Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Fyrirsæturnar fylltu vel út í baðfötin BAÐFÖT Bandaríska íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur jafnan tileinkað eitt tölublað á ári baðfatatísk- unni og fengið ýmsar af þekktustu fyrirsætum hins vestræna heims til að smeygja sér í bíkínifötin. Þetta hefur verið gríðarlega kroppasýning og blaðið runnið út eins og heitar lummur. Batfatablaðið kom út nýver- ið og á fremstu síðunni er myndin sem fýlgir þessum línum. Eru þar á ferðinni þijár af frægustu fyrirsæt- unum í afskaplega efnislitlum baðfötum. Þetta eru þær Kathy Ireland og Rachel Hunter sem eru fremst ; ,pg Elle McPherson aftar. Ekki verður um deilt að þetta er íturvaxið tríó, enda nefnt „The Dream Team“ að hætti Bandaríkjamanna og þá væntanlega sem kvenlegt mótvægi við hið sigursæla körfuknattleiks- landslið USA sem nefnt var sama nafni. Hitt er svo annað mál, að finnist einhveijum að tvær þær fremstu á myndinni séu þéttvaxnari heldur þeir hugðu, þá er það hárrrétt. Þær Ireland og Hunter bera nefni- lega börn undir belti þó það orðatiltæki eigi ekki við myndina. Þarna var brotið blað hjá tímaritinu, sem til þessa hefur ekki gert út á aukakíló á fyrirsætum sínum. Þvert á móti. Ireland var komin þijá mánuði á leið , er myndin var tekin, Hunter gott betur, komin fjóra mánuði á leið. Tim Wizz, sá er stýrði myndatökum fyrir baðfatablaðið, sagði umstangið í kring um mynd Þær fylltu vel út í baðfötin, sérstaklega tvær þær fremstu ... þessa hafa verið það mesta, erfiðasta og jafnframt skemmtilegasta sem hann hefði lent í í tengslum við baðfatablaðið í gegn um tíðina. Erfítt vegna þess að vegna þess hve bijóst og magar stúlknanna voru tekin að stækka, þá voru batfötin sem átti að mynda ekki til í nema of litlum stærðum. Varð að notast við það og útkoman er sem hér sést. 2* Kynningardagur r Stýrimannaskólans í Reykjavík laugardaginn 19. ntars 1994 Sfy&W**0? vjóuM e** Stýrimannaskólinn í Reykjavík heldur kynningardag laugardaginn 19. mars nk. Skólinn verður öllum opinn frá kl. 13.30-17.30. Nemendur og kennarar kynna starfsemi skól- ans, siglinga-, fiskileitar- og fjarskipatæki og siglinga- og fiskveiðisamlíki Stýrimannaskólans. Auk þess kynna fjölmargar stofnanir sjómanna og fyrirtæki í þágu sjávarútvegs og siglinga starfsemi sína og þjónustu. Sýnd verða öryggis- og björgunartæki Kvenfélagið Hrönn verður með kaffiveitingar, góðar kökur og tertur! Verið velkomin! Stýrimannaskólinn í Reykjavík J Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þorsteinn Hallgrímsson, íþróttamaður ársins í Eyjum. VESTMANNAEYJAR Þorsteinn íþrótta- maður ársins orsteinn Hallgrímsson, ís- landsmeistari í golfi, var kjörinn íþróttamaður ársins á ársþingi IBV sem fram fór fyrir skömmu. Þá voru á þinginu veitt- ir styrkir úr afreksmannasjóði Vestmannaeyjabæjar og hlutu nokkur íþróttafélög og deildir styrki auk tveggja einstaklinga. Valnefnd ÍBV velur íþrótta- mann ársins ár hvert á þingi bandalagsins. Þorsteinn varð nú fyrir valinu annað árið í röð en hann varð á árinu Islandsmeist- ari í golfi. Þá heiðraði valnefndin fijálsíþróttakonuna Ámý Heið- arsdóttur sérstaklega, en Árný keppir í flokki öldunga og hefur þar unnið fjölda móta, sett nokk- ur íslandsmet og nýjasta afrek hennar er Evrópumet í þrístökki. Á þinginu var einnig úthlutað úr afreksmannasjóði Vest- mannaeyjabæjar. Sigurður Ein- arsson, formaður tómstundaráðs bæjarins, afhenti styrkina sem skiptust k nokkrar deildir og fé- lög innan ÍBV, en upphæð styrkj- anna fer eftir ákveðnu stigakerfi sem unnið er eftir. Þá var tveim- ur einstaklingum veittur sérstak- ur styrkur vegna góðs árangurs á árinu, en það voru Þorsteinn Hallgrímsson golfari og Eðvarð Matthíasson snókerleikari. BRETAPRINS Pólóferillinn á enda Karl Bretaprins hefur að læknisráði ákveðið að leggja pólókylfuna á hilluna. Hann hefur um árabil verið snjall pólókappi og leikið um 30 leiki á ári með liði sínu. Hér eftir mun hann að- eins koma fram á stöku góðgerð- arleik. Söknuður Karls er sagður mikill, því póló hefur alltaf verið eftirlætisíþróttagrein hans. Karl handleggsbrotnaði illa í pólóleik fyrir fáum árum og var í stökustu vandræðum að fá fullan bata. Gekk það þó loks að mestu, en þó kennir hann enn til í hand- leggnum. Hann hefur einnig þurft að kljást við þrálát bakmeiðsli og nú hefur læknir hins 45 ára gamla ríkisarfa Bretlands loks tekið af skarið og hvatt hann til að láta af iðju sinni. Þessi ákvörðun Karls er sögð gleðja Elísabetu drottn- DRÁTTARBEISLI Bílavörubúðin FJÖDRIN Skeifunnu 2 - Sími 812944 ingu ósegjanlega, því hún hefur verið óþreytandi við að suða í Karli að hætta þeim háskalega leik sem hún telur póló vera. Karl Bretaprins,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.