Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 49' Þú, öku- maður! Frá Sigurlaugu Halldórsdóttur: Þú, ökumaður, sem jóst yfir mig og litlu dóttur mína for og drullu austan megin á Snorrabrautinni mánudaginn 14. mars kl. 13.30, ætlar þú að borga hreinsunina á rú- skinnsúlpunni minni? Eða ætlar þú ef til vill að kaupa handa mér nýja þegar í ljós kemur að tjörublettimir nást ekki úr í hreinsun? Því miður náði ég ekki númerinu á bílnum þín- um, ég sá reyndar ekki á hvernig bíl þú varst, því ég blindaðist af krapadrullunni sem rann úr hári mér niður á andlitið og í augun. En þú ókst líka það hratt að þú varst löngu horfínn fyrir næsta horn þegar ég áttaði mig á ósköpunum. Krapadrull- an var í vösunum á úlpunni minni, hettunni, meira að segja ofan í handt- öskunni minni. Hví í ósköpunum ókstu ekki miðað við aðstæður þennnan dag? Borgin var á kafí í snjó, alls staðar háir ruðningar með- fram gangstéttarbrúnum og krapa- pollar á götunum. Það fór ekki á milli mála að þama voru á ferð gang- andi vegfarendur. Getur það verið að það gleymist stundum í umferðar- menningu þjóðarinnar að virða rétt gangandi vegfarenda? Þú virtir alla vega ekki minn síðasta mánudag!! SIGURLAUG HALLDÓRSDÓTnR Rekagranda 3, Reykjavík. Pennavinir NÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á skátastarfi og bókalestri: Veronika Glovanova, Zamecka 511, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. ÁTJÁN ára fínnsk stúlka með áhuga á tónlist, dýrum, börnum, sundi, ferðalögum og kvikmyndum: Mirri Simila, Tehokatu 18, 04400 Jarvenpaa, Finland. NÍTJÁN ára fínnsk stúlka með áhuga á köttum, íþróttum, tónlist og mikinn íslandsáhuga: Aila Karkkainen, Tuohikoivuntie 17 C, 00780 Helsinki, Finland. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÍTJÁN ára norsk stúlka með áhuga á tungumálum, ferðalögum, dýrum, tónlist, dansi, karate o.fl.. Vill skrifast á við 18-23 ára pilta og stúlkur: Áshild K. Hallanger, 5730 Ulvik, Norway. GHANASTÚLKA 25 ára að aldri með áhuga á ferðalögum, kvik- myndum, dansi og samræðum við opinskátt fólk: Nancy Asmah, Box 390, Oguaa, Centra Region, Ghana. LEIÐRÉTTING Verð á tímaritnm Prentvillupúkinn braut sér leið inn í upplýsingatöfiu um verð á erlendum tímaritum sem birtist á neytendasíð- um í gær. Verð á tímaritinu Wild about animals er 152 krónur út úr búð í Englandi og 375 krónur á ís- landi, en ekki 288 kr. í Englandi og 570 kr. á íslandi. Réttar upplýsingar um verð komu fram í texta með töfl- unni. Jafnframt var uppgefíð rangt verð í töflu á tímaritinu Game Zone, sem kostar 271 krónu út úr búð í Englandi, en ekki 371 krónu. Verð- munur milli landa í prósentum, sem gefínn var upp í töflu er réttur mið- að við rétt verð, en senst vitaskuld ekki, sé miðað við rangt verð í töflu. VELVAKANDI ÞEKKIR EINHVER FÓLKIÐ MYND þessi kom með fleiri myndum úr dánarbúum. Ef ein- hver þekkir fólkið er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 25287. Kristín Guðmundsdóttir. GÓÐUR ÞÁTTUR MIG langar að þakka fyrir góðan þátt í sjónvarpinu sl. þriðjudags- kvöld þar sem rætt var um sið- ferðilega ábyrgð fjölmiðla í um- fjöllun um persónur. Allir þátttak- endur stóðu sig með prýði og voru mjög málefnalegir. Sérstaklega fannst mér athyglisvert það sem Jóna Rúna Kvaran sagði um af- drif barna fólks sem fjallað væri um í fjölmiðlum. Konurnar tvær, Jóna Rúna og Bessí Jóhannsdótt- ir, komu alveg sérstaklega vel fyrir og þó þessi þáttur hafi ekki endað í neinu rifrildi eða með lát- um er örugglega margt í honum sem á eftir að vekja fólk til um- hugsunar um þessi efni. Sigrún Björnsdóttir STÖNDUM SAMAN í Velvakanda 16. mars er smá- grein eftir Fríðu sem ber yfir- skriftina Eftirsjá í Markúsi. Áuð- vitað sé ég líka eftir Markúsi Erni, þeim ágæta borgarstjóra sem hefur staðið sig með prýði. En ég mun ekki láta það koma niður á flokknum. Árni Sigfússon er indæll maður, mjög duglegur og gerir margt gott og ég efa ekki að svo verði áfram. Ég mun svo sannarlega gefa flokknum atkvæði mitt og reyna að sópa atkvæðum með mér því nú er um að gera að standa saman. Vona ég að Fríða eigi eftir að skoða hug sinn. Sveinbjörg Her- mannsdóttir, Hraunbæ 188. SLÆM ÞJÓNUSTA FYRIR nokkru pantaði ég pizzu frá Hlíðapizzu og verð að segja að þjónustan þar er ekki nógu góð. Ég beið í u.þ.b. 1 klukku- stund eftir að fá pizzuna senda heim og þegar hún loksins kom vantaði eina áleggstegundina á hana. Ég hringdi því til að kvarta undan þessu en mætti eingöngu dónaskap eiganda staðarins. Eftir að hafa þrefað við hann nokkum tíma sættumst við á að ég fengi aðra pizzu þó ég þyrfti að bíða eftir henni í 1-1‘/2 klukkustund. Eigandinn tilkynnti mér einnig að ef svo mikið sem eitt korn af nautahakki, en það var áleggið sem vantaði, væri á pizzunni, þá fengi ég ekki aðra. Þegar síðari pizzan kom svo var hún alveg nákvæmlega eins og sú fyrri. I bæði skiptin óskaði ég eftir því að fá senda kvittun með pizzunni en það var víst ekki hægt. Óttar Guðlaugsson, Sléttuvegi 7, Reykjavík. TAPAÐ/FUNDIÐ Seðlaveski tapaðist LÍTIÐ bleikt samanbrotið seðla- veski með skilríkjum tapaðist fyr- ir tæpum tveimur vikum, líklega fyrir utan verslunina Síld og físk. Finnandi vinsamlega hringi í síma 76940. Bók óskast GUÐBJÖRG Runólfsdóttir leitaði til Velvakanda í leit sinni að bók- inni Tröll í enskri þýðingu. Hún er úr íslenskri þjóðsagnaveröld, gefin út af Erni og Órlygi og myndir í bókinni em eftir Hauk Halldórsson myndlistarmann. Geti einhver séð af þessari bók er hann vinsamlega beðinn að hafa samband i síma 98-66761. Pennaveski og úr fundust TÖLVUÚR og pennaveski fund- ust á á bílastæði við Krabba- meinshúsið, Skógarhlíð 8, fyrir nokkru. Spurt hafði verið um þessa muni nokkru áður en þá voru þeir ekki komnir í leitimar. Upplýsingar í síma 621414. Leðurhanski fannst SVARTUR karlmannsleður- hanski fannst við strætisvagna- biðskýli á Hlíðarvegi í Kópavogi sl. miðvikudagsmorgun. Eigandi hafí samband í síma 644126; Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með þremur LA- Gear merkjum hangandi á fannst í Garðabæ sl. sunnudag. Eigandi hafi samband í síma 656807. Úr tapaðist CANDINO-úr með ljósrofa týnd- ist við Háskólabíó þann 8. mars si. Finnandi vinsamlega hringi í síma 18512. Eyvindur. GÆLUDÝR Lína er týnd LINA er 7-8 mánaða smávaxin læða, svört með lítin hvítan blett á maganum. Hún hvarf frá heim- ili sínu í Breiðholti þann 17. febr- úar sl. Sést hefur til hennar í Seljahverfi. Ef þið hafið séð hana vinsamlega hringið í síma 77552 eða 74239. V 1 K I N G A Vinningstölur miövikudaginn: 16. mars 1994 VINNiNGAR FJÖLDi VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 6 af 6 3 12.116.000 5 af 6 +bónus 0 1.708.494 5 af 6 4 65.482 Q 4 af 6 187 2.228 m 3 af 6 +bónus 813 220 á fsi.: 2.565.918 fjj Uinningur fór til: Danmerkur (2), Svíþjóðar LÝSINGAR, LUKKULÍNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR VANGO ..þar sem ferðalagið byrjar! SEQLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 101 REYKJAVIK S. 91 -621 780 Bakpokar frá kr. 4.300 Svefnpokar frá kr. 3.600 QLLn 83 GVd V ÐINM3AH jr ...við leysum málin! Við leigjum út samkomutjöld af ótal gerðum og staerðum -allt frá 50 og upp í 5000 fermetra fyrir hverskonar samkomur. Tjaldið sjálf - eða látið vana starfsmenn aðstoða ykkur við að reisa tjöldin á svip- stundu hvar á landinu sem er. Þau eru fljótleg I uppsetningu og geta staðið hvort heldur sem er á grasi, möl eða malbiki. f—————— IM W ■ ■ ■ Leigjum nú einnig út falleg tréborð og klappstóla, trégólf og gasofna, Ijós og fánaborgir. v PANTIÐ TÍMANLEGA - í SÍMA 625030 g] ELECTROLUX GOODS PROTECTION m Metsölublad á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.