Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 15 Hvers eiga aldraðir að gjalda? Hugleiðingar um frumvarp til laga um tannlækningar eftir Peter Holbrook Ráðherra heilbrigðis- og trygg- ingamála hefur lagt fram frum- varp til breytinga á tannlæknalög- um þar sem tekin eru af öll tví- mæli um óskoraðan rétt tannsmiða til máttöku og smíða gervitanna án umsjónar tannlækna. Tann- læknar og tannsmiðir gegna báðir mikilvægu hlutverki við gerð gervitanna en það er hæpinn ávinningur sjúklingi að fela það verk tannsmiði er einungis hefur tækniþjálfun að baki en skortir fræðilega þekkingu á sjúkdómum þeim er á munnholið heija. Sjálfur á ég hvorki faglegra né fjárhags- legra hagsmuna að gæta enda vann ég síðast við gervitannasmíð sem aðstoðarmaður prófessors í gervitannagerð í Edinborg fyrir rúmum tveimur áratugum. Tvær umfangsmiklar kannanir á tannheilsu og tannleysi meðal íslendinga hafa farið fram á vejg- um tannlæknadeildar Háskóla Is- lands á síðustu árum. Einar Ragn- arsson dósent ásamt samverka- mönnum gerði aðra og birti niður- stöður í Læknablaðinu (1,2) og Guðjón Axelsson prófessor og samstarfsmenn gerðu hina sem birt var í tveimur stórum uppgjör- um (3,4). í báðum þessum rann- sóknum kemur fram að aldur þeirra er missa síðustu tönn og þarfnast heilgóma hefur hækkað stöðugt á síðustu árum. íslending- ar nálgast nú óðfluga það stig tannheilsu, sem fyrir aldarfjórð- ungi taldist hæfilegt hjá þeim þjóð- um er við teljum okkar jafnar hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Af því má draga þá ályktun að tannleysi verði brátt aðeins hlut- skipti þess hluta þjóðarinnar sem kominn er á aldur ellilífeyris. Það er alkunna öllum þeim er að heilsugæslu starfa að aldraðir þarfnast meiri umönnunar en aðr- ir aldurshópar eftir að barnasjúk- dómum sleppir. Tannsmiðir hafa hvorki menntun né þjálfun við töku heilsufarssögu, því síður hafa þeir þekkingu til að meta lyfjagjöf og almennt heilsufar enda þótt slíkt sé mikilvægt atriði þegar tannsmíðar koma til álita. Fjöldi kannana hefur sýnt fram á nauð- syn röntgenmyndatöku áður en tannsmíði fer fram, en með þeim greinast rótarbrot eða tennur sem enn hafa ekki komið upp. — Á að fela tannsmiðum töku röntgen- mynda upp á eindæmi? Könnun á tannheilsu á öldrun- arstofnun i Reykjavík (5) sýndi að yfir 42% vistmanna með heil- góma höfðu slímhúðarbólgur und- Peter Holbrook „ Að mínu mati er það alröng stefna heilbrigð- isyfirvalda að bjóða öldruðum upp á þjón- ustu sem faglega séð stendur langt að baki þeim gæðastaðli er aðr- ir þjóðfélagsþegnar njóta.“ an gervitönnum og gersveppabólg- ur í munni. — Eiga tannsmiðir að stjórna meðferð þeirra kvilla með sveppa- eða sýklalyfjagjöf? Enn- fremur reyndust 10% sjúklinga á öldrunarstofnunum hafa slímhúð- arbreytingar er kröfðust nánara mats sérfræðinga á þessu sviði. — Eru tannsmiðir hæfir til að fínna og meta þær og kveðja til sérfræð- inga þar sem það á við? íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar fá litla tilsögn eða þjálfun við grein- ingu munnholssjúkdóma og er tannsmiðum því tæpast hjálpar að vænta úr röðum þeirra. í nýlegri ritstjórnargrein í Breska læknablaðinu (British Medical Journal) (6) kemur fram að reglubundið eftirlit hjá tann- lækni er árangursríkasta og ódýr- asta leiðin til að fínna krabbamein í munni og á vörum í Bretlandi. Krabbamein í munni er algengast hjá öldruðum og breskir tannlækn- ar fínna um 40% þeirra. Það hefur nú runnið upp fyrir bresku stjórn- inni að henni hafi orðið á er hún á tímum aðhalds fyrri ára ákvað að fella niður ókeypis skoðanir á munni og íhugar nú í alvöru að bæta fyrir þau mistök og hefja aftur munn- og tannskoðanir án endurgjalds. Niðurstaða. Tannmissir hjá heil- brigðu fólki á besta aldri svo gervi- góma sé þörf heyrir nú nánast sögunni til og er það vel. Gervi- tennur eru í vaxandi mæli hlut- skipti aldraðra, sem oft hafa margslungin heilsufarsleg vanda- mál. Að mínu mati er það alröng stefna heilbrigðisyfírvalda að bjóða öldruðum upp á þjónustu sem faglega séð stendur langt að baki þeim gæðastaðli er aðrir þjóð- félagsþegnar njóta. Eitt er að eiga völ góðrar eða lélegrar þjónustu, annað að eiga aðeins kost hinnar síðarnefndu, en þess yrði skammt að bíða nái umrætt frumvarp ráð- herra fram að ganga. Höfundur er prófessör við tannlæknadeild Háskóla íslands. Heimildir: 1. Einar Ragnarsson, Siguijón H. Ólafs- son, Sigfús Þór Elíasson. Tennur og tann- leysi 52ja-79 ára karla { hóprannsókn Hjartaverndar 1985-1986. Læknablaðið 1988;74:57-65. 2. Einar Ragnarsson, Siguijón H. Ólafs- son, Sigfús Þór Elfasson. Tennur og tann- leysi 52ja-79 ára kvenna í hóprannsókn Hjartaverndar 1985-1986. I^eknablaðið 1990;76:151-60. 3. Guðjón Axelsson, Dwight J. Castle- berry. Breyting á tannheilsu íslendinga 1985-2000. Fyrsti áfangi: Tannheilsa Is- lendinga árið 1985. Reykjavík: Tannlækna- félag Islands 1988. 4. Guðjón Axelsson, Sigrún Helgadóttir. Breyting á tannheilsu lslendinga 1985- 2000. Annar áfangi: Tannheilsa lslendinga árið 1990. Reykjavík: Háskólaútgáfa 1993. 5. Holbrook WP, Hjörleifsdóttir DV. Occ- urrence of oral Candida albicans and other yeast-like fungi in edentulous patients in geriatric units in Iceland. Gerodontics 1986; 2: 153-156. 6. Hutchison IL. Improving the poor prognosis of oral squamous cell carcinoma. British Medical Joumal 1994;308:669-670. Meira af svo góbu fró Volkswagen. GolfGL skutbíll. Nýr Volkswagen Golf skutbíll: Stærri bíll - betra verb! í áraraðir hefur Volkswagen Golf átt gífurlegum vinsæld- um að fagna um allan heim og enn hafa Volkswagen aðdáendur tilefni til að fagna: I fyrsta skipti í sögunni er Verð frá 1.230.000 kr. á 3 götuna! t _________ ......................................... - -----A. ------ifefc kominn á markaðinn Volkswagen Golf skutbíll. Rúmgoð- ur, þægilegur fjölskyldubíll á einstaklega góðu verði - frá 1.230.000 kr. kominn á götuna. Oruggur á alla vegu! 0 áD HEKLA mDDXDi Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.