Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 7
Hæstiréttur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 7 900 þús. í bætur til Þýsk- íslenska HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær rík- issjóð til að greiða Þýsk-íslenska hf. 900 þúsund krónur í skaðabæt- ur þar sem ekki hafi verið beitt réttum aðferðum við stöðvun at- vinnurekstrar fyrirtækisins 19.-21. júní 1989 þegar þáverandi fjármálaráðherra lét innsigla starfsstöð fyrirtækisins sem lið í hertum innheimtuaðgerðum vegna vangoldins söluskatts. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða fyrirtækinu 250 þúsund krónur í málskostnað. Hins vegar var hafnað kröfu Þýsk-íslenska um að ríkissjóði yrði gert að end- urgreiða 22,5 milljóna króna sölu- skatt með vöxtum frá 1987. Arið 1985 hófst skattrannsókn á málefnum Þýsk-íslenska vegna gruns um að félagið hefði vangoldið skatta, þar á meðal söluskatt. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins m.a. dæmdir til refsingar í Hæstarétti. Meðan ágreiningur fyrirtækisins um skattstofna var til meðferðar hjá skattyfirvöldum og dómstólum hóf- ust að frumkvæði þáverandi fjár- málaráðherra hertar aðgerðir til að innheimta söluskatt. í því átaki inn- siglaði lögregla húsnæði Þýsk- íslenska og fleiri fyrirtækja. Fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir íjártjóni og miska vegna lokun- arinnar sem stóð í 2 daga enda hafi verið um umdæmda skattkröfu að ræða. Hæstiréttur segir að skattamál fyrirtækisins hafí verið til meðferðar hjá yfirvöldum á fjórða ár, þegar lokað var og áfrýjandi hafi haft ástæðu til að ætla að leitað yrði lög- taks til tryggingar skuldinni og yrði honum gert aðvart ef grípa ætti til aðgerða. Þess í stað hafi lögregla mætt í höfuðstöðvar fyrirtækisins fyrir opnunartíma og innsiglað húsa- kynnin án viðvörunar. Hæstiréttur segir að sú grundvallarregla stjórn- arfarsréttar eigi við um innheimtu af þessu tagi að stjórnvöld þurfi að gæta hófs og velja vægasta úrræði sem að gagni kemur. Þeim beri að taka mið af hagsmun- um sem í húfi séu. Þá er rakið að fyrirtækið hafi staðið skil á áfallandi söluskatti allt frá árinu 1985 og hafi hann mátt vænta að fá tilkynn- ingu um lokin ef ákveðið yrði að beita henni. Eftirfarandi greiðsla fyr- irtækisins á kröfunni hafí sýnt að það var gjaldfært og hefði getað varist lokuninni hefði það fengið færi á því. Því verði að telja að við aðgerðimar hafi ekki verið beitt rétt- um aðferðum og eigi fyrirtækið rétt á bótum fyrir það tjón sem það hlaut. Hæstiréttur taldi hæfilegar bætur 900 þúsund krónur og sneri þannig við dómi Héraðsdóms. -----» ♦ «---- Fjögur um- ferðarslys FJÖGUR slys urðu í umferðinni í Reykjavík á síðasta sólarhring, ekkert þeirra alvarlegt, að sögn lögreglu. Á mótum Bankastrætis og Lækj- argötu voru umferðarljós biluð og varð þá harður árekstur milli þriggja bíla. Ókumaður eins bílanna var fluttur á slysadeild n\jaðmagrindarbrotinn. Þá var ekið á sjö ára gamlan dreng á mótum Álfheima og Glaðheima. Drengurinn hlaut höfuðhögg en var ekki hættulega meiddur að sögn lög- reglu. Ökumaðurinn hlaut vægt áfall og var einnig fluttur á sjúkrahús. Þá varð harður árekstur á Suður- götu. Annar bílanna kastaðist upp á gangstétt en gangandi vegfarandi gat forðað sér frá meiðslum með að stökkva upp á grindvegg. Annar ökumannanna skaddaðist á öxl. SAMS KON AR LYF, SAMA VIRKA EFNIÐ, SITT HVORT VERÐIÐ! Merki læknir bókstafinn (§) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreilt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjahciti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. 4.526 kr. 0.327 kr. Það er ótrúlegt en satt að jafngild, samskonar lyf eru ekki alltaf seld á sama verði. Þau eru oft á markaði frá tleirum en einum framleiðanda undir sitt hvoru heitinu. Og verðmunurinn er oft ótrúlegur. í þessari auglýsingu er borið saman tvennskonar verð á samheita hjarta- og æðalyfi. Annarsvegar 4.526 kr., hinsvegar 10.327 kr. Þetta er algengt lyf, sem notað er gegn háþrýstingi og oft geFið sjúklingi í iangan tíma. Á markaði hérlendis eru tvö form lyfsins frá fjórum framleiðendum. Dæmið sýnir verðmun á venjuiegum 100 daga skammti af lyfinu. Hér er um jafngilt samheitalyf að ræða, sama virka efnið; annarsvegar frumlyf, merkt með (R) á iyfseðii, en hinsvegar ódýrara samheitalyf, merkt með© á lyfseðli. Dæmið sem hér er tekið þarf ekki að vera aigilt um verðmun á lyfjum merktum© og®. Lyfið er oft gefið sjúklingum í langan tíma, eins og að framan greinir. Hér getur því verið um verulegar upphæðir að ræða fyrir sjúklinga og samféiag. Ekki er hægt að geta heitis lyfsins hér, því samkvæmt íslenskum lyfjalögum, er óheimiit að nefna nöfn lyfja í auglýsingum, sem birtast almenningi. Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN K& RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.