Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 17
Skriðdalur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 17 Hreindýr skemma gróð- ur á skógræktarsvæði Egilsstöðum. HREINDÝR hafa unnið skemmdir á trjáplöntum víða í Skriðdal að undanförnu vegna tíðra heimsókna niður á láglendið. Hreindýrin fara um í þó nokkuð stórum hópum, allt upp í nokkur hundruð saman. Fátt virðist stöðva dýrin og vippa þau sér léttilega yfir flest- ar girðingar og rekast illa sé reynt að stugga við þeim. Það er ekki heiglum hent að rækta skóg á íslandi og það er því mjög niðurdrepandi fyrir þá sem við þessa iðju fást að fá hreindýr í heimsókn sem traðka niður við- kvæman gróðurinn, að því er virð- ist að tilefnislausu. Slíkt hefur gerst í Skriðdal að undanförnu og hefur heimsókn hreindýra verið árviss undanfarin ár. Skarphéðin Þórisson líffræðing- ur segir að hér sé fyrst og fremst um að ræða dýr í ætisleit því jarð- bönn eru til fjalla og heiða. Dýrin éti þó ekki tijáplönturnar heldur nudda sér utan í þær og eyði- leggja, auk þess að traðka þær niður. Um eins metra háar plöntur fara verst út úr þessu nuddi dýr- anna. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á því af hveiju dýrin leggj- ast á plönturnar. Nefndur hefur verið kláði vegna missis horna, en Landskeppni í eðlisfræði Urslit fara það hefur ekki verið vísindalega sannað og segir Skarphéðinn að rannsóknir vanti á þessu atferli dýranna. Þó standi til að þær fari fram á vegum Veiðistjóra og í sam- ráði við Skógrækt ríkisins og Hér- aðsskóga. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Eyðilegging HREINDÝRIN skemma trjágróðurinn þar sem þau fara um í flokk- um um Skriðdal. Hvað er til ráða? Ýmsum hugmyndum um úrbæt- ur hefur skotið upp kollinum, þar á meðal að reisa háar girðingar, en slíkt er kostnaðarsamt og ekki ljóst hver bæri kostnaðinn af því. I annan stað halda girðingar dýrun- um mjög illa í burtu því þau stökkva yfir þær flestar. Bændur hafa reynt að reka dýrin burtu en það er skammgóður vermir, nema þeim mun lengra sé farið með þau. Skarphéðinn telur fækkun dýrana ekki koma til greina sem lausn á vandanum, nema fækkað yrði veru- lega í stofninum, enda þarf ekki mörg dýr til að valda miklu tjóni. Að hans mati verður að rannsaka þetta atferli dýranna og í fram- haldi af því að taka ákvörðun um hvað sé helst að gera. _ gg Miðvikudag - Fimmtudag - Föstudag - Laugardag ló,- IV. mars 190 NEMENDUR frá 12 fram- haldsskólum um allt land, tóku þátt í forkeppni Landskeppni í eðlisfræði sem Eðlisfræðafélag íslands og Félag raungreina- kennara gengust fyrir 1. mars sl. Efstur í keppninni varð Gunn- laugur Þór Briem, Menntaskól- anum í Reykjavík, með 21,25 stig af 25 mögulegum. 14 keppendum er nú boðið til ; úrslitakeppni og þeir valdir með | hliðsjón af árangri og að nokkru leyti að þeir uppfylli aldursmörk \ Ólympíuleikanna í eðlisfræði. Munu keppendur glíma við fræði- leg verkefni úr eðlisfræði og fram- kvæma tilraunir ásamt skýrslu- gerð. Verðlaunaafhending fer fram 19. mars og eru veitt bóka- verðlaun fyrir góðan árangur í forkeppnini en peningaverðlaun fyrir góðan árangur í úrslita- keppninni. Þessum nemendum er boðið til úrslitakeppninnar. Frá Mennta- skólanum á Akureyri: Sveinbirni Pétri Guðmundssyni. Frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð: Loga Ragnarssyni. Frá Menntaskólan- um í Reykjavík: Arnari Má Hrafn- kellssyni, Gunnlaugi Þór Briem, Styrmi Sigurjónssyni, Burkna Pálssyni, Þórði Ægi Bjarnasyni, Tómasi Þorsteinssyni, Alfreð Haukssyni, Ingólfi Ágústssyni, Guðmundi Hafsteinssyni, Stefáni Bjarna Sigurðssyni, Skúla Guð- mundssyni. Frá Verslunarskóla íslands: Þórólfi Jónssyni. Allt að 5 efstu keppendur í úr- slitakeppninni munu verða fulltrú- ar íslands á 24. Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Peking í Kína 10.-18. júlí á sumri komanda. Þeir þurfa þó að upp- fylla það skilyrði leikanna að vera yngri en tvítugir 30. júní 1994. Dagskrá úrslitakeppninnar er sem hér segir: Laugardagur 19. mars kl. 9-12, fræðilegur hluti, VR II í Hí, sunnudagur 20. mars kl. 9—12.30, verklegur hluti, VR I í HÍ, kl. 16.30-18, verðlaunaf- hending, Skólabæ. kynnir Kringlukast r vor r a / vorum -alslætti KRINGMN Afgreiðslutínii Kringlimnar; Mánudaga tilfimmtudaga 10-18.30, föstudaga 10-19 oglaugardaga 10-16. 1 vmnni fram um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.