Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Farsi TM Reg. U.S Pat Off — all rights reserved © 1993 Los Angeles Times Syndicate * Ast er... It-zi ... að hugsa til hennar meðan þú skefur af rúð- unum. HÖGNI IIRKKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hveijir eru „borg- aralega þenkjandi“? Frá Ragnari Halldórssyni: í Staksteinum Morgunblaðsins 3. mars gefur Inga Jóna Þórðar- dóttir línuna í væntanlegum bæja- og borgarstjórnar kosningum. Ályktun hennar varðandi Kvennalistann er furðuleg. Hún segir: „Með þessu sameiginlega framboði er Kvennalistinn búinn að marka sér ótvíræðan bás í hinu pólitíska litrófi, hans sérstaða er fyrir bí, þar sem flokkurinn telur sig nú eiga heima með öðrum vinstri flokkum.“ Frúin grundvallar kenningu sína á eftirfarandi hátt: „Þetta eru skýr skilaboð til þeirra kvenna, sem hafa stutt Kvennalistann en talið sig vera á borgaralegum væng í stjórnmálum, Kvennalistinn hefur sum sé markað sér ótvíræðan vinstri bás og höggvið á þá þræði, sem kunna að hafa legið frá honum til borgaralega þenkjandi kvenna, þar sem hann situr nú á framboðs- bekk milli Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.“ Eftirtektar- Frá Albert Jensen: Laugardaginn 25 mars sl. var haldið barnakóramót í hinni fögru Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Nokkrir kórar ásamt strengja- hljómsveit tónlistarskólans, létu okkur sem á hlýddu, svo sannarlega njóta stundarinnar. Börnin voru á þeim aldri sem tilgerð er víðsfjarri, en gleðin og öryggið samfara smá feimni réði stemmningunni. Kór- amir skiptu sér aldrei og var söng- urinn þó svo samhljóma að unun var að heyra. Þarna var gaman að vera og vildi ég geta heyrt og séð allt aftur og aftur. En það er nú það. Ég var að vona að sjónvarps- stöðvarnar gerðu sér ljóst hvað margir hafa gaman af börnum í starfi og leik. Væri móti sem þessu sjónvarpað, mundi það ekki aðeins gleðja fjöldann, líka væri það til- vert er að Inga Jóna minnist ekki einu orði á Alþýðuflokkinn sem genginn er nú til liðs við andstöðu- flokka Sjálfstæðisflokksins í kom- andi borgarstjórnarkosningum! Hvað veldur? Er Alþýðuflokkur- inn að verða einskonar fariroð í augum frúarinnar og Sjálfstæðis- flokksins? „Borgaralega þenkjandi." Hvað merkir það á nútímamáli íslend- inga? Það þýðir allt annað nú en fyrr á tímum, þegar kveðin var þessi vísa: Auður dramb og falleg föt fyrst af öllu þérist og menn sem hafa mör og kjöt meir en almennt gerist. Merking orða og hugtök breytast með tíma^um. Tökum t.d. orðin sem nú heyrast daglega: Æðislegt, rosalegt, gjeggjað og mörg önnur, hefði engum manni dottið til hugar í mínu ungdæmi að nota í þeirri merking sem þau hafa í dag. Sama er að segja um orðin „borgaralega þenkjandi". Þetta eru dauð og tækur menningarviðburður. Með því að sýna börnunum útkomu æfinganna með þeim hætti, væri þeim sýnd sú virðing og eftirtekt sem þau eiga skilið. Það mundi jafnframt örva metnað þeirra til meiri dáða. Það sem við gerum börnunum, er hluti af arfleifðinni. Því vil ég þakka því góða fólki sem vinnur börnunum svo vel, að ánægjan nær langt út fyrir þeirra raðir. Svo vil ég biðja sjónvarpið, allra vegna, að sýna börnum og störfum þeirra meiri áhuga að þessu leyti. Börn hafa gaman af börnum, því væri hægt að taka eitt lag eða fleiri út úr skemmtun sem þessari og nota í barnatímum. Efnið í heild stendur sannarlega fyrir sínu. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. merkingarlaus orð í dag, steinbarn frá löngu liðnum tíma, líkt og vísan gamla hér að ofan. Færeyingar segja „gáur borg- ari“. Það er sá sem er skilvís og greiðir skuldir sínar á réttum gjald- daga, verður ekki gjaldþrota, falsar ekki ávísanir og bókhald og hefur það sem kallað var í gamla daga búvit. Það ættum við að tileinka okkur, því „óguðlegur maður borg- ar eigi“ segir í helgri bók. Eins og við vitum er orðið „þenkjandi“ slæm dönskusletta og færi betur að nota orðið hugsandi. Þá breytist líka meiningin og höfð- ar til hins vitiborna og hugsandi manns. Það verður því matsatriði hvers og eins hvort hann vill kjósa Kvennalistann eða einhvern annan flokk. Þegar menn hætta að þenkja og fara að hugsa, ánetjast þeir ekki trú, þar sem staðreyndir skort- ir. Blind trú er hættulegt fyrirbæri í mannheimi. Innan trúfélaga i Bandaríkjunum finnast ofsatrúar- hópar sem kallaðir eru Holy rolls. Laxness hefur þýtt orðið „heilags- andahopparar". Ég vona að Inga Jóna sé ekki farin að hoppa í sjálfstæðistrú sinni. Áratuga reynsla hefur kennt mér að farsælast sé að fara hóg- lega með trúarbrögðin. Þar kemur því ekki til mála að ég fari að hoppa með Ingu Jónu, þó falleg sé. Annað mál er að mér finnst löngu kominn tími að stórfjölga konum á Alþingi og í bæja- og sveitarstjórnum. Ástæðan er ein- faldlega að ég treysti betur konum en körlum til góðra og mannúð- legra verka. Konur eru í eðli sínu heilli manngerð. Því miður hafa margar konur, sem lent hafa inn á Alþing og í borgar-, bæja- og sveitarstjórnir á vegum gömlu rótgrónu flokkanna horfið í náðarfaðm karlanna. Áhugamál kvenna, réttlæti og jöfn- uður því oftar en æskilegt hefði verið fallið í skuggann. Konur hafa um of „komið í bland við tröllin". Að lokum spyr ég? Eru Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Kvenna- lista og Framsóknarflokks fólk ekki „borgaralega þenkjandi" sam- kvæmt nútíma skilningi? Gildir ekki hér að „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“? RAGNAR HALLDÓRSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Barnakóramótið gott út- varps- og sjónvarpsefni Yíkveiji skrífar Víkverji er kunningjamargur, eins og lesa má úr dálkum hans. Einn þeirra sendi honum eftir- farandi tilskrif: Víkverji á vissulega þakkir skild- ar fyrir framlag sitt til íslenskrar málverndar en skýst þó að skýr sé, í pistli sínum fimmtudaginn 24. febrúar sl. gagnrýnir hann málfar í þætti Sjónvarpsins föstudaginn áður þar sem svonefndir nýbúar voru teknir tali. Sagðist einn þeirra vera kvæntur íslenskri konu en í skjátexta, sem fylgdi, var því breytt í giftur íslenskri konu. Um þetta skrifaði Víkveiji: „Það er greinilega á fleiri sviðum en matreiðslunni sem nýbýarnir geta kennt Islendingum eitt og annað.“ xxx Um þessa staðhæfingu skal þetta tekið fram: Sagnirnar kvongast og kvænast merkja upp- haflega að eignast kván (konu) enda er ekki tekið svo til orða í íslendingasögum, a.m.k. ekki í hin- um meiri, að menn kvænist konu. Þegar fram liðu stundir fara þó að skjóta upp kollinum í ritum dæmi þess að menn kvongist eða kvænist einhverri. Og sennilega fyrir mis- skilning málvendarsjónarmiða hef- ur það farið mjög í vöxt frá síðari hluta 19. aldar að menn hafi tekið svo til orða. Sú málnotkun býður þeirri hættu heim að menn noti so. kvænast um bæði kyn, og staðfesta dæmi í ræðu og riti að slík firra viðgengst. Frá lokum miðalda og siðskipta- öld hafa orðin að gifta, giftast og vera gift(ur) verið notuð bæði um karla og konur, í biskupasögum og í fleiri sögum frá 17., 18. og 19. öld sækja þau mjög á og verða ein- ráð í sumum. Séra Jón Steingríms- son lætur karlmenn ævinlega glft- ast (konu) og svo er um fleiri höf- unda. Sem réttara er og betur fer er það orðalag enn algengt. I bréfslok lætur svo kunningi Víkveija þess getið, að hann hafi stuðst við grein dr. Bjarna Einars- sonar um þetta efni í 148. árg. Skírnis 1974. XXX Víkveiji brá sér í leikhús á dög- unum og sá Gauragang í Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni lét Víkverji sig hafa það að taka miða á næst aftasta bekk uppi á svölum, en það verður í síðasta sinn sem hann gerir það því þaðan sjá menn illa svipbrigði leikara og talaður og sunginn texti nær ekki eyrum manna þar uppi eins og þegar setið er í aðalsalnum. Annars var Víkveiji að velta því fyrir sér hvers vegna ekki væri mismunandi verð á aðgöngumiðum eftir því hvar menn sitja. Þannig er það víða og t.d. í Englandi eru bestu sætin dýrust en ef menn eru komnir upp í ijáfur þá borga þeir minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.