Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 34 Hrefna Ólafs- dóttír — Minning Fædd 30. október 1927 Dáin 9. mars 1994 Meðan við erum böm að kynnast umheiminum, byrjum við að raða persónum lífsins upp í einhvers konar mynstur. Óafvitandi staðsetj- um við hvem og einn í umhverfínu. Þetta mynstur er sífellt að breyt- ast, stundum þvert á óskir okkar og verður með aldrinum æ marg- brotnara. Mannverur heimsins standa okkur misnærri. Hrefna föð- ursystir okkar var ætíð hluti af æskuheimili okkar, enda slitum við systkinin bamsskónum á sömu þúf- unum og hún hafði gert. Hrefna Ólafsdóttir fæddist í Eystra-Geldingaholti í Gnúpveija- hreppi, 30. október 1927 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Ólafí Jónssyni bónda þar og Pálínu Guð- mundsdóttur frá Hólakoti.í Hmna- mannahreppi. Hrefna var yngst systkinanna Jóns, Ingu og Guðrún- ar, sem lést fyrir rúmum 13 áram langt um aldur fram. Lýsingar þeirra systkina frá æskuáram era skemmtilegar og litríkar og jaðra oft við rómantík. Eins og enn var títt í sveitum fyrir ekki löngu, var heimilið í Eystra-Geldingaholti oft afar mannmargt, því auk fjölskyld- unnar var einatt mikill fjöldi kaupa- fólks og vetrarmanna og þar dvöldu ekki síst sumarböm sem sum hver urðu sem hluti fjölskyldunnar. Þegar Hrefna stofnaði sitt eigið heimili fór hún ekki langt frá æsku- stöðvunum. Hún brá sér út yfír Stóra-Laxá í næstu sveit og giftist árið 1950 Guðmundi Sigurdórssyni frá Götu í Hranamannahreppi. Þau vora meðal frumbyggja á Flúðum og bjuggu þar alla tíð í Akurgerði. Hrefna og Guðmundur eignuðust þijú böm en urðu fyrir þeirri sorg að missa fyrsta bam sitt. Síðar eignuðust þau synina Tryggva og Ármann. Tryggvi er kvæntur Önnu Brynjólfsdóttur og eiga þau soninn Hlyn. Kona Ármanns er Hrefna Hannesdóttir, böm þeirra era Hannes og Bergný. Hrefna var fínleg kona, glaðlynd og gædd miklu jafnaðargeði, en hafði engu að síður sínar ákveðnu skoðanir. Hún hafði næmt auga fyrir klæðaburði og var ætíð svo vel til fara að eftir því var tekið, enda mikill fagurkeri. Henni lék allt vel í hendi hvort sem var sauma- skapur eða hvers kyns hannyrðir, blómarækt eða postulínsmálun. Frá ynga aldri hafði hún mikinn áhuga á hannyrðum og var gott að eiga hana að þegar vanda þurfti til þeirra. Áhugamálið varð svo að atvinnugrein hennar er hún gerðist handavinnukennari við Flúðaskóla árið 1956 og gegndi hún því starfí þar til veikindi gripu í taumana síðastliðið haust. Rúmlega fímmtug dreif Hrefna sig í réttindanám við Kennaraháskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófí árið 1983. Sumarblómin sem Hrefna rækt- aði í litla gróðurhúsinu sínu á bak við húsið í Akurgerði hafa prýtt marga garða í sveit og í borg um árabil og garðurinn í kringum húsið þeirra Mumma hefur lengi verið mikið augnayndi sem vitnar um snyrtimennsku og árvekni. Á heim- ili þeirra var sköpunarþörf Hrefnu augljós en það bjó hún mörgum fögram munum sem hún sjálf vann. Þar andaði að manni hlýju þegar komið var í dymar. Það var alltaf notalegt þegar Hrefna og Mummi renndu í hlaðið heima í Geldingaholti. Til þess þurfti ekki stórafmæli eða tyllidag. Þau hafa verið svo stór hluti af lífí okkar og nærvera þeirra alveg sjálf- sögð, hvenær sem var. Við fundum jafnvel til tómleika ef þau fóra til útlanda og vora ekki innan seiling- ar um stundarsakir. Lífsskeiði er lokið en eftir standa sporin, dýrmætar minningar, mun- imir sem hún skóp með högum höndum sínum, plöntumar sem hún gróðursetti, öll verkin. Það vorar brátt. Garðurinn í Akurgerði mun blómstra á ný, vitnandi um störf hennar, natni og lífskraft moldar- innar. Upprisuhátíðin nálgast og „lífið fær dauðann deytt!“. Þegar við sjáum aftur sumarblóm, í allri sinni dýrð, minnumst við Hrefnu í Akurgerði._ Árdís, Sigrún og Sigþrúður Jónsdætur. Nú er skarð fyrir skildi í liði Flúðaskóla. Hrefna hefur háð sína hinstu baráttu af hetjuskap og æðraleysi eins og hennar var von. Þrátt fyrir að Ijóst væri að alvarleg veikindi höfðu heltekið hana, héld- um við í lengstu lög í vonina um að Hrefna kæmi aftur til starfa. Hrefna kenndi hannyrðir við Flúðaskóla frá árinu 1956. Þegar kennuram í starfí bauðst að sækja nám til kennaraprófs í Kennarahá- skóla íslands árið 1979, sló Hrefna til þar sem hún taldi að alltaf væri hægt að bæta sig. Hún stundaði námið með kennslunni og lauk kennaraprófí árið 1983. Eftir það kenndi hún yngstu nemendum skól- ans í nokkur ár jafnframt því sem hún kenndi alltaf hannyrðir. Samviskusemi og vandvirkni era dæmi um einkenni Hrefnu. Hún vann verkin sín af alúð og elju- semi. Stundvísi og reglusemi í starfí var við bragðið. Hrefna var mikill fagurkeri, hún naut þess að skoða og handleika fallega hluti. Hún var listamaður sjálf, saumaði, teiknaði, málaði og útbjó hina ótrúlegustu hluti úr margvíslegu efni. Hún bar virðingu fyrir öllu því sem óx og dafnaði og lagði sitt af mörkum til þess að framgangur þess yrði sem bestur. Hrefna ræktaði blóm og tré af miklum dugnaði og garðurinn þeirra hjóna í Akurgerði hefur ver- ið til fyrirmyndar og mikillar prýði. Hrefna lagði einnig mikla rækt við æskuna sem hún liðsinnti og kenndi hátt á fjórða áratug. Margar stúlk- uraar hafa skartað sínu fegursta í heimasaumuðum tískufatnaði eftir þá kennslu sem þær fengu hjá henni og flestir piltarnir hafa tekið sín fyrstu nálarspor og lært að pijóna undir hennar handleiðslu. Nemendur hennar, margir hveij- ir, vora óþolinmóðir við að bíða eft- ir henni í veikindum hennar og oft var spurt hvort Hrefna færi nú ekki að koma. Dag nokkum í fyrri viku komu tveir ungir herramenn til mín alvarlegir á svip og spurðu hvort ég héldi ekki að_ þetta væra mjög slæm veikindi. Eg taldi svo vera. Þeir gengu þungstígir heim á leið. Við samstarfsfólk hennar minn- umst glaðra stunda í starfí og leik. í hugum okkar ríkir tómleiki og söknuður. Hvellur og glaður hlátur hennar heyrist ekki lengur á meðal okkar en góðar minningar liðinna ára verma. Ég minnist Hrefnu frá því að ég kom hér fyrst í sveitina fyrir nær 23 árum. Vinátta hennar og rækt- arsemi við mig og fjölskyldu mína verður seint full þökkuð. Guðmundur minn, Tryggvi, Ár- mann og fjölskyldur. Við í Flúða- skóla biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í þessari þungu raun. Blessuð sé minning Hrefnu Ólafsdóttur. Bjarni H. Ansnes skólastjóri. Heilög þöp og hljóðlát þökk, hjörtun hvísla mild og klökk. Sofðu í friði, særð og þreytt, svefninn besta hvíld fær veitt. (Ingibjörg Benediktsdóttir.) Mig langar með nokkram orðum að minnast Hrefnu vinkonu okkar, sem lést 9. mars sl. Hrefnu kynnt- ist ég er ég kom í Hrunamanna- hrepp 1951 og hélst ætíð góð vin- átta með okkur öll þessi ár. Hrefna var mikil blóma- og ræktunarkona og fallegri garður en hennar í Akur- gerði er vandfundinn. Þar var hlúð að hveiju blómi og ranna eins og litlu bami, og þegar komið var í garðinn á vorin þá var hún kannski að taka ábreiður ofan af viðkvæm- ustu blómunum sínum, sem hún hafði breitt yfír svo að þau lifðu veturinn af. Já, það verða ekki farnar fleiri ferðir til Hrefnu til að fá sér blóm í garðinn hér hjá mér, en í áraraðir hef ég fengið blóm frá henni sem hafa skartað í sólinni. Sérstaklega þótti mér vænt um hádegisblómið sem var alltaf, að mér fannst, fal- legast. Hrefna var listakona í höndun- um, jafnvíg á fatasaum og aðra handavinnu. Hún kenndi handa- vinnu stúlkna í Flúðaskóla frá 1955 og þar til hún varð að hætta vegna veikinda sinna nú í vetur. Hún var mjög góður handavinnukennari sem vildi nemendum sínum vel og vildi að stúlkumar lærðu góða handa- vinnu. Fimm dætur okkar fengu sitt veganesti hjá henni og veit ég að þær lærðu margt gott hjá henni og þakka ég henni það. Við viljum kveðja Hrefnu með þessum ljóðlínum og sendum Guð- mundi eiginmanni hennar og sonum þeirra, Tryggva og Ármanni, og flölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Hver minning er dýrmæt peria að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhuga þökkum vér. Þinn kærleiki í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (L.S.) Elín og Magnús í Miðfelli. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast vinkonu okkar Hrefnu Ólafsdóttur, sem andaðist á Sjúkra- húsi Selfoss hinn 9. mars sl. Hún var fædd í Eystra-Geldingaholti í Gnúpveijahreppi, dóttir merkis- hjónanna þar, Pálínu Guðmunds- dóttur og Ólafs Jónssonar. Hrefna fluttist ung að áram að Akurgerði í Hranamannahreppi er hún giftist Guðmundi Sigurdórs- syni. Þau reyndust vera mjög sam- hent í að skapa fallegt heimili á nýja staðnum, en þau vora með fyrstu búendum í Flúðahverfí. Hrefna og Guðmundur eignuðust þijú börn, dóttur er þau misstu í fæðingu og synina Tryggva, skrif- stofumann í Reykjavík, kona hans er Anna Brynjólfsdóttir og eiga þau einn son Hlyn, og Ármann við- skiptafræðing í Reykjavík, kona hans er Hrefna Hannesdóttir og eiga þau tvö börn Hannes og Bergnýju. Þegar synimir komust á legg gerðist Hrefna handavinnukennari í Flúðaskóla og því starfí gegndi hún meðan hún gat vegna veikinda. Það era því margir sem hafa notið leiðsagnar hennar við fyrstu nálar- sporin. Handavinna var Hrefnu allt- af mjög hugleikin enda var hún snillingur í því starfí, hvort sem ar listsaumur, pijón eða postulíns- málning. Hún var einnig mikil blómaræktunarkona og smám sam- an byggðist upp fallegur lystigarður kringum húsið hennar, með ótelj- andi tegundum af sumarblómum, fjölæringum, tijám og rannum. Hún ræktaði sjálf sumarblómin sín af mikilli alúð og var alla tíð áhugasöm að fara vorferðir ásamt okkur vin- um sínum að skoða gróðrarstöðvar og afla sér nýjunga. Þar vora marg- ar ógleymanlegar stundir við sam- eiginleg áhugamál. Hrefna hafði mikinn áhuga á ferðalögum og sem betur fór áttu þau Guðmundur þess kost að ferð- ast mikið í gegnum árin, bæði inn- anlands og utan. Þar naut Hrefna sín vel og geymdi með sér fegurð þess sem hún sá, bæði landslags, lystigarða, borga sem og glæstra halla. Nú þegar leiðir skiljast um sinn rifjast upp kunningsskapur og vin- átta okkar þrennra hjóna í gegnum meira en Ijöratíu ár. Nú era tvö úr þessum hópi horfin yfír móðuna miklu en við sem ennþá stöndum á ströndinni yljum okkur við ljúfar minningar og þökkum samfylgdina. Guðmundi vini okkar og fjöl- skyldu hans, sendum við einlægar samúðarkveðj ur. Sigurbjörg, Svava og Sigurður. Enn sveipar vetur konungur skikkju sinni yfir jörðina, við eram farin að þrá vorið. Einhvern tíma hlýtur það að birtast eins og lang- þráður gestur. Dagamir hafa komið og farið, líkir hver öðram en lengj- ast þó smám saman sem styrkir vonina um blóm í haga. Þannig hófst einnig 9. mars sl. en þá kom andlátsfregn. Við höfð- um lengi reynt að halda í vonina, en Hrefna hafði lokið sínu jarðvist- arskeiði. Á þessum árstíma var hún jafnan farin að stússa í gróðurhús- inu sínu og litlir gróðurangar famir að skjóta upp kollinum í sáðbökkun- um. En allt er í heiminum hverfult. Hrefna var fædd í Eystra-Geld- ingaholti í Gnúpveijahreppi 30. október 1927, dóttirþeirra sæmdar- hjóna Pálínu Guðmundsdóttur og Olafs Jónssonar sem þar bjuggu. Standa ættir þeirra djúpum rótum hér í sveitum. Hinn 25. nóvember gekk hún að eiga Guðmund Sigurd- órsson frá Götu hér i sveit. Höfðu þau árið 1948 hafíð byggingu íbúð- arhúss á Flúðum og nefndu Akur- gerði. Þangað fluttu með þeim for- eldrar Guðmundar, Katrín Guð- mundsdóttir og Sigurdór Stefáns- son. Dvöldu þau í þeirra skjóli allt til dauðadags. Hrefna og Guðmundur eignuðust þijú börn, stúlkubarn sem lést skömmu eftir fæðingu og synina Tryggva og Ármann. Era þeir bræður báðir menntaðir á viðskipta- sviði og fyrir allnokkru burtfluttir til höfuðborgarsvæðisins. Kona Tryggva er Anna Brynjólfsdóttir en kona Ármanns er Hrefna Hann- esdóttir. Bamabörnin eru þijú. Ljóslifandi er í hugskotinu heið- ríkur októberdagur áríð 1963 er við hjónin fluttumst hingað að Grand. Aðeins nokkrir metrar era hér á milli húsanna og því gott nágrenni mikils virði, en aldrei hefur fallið þar skuggi á. Hjá þeim höfðum við FESTINGAJÁRN pi ■ ■ OG KAMBSAUMUR Þýsk gæðavara — traustari festing HVERGI MEIRA URVAL Armóla t*f - t<M Reykjavlk - aimar VM>44» .»« 6*MOO reyndar fengið hvatningu að koma hingað og var það sannarlega upp- örvandi. Mjög var gestkvæmt í Akurgerði á þessum árum og um- gangur mikill, oft langt fram á kvöld. Guðmundur annaðist um- fangsmikla vöruflutninga í áratugi og var afgreiðslan nánast inni á heimilinu. Reyndi þá oft á húsmóð- urina við margháttaða fyrirgreiðslu og meira en margur hugði. Hrefna annaðist kennslu við Flúðaskóla um fjörutíu ára skeið. Var hún einkar farsæl í starfí og átti auðvelt með að ná til nemenda sinna. Jafnan ríkti glaðværð í kring- um hana þó kennsluhættir væra í föstum skorðum. Telja má að hug- leiknast hafí henni þó verið að rækta garðinn sinn enda hefur hann alltaf verið til sérstakrar fyrirmynd- ar. Eflaust tókst henni þó best að ala upp sumarblóm og ófáir voru þeir sem sóttu til hennar blóm í garðinn sinn á hveiju vori. Reyndar má segja að sama væri hvað Hrefna tæki sér fyrir hendur, allt var unn- ið af mikilli nákvæmni og með list- rænu yfírbragði. Ber hennar fallega heimili glöggt vitni svo um. Ónefnt er það í fari Hrefnu sem telja má að þeir sem til þekktu hafí metið hvað mest. En þáð var hve einörð hún var í skoðunum og hreinskilin við alla enda átti hún til slíkra að telja. Kom hún blátt áfram og opinskátt að hvaða mál- efni sem var og kannski stundum með ofurlítið glettnu ívafí. Það var eins og hispursleysið og smitandi hláturinn lífgaði upp á allt umhverf- ið. En svo er kallið komið og minn- ingamar era svo ótal margar, ljós- lifandi og dýrmætar. Eitt af mörgu sem kemur upp í hugann eru þær ljúfu samverastundir sem okkar fjölskyldur hafa átt síðla á aðfanga- dagskvöldum í öll þessi ár, mikil eftirvænting bamanna og reyndar okkar allra að hittast og setjast að veisluborði. Vissulega hefur alltaf verið svolítið sérstakt og hlýlegt að koma í Akurgerði. Það var eins og þangað sækti maður traust og ör- yggi og verður vonandi áfram þó nú sé svo sannarlega skarð fyrir skildi. Elskulegi Mummi og fjölskylda. Harmur ykkar er stór sem og okk- ar allra. Við eram þakklát fyrir Hrefnu og biðjum minningu hennar blessunar. Megi vorblærinn sem við vonum að senn leiki hér í tijánum á leið sinni yfír fold og vötn færa ykkur huggun og styrk. Sólveig og Sigurgeir. í dag er lögð til hinstu hvílu Hrefna handavinnukennari eins og við systumar kölluðum hana á milli okkar. Okkur langar til að minnast hennar með nokkram orðum. Hrefna kenndi okkur systranum handavinnu bæði í barna- og gagn- fræðaskóla og gaf okkur góða und- irstöðu í saumum og pijónaskap. Sú kennsla nýttist okkur vel þegar við stofnuðum heimili og fórum að sauma og pijóna á okkur sjálfar sem og bömin okkar. Hrefna var ekki eingöngu kennarinn okkar í Flúðaskóla í mörg ár, hún var líka traustur vinur íjölskyldunnar. Hún vildi okkur ætíð vel og hélt áfram að fylgjast með högum okkar eftir að við fluttum að heiman. Þegar stærri viðburðir gerðust í lífi okkar sýndi Hrefna vinn vináttuhug í okk- ar garð og sendi kveðju í einhvers konar formi frá þeim hjónum. Okk- ur þótti mjög vænt um að fínna að hún gladdist yfír velferð okkar. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þann góðvilja sem Hrefna sýndi okkur í gegnum árin. Við systurnar, svo og bræður okkar, vottum eiginmanni_ Hrefnu, Guðmundi, sonum þeirra Ármanni, Tryggva og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Systurnar Miðfelli 5. Sá, sem hefur lifað þannig að þeir sem eftir standa upplifa minn- inguna með bros á vör og gleði í hjarta, hefur lifað góðu lífi. Við eigum erfítt með að sætta okkur við að Hrefna sé farin. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.