Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 54
H s 54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 PFAFF ÞAR SEM HEIMILISTÆKIN FÁST CANDY PURRKARI. Snýst í báöar áttir. 5 kg. Timarofi 0-120 mínútur. CANDY KÆLI/FRYSTISKÁPUR. Kælir 225 Itr. frystir 92 Itr. Mál: 163x60x60 CANDY UPPÞVOTTAVÉL Hljóðlát og sparneytin 8-12 manna, 5 kerfi CANDY TRlÓ Eldavél 4 hellur, ofn/grill og uppþvottavél 6 manna, I einu tæki. Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni öll verð miðast við staðgreiðslu BORGARTÚNI 20 sími 626788 w!7!7Fr!i!TŒríxrMr!vffM; Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigursveit Ski-Doo í Fjallarallinu, Sigurður Gylfason, Stefán Bjarnason og Haukur Ofeigson. Sigurður vann flest verðlaun mótsins, gull i öllu sem hann tók þátt í. Umdeilt atvik. Gunnar Hákonarson á Yamaha skýst framúr Sig- urði Gylfasyni á Ski-Doo í grennd við bilaðan sleða, dómnefnd taldi framúraksturinn ólöglegan og Gunnar var dæmdur í annað sæti í viðkomandi umferð. Þrjú gull fóru til Sigurðar Gylfasonar í vélsleðakeppni EINOKUN Polaris í flestum akstursgreinum á íslandsmótinu í vélsleðaakstri er lokið. Það kom í ljós á fyrsta mótinu til íslands- meistara í Bláfjöllum um helgina. Sömuleiðis hafa norðanmenn misst þau tögl og hagldir sem þeir hafa haft síðustu ár, sunnlensk- ir ökumenn eru komnir inn í myndina. Reykvíkingurinn Sigurður Gylfasson á Ski-Doo MXZX vann þrenn gullverðlaun. Ski-Doo sleðar unnu fimm gullverðlaun, Arctic Cat fern og Polaris þrenn. Meistari lagður. Finnur Aðalbjörnsson á Polaris lenti á hliðinni í brautarkeppni, þegar hann barðist við Vilhelm Vilhelmsson á Arctic Cat í opnum flokki í úrslitum. Keppt var í þremur aksturs- greinum í mótinu, sem fram fór neðan við skíðasvæði Bláfjalla og var síðan fært að Kolviðarhól seinni keppnisdag vegna veðurs. Þar fór fram snjókrosskeppni, sem keppt er í til íslandsmeistara í fyrsta skipti. í öllum keppnisgrein- um var keppt í nokkrum flokkum, eftir vélarstærð og útbúnaði sleð- anna. Öflugasti sleði keppninnar var Arctic Cat AC ZR 902 Vilhelms Vilhelmssonar, sem vann opna flokkinn í brautarkeppni. Þar óku keppendur í samhliðabraut og var ekið með útsláttar fyrirkomulagi.' Vilhelm lagði að velli félaga sinn að norðan, Finn Aðalbjörnsson á Polaris 650 eftir hörkukeppni og náði besta aksturstíma allra kepp- enda í brautinni. Bændurnir börðust Finnur nældi einnig í silfur i snjókrossi á eftir norðanmanninum Jóhannesi Reykjalín. Báðir eru bændur og sleipir undir stýri. Jó- hannes vann einnig sinn flokk í brautarkeppninni, en hann er með elstu keppendum og sannar að ald- ur skiptir ekki öllu máli. Hann lagði margan knáan og ungan öku- manninn að velli, en Jóhannes varð íslandsmeistari í fyrra í sínum flokki. { ár verður aðeins einn ís- landsmeistari í hverri keppnis- grein, ekki flokkameistarar. Þá ræður miklu hve fjölmennur hver flokkur er innan hverrar keppnis- greinar. Sá sem nær hlutfallslega bestum árangri verður meistari, sama hvort hann ekur í aflminnsta eða öflugasta flokknum. Þórir Gunnarsson á Polaris XLT vann flokk 3 í brautarkeppninni og Halldór Jóhannesson á Polaris Storm vann flokk Lávarða, nýjan flokk fyrir eldri ökumenn og Guð- laugur Halldórsson vann þriðja gull Polaris manna með sigri á XCR 600 í opnum litlum flokki. í snjókrossinu voru eknar þrjár um- ferðir, átta hringir í senn og reyndi mikið á líkamlega burði keppenda. Freyr Aðalgeirsson á Ski-Doo Formula Z vann í fyrstu umferð- inni í sínum flokki. Hann var svo örmagna að hann reyndi að fá fé- laga sína að norðan til að fara í galla sinn og laumast til að keyra næstu umferð! Honum varð ekki kápan úr því klæðinu, endaði síðan á að vinna einn keppenda allar þrjár umferðirnar, eftir að hafa safnað krafti og kjarki. Keppendur gleyma reglunum Mikil keppni var milli Sigurðar Gylfasonar og Gunnars Hákonar- sonar á Yamaha Y V Max 500, bæði í braut og snjókrossi. Sigurð- ur hafði gull í bæði skiptin, reynd- ar komst Gunnar framúr Sigurði á lokasprettinum í snjókrossinu, en á svæði þar sem gulu flaggi til merkis um hættu hafði verið veifað vegna sleða sem voru í brautinni. Maður hljóp í veg fyrir sleða Sig- urðar, sem hægði á sér og skömmu síðar skaust Gunnar framúr og þeytti um leið Sigurði útúr braut- inni, sem kláraði ekki lokabeygj- una. Dómnefnd úrskurðaði Sigurð sigurvegara þessarar umferðar. í raun vantaði ýmislegt upp á að framkvæmd snjókrossins væru samkvæmt reglum og gerðu kepp- endur athugasemdir á verðlauna- afhendingu. En sem fyrr voru keppendur ekki nægilega vel að sér í reglum á keppnisstað, þar sem mótmælin hefðu átt að koma fram. Verður það vonandi lexía fyrir aðra akstursíþróttamenn fyrir komandi keppnistímabil, svo skipulag móta gangi betur fyrir sig og vandamálum fækki. Það voru hinsvegar engin vandamál í fjallarallinu, sem þykir hvað mestur heiður að vinna í hverju móti. Ekið var í tveimur flokkum. Sveit Ski-Doo lagði tvær sveitir Polaris, með þá Sigurð Gylfason, Stefán Bjarnason og Hauk Ófeigsson á MXZX innan- borðs. Sigurður náði langbesta aksturstímanum, ók tvo hringi á átta kílómetra langri brautinni um gil og dali Bláfjalla á 18.36,60 mínútum. Næsti maður var Jóhann Eysteinsson sem ók á 19.05,52 og Marinó Sveinsson 19.49,50 fyrir sitt hvora Polaris sveitina. Tími tveggja fljótustu ökumanna í hverri sveit giltu til úrslita, en þeim árangri náðu Sigurður og Stefán á Ski-Doo sleðunum. Urðu þeir rúmum tveimur mínútum á undan B sveit Polaris. í flokk öflugri sleða unnu gull þeir Freyr Aðalgeirsson Halldór Bárðarsson og Jónmundur Guðmundsson á Ski-Doo, en sveitin fékk enga sam- keppni. Freyr ók á tímanum 19.18,27. G.R. Seltjamar- neskaup- staður tuttuguára Seltjarnarneskaupstaður fagn- aði 20 ára afmæli á laugardag, með veislu á Eiðistorgi. Ungir Seltirningar sáu um að skemmta meðborgurum sínum. Meðal annars lék lúðrasveit Tón- listarskólans á Seltjarnarnesi, sýn- ingarflokkur úr Balletskóla Guð- bjargar Björgvinsdóttur sýndi list- dans, Bossanova bandið spilaði og valinn var íþróttamaður ársins á Sc'tjarnarnesi, sem að þessu sinni er Eva Guðrún Björnsdóttir, fim- leikakona. Boðið var upp á veiting- ar og voru tæplega 900 sneiðar af afmælistertunni afgreiddar. Morgunblaðið/Sverrir Tuttugu ára afmæli fagnað FJÖLMENNI kom í afmælisveislu Seltjarnarneskaupstaðar á Eiðistorgi á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.