Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Droplaug: Hún og hennar fjölskylda eftir Nínu Rós Isberg og Jóhönnu Magnúsdóttur í tilefni af ári fjölskyldunnar og Nordisk Forum mun Æskulýðssam- band íslands halda málþing um stöðu ungu fjölskyldunnar. Þar verður rætt hver er raunveruleiki ungs flölskyl- dufólks og við hvaða vandamál það þarf að kijást. Við skulum kynnast fjölskylduhög- um Droplaugar aðeins nánar. Hún og bræður hennar Helgi og Grímur hlutu ósköp hefðbundið uppeldi, gengu menntaveginn og stofnuðu síð- an sínar fjölskyldur. A uppvaxtarár- um sínum var Droplaug ekkert sér- staklega áhugasöm um jafnréttismál enda hafði hún hlotið jafnmikla upp- örvun frá foreldrum sínum til náms og bræður hennar tóku jafnmikinn þátt í heimilisstörfum. Hún taldi að jafnrétti væri komið á og hún þyrfti því ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki sömu tækifæri og sömu laun og bræður hennar því það væri undir henni sjálfri komið. En annað kom á daginn. Droplaug gengur menntaveginn Á námsárum sínum eignaðist Droplaug barn en lét það ekki hindra sig því hún átti auðvitað kost á náms- lánum eins og allir aðrir og hún hafði öruggt bamaheimilispláss. Ekkert var því til fyrirstöðu að hún gæti stundað sitt nám af metnaði og krafti. Allt gekk eins og í sögu þar til barn- ið veiktist og hún náði ekki að upp- fylla kröfur LÍN um eðlilega náms- framvindu. Foreldrar hennar gátu ekki passað bamið fyrir hana þar sem þeir bjuggu ekki í Reykjavík og þó að bræður hennar hefðu gjarnan vilj- að hjálpa henni þá voru þeir báðir fjölskyldumenn og á fullu í námi og vinnu. Námslánið, sem var nú greitt eftir á, var ekki borgað út og Drop- laug sá fram á að vaxtakostnaður vegna yfirdráttarheimildarinnar í bankanum yrði henni ofviða. Hún ákvað því að taka sér hlé frá námi og var svo heppin að fá vinnu þrátt fyrir atvinnuleysi. Droplaug giftist í páskaferð starfsmannafélagsins tókust náin kynni með henni og ung- um manni sem hafði lengi rennt til hennar hým auga. Nokkrum mánuð- um seinna hófu þau sambúð þar sem þau töldu það miklu hagkvæmara en að leiga tvær íbúðir. Allt var í luk- kunnar velstandi og þau ákváðu að gifta sig og festu kaup á íbúð. Enn frekari frestun varð á námi Droplaug- ar vegna íbúðarkaupanna og stuttu „Margir geta fundið einhverja samsvörun í þessari reynslusögu.“ síðar varð hún barnshafandi. Eftir fæðingu bamsins hugðist Droplaug halda áfram í háifsdagsstarfi en komst fljótt að því að launin hennar dugðu engan veginn .fyrir dagheimil- isplássi fyrir bæði börnin. Hún ákvað því að vera heima með börnin í ein- hvern tíma. Gylfi, maður hennar, tók að sér meiri vinnu til að þau gætu staðið í skilum og eftir nokkra mán- uði fór Droplaug aftur í nám til að auka möguleika sína á vel launuðu starfí. Droplaug í leit að vinnu Álagið var mikið á hjónunum en Droplaugu tókst að ljúka námi og hélt út á vinnumarkaðinn bjartsýn og glöð í bragði. En hún rak sig fljótt á hina undarlegustu veggi. Hjúskap- arstaða hennar og barneign virtust skipta atvinnurekendur meira máli en menntun og starfsreynsla. Hún komst einnig að því að sú menntun sem hún hafði afiað sér og var sam- bærileg við menntun yngri bróður hennar veitti henni ekki sömu at- vinnutækifæri og var ekki jafnt met- in til launa. Leit hennar að starfi við Nína Rós ísberg hæfi bar lítinn árangur og Gylfi varð stöðugt þreyttari á að vera eina fyrir- vinnan á heimilinu. Hann vann myrkranna á milli og enginn tími var til samvista við fjölskylduna. Börnin sáu hann varla, helst á tyllidögum og hjónin höfðu engan tíma til að rækta samband sitt. Gylfi spurði sjálfan sig hvort tími karlmannsins sem fyrirvinnu væri ekki liðinn. Hann sjálfur vildi taka virkari þátt í uppeldi barnanna og að þau hjónin tækju jafnan þátt í öflun tekna til heimilisins. Þau urðu föst í neti sem þau virtust ekki kom- ast út úr vegna ytri aðstæðna. Niðurlag Margir geta fundið einhvetja sam- svörun í þessari reynslusögu Drop- laugar og Gylfa og aðrir hafa líklega allt aðra sögu að segja. Hér hefur einungis verið rakin saga hjóna með böm en fjölskylduformið tekur á sig Húsatryggingar Reykjavikur — Einokun eða íbúahagsmunir eftir Rúnar Bjarnason Allt frá því Húsatryggingar Reykjavíkur hófu starfsemi sína fyrir 40 árum hafa tryggingamenn o.fl. hrópað „einokun“, „einokun"! Nú eygja þessir menn árangur af áróðri sínum gegnum fagnaðarboðskap EES. Frá því maður las um einokunar- versiunina á íslandi hefur maður ávallt talið að slíkt væri gróða- og arðránsstarfsemi sem viðskiptavinir færa mjög halloka fyrir. Skoðum aðeins betur starfsemi Húsatrygg- inga Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur á hendi allar brunatryggingar fasteigna í Reykja- vík, en er rekið sem borgarstofnun í þágu skattborgaranna. Það bæti mögiunarlaust öll tjón á fasteignum sem verða við eldsvoða, tjón af eldin- um, reyk og sóti, vatni og aðgerðum slökkviliðsins. Hvað er borgað í iðgjald? Fyrir íbúð sem kostar 10 milljónir er ið- gjaldið kr. 1.400 á ári eða tæplega 4 krónur á sólarhring. Auk tjónabóta fá viðskiptavinir brunabótamat og endurmat eftir þörfum, ásamt brana- bótavottorði þegar hver vill. Húsa- tryggingar hafa lengst af greitt allar fjárfestingar slökkviliðsins, þ.e. hús, bíla og tækjabúnað ásamt verulegum hluta af kostnaði Reykvíkinga í rekstri slökkviliðs og eldvarnaeftir- lits, þar með talið mönnun sjúkrabíla. Þá greiða Húsatryggingar innkaup vatnsveitunnar á brunahönum og skatt til Brunamálastofnunar ríkisins. íbúðareigandinn með 10 milljón króna íbúðina nýtur alls þessa fyrir „Húsatryggingar hafa lengst af greitt allar fjárfestingar slökkvi- liðsins, þ.e. hús, bíla og tækjabúnað, ásamt verulegúm hluta af kostnaði Reykvíkinga í rekstri slökkviliðs og eldvarnareftirlits, þar með talið mönnun sjúkrabíla.“ tæpar 4 krónur á dag, en t.d. kostn- aður skattborgaranna við slökkviliðið er þess vegna til muna lægri en hjá samningsbundnum nágrannasveitar- félögum. Ef gerður er samanburður við nágrannalöndin, þar sem trygg- ingar era fijálsar, er iðgjaldið af brunatryggingu ailt að 10 sinnum hærra, í Osló t.d. kr. 15.000 fyrir 10 miíljón króna íbúð á ári. Ftjáls og óháð tryggingafélög ann- ast branatryggingar á innbúi manna. Ætla mætti að samkeppni tryggði þar vel hag viðskiptavinanna. Greitt iðgjald er samt hið sama hjá þeim öllum, eða á ári kr. 10.000 fyrir 10 milljón króna tryggingu, auk ýmissa gjalda sem bætast við m.a. kr. 6.000 í stimpilgjald í fyrstu greiðslu. Ekki verður hér lagt mat á það hvort svipað verður uppi á teningnum ef „einokun" Húsatrygginga verður aflétt, en ég vil hvetja Reykvíkinga og einkum þingmenn og borgarfull- trúa Reykjavíkur til að íhuga það hvort ekki ætti að standa vörð um Raunveruleiki eða vísindaskáldskapur? eftirÞórð Óskarsson ogJúlíus Gísla Hreinsson Veraleg umræða hefur orðið um glasafijóvganir á undanförnum vik- um og mánuðum hér á landi sem erlendis. Inn í hana fléttast gjarnan læknisfræðileg, siðfræðileg og laga- leg álitamál. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir tilgangi slíkrar með- ferðar þar sem haft er að leiðarljósi það markmið að gera hjónum eða sambýlisfóki kleift að eignast saman afkvæmi sem ekki eiga þess kost eftir öðram leiðum. Notaðar era kyn- frumur (eggfrumur og sáðframur) parsins sjálfs sé þess nokkur kostur. Glasafrjóvganir hófust á Islandi í október 1991 og voru þá settar starfsreglur fyrir deildina. Þar er kveðið á um sambúð í a.m.k. þrjú ár, að aldur konunnar sé ekki hærri en 42 ár, að parið eigi eitt eða ekkert barn saman, að ekki sé leyfilegt að nota gjafaeggfrumur eða gjafafóstur- vísa, að notkun fósturvísa í rann- sóknaskyni sé óheimil og að frysting fósturvísa sé óheimil. Þessar reglur era allstrangar og byggjast á því að ekki sé skynsam- legt að fara út í umdeilda meðferð þar sem engin lög eða reglugerðir era til um slíka starfsemi hér á landi. Komið hefur fram í fjölmiðlum ýmiss konar misskilningur um glasa- fijóvganir og þá möguleika sem slík meðferð býður upp á. Svo virðist sem margir, jafnvel fagaðilar, geri ekki greinarmun á raunverulei'kanum og vísindaskáldskap og hafi meðal ann- ars alranga mynd af því sem kallað hefur verið val á fósturvísum til fóst- urfærslu. Með því er átt við að ein- ungis eðlilega fijóvguð egg sem byij- að hafa frumuskiptingar (fósturvísar) era flutt til konunnar. Þeir fósturvís- ar sem hafa heillegastar og að jafn- aði flestar frumur eru síðan valdir til uppsetningar. Þetta er gert til að „Svo virðist sem marg- ir, jafnvel fagaðilar, geri ekki greinarmun á raunveruleikanum og vísindaskáldskap. “ auka líkurnar á að meðferðin leiði til þungunar. Um val á öðrum eiginleik- um fósturvísar.na er ekki að ræða. Alls ekki er mögulegt að velja á nokkurn hátt útlitseinkenni þeirra bama sem verða til við glasafijóvg- un. Auk þess hlýtur það að teljast lítilsvirðing við verðandi foreldra að ætla að þeir hafi yfirleitt áhuga á að velja sér börn með þeim hætti, hvort sem um er að ræða börn sem getin eru með hjálp glasafrjóvgunar eða ekki. Notkun eggja úr deyddum fóstram í þágu kvenna sem ekki hafa egg sjálfar er ekki möguleg. Hér er um Þórður Óskarsson að ræða hugmynd sem ef til vill yrði ekki útilokað að framkvæma ein- hvem tíma en engar slíkar tilraunir hafa verið gerðar á mönnum og þær músatilraunir sem til stóð að gera á stað einum í Skotlandi voru bannaðar áður en þær hófust. Ekki virðist lík- legt að nokkur hafi áhuga á að hefja slíkar rannsóknir eftir þau viðbrögð sem þessi hugmynd hefur fengið. Það er keppikefli á glasafijóvgun- ardeildum að handfjatla egg og fóst- urvísa eins lítið og eins varlega og Jóhanna Magnúsdóttir fleiri myndir. Aðstæður fólks eru mismunandi og vandamál þeirra margvísleg. Engu að síður þarf ungt fólk að takast á við svipuð vandamál þegar það stofnar til fjölskyldu. En hvað er til ráða? Við því era engin einhlít svör en þessi sameiginlega reynsla er góður grundvöllur til gagn- legra skoðanaskipta á stöðu ungu fjölskyldunnar í dag. Nú gefst ungu fólki gott tækifæri til að koma saman, ræða skoðanir sínar og miðla af reynslu sinni af fjöl- skyldulífi. Þetta gullna tækifæri gefst á málþingi ÆSI sem haldið verður hinn 19. mars nk. í húsnæði Kennara- háskólans við Stakkahlíð. Við hvetj- um alla sem áhuga hafa á málefnum fjölskyldunnar að koma og taka þátt í umræðum. Nína Rós er mannfræðingvr og Jóhanna er stjórnmálafræðingur. Rúnar Bjarnason Húsatryggingar Reykjavíkur, íbúum borgarinnar í hag enda munu sveitar- félög víða á EES svæðinu njóta und- anþága í slíkum málum. Höfundur er fv. slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Júlíus Gísli Hreinsson hægt er. Þetta er nauðsynlegt til að fósturvísarnir verði ekki fyrir hnjaski og hægt sé að búast við viðunandi árangri af starfinu. Þeir sem vinna að þessum málum gera sér grein fyr- ir að ef gripið er of mikið inn í þetta viðkvæma líffræðilega kerfi má búast við að allt sé unnið fyrir gýg. Höfundar eru læknir og líffræð- ingur á glasafrjóvgunardeild Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.