Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 35 Bílasala Garðars (y ■ 0///*/<///'. /L1/' Nóatúni 2 • 105 Reykjavík Sími 619615 Alþjóðlega Kópavogsmótið Toyota Corolla XL, árg. '91, gull- sans., ek. 60 þús. km. Ýmis hjól á staðnum og á skrá. MMC Cherokee Pioneer, árg. '88, hvítur, sjálfs., ek. 131 þús. km. Tíu jafnir og efstir ___________Skák_______________ Margeir Pétursson ENGUM tókst að vinna báðar skákir sínar í fyrstu tveimur umferðum alþjóðlega Kópavogs- mótsins sem hófst á laugardag- inn. Tíu skákmenn hafa einn og hálfan vinning, þeirra á meðal allir þrír íslensku stórmeistararn- ir á mótinu. Fyrstur til að fella stórmeistara varð Andri Ass Grétarsson sem lagði Hebden frá Englandi að velli í laglegri skák. Andri hélt síðan jafntefli á afar erfiða stöðu gegn Hannesi Hlífari í annarri umferð. Bróðir hans, Helgi Áss Grétarsson, er líka í hópi efstu manna. Mótið fer fram í Digranesskóla í Kópavogi og hefst taflmennskan kl. 17 á hverjum degi. Síðasta umferð- in er næstkomandi sunnudag og hefst taflið þá kl. 13. Átta skákir af ellefu unnust í fyrstu umferðinni, en daginn eftir var ekki eins hart barist. Þá urðu sex jafntefli. Benedikt Jónasson missti af vinningi í endatafli gegn Dananum Bjarke Kristensen. Úrslit fyrstu umferðar: Kristensen—Almasi 0—1, Helgi 01— Helgi Áss jafnt, Andri Áss—Hebden 1—0, Skembris—Guðm. Gíslason 1—0, Jón Garðar—Hannes 0—1, Emms—Benedikt 1—0, Tómas—Jón L. 0—1, Grivas—Guðm. Halldórsson 1—0, Bragi—Wells 0—1, Þröstur— Áskell jafnt, Ólafur—Kumaran 0—1. Úrslit annarrar umferðar: Almasi—Grivas jafnt, Jón L,— Skembris jafnt, Hannes—Andri jafnt, Kumaran—Emms jafnt, Áskell—Helgi Ól. 0-1, Wells- Þröstur jafnt, Helgi Áss—Bragi 1—0, Hebden—Tómas 1—0, Bene- dikt—Kristensen jafnt, Guðm. Gísla- son—Ólafur 0—1, Guðm. Halldórs- son—Jón Garðar 0—1. Staðan eftir tvær umferðir: 1.—lO.Almasi, Ungveijalandi, Helgi Ólafsson, Skembris, Grikk- landi, Hannes Hlífar Stefánsson, Emms, Englandi, Grivas, Grikk- landi, Jón L. Árnason, Kumaran, Englandi, Andri Áss og Helgi Áss Grétarssynir IV2 v. 11.—15. Hebden og Wells, Eng- landi, Þröstur Þórhallsson, Jón Garðar Viðarsson og Ólafur B. Þórs- son 1 v. 16.—19. Kristensen, Danmörku, Benedikt Jónasson, Áskell Örn Kárason og Bragi Halldórsson V2V. 90 ára Bæring Þorbj örns son frá Isafirði Fósturfaðir minn Bæring Þor- björnsson sjómaður frá ísafirði, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnar- firði, er níutíu ára í dag, 12. apríl. Bæring fæddist á Steig í Veiði leysufirði í Grunnavíkurhreppi. Það- an fluttist hann fjögurra ára gam- all með foreldrum sínum til Bolung- arvíkur. Eftir rúmt ár í Bolungarvík var hann sendur til föðurafa síns, Guðmundar Þorvaldsson ar og konu hans, Svanborgar, til Kjaransvíkur á Ströndum, en stuttu seinna komu foreldrar hans til Kjaransvíkur og bjuggu þar í tvíbýli með þeim hjón- um Guðmundi og Svanborgu. A tí- unda ári var svo Bæring sendur til Hesteyrar, til sæmdarhjónanna Ei- ríks Benjamínssonar og Elísabetar Halldórsdóttur. Þar ólst hann upp og gekk í skóla til fimmtán ára ald- urs. Frá Hesteyri flytur Bæring svo til foreldra sinna að Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði, en þangað voru þau nýflutt frá Kjaransvík. Eftir rúmt ár á Steinólfsstöðum missir hann móður sína og flytur þá til Hnífs- dals með föðurömmu sinni og systk- inum. Eftir rúmt ár í Hnífsdal fer Bæring sem vinnumaður til Einars Guðlaugssonar að Kolsá í Jökul- fjörðum og er þar næstu þijú árin, en að þeim liðnum fer hann aftur til Hnífsdals. Árið 1924 ræður hann sig svo til Frímanns Haraldssonar á Horni og er vinnumaður hjá hon- um næstu þijú árin og flytur svo enn á ný til Hnífsdals. \ Hnífsdal kynnist hann konu sinni, Ólöfu Jak- obsdóttur frá Aðalvík, og ganga þau í hjónaband 30. mars 1929. Ólöf lést 10. október 1989. í Hnífsdal stundar Bæring sjó- mennsku næstu tíu árin, er á árabát- um á sumrin og stærri bátum á vertíðum, sem svo voru kallaðir, þó þeir væru nú ekki stærri en 8 til 12 tonn. Árið 1928 keypti Bæring árabát, fjögurra manna far, sem hann skírði Unu, setti í hana vél eftir tvö ár og reri á henni svo vor, sumar og haust, svo til stansíaust til 1986, eða í 58 ár. Stríðsárin 1939 til 1945 reri hann þó á Unu allt árið. Það þótti með ólíkindum hve Bæring sótti sjóinn fast á þess- um litla bát og kalla menn við Djúp þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Árið 1939 flytja þau hjónin til ísafjarðar, þar sem JBæring stundar Skást er hér talið 6. — Rd4, en þessi leikur hefur oft sést undanfar- in ár. Keres heitinn rannsakaði hann og mælti með því að hörfa: 7. Rf3 — Dxd5 8. Rc3 — De6 9. Bxb5 — Bb7 10. d3 og taldi þá bætur svarts fyrir peð vera ónógar. En Andri teflir djarfar: 7. Rxf7! - Kxf7 8. dxc6 - Bc5 9. Be2! Andri fékk þessa stöðu einnig upp á Hellismótinu í vetur gegn Norð- manninum Einari Gausel. Þá blíðk- aði hann goðin strax með 9. d4 — Bxd4 10. Be2 - Dd5 11. 0-0 - Dxc6 og svartur ætti að geta jafnað taflið. Andri vann þá skák einnig. Nú hefði svartur átt að undirbúa sóknina með 9. — Hf8. Hebden er of bráður á sér: sjóinn og vinnur við fiskverkun á vetuma, lengst af í Hraðfrystihúsi Norðurtangans. Árið 1974 flytja þau Ólöf og Bæring til Hafnarfjarðar. Bæring átti sex alsystkini, þijár systur og þijá bræður: Sigríði, Elínu og Friðriku, Stefán og Pál og Jón; og tvo hálfbræður, samfeðra: Albert og Sigurð. Systkinin eru öll á lífi nema Elín, Jón og Páll. Bæring og Ólöf áttu fjögur böm: Guðrúnu húsmóður, f. 24. desember 1928, búsett í Hafnarfirði, gift Hall- dóri Einarssyni netagerðameistara, d. 16. apríl 1979; Margréti, f. 13. júlí 1931, búsett í Bandaríkjunum, gift Tom Lawler, d. 1981; Kristin, rafvirkjameistara, f. 12. júlí 1937, kvæntur Bryndísi Sigurðardóttur sjúkraliða, búsett í Svíþjóð; Ólaf, sjómaður f. 9. október 1943, d. 20. nóvember 1982, kvæntur Öldu Aðalsteinsdóttur hjúkmnarfræð- ingi, búsett í Garðabæ; stjúpsonur Bærings er undirritaður, Ásgeir Valhjálmsson, framkvæmdastjóri, f. 16. júní 1927, kvæntur Sigurlínu Kristjánsdóttur ljósmóður og em þ'au búsett í Garðabæ. Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum í veitingahúsinu Gaflinum í Hafnarfirði í dag, afmæl- isdaginn, eftir kl. 18.00. Ásgeir Valhjálmsson. Volvo 240 sation GL, árg. '87, blár, ek. 91 þús. km. Gullmoli. Toyota Touring GLI, árg. '92, hvítur, ek. 35 þús. km. 20,—22. Guðmundur Gísiason, Tóm- as Björnsson og Guðmundur Hall- dórsson 0 v. Hebden tefidi byijunina glæfra- lega gegn Andra Áss, sem var öllum hnútum kunnugur og hafði einmitt unnið norska alþjóðlega meistarann Einar Gausel í sama afbrigði. Hvítt: Andri Áss Grétarsson Svart: Hebden, Englandi Tveggja riddara tafl 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Rf6 4. Rg5 - d5 5. exd5 - b5!? Ulvestad afbrigðið sem er hættu- legt þeim sem ekki þekkja það. En Hebden kemur ekki að tómum kof- unum hjá Andra sem þekkir besta svarið. Það virðist furðulegt að hörfa með biskupinn upp í borð, en markmiðið er að valda peðið á g2. 6. Bxb5 - Dxd5 7. Rc3 - Dxg2 er lakara. 6. Bfl! - h6 Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, leikur fyrsta leik mótsins. 9. - Re4?! 10. 0-0 - Hf8 11. d4! Gefur peð til að ljúka liðsskipan- inni, en hér kom einnig til greina að leika 11. Rc3!? Eftir 11. — Rxf2 12. Re4! verður hvítur manni yfir, en eftir 12. - Kg8 13. Rxf2 - Df6 14. Del — Dxc6 hótar svartur þó óþyrmilega 15. — Bb7. 11. - exd4 12. Rd2 - Rf6? Svartur varð að reyna 12. — Rxd2 13. Rb3 - Bb6 14. a4! - bxa4 15. Hxa4 Hvítur vinnur nú peðið á d4, hef- ur betri liðsskipan og kóngsstöðu og á unna skák. 15. - Kg8 16. Rxd4 - Kh8 17. c3 - De8 18. Bf4 - Hb8 19. Bf3 - Re4 20. Bg3 - Rg5 21. Bd5 - Dd8 22. Rf3 - Bf5 23. Re5 - Df6 24. h4 - Rh7 25. Dh5 - Hbd8 26. Rf7+ - Hxf7 27. Dxf7 - Bd3 28. Hel - Dxf7 29. Bxf7 - Bb5 30. Hae4 - Rr6 31. He7 - Hd2 32. He8+ — Rxe8 33. Hxe8+ — Kh7 34. h5 og enski stórmeistarinn gafst upp. íslandsmót barna Fyrsta íslandsmótið í flokki barna fæddra 1983 og síðar fór fram í Skákmiðstöðinni í Reykjavík um helgina. Sigurður Páll Steindórsson úr Grandaskóla sýndi mikla yfirburði og vann allar níu skákir sínar. Röð efstu manna: 1. Sigurður Páll Steindórsson 9 v. 2. Guðjón Valgarðsson 6V2 v. 3. Hlynur Hafliðason 6 v. 4. Gunnar Daníel Sveinbjömsson 6 v. 5. Benedikt Þ. Siguijónsson 5*/z v. 6. Egill Örn Jónsson 5'/2 v. 7. Aldís Lárusdóttir 572 v. 8. Hjalti R. Ómarsson 5 v. 9. Jón Friðrik Daðason 5 v. 10. Atli Jóhann Leósson 5 v. 11. Birkir Hreinsson 5 v. 12. Jens Harðarson 5 v. 13. Sævar Ólafsson 5 v. 14. Magnús Már Magnússon 4 'h v. o.s.frv. Háskólabíó gaf verðlaun í mótið og yngsta kynslóðin þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi. Á laug- ardaginn yerður kvikmyndin „Leitin að Bobby Fiseher" frumsýnd á ís- landi, en hún fjallar um ungan dreng í New York sem fær brennandi áhuga á skák og jafnframt metnað föður hans fyrir hans hönd. Þetta er sannkölluð fjölskyldu- mynd sem vekur fólk til umhugsun- ar um það hversu langt foreldrar eigi að ganga í að ýta börnum sínum út í keppni af ýmsu tagi. Samnefnd bók varð metsölubók á sínum tíma, en í Bandaríkjunum fékk myndin minni aðsókn en vonast var til og var aðeins tilnefnd til einna Óskars- verðlauna. Þekktasti leikarinn í myndinni er Ben Kingsley, sem fékk Óskarinn á sínum tíma fyrir leik sinn í „Gandhi", en hann er ekki fyllilega sannfærandi sem skák- 1 kennarinn Bruce Pandolfmi. Klippt inn í myndina eru skot frá heims- meistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. í tilefni af sýningu myndarinnar stendur Háskólabíó fyrir sinni eigin „leit að Bobby Fischer" og gengst fyrir skákmóti fyrir börn og ungl- inga í anddyri bíósins á laugardag- inn. Keppt verður í hraðskák í íjór- um flokkum, 7 ára og yngri, 8—9 ára, 10—12 ára og 13—16 ára. All- ir sem keppa fá miða á kvikmyndina og verður teflt með útsláttarfyrir- komulagi. Toyota Landcruiser turbo diesel, árg. '91. ek. 58 þús. km. Subaru Justy J-12, árg. '91, rauður, ek. 46 þús. km. MMC L-300, 4x4 Minibus, árg. '89, tveggja lita/blár, ek. 97 þús. km. Vantar allar gerðir bíla, bifhjóla og tjaldvagna á skrá og á staðinn. Mikil sala. Daihatsu Charade CS, árg. '91, grár, ek. 19 þús. km. Toyota Carina E, árg. '93, ek. 15 þús. km. Vill skipti á Volvo 740, sem nýjastan, lítið ekinn. Staðgreidd milligjöf. Nissan Sunny SLX, árg. '91, Ijós- sans., ek. 27 þús. km.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.