Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
Sorpstöð Suðurlands
UM síðustu helgi fór hópur manna úr Reykjavík á jeppum að Eiríks-
jökli. Ætlunin var að aka upp á jökulinn á sérbúnum Mitsubishi Paj-
ero-jeppa með auka millikassa frá Stáli og stönsum og Ramsey-spili.
Hafþór Ferdinandsson er leiðangursstjóri og ökumaður jeppans sem
ekið er upp snarbrattar hamrahlíðar að sjálfri jökulhettunni. Að sögn
Hafþórs hefur Eiríksjökull til þessa verið talinn ófær vélknúnum öku-
tækjum. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd þegar leiðangur-
Morgunblaðið/RAX
Ekið á Eiríksjökul
inn fikraði sig af stað og í baksýn má sjá hamrabeltin. Þegar leiðang-
ursmenn létu staðar numið á sunnudag voru um 100 metrar eftir upp
á brún klettahlíðanna en 400 til 500 metrar að baki. Hallinn er um
48 gráður þar sem bíllinn er nú og versti kaflinn eftir. Að sögn Haf-
þórs má ekkert útaf bera, því ef bíllinn fer af stað niður íjallið verður
hann ekki stöðvaður. Leiðangursmenn áætla að ljúka förinni í dag ef
allt gengur að óskum.
Á annan tug fiskiskipa hafa
verið svipt leyfum til veiða
í SÍÐUSTU viku sendi sjávarútvegsráðuneytið útgerðum sex báta
aðvörun um að bátamir væru komnir fram úr aflaheimildum. Var
gefinn frestur þar til á morgun að afla skipunum veiðiheimilda ella
verða þau svipt veiðileyfum. Nú munu 14 aðrir bátar vera án veiði-
leyfa af sömu ástæðu.
Að sögn Þórðar Eyþórssonar
deildarstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu er þegar búið að kippa í lið-
inn málum nokkurra báta af þeim
sex sem fengu viðvörun í liðinni viku.
Þórður sagði að á tímum knappra
veiðiheimilda væri þetta línudans hjá
mörgum og alls ekki óvanalegt að
farið væri yfir strikið. Taldi Þórður
ekki meiri brögð að því nú en áður.
Bátarnir sem hafa nú þegar verið
sviptir heimildum eru gerðir út á
svæðinu frá Þorlákshöfn og vestur
í dag
Tryggingqfélögin __________
Kjör sem standast sam-
keppni 7
Gjaldþrot Kaldbaks hf
Um 60 manns atvinnulausir á
Grenivík 24
Frumsýning
Kynning á nýrri Boeing
777 26
LeiÖari
Sparnaður í heilbrigðis- og
tryggingakerfinu 28
HtetrgimltfaiMfe
► Víkingsstúlkur meistarar
þriðja árið í röð i handknatl-
íeik. íslenskir júdómenn
tryggðu sér þrenn guliverð-
laun á NM í Færeyjum
að ísafirði. Á meðal þeirra sem nú
síðast fengu viðvörun eru skip víðar
að af landinu. Fæstir bátannajiafa
farið langt framúr heimildum, þeir
stórtækustu þurfa að afla sér 50 til
60 tonna kvóta til að koma sínum
málum í lag.
Málin snerust um hvort Miðlun
hf., sem starfrækir Fjölmiðlavakt-
ina, væri heimilt að hagnýta sér
efni Morgunblaðsins og DV á þann
hátt að klippa greinar úr blöðunum,
raða þeim saman með öðru efni,
fjölfalda og dreifa til viðskiptavina
sinna gegn greiðslu en þessari
starfsemi hafði Miðlun hf. haldið
úti síðan 1979 og gert árið 1985
samning við Blaðamannafélag ís-
land þar sem Miðlun hf. var veitt
heimild til að hagnýta sér höfundar-
rétt blaðamanna að því efni sem
þeir semji fyrir blöð sín. Miðlun hf.
hélt því fram að áður en félagið
hefði hafið starfsemi hafi verið
gengið á fund ritstjóra og fram-
kvæmdastjóra blaðanna og þeim
kynnt hin fyrirhugaða starfsemi án
þess að þeir hafi nokkuð haft við
hana að athuga en af hálfu blað-
anna var því haldið fram að slík
heimild hefði aldrei verið veitt og
Verði bátar ítrekað staðnir að því
að fiska umfram kvóta segir Þórður
að reikna megi með þyngri viðurlög-
um þannig að leyfi verði jafnvel aft-
urkölluð til lengri tíma.
Greitt upplýsingastreymi
Með tilkomu beinlínutengingar
hafnarvoga um landið við Fiskistofu
er allt eftirlit með löndunum mun
fljótvirkara en áður og því hægt að
bregðast hraðar við þegar bátar
viðræður um greiðslur fyrir afnot
af efni blaðanna hafi ekki leitt til
samninga. í desember 1991 rituðu
Árvakur hf. og Fijáls fjölmiðlun
sameiginlegt bréf til Miðlunar hf.
um að blöðin hefðu látið kanna rétt-
arstöðu sína og teldu starfsemi
Miðlunar hf. óheimila en útgáfufé-
lögin væru reiðubúin að ganga til
samninga um eðlilegt endurgjald
fyrir birtingu efnis. Því tilboði hafn-
aði Miðlun hf. en fyrirtækið taldi
að með samningum við Blaða-
mannafélagið hefði verið gengið frá
samningum við þá einu aðila sem
ættu höfundarrétt að efninu. Eftir
bréfaskipti aðilanna var mál höfðað
gegn Miðlun hf. af hálfu blaðanna
og gerðar þær kröfur sem Héraðs-
dómur Reykjavíkur féllst á í gær.
í niðurstöðum Sigurðar Tómasar
Magnússonar héraðsdómara segir
að blöðin séu söluvara sem saman-
standi ekki éinungis af því efni sem
fiska umfram heimildir. Að sögn
Árna Múla Jónassonar hjá Fiskistofu
er bytjað á því að senda útgerðar-
mönnum þessara báta stöðubréf og
þeim gefínn kostur á að koma á
framfæri leiðréttingum, ef upplýs-
ingar Fiskistofu um afla eru ekki
réttar. Því næst fá þeir frest til að
afla sér kvóta vegna umframafla.
Ef það er ekki gert innan tilskilins
tíma er málið sent ráðuneytinu sem
hefur vald til að innkalla veiðileyfí.
þar sé að finna, heldur einnig af
tiltekinni hönnun og útliti, þar með
talinni stafagerð, uppsetningu texta
og mynda og röðun á síður. Starfs-
menn kunni að eiga höfundarrétt
hver fyrir sig eða í sameiningu að
hönnun og útliti blaðsins en ljóst
sé að útgefendur blaðsins séu í fyr-
irsvari fyrir þennan höfundarrétt,
að svo miklu leyti sem höfunda sé
ekki getið. Hvað sem líði höfundar-
réttarlegum heimildum útgáfufyrir-
tækjanna til efnis, hönnunar, list-
rænnar sköpunar og annarra þátta
í þeim safnverkum sem blöðin séu
þyki höfundalög veita útgefendum
sjálfstæðan rétt að því heildarverki
sem hvert tölublað sé. Þessi réttur
nái ekki aðeins til hvers tölublaðs
heldur hverrar síðu blaðsins, sem
sérkenni blaðanna í uppsetningu og
útliti hafi sett mark sitt á.
Miðlun hf. hafi beinlínis tekið
eintök af blöðunum og fjölfaldað
einstaka síður eða hluta af síðum
til dreifingar. Fallast megi á með
útgefendunum að Miðlun hf. hafi í
raun gert ný eintök af efni blað-
anna. Með ljósritun og fjölföldum á
hlutum úr blöðunum til dreifingar
í atvinnuskyni hafi Miðlun hf. brot-
ið gegn sjálfstæðum rétti útgefend-
Nýtt svæði
tilurðunar
staðfest af
ráðherra
Selfossi.
„ÉG fagna því að það skuli
komin niðurstaða í þessu máli
með samþykki ráðherra. Með
undirskrift hans er fjögurra
ára undirbúningur í höfn,“
sagði Karl Björnsson bæjar-
stjóri á Selfossi, en Össur
Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra gaf í gær samþykki sitt
fyrir skipulagi á urðunarsvæði
Sorpstöðvar Suðurlands í landi
Kirkjuferju í Ölfusi.
Að sögn Karls Björnssonar hef-
ur verið samstaða meðal heima-
manna um málið og almenn sátt
um það á öllum stjórnsýslustigum.
Athugasemdir vegna urðunarstað-
arins voru helstar frá Náttúru-
verndarráði og frá Gauki Jörunds-
syni sem ábúanda í Kaldaðarnesi
og formanni Veiðifélags Árnes-
inga.
Að Sorpstöð Suðurlands standa
20 sveitarfélög og gert er ráð fyr-
ir að fleiri bætist við. Undirbúning-
ur að nýjum sorpurðunarstað hef-
ur staðið í 4 ár en nú er sorp frá
þessum sveitarfélögum urðað á
Selfossi þar sem urðunarsvæðið
er fullnýtt. „Við erum að sinna
lögbundnu hlutverki við sorpmót-
töku og gerum það betur en ann-
ars með nýjum urðunarstað þar
sem farið verður eftir öllum regl-
um út í æsar. Við munum hefjast
handa strax og Hollustuvernd rík-
isins hefur gefið starfsleyfi fyrir
nýja svæðið,“ sagði Karl Björnsson
bæjarstjóri á Selfossi.
Karl sagði, að næsta verkefni í
sorpmálum væri að skipuleggja
gámasvæði og móttökusvæði
spilliefna, brotamálma og bíl-
garma og hefja þá flokkun á sorpi
sem skynsamleg þykir á hveijum
tíma og um fram allt að minnka
sorpmagnið í landinu sem eyða
þarf og fækka sorpeyðingarstöð-
um í landinu einsog kostur er.
- Sig.Jóns.
laga.
Þá segir að kröfur útgefendanna
horfi til þess tíma er dómur hafi
verið kveðinn upp en ekki til fortíð-
ar og ekki séu gerðar fjárkröfur
vegna starfsemi Miðlunar hf. til
þessa heldur eingöngu um viður-
kenningu á að eintakagerð Miðlun-
ar hf. sé óheimil og að fyrirtækinu
verði dæmt skylt að hætta eintaka-
gerð í atvinnuskyni. Miðlun hf. hafl
stundað þessa starfsemi óáreitt um
árabil en ekki hafi verið gerðar at-
hugasemdir svo sannað sé fyrr en
1991. „Afskiptaleysi stefnanda gat
þó ekki skapað stefnda rétt til að
halda áfram heimildarlausri ein-
takagerð af efni [blaðanna] eftir
að stefnandi hafi krafist þess .. .
að henni yrði hætt. Sjónarmið um
rétt stefnda til áframhaldandi end-
urgjaldslausra nota af réttindum
stefnanda vegna aðgerðarleysis,
tómlætis eða á grundvelli hefðar
þykja þvi ekki eiga hér við,“ segir
í dóminum og einnig að krafa um
5.000 króna dagsektir þyki í hóf
stillt og er hún tekin til greina. Þá
var Miðlun hf. dæmd til að greiða
hvoru blaðanna 200 þúsund krónur
í málskostnað.
Miðluri óheimilt að dreifa efni
úr dagblöðum í atvinnuskyni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp þá dóma að Miðl-
un hf. sé óheimil sú starfsemi að gera eintök til dreifingar í at-
vinnuskyni af efni Morgunblaðsins og DV og gerði fyrirtækinu
skylt að hætta þeirri starfsemi að viðlögðum 5.000 króna dagsekt-
um til útgáfufélags hvors blaðanna, en dómurinn tók kröfur útgef-
enda þeirra að öllu leyti til greina.
anna sem njóti verndar höfunda-