Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 5 Bændur hækka verð á svínakjöti Verð 20 krónum lægra en í nóvember SVINAKJÖT hækkar í verði á næstu dögrjm, en Valur Þorvaldsson, framkvæmdasljóri Svínaræktarfélags íslands, segir að verðið muni eftir sem áður verða 20 krónum lægra en í nóvember á síðasta ári. „Þetta er hækkun á verði sem er fáránlegt," segir hann. „Menn eru að þessu núna vegna þess að markaðurinn skapar þeim ekki Iífsskilyrði." Valur segir að verðlækkanir síð- ustu tveggja mánaða séu fáránlegar og undanfarið hafi nánast verið um útsölu á svínakjöti að ræða. í nóvember var skilaverð til bænda 280 kr./kg en í febrúar hafi það verið komið niður í 241 kr./kg, segir hann. í mars hafi verðið enn lækkað og far- ið niður í 220 kr./kg og nú vilji bænd- ur að verðið verði 260 kr./kg. Samstaða meðal svínabænda Valur sagði að samstaða ríki um hækkunina hjá svínabændum um að láta kjötið ekki fara á lægra verði. Bændur eigi um það að velja hvort þeir selji grísinn eða ekki. Ef tekjur búanna dugi ekki fyrir útgjöldum stefni í óefni. Póstur og sími Akvæði um enga bóta- ábyrgð tek- in fram á eyðublöðum GUÐMUNDUR Björnsson, aðstoð- arpóst- og símamálastjóri, segir að stofnunin hyggist upplýsa við- skiptavini sína betur um takmörk- un á bótaábyrgð og verður hún framvegis tekin fram á eyðublöð- um sem fólk undirritar þegar það sækir um sima. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nýlega að stofnunin gæti ekki firrt sig bótaábyrgð með þvi einu að taka það fram í gjaldskrá. Guðmundur átti fund með lög- fræðingi stofnunarinnar á mánudag og er niðurstaða þess fundar að umboðsmaður hafi ekki átt við að stofnuninni væri ekki heimilt að tak- marka bótaábyrgð, heldur þyrfti að upplýsa viðskiptavini Pósts og síma betur um þá takmörkun. Það hyggst stofnunin gera og verður framvegis tekið fram á eyðublöðum að Póstur og sími beri ekki ábyrgð á mistökum sem kunna að verða vegna af- greiðslu símtala og símskeyta. ----------» ♦ ♦----- Hann segir að þessar 260 kr. séu eftir sem áður lægra verð en viðmið- unarverð Svínaræktarfélagsins, en það sé nú 285 kr./kg. Valur bendir á að undanfarin ár hafi verð svínakjöts lækkað jafnt og þétt og búist sé við að sú þróun haldi áfram. Morgunblaðið/Sverrir Snjór og blíða GÓÐ AÐSÓKN hefur verið í skíða- svæðið í Bláfjöllum í vikunni og metaðsókn var á þriðjudag og í gær, að sögn Siguijóns Einarsson- ar. Allt að 3.000 manns komu á svæðið þessa tvo daga og er það eins og á þokkalegum sunnudegi, að sögn Siguijóns. „Þetta snýst allt um veðrið," segir hann. Skárri tíð hefur verið í vetur en í fyrra og eru forráðamenn skíðasvæðis- ins þokkalega ánægðir með að- sóknina það sem af er árinu. Á laugardag verður suðaustanátt, bjart og kalt, en á sunnudag hlýn- ar í veðri, vindur verður allhvass og snjókoma og slydda verður á Suðvesturlandi. Davíð með landsliðinu til Japans DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fer í dag, föstudag, til Japans í fylgd landsliðs Islands í knatt- spyrnu sem leikur vináttuleik við fyrstu deildar lið stórfyrirtækisins Hitachi í nágrenni Tókýó á mánu- dag. Ferð ráðherrans er farin í boði Japansk-íslenska félagsins. Forsætisráðherra verður í Japan til miðvikudags en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Davíð Oddsson einnig hitta þar- lenda ráðamenn að máli, e.t.v. þar á meðal Morihiro Hosokawa, for- sætisráðherra landsins. Þá mun forsætisráðherra skoða eftirlíkinguna af Höfða sem reist hefur verið í Nikko-þjóðgarðinum í Japan, en hann var sem kunnugt er borgarstjóri Reykjavíkur þegar leið- togafundur Gorbatsjovs og Reagans var haldinn í húsinu. Þá verður forsætisráðherra við- staddur leik íslenska landsliðsins við Iið Hitatchi en með því leikur m.a. brasilíski leikmaðurinn Careca, sem áður lék með Napólí. Asía austræn og heillandi! Asía er stærsta og fjölbreytilegasta álfa heims. Þar eru íburðarmiklir ferða- mannastaðir með glæsileika á hverju strái og menningarsamfélög sem varðveita fornar hefðir og lifnaðarhætti. Matargerðarlist í Asíu er heims- fræg og menning og listir Asíubúa byggja á mörg þúsund ára hefð. SAS og Flugleiðir bjóða upp á fjölmarga ferðamöguleika til Asíu og auðvelt er að sameina viðskiptaferðina og fríið með fjölskyldunni. Komið og fáið nýjan og glæsilegan ferðabækling um Asíu. Keflavík - Bangkok............................79.000*..........................89.000** Keflavík - Singapore..........................89.000*..........................99.000** Keflavík - Hong Kong..........................89.000*..........................99.000** Keflavík - Peking............................93.000*..........................103.000** Keflavík - Tokyo..............................93.000*.........................112.000** *Bókunarfyrirvari 14 dagar. Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Bamaafsláttur 50%. **Bókunarfyrirvari enginn. Lágmarksdvöl engin, hámarksdvöl 9 mánuðir. Barnaafsláttur 50%. [slenskur fiugvallarskattur er 1.340 kr. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. /S///S4S FLUCLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.