Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Kennari! - Er þetta rétt hjá mér? 00 eftir Onnu Kristjánsdóttur Þessi grein er skrifuð fyrir for- eldra, kennara og aðra áhugamenn um nám barna og unglinga. í henni er reynt að beina á aðgengilegan hátt athygli að atriðum sem eru mikilvæg í stærðfræðinámi nú á tímum. Pjallað er um áherslur í kennslu stærðfræði og reynt að skapa umræðugrundvöll milli kenn- ara og foreldra um þær. Hver kannast ekki við spurning- una hér að ofan? Annað hvort höf- um við sjálf spurt og kannske oft, eða við höfum heyrt aðra spyija. Mig langar að líta nánar á þessa sakleysislegu spumingu og hugsan- ieg viðbrögð kennara og foreldra við henni. Ég ætla einnig að ræða um hvaða áhrif mismunandi við- brögð geti haft. Þegar bam, unglingur eða jafn- vel fullorðinn, spyr spurningarinnar „Er þetta rétt hjá mér?“ er oft hægt að svara játandi eða neit- andi. Engu að síður má greina sund- ur í nokkra flokka þau viðfangsefni sem að baki lágu og urðu tilefni til spumingarinnar. I einum flokki em t.d. spumingar þar sem spyijandinn á ekki sjálfur möguleika á að ákveða réttmæti svarsins síns. Hann á enga leið til að segja til um það hvort úrlausnin sé trúleg eða ekki. Slíkum viðfangsefnum ætla ég ekki að gefa gaum hér þótt þau séu mikilvæg í öðru sam- hengi. Þá má taka þau tilvik þar sem viðkomandi getur í raun athugað sjálfur með nánari skoðun hvort svarið stenst eða ekki, t.d. með því að fletta upp í orðabók, alfræðibók, símaskrá, landabréfabók o.s.frv. Þá er oft verið að fást við mikilvæga þekkingu og í góðu skólastarfi er bæði lögð áhersla á að nemendur geti svarað viðfangsefnum af slík- um toga og einnig að þeir temji sér vinnubrögð við að leita svara og athuga trúverðugleika þeirra. En þessu ætla ég heldur ekki að gefa mikinn gaum hér þótt mikilvægt sé. Aftur á móti ætla ég að beina athygli að þeim atvikum þar sem nemandi spyr um réttmæti svars sem hann hefur ályktað sig fram að eða átti kost á að leysa á þann hátt. Meiri hluti þeirra viðfangsefna í stærðfræði sem fengist er við í grunnskólum og framhaldsskólum leiðir til slíkra svara. Er það rétt, spyr nemandinn, að 9+9 sé jafnt og 18? Hveiju svarar hinn full- orðni? Ef hann svarar ,já“ staðfest- ir hann að vísu að rétt hafí verið reiknað en hann rænir barnið um leið helmingi viðfangsefnisins, sem sé því að sjá sjálft að niðurstaðan stenst. Hann rænir barnið um leið mikilvægum þætti í stærðfræði- námi, sem sé að temja sér að at- huga sjálfur röklegt samhengi í því sem maður fæst við. Og hann gefur baminu ekki kost á að gera það sem því er fullkomlega eðlilegt að gera, að færa einföld rök fyrir máli sínu. Það getur barnið afar vel í svona tilviki. En hinum fullorðna ber að sjálfsögðu að vera svo glöggur að geta tekið öðrum röksemdum en hann lét sér sjálfur detta í hug, standist þær. 9+9 er t.d. jafnt og 18 vegna þess að 9+9 er jafnt og 10+8. Eða 9+9 er jafnt og 18 vegna þess að 9+9 er jafnt og (10+10)-(1+1). Eða 9+9 er jafnt og (5+5)+(4+4). Og þannig mætti halda áfram en rétt er að taka fram að svigar hér á undan em til að auðvelda lestur i greininni, en ekki vegna þess að börn myndu nota þá. Mjög mörg viðfangsefni í stærð- fræði, hvar sem er í skólakerfínu, em samkynja dæminu hér að ofan. Þau em leyst með því að rekja sig áfram eftir röklegum þræði og þeg- ar við skiljum þann þráð sem við rekjum okkur eftir er okkur eðlilegt að geta farið aftur til baka og að geta prófað lausnina okkar. En það er því miður hægt að villa börnum og unglingum sýn og koma þeim til að halda að svör við reiknings- dæmum séu fundin eftir einhveijum dularfullum leiðum sern menn skilja ekki, bara læra. Og þá verður barn- Anna Krisljánsdóttir „Hvers vegna er stærð- fræði mikilvæg náms- grein? Það er meðal annars vegna þess að þegar vel er að verki staðið gefur hún nem- endum tækifæri á að glíma við fjölþætt við- fangsefni og leita á mismunandi hátt ieiða til að leysa þau en jafn- framt að sjá sjálfir sam- hengi í viðfangsefnun- um sínum og lausnum og að geta reynt sann- gildi þeirra.“ ið eða unglingurinn leiksoppur þeirra örlaga að þurfa alltaf að spyija: Kennari! Er þetta rétt hjá mér? Og þau þurfa sífellt fleiri við- fangsefni af sama toga til þess að geta tímabundið lagt á minnið það sem í raun er ástæðulaust að leggja á minnið. Sé forðast „að stela“ viðfangs- efni frá barni eða unglingi en frem- ur reynt að styðja einstaklinginn í úrlausn og könnun á réttmæti henn- ar, er eðlilegt að skoða frádrátt í samhengi við samlagningu og margföldun í samhengi við deilingu. 21-18 er jafnt og 3 vegna þess að 18+3 er jafnt og 21. 4x13 er 52 vegna þess að ef ég skipti 52 í 4 hluta fæ ég 13 í hvern. Og þannig mætti taka fjölmargt annað í stærð- fræðinámi. Ef svona er unnið getum við fækkað æfingadæmum um helming vegna þess að hvert dæmi verður tvígilt. Og í raun verður það ekki aðeins tvígilt heldur bætist við skilningurinn á gildi einfaldra rök- semda og hæfnin til að beita þeim. Allir kennarar þekkja dæmi um svör nemenda sem eru víðs fjarri hugsanlegum lausnum. í slíkum til- vikum búa nemendur oft hvorki yfir kunnáttu til né skilningi á gildi þess að ljúka dæminu með því að athuga hvort lausnin geti staðist. Hvaða hugmyndir kunna þeir þá að gera sér um þau viðfangsefni sem þeir leysa fyrir sjálfa sig utan skóla? Skiptir lausnin engu máli? Kunna þeir engar leiðir til að að- gæta hvort lausnin stenst? Auðvitað skiptir hér máli hvaða viðfangsefni er um að ræða. Það er skynsam- legra og árangursríkara að kenna nemendum að vinna ef þeir gera sér ljóst um hvað verkefnin snúast. Skóli og heimili þurfa ekki bara að kenna nemendum að reikna. Það er ekki nema hálfnaður leikur ef þau eru skilin þar eftir eða þeim gefnar misvísandi upplýsingar um það hvenær verkinu er lokið. Kenna þarf nemendum að leita lausna en líka og ekki síður að sannreyna hvort lausnin þeirra stenst. Og ekki þarf aðeins að kenna nemendum hvernig þeir geti farið að því heldur einnig að temja þeim að beita því eðlilega. En rétt er að hafa í huga að eigin rök, rök barnsins, eru nauð- synleg undirstaða slípaðs rökstuðn- ings. Eru prentuð svör í námsbókum þá ekki óþörf? í raun og veru eru i þau það oft. Og það þarf að kenna ^ að fara með slík svör. Stærðfræði- nám snýst ekki í meginatriðum um að fínna einstök svör. Það snýst um lausnarferlið sjálft og til þess að athuga hvort slíkt nám hafi skil- að sér eru svörin ein og sér mjög fátæklegur mælikvarði. Varðandi útgefín svör ber þess hins vegar að geta að stundum fjalla námsefn- ishöfundar enn frekar um viðfangs- efnin í svörunum til þess að leiða nemanda lengra eða sýna meiri vídd , en nemandi hugsanlega sá og þar I er að sjálfsögðu um annað mál að ræða. Hvert er gildi vasareikna? Breyta þeir öllu? Nei, í raun ekki því sem hér er sagt. Vasareiknar gera okk- ur kleift að leysa dæmi í snarhend- ingu á einn veg og prófa það á annan veg allt eins og talað er um hér á undan. En þar reynir ekki síður á skilning á því hvað dæmið snýst um og til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að leysa það. Um vasareikna verður fjallað nánar í síðari grein og þá um leið áhrif þeirra á reikningsnám. Enginn skyldi halda að hvert ein- stakt viðbragð hins fullorðna skipti máli. Þegar kvöldmaturinn sýður á eldavélinni, orkar foreldri kannske ekki að segja „hvernig sérðu það“ heldur kinkar bara kolli og segir ,já, það er rétt“. En verði slík við- brögð að vana og það bæði heima og í skóla, þá veitir umhverfíð barn- inu og unglingnum mjög misvísandi skilaboð um eigið afl og getu og um leið um það hvers konar hjálpar- tæki stærðfræði er í daglegu lífi og víðar. Glöggur lesandi er e.t.v. löngu farinn að velta því fyrir sér hvort ekki liggi stundum aðrar ástæður en þessar að baki því að barnið spyr hvort 9+9 séu jafnt og 18. Það er vissulega rétt. Barnið vill ekki bara vita hvort þetta er rétt, stundum spyr barnið þótt það viti að svarið er rétt. Það vill þá fá stað- festingu á að það hafi unnið vel, að það hafi staðið sig í samræmi við væntingar hins fullorðna. Barn- ið vill fá einhvers konar viðurkenn- ingu á því að það hafi lagt sig fram og mætt þeim kröfum sem fram voru settar. En það er varhugavert að láta staðfestinguna á því að 9+9 séu 18 gilda sem viðbrögð við þess- ari beiðni barnsins. Það er hægt að bregðast við þessari eðlilegu ósk barnsins eða unglingsins um at- hygli, viðbrögð og jákvætt mat á annan hátt en að draga úr hæfni barna til að rökstyðja mál sitt á skýran hátt og að átta sig á mikil- vægum þáttum í stærðfræðinámi. I skólum er stundum ljósritað mikið magn dæma. Slíkt er oft á tíðum spurnarvert, ekki aðeins vegna pappírseyðslu heldur og vegna þess að mikið magn sams konar dæma skilur margoft lítið eftir. Sé betur að gáð leynast í raun í hveiju dæmi fleiri en eitt úrlausn- arefni. Jafnvel smádæmi eins og 8-3 hefur ekki aðeins úrlausnina 5 heldur dregur það líka á eftir sér dæmið 5+3 sem er jafnt og 8 og staðfestir þannig að fyrra dæmið hafí verið rétt leyst. Við að leggja áherslu á þetta í öllum þáttum stærðfræðinámsins má ekki aðeins, eins og áður segir, fækka æfínga- dæmunum sem kennari leggur fyrir um a.m.k. helming heldur einnig styrkja nemanda mjög í námi sínu. Hvers vegna er stærðfræði mikil- væg námsgrein? Það er meðal ann- ars vegna þess að þegar vel er að verki staðið gefur hún nemendum tækifæri á glíma við fjölþætt við- fangsefni og leita á mismunandi hátt leiða til að leysa þau en jafn- framt að sjá sjálfir samhengi í við- fangsefnunum sínum og lausnum og að geta reynt sanngildi þeirra. Að eiga þannig kost á að meta eig- ið verk og niðurstöður í samhengi, og sjá hvar þarf að lagfæra til þess að lausnin standist, er ekki veigalít- ið atriði í skólanámi. Þess vegna meðal annars er vel kennd stærð- fræði mikilvæg námsgrein. Höfundur er prófessor við Kennarnháskóla Islands og jnfnfrnmt formnður Flntnr, samtaka stærðfræðikennara. í beinu leiguflugi frá abein kr. 59.900 Bókaðu strax. Þetta tilbob selst strax upp. Otrúlegt tilbob Heimsferba til Mexíkó í sumar. Abeins 35 sæti í hverri ferö. Með einstökum samningum höfum viö nú tryggt farþegum okkar beint leiguflug til Cancun í Mexíkó í sumar á hreint ótrúlegu verði. TAESA flugfélagið, sem flaug fyrir okkur i síðasta sumar til Mexíkó, millilendir nú á tveggja vikna fresti í sumar í Keflavík á leið sinni frá Evrópu og tekur 35 Heimsferðafarþega um borð, sem fljúga svo í beinu flugi án millilendingar til Cancun með Boeing 757 þotu TAESA. Cancun t'ii".: i imi. ----.nnfc i- Cancun er nú einn vinsælasti sólarstabur heimsins í dag, enda er hér a6 finna fegurstu strendur Karíbahafsins ásamt ótrúlegri mörg hundrub ára gamalli menningu Mexíkó sem er a6 finna í Cancun og næsta nágrenni. Ab standa á toppi pýramídans í Chichen Itza eba skoba stjörnuskobunarstöbina ÍTulum, lætur engan ósnortinn yfir leyndardómum fortíbarinnar og silkihvítar strendurnar og tær stjórinn eiga engan sinn líka í heiminum. Verft kr. 59.900 Flug fram og til baka Verb kr. 62.900 pr. mann m.v. hjón með barn á Posada Laguna, 2. júní, 2 vikur. 69.800 r. mann m.v. 2 í herbergi, Posada .aguna, 20. maí, 2 vikur. Verb kr. G Flugvallaskattar: Kr. 3.880 fyrir fullorbinn, kr. 1.825 fyrir barn. Brottfarir: 20. maí 3. júní 1 7. júní 1. júlí 15. júlí 29. júlí 12. ágúst Glæsilegur nýr gististaöur Vib kynnum um leib stórglæsilegt nýtt íbúbarhótel, Costa Real, sem verbur abalgististabur Heimsferbafarþega í sumar, en í tilefni Mexíkóskra daga þá bjóbum vib kynningartilbob á þennan nýjasta og glæsilegasta gististab í Cancun, sem býbur frábæran abbúnab fyrir hjón sem fjölskyldur. air europa Austurstraeti 17, 2. hæð • Sími 624600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.