Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 21 Sjálfstætt fyrirtæki um innanlandsflugið? TAPREKSTUR á innanlandsflugi Flugleiða kom mjög til umræðu á aðalfundi félagsins i gær en tap á því nam alls um 125 milljónum króna á síðasta ári. Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður, sagði í ræðu sinni að það væri afdráttarlaust markmið að þessi þjónusta væri rekin með hagnaði, eins og aðrar einingar í rekstri félagsins. Þessu markmiði yrði áfram fylgt eftir og þær breytingar gerðar á rekstrinum sem þarf til að ná jafnvægi. Hann sagði að til greina kæmi að innanlandsflugið yrði sett í sjálfstætt fyrirtæki. A aðalfundin- um var bent á að Flugleiðir hefðu þurft að mæta vaxandi samkeppni í innanlandsflugi og að samkeppni frá einkabílum hefði aukist með betra vegakerfi. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um rúmlega 1% en flutn- ingar minnkuðu um rúmlega 4% á milli og hleðslunýting versnaði um tæplega 2 prósentustig. Stjórn fé- lagsins samþykkti um mitt síðasta ár að flugáætlun og rekstur innan- landsflugsins skyldi miðast við þijár Fokker 50 flugvélar og reynt skyldi að leigja fjórðu Fokker 50 flugvélina til annars flugfélags. Hún var leigð til Austrian Airlines í íjóra mánuði á síðasta ári en ekki hefur enn tek- ist að afla fleiri verkefna. Sigurður Helgason sagði á fundi með blaðamönnum í gær að offram- boð væri á Fokker-vélum eins og öðrum vélum en það færi þó minnk- andi. „Við leggjum áherslu á að losa okkur við eina Fokker 50 vél í eitt eða tvö ár og síðan erum við að fara í ýmsar aðrar hagræðingaraðgerðir enn frekar í innanlandsfluginu." Leifur Magnússon, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, sagði í sam- taii við Morgunblaðið að tvö verk- efni væru í sjónmáli fyrir fjórðu Fokker-vélina erlendis. Eitt verk- efnið gæti fallið til í sumar og ann- að í október nk. Hann sagði að markmið félagsins væri að draga úr tapinu með öllum tiltækum ráð- um og unnið væri að úttekt á öllum mögulegum valkostum í því sam- bandi. Flugleiðir hafa Fokker-vélamar á kaupleigu í tíu ár en samningur um eina vélina gerir ráð fyrir að hægt sé að segja honum upp þegar fímm ár eru liðin af leigutímanum. í umræðum á aðalfundinum sagði Hörður Sigurgestsson að það væri ljóst að félagið hefði vel getað kom- ist af með þijár flugvélar. „Það var mat forráðamanna félagsins þegar vélarnar vom leigðar að það væri hæfilegt að leigja fjórar vélar til að geta sinnt flestum og öllum þeim verkefnum sem væru á boðstólum á markaðnum bæði innanlands, til Færeyja og Grænlands." Hann sagði að eftirspurn hefði hins vegar minnkað verulega hér innanlands eftir innanlandsflugi en þegar vél- amar hefðu verið leigðar hefði verið gert ráð fyrir aukinni eftirspum. Holland Hoogovens mínnkar tap Ijmuiden, Hollandi. Reuter. Hollenzka ál- og stálfyrirtæk- ið Hoogovens skar niður tap um rúmlega helming 1993 og spáir þvi að það muni skila arði 1994. Fyrirtækið segir að tapið 1993 hafí numið 234 milljónum gyl- lina (123 milljónum dollara), að meðtöldum sérstökum útgjöld- um að upphæð 62 milljónir gyl- lina (32,6 milljónir dollarar) vegna niðurskurðar og endur- skipulagningar, og minnkað úr 595 milljónnum gyllina (312 milljónum dollara) árið áður. Hoogovens hefur orðið óþyrmilega fyrir barðinu á sam- drættinum í Evrópu og eyðandi samkeppni af völdum offram- boðs, en dregið saman seglin og sér nú fram á betri daga. NÓRUCA Barna- og unglinga- skíðaskór Ríkisrekstur Nýtt samskiptaform ráðuneyta NÝTT samskiptaform ráðuneytis og stofnana, svokölluð samnings- stjórnun, verður kynnt á ráðstefnu á vegum fjármálaráðuneytisins í næstu viku. Þetta er þáttur í stefnu fjármálaráðherra um nýskipan í ríkisrekstri en samningsstjórnun er skilgreind sem formlegur samn- ingur milli ráðuneytis og stofnunar þar sem annars vegar er kveðið á um áherslur í starfsemi stofnunar og þann árangur sem hún skuld- bindur sig til að ná og hins vegar um fjárveitinguna og það sjálf- stæði sem hún hefur til að ná settum markmiðum. „Á síðari árum hafa mörg vest- ræn ríki reynt samningsstjórnun," segir Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra. „Reynslan hefur sýnt að þetta er vandmeðfarin en um leið skilvirk aðgerð til að bæta ríkis- reksturinn. Það má í raun orða þetta þannig að í samningnum sé kveðið á um hvaða „þjónustu“ stofnun skuldbindur sig til að „selja“ og hvað stjómvöld skuld- binda sig til að „kaupa“.“ Friðrik segir að með þessu móti verði stjómvöld betur upplýst um starf stofnana og stjómmálamenn og skattgreiðendur geti fylgst með hvað stofnanir gera og hvemig þeim vegnar. Reynslan sýnir okkur að það er mikil vinna framundan í samningsgerð við einstakar stofn- anir. „Þegar svona samningur er orð- inn staðreynd verður stofnun ekki lengur bara nafn á blaði í fjárhagsá- ætlun sveitarfélags eða fjárlögum ríkisins þar sem einungis er til- greindur kostnaður við reksturinn, heldur eru birt markmið og hvemig stofnuninni hefur tekist til við að ná þeim í samanburði við fyrri ár. í framtíðinni eiga fjárlög íslenska ríkisins að endurspegla þetta,“ seg- ir Friðrik Sophusson. Tegund127 Stærðir 25-31 - kr. 4.740 Stærðir 32-40 - kr. 5.420 Tegund 173 Stærðir 32-40 kr. 6.880 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmúTiLíFPm GLÆSIBÆ. SÍMI812922 Heilerma bómullarbolir fyrir börn kr. 700 Hálferma bómullarbolir fyrir fullorðna kr. 500 BómuUarbuxur fyrir börn og fullorðna kr. 500 Leikfimibolir, barna kr. 400 Gallajakkar, bama kr. 1.100 VERZL. VIK Allar bómullarpeysur ákr. 990 og 1.190 Davíðsson útifatnaður og útiföt 15% afsláttur. VERZL. BORG ÖIl handverkfær i á lagerverði. FJALAKOTTURII Barnapeysur í úrvali kr. 990 Gallabuxur, fullorðins kr. 990 Afabolir á kr. 490, margir litir. Gallabuxur, fullorðins kr. 990 ABar peysur með 30% afslætti. GL411MBÆR Geisladiskar í úrvaU á lægsta verðinu. T.d. Best of Smolde kr. 1.290, Dreaming Best og Patsy Cline aðeins kr. 990 VERZUNIN BRISTOL Notaðar Levi's gaUabuxur frákr. 500 BRYDE VERZLUM Acrylpeysur kr. 1.290 Áðurkr. 1.990 BómuUarpeysur kr. 1.990 Áðurkr. 2.990 EDINBORG AUar golfmottur á hálfvirði miðað við búðarverð. VERZL. VISIR Peysur acryl og bómuU kr. 1.990 10% afsáttur. ódýrt skart á lægsta verðinu. MÖRK Úrval af skóm á kr.500ogkr.900 ÁSBYRGI Dömuskyrtur og blússur. Áðurkr. 4.770 tUkr. 6.870. Nú kr. 1.990 NORAMAGAZIN Bómullarpeysur kr, 2.700 Áður kr. 3.700 GaUabuxur kr. 1.900 Hvítar herraskyrtur kr. 2.490 ASKJA Barna flauelisbuxúr. Áður kr. 1.890. Nú kr 990 Gallavesti. Áður kr. 2.500. Núkr. 1.500 Barnapeysur. Áður kr. 1.890 nú kr. 990 VERZL. GEYSIR Handunnin öðruvísi fermingarkort. öðruvísi kertastkjakar til fermingargjafa. Komið til að vera! ÞORPH) B or garkr inglunni Opið mánudaga -föstudaga kl. 12-18.30, laugardaga kl. 10—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.