Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Uppgefnir menntamenn _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Nemendaleikhúsið - Lindarbæ SUMARGESTIR Höfundur:_ Maxím Gorkí Þýðandi: Árni Bergmann Leikmynd og búningar: Stigur Steinþórsson Lýsing: Egill Ingibergsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Tsjekov skrifaði um uppgefinn aðal. í Sumargestum skrifar Gorkí um uppgefna menntamenn og notar til þess umhverfi frá Tsjekov, sumardvalarstað úti á landi. Og þetta verk minnir að mörgu öðru leyti á Tsjekov. Þarna er saman kominn hópur fólks, ásamt hinni ómissandi gömlu fóstru, Söshu; leikur barnálega leiki, talar í innantómum frösum, hefur enga stjóm á tilfinningum sínum og athöfnum og er að drep- ast úr leiðindum. En vegna þess hversu meistaralega verkið er skrifað koma óteljandi sannleikar fram í dráumum, vonum og þrám persónanna. Hópur þessara menntamanna hefur ekki staðið undir þeim vænt- ingum sem voru gerðar til þeirra. Ekki heldur undir eigin vænting- um. Þau standa andspænis því að vera venjulegt fólk. Með verka- lýðsbakgrunn áttu þau að breyta heiminum með því einu að fara í ósköp hefðbundið embættisnám, eins og læknisfræði og lögfræði. En það er nú einu sinni svo að heimurinn er gríðarstór og tími hans endalaus meðan manneskjan er svo ósköp smá og tími hennar naumur. Hvað getur hún gert? Smám saman hafa miklar hug- sjónir vikið hjá þessum hópi — óskilgreindar hugsjónir að vísu — fyrir persónulegri angist og van- mætti. Persónurnar eyða svo mik- illi orku í að þjást í eigin lífi og þar sem það er eina lífið sem þær eiga, fær það fjallstórt vægi og veröldin og hennar sorgir verða að smámunum. Svona er nú hægt að hafa endaskipti á hlutunum — enda kannski enginn sem getur sagt til um hver só hin rétta upp- röðun. Eins og fyrri sýningar þess leik- hóps sem nú útskrifast úr Leiklist- arskóla íslands eru Sumargestir það sem hægt er að kalla „þrusu- sýning“ á vondu nútímamáli. Eg fer ekki ofan af því að hópurinn er einhver sá besti og jafnasti sem hefur komið úr skólanum í langan tíma. Það er unun að horfa á þessa átta urtgu leikara vinna. Benedikt Erlingsson leikur Sergei Basof, málafærslumann, ákaflega skemmtilegt hlutverk. Það lítur út fyrir að allt hafi geng- ið Sergei í haginn — en svo er nú ekki nema á yfírborðinu. Bene- dikt sem hefur í vetur verið meira í hlutverkum sem eru í hrotta- fengnari eða kaldari kantinum sýndi hér á sér nýja hlið og í at- riði þar sem Sergei reynir að nálg- ast Varvöru, eiginkonu sína, var vinna hans frábær; dásamlegt vald yfír tjáningu á vanmætti, sorg og ást sem sem á sér enga von. Varvöru leikur Margrét Vil- hjálmsdóttir. Varvara er alla jafna stillt kona og þolinmóð en ýmsar uppákomur verða til þess að hún missir gersamlega stjóm á sér. Yfirborðs stilling Varvöru helgast af því að hún-lifir í draumi um að komast í burtu. Ohamingja hennar með einum manni er slík að hún lætur sig dreyma um ann- an. Það tekur hana nokkurn tíma að átta sig á því að hún getur yfirgefið eiginmanninn fyrir sjálfa sig — þarf ekki að vera fyrir ann- an mann. Margrét leikur Varvöru af miklu öryggi og skilar vel doða hennar og sveiflum, draumum hennar og einurð. Hilmir Snær Guðnason leikur Vlas, bróður Varvöru. Vlas hefur tekið að sér að vera trúðurinn í þessum hópi sem ella myndi drep- ast úr leiðindum. Hann er ungur og virðist kvensamur, en er í raun- inni að leita að samastað fyrir miklar tilfinningar. Hann lítur á ástina sem útgönguleið og er til í að fóma öllu fyrir hana. Hlut- verk Vlas er kannski fremur lítið spennandi fyrir leikara, þótt kar- akterinn sé áhugaverður í sam- hengi verksins en vinna Hilmis við þetta hlutverk er nákvæm og vönduð. Hann skilar vel ágengri ólgunni sem býr undir brosandi leikaraskapnum. Þórhallur Guðmundsson leikur Iækninn Dúdakof sem er stöðugt að gera sig að fífli vegna ástar sinnar á Varvöru. Dúdakof og kona hans, Olga, — sem leikin er af Guðlaugu Elísabetu Ólafsdótt- ur — eru kómísku týpurnar í sýn- ingunni. Þau eru mjög ósamstæð hjón og hamingjulaus og eins og það sé ekki nógu hlægilegt út af fyrir sig er túlkun þeirra Þórhalls og Guðlaugar á persónunum geysilega skemmtileg. Lækninn Maríu Lvovnu leikur Halla Margrét Jóhannesdóttir. María er hugsjónamanneskja, sem reynir að breyta öllum í kringum sig. Hún vill vera rödd sannleik- ans og leggja mikið af mörkum til að breyta heiminum. Rétt eins og hlutverk Vlas er þetta ekkert sérlega skemmtilegt hlutverk fyr- ir leikara. Það er fremur eintóna og flatt og gefur Höllu ekki bein- línis tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Það hefur hún hins vegar gert í öðrum sýningum Nemendaleikhússins og vinna hennar við hlutverk hinnar stilltu Maríu er mjög góð. Sigiún Ólafsdóttir leikur Júlíu, konu Pjotrs nokkurs Súslofs, sem er verkfræðingur. Júlía er til í að afla sér töiuverðrar þekkingar á karlmönnum á meðan maður hennar drekkur og virðist ekkert ósátt við ástandið, þótt hjóna- bandshamingja hennar sé hreint ekki meiri en annarra. Sigrún leik- ur hlutverk Júlíu á lifandi og örlít- ið skoplegan hátt. Hins vegar finnst mér hún hafa fengið dálítið svipuð hlutverk í sýningum Nem- endaleikhúsi í vetur. Mér þætti gaman að sjá hana leika eitthvað annað en kynferðislega „obsessí- var“ týpur. Gestaleikarar í Sumargestum eru þau Þröstur Leó Gunnarsson, sem leikur Súslf, Magnús Jóns- son, sem leikur rithöfundinn Sja- límof, Sigurður Karlsson, sem leikur Dvoétotsje, frænda Súslofs, og Margrét Helga Jóhannsdóttir sem leikur fóstruna Sösju. Leikur þeirra allra er mjög góður. Leikmyndin er mikið konfekt fyrir augað. Það er síður en svo að allt þar hafí notagildi fyrir framgang verksins, en þeim mun meira fyrir andrúmsloft sýningar- innar og það sama má segja um lýsingu. Samspil þessara þátta er gott og ber vott um hugmynda- auðgi og vandvirkni. Leikstjórnin er djörf og skemmtileg. í henni finnst mér gæta áhrifa frá sýningunni á Mávinum, sem var jólasýning Þjóðleikhússins. Þótt mér finnist uppsetning Kjartans á Tsjekov- verkinu Platanov, í Borgarleik- húsinu, vera einhver vandaðasta og skemmtilegasta uppsetning ís- lensks leikstjóra á verkum rússn- esku risanna hingað til gengur hann skrefi lengra í þessari sýn- ingu. Hún er ekki eins fáguð og fínleg, heldur leikur Kjartan sér hér meira með grófa þætti mann- lífsins, teygjir tilfinningar — og stjórnleysi á þeim — mun lengra, leyfir kómískum afleiðingum þess að njóta sín betur og er djarfari í notkun á kyrrstöðu og þögn. Leikaraskapurinn í mannlegum samskiptum verður því mun sýni- legri. Verkið og dýrðlegur texti þess gefur virkilega tilefni til þeirrar niðurstöðu sem birtist á sviðinu í Sumargestum, en djörf leikstjóm er það sem gerir dýrð- legt verk að góðri sýningu. Upprennandi íslendingar á lýðveldisári. Leikskólabörn á Grænuborg 1944. Fj ölskyldan á lýðveldisári ÞANN 19. mars verður opnuð á Árbæjarsafni sýningin Reykjavík ’44 - Fjölskyldan á lýðveldisári. Sýningin er sett upp í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi. Þar er brugðið upp mynd af lífshátt- um Reykjavíkurfjölskyldunnar á lýðveldisárinu 1944. Á það vel við þar sem nú er ár fjölskyldunnar. Sýningargestir fylgja fimm manna ' fjölskyldu í lífi og starfi, m.a. í skóla, á heimili, á vinnustað og í tómstundum, auk þess sem hátíðarhöldunum 17. og 18. júní eru gerð skil. Um er að ræða sögusýningu þar sem sýndir eru munir, myndir og skjöl. Þessi hátíðarsýning er unnin í samvinnu Árbæjar- safns og Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Sýningin er til húsa í svonefndu Kornhúsi frá Vopnafírði sem byggt var um 1820 og staðsett er syðst á lóð Árbæjarsafns. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til skólafólks, auk hinna almennu safngesta. Alla virka daga mun safn- kennari Árbæjarsafns taka á móti skólafólki. Fram til sumars, þ.e. frá mars til maí, verður sýningin öllum opin á sunnudögum kl. 13-17 og hefur Menningamefnd samþykkt að þá verði aðgangur ókeypis. Fyrsti almenni opnunardagur verður 20. mars. Til viðbótar verður sýningin opin í júní, júlí og ágúst á hefðbundn- um opnunartíma safnsins, en sýning- in mun standa til 1996. Við sýningaropnunina 19. mars kl. 16 er ætlunin að hefja dagskrána með söng Háskólakórsins. Því næst verða flutt þrjú ávörp. Fyrst býður undirrituð gesti sýningarinnar vel- komna og því næst heldur Júlíus Hafstein formaður Iýðveldishátíðar- nefndar Reykjavíkur stutta tölu. Að lokum mun Hulda Valtýsdóttir, for- maður Menningarmálanefndar Reykjavíkur, flytja ávarp og opna sýninguna formlega. Þá verður gest- um boðið að skoða sýninguna og þá mun Jónas Þórir leika lög á flygil. Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður. Óperudraugiirinn á Akureyri ÞAÐ hefur komist sú hefð á að Leikfélag Akureyrar frumsýni söngvaverk í lok hvers leikárs og það verður ekki brugðið út af venjunni þetta árið, því hafnar eru æfingar á Óperudraugnum eftir Ken Hill með söngperlum úr ýmsum frægum óperum eftir Offenbach, Donizetti, Verdi, Gounod, Weber og Mozart. í fréttatilkynningu segir: Þessi leikgerð á Óperudraugnum, sem er byggð á sögu Gaston Leroux, er óperuspaug með dularfullu ívafi og ást og afbrýði er ekki langt undan. Leikgerð Kens Hills er nú á fjölun- um víða um heim og þykir hin mesta leikhúsupplifun. Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri, tónlistarstjóri er Gerrit Schu- il, leikmynd og búninga gerir Sigur- jón Jóhannsson. Ljósahönnuður er Ingvar Björnsson og Böðvar Guð- mundsson hefur íslenskað Óperu- drauginn. Leikarar og söngvarar í Óperu- draugnum eru: Bergþór Pálsson, Marta G. Halldórsdóttir, Ragnar Davíðsson, Már Magnússon, Ág- ústa Sigrún Ágústsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Berg- dal, Þráinn Karlsson, Sigurveig Jónsdóttir, Dofri Hermannsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg o.fl. auk hljómsveitar og aðstoðarmanna. (Fréttatilkynning) Listahátíð í Seltjarnarneskirkju „FASTAN, dauði og pína Jesú“ er yfirskrift listahátíðar sem haldin verður í Seltjarnarneskirkju 20. mars til 4. apríl. Sýndar verða mynd- ir barna á nesinu og haldnir tónleikar sem flestir hefjast kl. 20.30. leikar. Rúrik Haraldsson leikari flytur Hátíðin hefst með messu á sunnu- daginn og um kvöldið verða tónleik- ar Gunnars Kvarans sellóleikara og Selkórsins. Þann 24. verða nem- endatónleikar Tónlistarskóla Sel- tjarnamess og þann 27. kennaratón- ljóð þann 30. Á Föstudaginn langa koma fram söngkonurnar Elísabet Eiríksdóttir og Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Vilhelmína Ólafsdóttir liíanóleikari og Bryndís Pétursdóttir leikkona. A páskadag verður guðs- þjónusta kl. 8 með helgileik nemenda í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Og annan dag páska tónleikar Safn- aðarkórs Seltjamaess, Kammerkórs- ins og Kammersveitar Seltjarnarness. Hátíðin verður opin á helgidögum kl. 10-14 og aðra daga 17-19. Að- gangseyrir er enginn og allir vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.