Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Forstjóri Samskipa ræddi við ráðgjafa Drewry Aðferðafræðinni við gerð skýrslunn- ar var ábótavant FORSTJÓRI Samskipa telur að meginniðurstaða skýrslu Drewry Shipping Consuitants sé sú að samkeppni í siglingum stuðli að hag- kvæmni. Hann telur ástæðu tíl að skoða ýmsa þættí í aðferðafræði við gerð skýrslunnar um íslenska sjóflutningamarkaðinn. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, hafði ekki enn fengið skýrsl- una í hendur þegar blaðið átti sam- tal við hann í gær, en sat ráðstefnu FÍS. Ólafur átti í gær fund með Mark Page, ráðgjafa Drewry Shipp- ing Consultants (DSC), og gat farið yfir nokkra þætti skýrslunnar með honum. Ólafur segir að þau meðal- verð sem kynnt eru í skýrslunni fáist engan veginn staðist miðað við þau verð sem Samskip setur upp. „Ég ræddi þetta við ráðgjafann og sýndi honum okkar gögn, hann sá að tölum hans ber ekki saman við það sem við erum að vinna með.“ Ólafur sagði að Mark Page hafi talið þau verð sem hann fékk upp- gefin vegna skýrslugerðarinnar óeðlilega há. ekki viss um að samsetning vöru hingað til lands endurspeglaði þá staðla sem DSC er vant að vinna með. Ef meiri þungi er reiknaður í hvem gám en raunverulegt meðaltal gefur til kynna, verður flutnings- kostnaður gámaeiningar of hár. Varðandi gagnagrunninn sem stuðst er við sagði Ólafur mikilvægt að menn hefðu í huga hvernig hans var aflað. Honum skildist að safnað hafi verið flutningskostnaði ein- stakra fraktkaupenda. Þama væru misstórir innflytjendur sem margir hvetjir flyttu ekki í heilum gámum, heldur ættu vömr í safnsendingum. Umreikningur á slíkum flutnings- gjöldum í verð á gámaeiningu gæti gefið mjög hátt flutningsverð. Legið á skýrslunni Skólahljómsveit Grafarvogs. Hátíðartónleikar í Grafarvogskirkju SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafarvogs verður eins ,árs mánudaginn 21. mars. Af þessu tilefni held- ur sveitin hátíðartónleika í Grafarvogskirlgu kl. 17 á sunnudag. A efnisskránni eru verk m.a. eftír Pezel, Purcell, Árna Björnsson, Stuart Johnson og fl. Sveitin telur 45 hljóðfæraleikara sem koma fram í þrem deildum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur sveit- in haft mikið að gera. Fyrir utan venjulegar æfing- ar hefur sveitin stundað æfingabúðir af kappi ásamt þátttöku í landsmótinu í Hafnarfirði í fyrra. Sveitin er þegar farin að setja svip á menningarlífið í Grafar- vogi, segir í fréttatilkynningu. Skólahljómsveit Grafarvogs hefur þá sérstöðu meðal íslenskra hljómsveita að vera byggð upp sem brasssveit að enskum hætti. Þessi tegund sveita skipar æ hærri sess víða um heim, sérstaklega í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Stjórnandi sveit- arinnar er Jón E. Hjaltason. Þórður Sverrisson framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips Samanburður á flutn- ingsverðum flókinn 1 SKÝRSLU Drewry Shipping Consultants (DSC) er byggt á upplýsing- um frá Félagi íslenskra stórkaupmanna (FÍS). Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, taldi það ljóð á skýrslunni að ekki væri gerð grein fyrir gögnunum sem lögð eru til grundvallar. „Þegar unnið er með meðaltöl verða menn að hafa stórt safn af gögn- um.“ Skýrslan barst Eimskip um miðjan dag í gær og er hún nú til skoðunar hjá félaginu. Taldi Þórður eðlilegra að skýrslu DSC hefði verið dreift fyrir fund FÍS á miðvikudag. Fyrirvari við umreikning Ólafur taldi ástæðu til að gera fyrirvara við umreikning DSC frá tonnaverðum og rúmmálsverðum í gámaeiningar. Sagði Ólafur að DSC miðaði við 8,7 tonn sem meðalþyngd í hverri gámaeiningu. Taldi Ölafur það mjög ríflega reiknað og var Bankar og sparisjóðir Ríkisvíxlar ekki áreiðan- leg vísbend- ing um vexti FORRÁÐAMENN banka og kparisjóða segja að vextir á ríkis- víxlum lúti öðrum lögmálum en vextir á skammtimalánum. Því þurfi vaxtalækkun á ríkisvíxlum ekki að þýða að vextir á skamm- tímalánum fylgi í kjölfarið. Ólafur telur það rýra gildi skýrsl- unnar að hún var ekki unnin í sam- ráði við flutningsaðila. Aldrei hafí verið leitað til Samskipa um neinar upplýsingar, né heldur niðurstöður skýrslunnar bomar undir félagið. Ef það hefði verið gert hefðu menn getað sannreynt nýtingarhlutföll á gámum og fleiri atriði sem Ólafur taldi ábótavant í skýrslunni. Ólafí þótti ekki faglegt af FÍS að afhenda ekki skýrsluna fyrr en daginn eftir ráðstefnuna og hamla þannig alvöru umræðu um skýrsluna. Ólafur taldi mjög áhugavert sem fram kæmi í skýrslunni að farm- gjöld hafí lækkað þegar samkeppnin var mest á markaðinum. Árið 1985 hafí Hafskip verið inni í myndinni og 1992 hafí Samskip verið mjög virkt. „Samkeppnin er ekki síður mál fraktkaupenda en fraktflytj- enda,“ sagði Ólafur. „Það er brýnt að menn láti ekki skammtímahags- muni villa sér sýn, en stuðli að virkri samkeppni til lengri tíma.“ í skýrslunni er miðað við gámaein- ingar (teu) og allir flutningar umreikn- aðir í slíkar. Þórður segir samanburð á flutningsverðum mjög flókinn og talsverða vinnu þurfí til að finna ná- kvæmlega sambærileg farmgjöld. Stykkjavöruflutningar séu til dæmis dýrari en flutningar heilla gáma. í stykkjavöruflutningum er innifalin hleðsla og tæming gáma, geymsla í pakkhúsi og fleira. Því væri vanda- samt að umreikna stykkjavöruflutning í gámaeiningar. „Menn verða að átta sig á því að svona samanburður er vandasamur, svo verið sé að bera saman sambærilega hluti.“ Þórður segir að einu upplýsingar frá Eimskip í skýrslunni hafi verið veittar Flutningakauparáði sam- kvæmt beiðni í desember síðastliðn- um um flutningsgjöld félagsins frá 1988. Þórður bendir á í skýrslu DSC eru flutningsgjöldin birt á verðlagi hvers árs, en ekki uppreiknuð til fasts verðlags, þannig að upplýs- ingarnar endurspegluðu hvorki verð- bólgu né gengisþróun. Fljótt á litið gæfí þessi framsetning til kynna aðra verðþróun flutningsgjalda en ef reiknað væri á föstu verðlagi. Birgir R. Jónsson, formaður FÍS, um viðbrögð við skýrslu um flutningskostnað Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði vaxtalækkun ekki fyrirhugaða þann 21. mars næstkomandi. Varðandi lækkun á ávöxtun ríkisvíxla sagði hann að áður en hún kom fram hafí vextir á Landsbankavíxlum, sem eru sambærileg ávöxtunarleið við ríkisvíxla, lækkað í 4,2%. Bald- vin Tryggvason sparisjóðsstjóri SPRON átti ekki von á vaxtabreyt- ingum hjá sparisjóðunum í bráð. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, sagði eftir að funda um vaxtamál í bankanum. Tryggvi Pálsson og Baldvin Tryggvason bentu báðir á að vextir ríkisvíxla gæfu ekki sjálfkrafa til- /efni til almennrar vaxtalækkunar, því vextir ríkisvíxla lytu ekki sömu lögmálum og almennir vextir. Inn- lánsstofnanir eru skyldaðar til að eiga tiltekið lausafé, en undir þá skilgreiningu falla ríkisvíxlar. Aðrir ávöxtunarmöguleikar lausafjár inn- lánsstofnana eru að leggja peninga á reikning í Seðlabankanum sem ber 2,5% vexti, en einnig geta ríkis- skuldabréf og húsbréf upp að vissu marki flokkast sem lausafé. Ríkisvíxiamir gefa betri ávöxtun en fæst á innlánsreikningnum í Seðlabanka og því sé ekki óeðlilegt að innlánsstofnanir bindi sitt lausafé í ríkisvíxlum. Seðlabankinn tekur þátt í viðskiptum með ríkisvíxla og hefur þannig áhrif á vaxtaþróun þeirra. Þeir Baldvin og Tryggvi töldu báðir að vegna þvingaðrar eftirspurnar frá bönkum og spari- sjóðum gætu vextir ríkisvíxlanna nálgast enn meir 2,5% vexti við- skiptareikninganna í Seðlabankan- um. Skipafélögin hafa mis- skilið samanburð Drewrys Tölur ráðgjafarfyrirtækisins fengnar úr skýrslum flutningskaupenda DREWRY Shipping Consultants nota alþjóðlegan samanburðargrunn við mat fyrirtækisins á gámaflutningsgjöldum til og frá Islandi. I skýrslu Drewrys kemur fram að flutningskostnaðurinn er fundinn út í svokölluðum 20 feta gámaeiningum (teu), sem er reiknieining, not- uð til að samanburður milli landa og siglingasvæða sé raunhæfur. Safnað er saman ýmsum vöruflokkum og fundið út meðaltal fyrir mismunandi flutningsverð þessara vöruflokka, sem er svo borið sam- an við meðalverð á öðrum flutningamörkuðum í alþjóðamælieining- unni teu, eða 20 feta gámaeiningu, sem endurspeglar allan gámatæk- an vaming. Þannig er ekki aðeins borinn saman flutningskostnaður 20 feta gáma eða 40 feta gáma heldur einnig ýmiskonar brettavöru eða lausrar vöru, sem hægt er að flytja með gámum. Mark Page, aðalráðgjafi Drewr- ys, sagði á ráðstefnu Félags ís- lenskra stórkaupmanna að upplýs- ingabanki Drewrys og mælieining- in sem notuð væri við samanburð- inn væri fyllilega Ireiðanleg og þrátt fyrir þá leynd sem yfírleitt hvíldi yfír flutningsgjöldum hjá skipafélögum, væri hægt að afla nákvæmra upplýsinga um raun- verulegt verð sem flutningskau- pendur greiddu og skoða þróun þess í samanburði við aðra flutn- ingamarkaði skv. þeim stöðlum sem fyrirtækið notaði. Birgir R. Jónsson, formaður FIS, segir að athugasemdir flutnings- sölumanna við skýrslu Drewrys séu byggðar á hreinum misskilningi. Það sé algjörlega marklaust að ætla að bera saman flutningsgjöld fyrir 20 feta gám frá Norður-Amer- íku til íslands við þær tölur sem fram kæmu í skýrslunni og flutn- ingssölumenn virtust ekki hafa átt- að sig á því að Drewrys notaði 20 feta gámaeiningarverð eða gáma- einingarígildi þegar meðalverð væri fundið út svo hægt væri að bera kostnað á íslandi saman við önnur lönd. „Það eru þess vegna mistök eða vanþekking hjá flutningssölu- mönnum, að setja jafnaðarmerki á milli 20 feta gáms og 20 feta gáma- einingar, til að komast að þeirri niðurstöðu að gámaeiningin sé 72% hærri,“ sagði Birgir. Benti hann á að gámagjöld væru lægri en verð á gámatækri flutn- ingsvöru sem flutt væri á lausum brettum og það skýrði m.a. þann mun sem væri á þeim háa flutn- ingskostnaði sem fram kæmi í skýrslu Drewrys og þeim tölum sem skipafélögin hafa sett fram, þegar þau héldu því fram að flutn- ingsgjöld hefðu lækkað. Verð þungavöru hefur hækkað en matvara lækkað Birgir sagði að talnaefni FÍS og Drewrys gæfí sannari mynd af þró- un flutningskostnaðar en þær tölur sem Eimskip hefði sett fram. Drewrys hefði beðið um ákveðnar upplýsingar og FÍS hefði m.a. feng- ið gögn frá Hagstofunni. Svo hefði verið aflað upplýsinga úr skýrslum flutningakaupenda eftir nokkurs- konar úrtaki, bæði meðal þeirra sem greiddu hærri gjöld og hjá stórflutningsaðilum sem greiddu .lægri verð, skv. starfsaðferðum Drewrys. Niðurstaðan sýndi meðal- verð í inn- og útflutningi. Sérfræð- ingar breska ráðgjafarfyrirtækisins hefðu í fyrstu vart trúað því hve kostnaðurinn virtist hár og hafi þá verið aflað upplýsinga hjá Eimskip í desember sl. sem einnig er stuðst við í könnuninni. Birgir segir að ekki hafi komið til greina að nota flutningstaxta skipafélagsins en með bréfinu frá Eimskip hafi einn- ig fylgt línurit sem sýndi þróun meðalflutningsgjalda í innflutningi frá árinu 1988, og sagði Birgir ljóst að þar væri um rauntölur að ræða en ekki flutningstaxa, þótt ekki væri ljóst til hvaða vöruflokka upp- lýsingar skipafélagsins næðu. Verð Eimskips eru nokkru lægri en önn- ur gámainnflutningsverð sem fram koma í skýrslunfii en þó er sýnileg fylgni á milli þessara talna á undan- förnum árum. Birgir benti á að eins og fram kæmi í skýrslu Drewr- ys hefðu flutningsgjöld innfluttrar matvöru lækkað á síðari árum en skýringin á hækkun meðalflutn- ingskostnaðar gæti m.a. falist í því að flutningsgjöld þungavara á borð við byggingarvörur hefðu hækkað. € i c c i i G (: c I i i ( ( c ( I C í € 1 f ( ( f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.