tölur úr ársreikningum Eimskips um afkomu, bókfært verðmæti eiginfj- ár, arðgreiðslur og nafnverð hlutafjár í Eimskip. Tölur um gengi hlutabréfa í Eimskip eru fengnar úr ársskýrslum Eimskips og frá Verðbréfaþingi Is- lands. Vísitölur og meðalávöxtun spariskírteina rikissjóðs koma frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka ís- lands. Tölur um markaðsverð hlutafj- áreignar og skipa Eimskipafélagsins eru fengnar úr ársskýrslum félagsins sjálfs og var ekki talin ástæða til að véfengja þær. Allar þessar upplýsingar, sem að meginuppistöðu eru frá Eimskipafé- laginu sjálfu, verða að teljast áreiðan- legar og eru öllum aðgengilegar. Morgunblaðið fer því ekki með misvís- andi upplýsingar og beitir blekkingum eins og Hf. Eimskipafélag íslands' heldur fram, nema því aðeins að ástæða ^é til að véfengja heimildir greinarhöfundar. Reikningsaðferðin Það eru ósköp hefðbundnar aðferð- ir sem beitt var, til þess að finna út hversu mikil verðbreyting hefði orðið á markaðsvirði bréfa Eimskips á þessu tímabili og tel ég rétt og skylt að upplýsa um þær hér: Nafnverð hlutafjár í árslok árið 1990 var 928 milljónir króna. Samkvæmt árs- skýrslu Eimskips var gengi hluta- bréfa í Eimskip á þeim tíma 5,85. Markaðsvirði hlutabréfanna í árslok 1990 er einfaldlega fundið með því að margfalda nafnverðið með geng- inu, þ.e. 928 milljónir króna x 5,85 = 5.429 milljónir króna. Arðgreiðslur vegna ársins 1990 voru 139 milljónir króna og er tekið tillit til þeirra, við útreikninginn. Árið 1991 var nafn- verð hlutabréfa Eimskips, samkvæmt ársskýrslunni 1.021 milljón króna og gengið 5,80, þannig að markaðsverð var 5.922 milljónir króna. Arðgreiðsl- ur vegna þess árs voru 153 milljónir króna. Árið 1992 var nafnverð hluta- bréfa Eimskips 1.123 milljónir króna ög gengið var skráð 4,71 og með sömu reikningsaðferð hafði markaðs- virði bréfanna þannig fallið niður í 5.289 milljónir króna, þrátt fyrir að nafnverð bréfanna hefði hækkað um 102 milijónir króna vegna útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Arðgreiðslur fyr- ir árið 1992 voru 112 milljónir króna. í árslok 1993 var nafnverð hluta- bréfa Eimskips 1.234 milljónir króna og hafði hækkað um 112 milljónir króna, vegna útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, en gengið hafði á hinn bóginn fallið í 4,09, þannig að enn var beitt sömu margföldunaraðferðinni, og niðurstaðan varð sú að markaðsvirði hlutabréfa í árslok 1993 hafði fallið í 5.047 milljónir króna. Arðgreiðslur fyrir árið 1993 voru ákveðnar 123 milljónir króna. Þegar ofangreindar tölur hafa verið færðar til sama verðlags, samkvæmt lánskjaravísitölu, er niðurstaðan sú að markaðsverð hlutabréfa Eimskips hefur rýrnað um 11,5% á þremur árum, eða um -4% að jafnaði hvert ár. 1- „Hluthafar í Eimskip hafa engu hlutafé tapað“ Því er afskaplega erfítt að átta sig á með hvaða rétti forsvarsmenn fyrir- tækisins staðhæfa í fyrirsögn að at- hugasemd sinni: „Hluthafar Eimskips hafa engu hlutafé tapað". Er ekki um tap að ræða, ef maður átti eign fyrir þremur árum, sem er 11,5% minna virði nú þremur árum síðar, hvort sem viðkomandi hefur selt þessa eign sína eða ekki? Það sem skiptir máli frá sjón- arhóli hluthafa er hvaða arði ijárfest- ing þeirra skilar í raun. Stjómendur hafa þá skyldu gagnvart hluthöfum að hámarka arðsemi íjárfestingar þeirra, en svo virðist sem minni stjóm- enda hins áttræða „óskabams" þjóð- arinnar sé farið að þverra í þeim efnum. Að því er varðar umfjöllun Eim- skipafélagsins um hlutabréfaeign í öðrum og óskyldum rekstri í gegnum dótturfyrirtæki Eimskips, Burðarás hf., þar sem fullyrt er að hluthafar hafí ekki orðið fyrir tapi á hlutabréfum í eigu þess, vegna þess að þau hafi verið keypt á hagstæðu verði áður en markaðurinn fór að hækka, skal hér fullyrt, að það hefur engan veginn verið algilt að Eimskip keypti einvörð- ungu hlutabréf í öðrum og óskyldum rekstri, þegar þau buðust á hagstæðu verði. Því til sönnunar skal hér rifjað upp með hvaða hætti fjárfestar á veg- um Eimskipafélagsins fóm hamfömm á markaðnum á fyrsta ársfjórðungi ársins 1990, í þeim tilgangi að kaupa öll þau hlutabréf sem fært var í Sjóvá- Almennum. Eimskip átti um áramótin 1989- 1990 3,5% hlut f Sjóvá-Almennum sem félagið keypti 1989, en í mars- mánuði 1990 keypti félagið umtals- verðan hlut í fyrirtækinu á áttföldu nafnverði, og í ákveðnum tilvikum enn hærra verði, þótt gangverð hlutabréf- anna væri sexfalt nafnverð, sem sér- fræðingar þá vom sammála um að væri yfirverð. Þannig hafði Eimskip aukið eignarhlut sinn í Sjóvá-Almenn- um upp í 9,6% í mars 1991, sem er sama eignarprósenta og félagið á í Sjóvá-Almennum í dag. Eimskip á sinn fulltrúa í 'stjórn fyrirtækisins. Nú er skráð gengi bréfa í Sjóvá- Almennum 4,7-falt nafnverð. Þegar þetta tiltekna dæmi er skoð- að, er afar erfítt að komast að þeirri niðurstöðu, að fjárfestar Eimskips, sem fyrir rúmum fjórum ámm hófu kaup á hlutabréfum í Sjóvá-Almenn- um á stórfelldu yfírverði, hafí borið hag hlutafjáreigenda Eimskips fyrir bijósti, við slíka fjárfestingu, eða að sú staðhæfíng fái staðist, að bréfin „vora keypt á hagstæðu verði áður en markaðurinn fór að hækka“, Sprengdu upp gengi bréfa í Sjóvá Þvert á móti, kapphlaup Eimskipafé- lagsmanna um bréfín gerði það að verkum, að tímabundið hækkuðu bréf- in upp úr öllu valdi og ekki verður annað séð en þessi fjárfesting Eim- skips hafi verið ákveðin til þess að auka völd og áhrif stjómenda fyrir- tækisins í öðram og óskyldum rekstri, sem einskonar andsvar við auknum kaupum Sjóvár-Almennra í Eimskip, á kostnað hlutafjáreigenda í Eimskip. Það er óhrekjanleg staðreynd að ef stjórnendur Eimskips hefðu fjárfest í ríkisskuldabréfum í stað hlutabréfa í gegnum Burðarás hf. væm hluthafar { Eimskip 1,4 milljarði króna ríkari í árslok 1993 en I árslok 1990. Þetta er kjarni málsins og því alls ekki of mikið fullyrt þegar sagt er að hlutabréfaviðskipti stjórnenda Eimskips hafa á síðastliðnum þremur árum skilað hluthöfum í Eimskip al- gjörlega óviðunandi arðsemi. I út- reikningum Morgunblaðsins var tekið mið af 3ja til 5 ára spariskírteinum ríkissjóðs vegna þess að fyrir liggja áreiðanlegar upplýsingar um meðal- ávöxtun slíkra bréfa og einnig er með því fyllstu varfærnissjónarmiða gætt. Fjárfestar meta ávöxtunarkröfu sína með tilliti til áhættu og má þvi segja að með því að velja áhættuminnstu skuldabréfin á markaðnum til saman- burðar sé matið of lágt. Hlutabréf em áhættusamari en ríkisskuldabréf og ættu því fjárfestar að gera mun hærri ávöxtunarkröfu eins og fram kemur í athugasemd Hf. Eimskipafélags ís- lands i Morgunblaðinu þann 16. mars sl. Félagið segir: „í framtíðinni er eðlilegt að gera kröfu til þess að arð- semi eiginfjár í fyrirtækjum sé á bilinu 10-15% eftir skatta.“ í útreikningum Morgunblaðsins vom notaðir 6,7-8,2% vextir, sem samsvara 7,4% vöxtum á ári að meðaltali. Samanburðartímabil í athugasemd Eimskips er fengin sú niðurstaða að arðsemi hlutabréfa í félaginu hafí verið 14% að meðaltali sl. 5 ár. Þetta er viðunandi ávöxtun, en málið verður að skoða í víðara sam- hengi. Á árinu 1990 verður mikil verð- hækkun á hlutabréfum því segja má að þá sé hér að myndast virkur hluta- bréfamarkaður. Þessi markaðsþróun er þekkt víða um heim, en þetta gerist hins vegar alla jafna aðeins einu sinni við þessar sérstöku aðstæður. Stjóm- endur Eimskips réðu því ekki einir hvenær hlutabréfamarkaðurinn opnað- ist hér á landi og tilurð hans tengist ekki afkomu félagsins. Þvi er ekki hægt að deila ávinningi hluthafa yfír á mörg ár þegar þessara eins skiptis áhrifa gætir ekki. Tímabilin em ein- faldlega ekki samanburðarhæf. Ákveðið var við vinnsiu greinar Morgunblaðsins að skoða einungis samanburðarhæf ár og reikna ávöxt- un hluthafa frá þeim tíma sem telja má að jafnvægi hafi verið komið á á hlutabréfamarkaðinum. Vissulega hafa talsmenn Eimskips nokkuð til síns máls, þegar þeir segj- ast líta á hlutabréf sem langtímaíjár- festingu, en þó er varasamt að alhséfa um að það sé sjónarmið allra. Það hlýt- ur að vera fijáls og sjálfstæð ákvörðun hvers hluthafa um sig hvort hann lítur á hlutabréf sem langtíma- eða skamm- tímafjárfestingu. Hlutafjáreign Eim- skips hefur skilað neikvæðri ávöxtun síðastliðin 3 ár og útlit er fyrir að arð- urinn verði harla lítill á þessu ári. Lítil arðsvon í ár Bókfært verð hlutafjáreignar Eim- skips f Flugleiðum var 801 milljón króna í árslok 1993 og er það um 50% af hlutafjáreign Eimskips. Ekki verður greiddur arður af þessum hlutabréfum í ár og miðað við síðustu opinbem viðskipti, sem fram fóru 10. mars, er markaðsverð þessara hlutabréfa 60 milljónum króna lægra en sem nemur bókfærðu verði í ársreikningi Eim- skips 1993. Næst stærsti hluti hlutafjáreignar Eimskips em hlutabréf íslandsbanka hf. eða 206 milljónir króna í árslok 1993. Ekki er útlit fyrir að Eimskip hagnist á þeirri eign sinni í ár, því samkvæmt fréttum er afkoma ís- landsbanka slæm á árinu 1993 og ekki líkur á arðgreiðslum. Nefna mætti fleiri félög, eins og Saga Food Ingredients A/S og Al- menna bókafélagið sem varla hafa skilað Eimskipafélaginu hagnaði þrátt fyrir tugmilljóna fjárfestingar í þess- um félögum. Hluthafar Eimskips hafa tapað þessu hlutafé. Niðurstaðan talar sínu máli um árangur af fjárfestingarstefnu Eim- skips. Það er rétt að Eimskipafélagið hagnaðist á mikilli verðhækkun hluta- bréfa 1990 en á tímabilinu 1991 til 1993 hefur félagið tapað 1,4 milljarði króna ef miðað er við markaðsverð bréfanna og ávöxtun borin saman við 3ja-5 ára spariskírteini ríkissjóðs. Að þvi er varðar athugasemd fé- lagsins um þann kafla greinarinnar sem fjallaði um viðurkennd fjármála- fræði ska! einungis sagt að rökin fyr- ir því hvers vegna hagkvæmara er fyrir hluthafa að fjárfesta sjálfir í hlutafélögum í óskyldum rekstri vora tíunduð í fréttaskýringunni og hafa þau rök ekki verið hrakin af Eimskip. Það er rétt hjá Eimskipafélaginu að ekki er fullvíst að dulið eigið fé skili sér við eignasölu og fer mögulegt sölu- verð eftir aðstæðum við sölu og því magni sem selt er hveiju sinni. Það breytir hins vegar ekki því, að yfír 400 milljónir króna vantar upp á, að Eim- skipafélagið skili ávöxtun á bókfært eigið fé sem samsvarar meðalútlána- vöxtum bankanna. Eflaust. má deila um hvert raunvemlegt dulið eigið fé er i Eimskip, en við útreikninga Morgun- blaðsins var eingöngu stuðst við upp- lýsingar úr ársskýrslum Eimskips um markaðsverð skipa og hlutaíjáreignar. Markaðsverð skipa er að sögn félags- ins áætlað af erlendum skipasölumiðl- ara og markaðsverð hlutíifjáreignar er miðað, meðal annars, við upplýsingar frá Verðbréfaþingi Islands og Opna tilboðsmarkaðnum. Ófullnægjandi ávöxtun Út frá sjónarhóli hluthafa er frammistaða stjórnenda metin með hliðsjón af ávöxtun þeirra verðmæta sem þeim er trúað fyrir. Það er ljóst samkvæmt ársreikningum Eimskips að verðmæti eiginfjár er meira en sem nemur bókfærðu verði. Það er ekki hægt að fá nákvæma niðurstöðu í því máli, eðli málsins samkvæmt og þess vegna var í útreikningum Morgun- blaðsins eingöngu tekið tillit til upp- lýsinga frá Eimskipi sjálfu og þær teknar gildar. Ef tekið er mið af duldu eigin fé { hlutafjáreign og skipum Eimskips samkvæmt ársreikningum félagsins, vantar liðlega 900 milljónir króna upp á að félagið hefði skilað ávöxtun sem er sambærileg við meðai- útlánavexti bankanna. Ávöxtun eiginfjár Eimskips er ófullnægjandi, hvor mælikvarðinn sem notaður er og hvort sem litáð er á siðustu 1, 2, 3, 4, 5 eða 6 reikn- ingsár Eimskips. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.