Morgunblaðið - 18.03.1994, Side 30

Morgunblaðið - 18.03.1994, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Islands- meistara- keppnií 10 dönsum ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í 10 dönsum í suðuramerískum og standard-dönsum með ~**fijálsri aðferð verður haldin laugardaginn 19. mars í íþrótta- húsinu Asgarði, Garðabæ. Einn- ig verður einsdanskeppni í grunnsporum fyrir 10 ára og eldri. Húsið opnar kl. 14. Keppnin ^sjálf hefst kl. 15 með setningarat- höfn. Aðgangseyrir er 400 kr. fyr- ir börn, 600 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. í sæti. Skipting Orkustofnunar boðuð á ársfundi hennar Hlutafélag verði stofn- að um orkurannsóknir Bókfærð útgjöld Orkustofnunar í fyrra námu 357 milljónum króna, sem samsvarar að sögn Jakobs Bjömssonar orkumálastjóra 10% lækkun að raunvirði frá 1992. Fjárveitingar námu 221,5 milljón- um kr., sem er tæplega 12% lækk- un að raunvirði frá 1992 en sér- tekjur námu 161,2 milljónum kr., sem er um 6,5% hækkun frá 1992. Stofnunin hagnaðist því um 25 milljónir í fyrra umfram rekstrar- kostnað. Höfuðstóll stofnunarinn- ar var jákvæður um rúm 10%o af rekstrartekjum ársins í árslok 1993, eða rúmar 38 milljónir. Orkulögin í endurskoðun í ræðu ráðherra kom fram að fyrirhugaðar breytingar á skipan Orkustofnunar tengist umfjöllun í ríkisstjórninni um frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins sem og frumvörp um eignarhald á auð- lindum í jörðu og virkjunarrétt vatnsfalla. í þeim er gert ráð fyrir að felldir verði úr gildi þrír kaflar orkulaganna; um Rafmangnsveit- ur ríkisins, um vinnslu jarðhita og um vemdun. jarðhitasvæða og jarðhitavirki og eftirlit með þeim. Undirbúningur að endurskoðun þeirra kafla sem eftir standa er þegar hafinn, en þar er fjallað um Orkustofnun eins og áður er getið, vinnslu raforku, héraðsrafmagns- veitur, hitaveitur og um orkusjóð. Hugmyndirnar eru sóttar til stefnuskrár ríkisstjórnar, þar sem segir m.a. að með endurskoðun laganna verði leitast við að auka samkeppni orkufyrirtækja, draga úr miðstýringu þeirra og sérstöðu, með breyttu eignarhaldi og rekstrarformi. Orkufyrirtækin muni greiða þjónustugjöld til opin- berra aðila fyrir rannsóknir, leyfís- gjald fyrir orkuvinnslu o.fl. Orka, umhverfi, efnahagur í ræðu sinni gat Jakob Bjöms- son m.a. um helstu verkefni Orku- stofnunar á liðnu ári á sviði vatns- Frá ársfundi Orkustofnunar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kringlukast fer vel af stað SJÖUNDA Kringlukastið er nú í gangi í Kringlunni og segir Einar I. Halldórsson að tilboðsdagar þessir hafi farið vel af stað og sala verið góð. Mikil aðsókn hefur verið í Kringlu- kasti og fyrsta daginn komu milli 16 og 17 þúsund manns í Kringluna og eru sum tilboð fyrirtækja langt komin með að verða uppseld. Flestar verslanir og þjónustu- fyrirtæki Kringlunnar eru með tilboð á nýjum vömm og nemur afsiátturinn 20-40%. Kringlu- kastið stendur til laugardags. Einar sagði að fólk væri farið að stíla sig inn á tilboðsdagana sem haldnir era þrisvar á ári. Hann segir að góð saia sé 'á til- boðsvöranum, en Kringlukastið hafi einnig jákvæð áhrif á sölu annarra vara sem í boði era. í tengslum við Kringlukast er í gangi leikurinn Stóri afsláttur þar sem þátttakendum gefst kostur á að kaupa ákveðna hluti á miklum afslætti. Fjögur fyrir- tæki bjóða upp á hluti í leiknum og er einn hlutur seldur daglega frá hveiju fyrirtæki. Aðalleikarar myndarinnar Leikur hlæjandi láns. Sambíóin frumsýna Leikur hlæjandi láns SAMBÍÓIN sýna um þessar mundir stórmyndina Leikur hlæjandi láns eða „The Joy Luck Club“ sem framleidd er af meistaranum Oliver Stone og byggir á samnefndri metsölubók Amy Tan. Sagan segir frá June, ungir stúlku af kínverskum bergi brotin. Þegar móðir hennar andast tekur hún sæti hennar í spilaklúbbi með gömlum frænkum sínum sem hitt- ast vikulega til að spila hið forna kínverska spil, Mahjong. Samræður frænknanna eiga eftir að fræða June um förtíð sem henni var með öllu hulin fram til þessa; fortíð sem hrífandi og ævintýraleg en óhugan- leg og sorgleg í senn. Leikstjóri myndarinnar er Wayne Wang en með helstu aðalhlutverk fara Kieu Chinh, Tsia Chin, Tamlyn Tomota og Frances Nuyen. Stefnir í Hafnarfírði fundar með oddvita D-listans Kosningamálin rædd STEFNIR FUS í Hafnarfirði heldur laugardaginn 19. mars hádegis- verðarfund með Magnúsi Gunnarssyni, efsta manni á Iista Sjálfstæðis- flokksins í komandi bæjarsljórnarkosningum. Efni fundarins verður komandi bæjarstjórnarkosningar. Fundurinn verður í Sjálfstæðishúsinu, Strand- götu 29 í Hafnarfirði, kl. 12 og er öllum opinn. Boðið verður upp á súpu og brauð. > Morgunblaðið/Ámi Sæberg I bæjarferð ANNA Ásgeirsdóttir var í bæjarferð með þremur börnum sínum, þeim Dóru (t.v.), Ásgeir og Asthildi en þau búa á ísafirði. Hún sagði að verulegur verðmunur væri á verði á fötum í Reykjavík og á ísafirði og ekki væri verra þegar svona tilboð væru í gangi. Henni virtist tilboðin sem í boði væru eru góð. Nýr leðurjakki INGIBJÖRG Sigurjónsdóttir var á ferð með syni sínum Aroni Gauk Andrasyni og hafði keypt sér leðuijakka á tilboðsverði í Hanz. Hún sagðist hafa beðið eftir tilboðsdögunum og hafa skoð- að það sem væri í boði í flestum verslunum. Hún segist fylgjast vel með verði en ekki gera sér sérstaka ferð. „Þetta er meira að maður er að skoða það sem til er og sér eitthvað sem maður ætlaði að kaupa.“ TIL GREINA kemur að skipta Orkustofnun í tvennt á þann hátt að annar hlutinn, sem bæri áfram nafn stofnunarinnar, yrði stjórnsýslustofnun ríkisins er fari með yfirumsjón með orku- málum landsmanna, en hins vegar yrði stofnað hlutafélag um orkurannsóknir sem ríkissjóður legði í rannsóknarbúnað sem hlutafé og myndi síðan kaupa rannsóknir af félaginu. Þetta kom fram í erindi Sighvats Björgvinssonar iðnaðarráðherra, sem Þorkell Helgason ráðuneytissljóri flutti á ársfundi Orkustofnun- ar í gær. Gert er ráð fyrir að orkufyrirtæki landsins verði meðeigendur í félaginu og leggðu fram hlutafé, en hlutverk Orkustofnunar verði að fylgjast með þróun orkumála, veita stjórnvöldum ráðgjöf, hafa forgöngu um gerð áætlana í orkumál- um og móta tillögur um verkefni ríkisins á sviði orkurannsókna. orku, jarðhita og orkubúskapar. Hann rakti jafnframt samhengi orku, efnahags og umhverfís, og gat þess að þegar rætt er um að manninum sé nauðsynlegt að draga stóriega úr orkunotkun sinni til að vernda umhverfið, vilji efnahagurinn oft gleymast. „Ef við eyðileggjum umhverfið hrynur efnahagurinn fyrr en varir. En gott og heilnæmt umhverfi er dýrt og traustur efnahagur er því for- senda þess,“ sagði Jakob. Líst vel á þetta KRISTÍN Waage var að skoða bómullarboli í Hagkaup. Henni leist vel á Kringlukastið, sagði að henni fyndust tilboðin góð. „Sérstaklega þegar ég finn eitt- hvað sem passar á mig.“ Hún sagðist oftast vera að versla á sjálfa sig, en fyrir kæmi að hún keypti eitthvað á barnabörnin. Meiri umferð SIGRÍÐUR Auðunsdóttir, verslunarsljóri í Búsáhöldum og gjafavörum segir að umferð í Kringlunni aukist verulega þegar Kringlukast er í gangi. Hún segir að að margir virtust bíða eftir tilboðsdögum. Einnig seljist aðrar vörur betur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.