Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 Yöggudauði - skyndidauði ungbarna — Hvað er til ráða? eftirJóhann Heiðar Jóhannsson ogAtla Dagbjartsson Vöggudauði er það oftast kallað í daglegu tali þegar börn á fyrsta ári deyja skyndilega, án undanfar- andi veikinda og án þess að um slys eða annan voveiflegan dauð- daga sé að ræða. Þetta íslenska heiti er ekki gamalt og er væntan- lega bein þýðing á (cot death) eða dönsku (vuggedod). Heitið vöggu- dauði vísar annars vegar til þess, að ungbörnin eru oftast á þeim aldri, 2ja-4ra mánaða, að þau sofa enn í vöggu, og hins vegar til þess, að dauðann ber nær alltaf að með- an bömin eru sofandi. Hið viður- kennda fræðiheiti er hins vegar skyndidauði ungbama (sudden in- fant death syndrome, pludselig uventet spædbarnsdod). Skyndi- dauði ungbarna er nú skilgreindur þannig, að um sé að ræða óvænt og skyndilegt dauðsfall hjá ung- barni, sem áður var talið heilbrigt, - dauðsfall sem ekki er hægt að finna neina læknisfræðilega skýr- ingu á með vandaðri krufningu og þeim rannsóknum sem henni tengj- ast, þ.e.a.s. ekki finnst dulin mein- semd, sjúkdómur eða vanskapnað- ur. Hversu algengur er vöggudauði? Vöggudauði virðist koma fyrir hjá ungböfnum allra þjóða og þjóð- fiokka, sem á annað borð skrásetja dánarmein og dánarorsakir barna á formlegan hátt. Tíðni er hins vegar nokkuð breytileg. Vera má að mismikil nákvæmni í skráningu ráði einhverju þar um og að nauð- synlegar rannsóknir í tengslum við krufningu séu ekki alltaf gerðar. Fyrir kemur að ungbörn á fyrsta ári deyja óvænt af völdum áunn- inna sjúkdóma eða dulinna innri galla. Sé krufning ekki gerð, má gera ráð fyrir að slík tilvik séu skráð sem vöggudauði, en það leið- ir til óeðlilegrar hækkunar á tíðni- tölum á viðkomandi stöðum. Engu að síður er vöggudauði algengasta ástæða dauðsfalla hjá ungbörnum eftir að sjúkdómum og sérstökum vandamálum nýbura sleppir, þ.e. eftir fyrsta mánuðinn frá fæðingu. Hér á landi hefur vöggudauði verið sérstaklega rannsakaður og náið fylgst með tíðni hans undanfarinn einn og hálfan áratug. Sú athugun bendir til þess að tíðni vöggudauða á íslandi sé með því lægsta sem gerist í nálægum löndum og að dauðsföll hér séu færri en eitt á hver 1.000 lifandi fædd börn á hveiju ári. Þetta þýðir að undanfar- ið hafa að meðaltali 3-4 börn dáið vöggudauða á íslandi á hverju ári. Tíðni vöggudauða í Skotlandi og Noregi var hins vegar um 1,3 fyrir hver 1.000 lifandi fædd börn árið 1991 og í Bretaveldi öllu um 1,4 fyrir hver 1.000 lifandi fædd börn. Hvað veldur vöggudauða? Sú sorglega staðreynd, að ung- börn, sem talin eru heilbrigð, geti dáið skyndilega og án undanfar- andi sjúkdómseinkenna, hefur vak- ið mikla athygli hjá öllum þeim sem láta sér annt um heilbrigði og heilsu barna. Vöggudauði hefur einnig fengið mikla og vandaða fræðilega umfjöllun hjá færustu vísinda- mönnum á sviði meinafræði og barnasjúkdóma undanfarna ára- tugi víðs vegar um heiminn. Engu að síður hefur orsökin ekki fund- ist. Fjölmargar tilgátur hafa þó verið settar fram í tímans rás og margar vandlega kannaðar, en engin þeirra hefur enn verið vís- indalega staðfest og sönnuð. Áhættuþættir Auk leitar að orsökum hefur athyglinni einnig verið beint að svonefndum áhættuþáttum, en það eru ýmis atriði sem tengjast vöggu- dauða án þess þó að geta talist til beinna orsaka. Sem dæmi má nefna að vöggudauði er talinn algengari Jóhann Heiðar Jóhannsson. þar sem mæðraeftirlit er lélegt, þar sem ungbarnaskoðanir eru stopular og þar sem fjárhagslegar og félags- legar aðstæður mæðra eru slæmar. Óvíst er hvernig þessi atriði auka hættu á vöggudauða, en áhættu- þættir, sem hugsanlega er hægt að breyta, geta skipt miklu máli. 1. Svefnlega Á síðustu árum hefur athygli ýmissa vísindamanna beinst að svefnlegu ungbarna, þ.e. hvort þau sofa að jafnaði á grúfu, á hlið eða á bakinu. Undanfarna áratugi hef- ur mæðrum oftast verið ráðlagt að láta ungbörn ekki sofa liggjandi á bakinu. Þetta var gert til þess að draga úr hættu á köfnun ef börnin ældu í svefni. í nokkrum samfélög- um, þar sem tíðrii vöggudauða hef- ur verið há, komu hins vegar í ljós tengsl milli vöggudauða og maga- legu, þ.e. að börn sem dóu vöggu- dauða lágu hlutfallslega oftar á grúfu en önnur börn. í sumum lönd- um hefur þetta orðið til þess að ráðleggingum til mæðra hefur ver- ið breytt á þann hátt að þeim er bent á að leggja ungbörn til svefns þannig að þau sofi á hliðinni eða Atli Dagbjartsson. bakinu. Þetta, ásamt víðtækri um- fjöllun um aðra áhættuþætti, virð- ist hafa lækkað tíðni vöggudauða marktækt, en þó ekki niður fyrir lægstu tíðni í ýmsum öðrum lönd- um. Óljóst er enn hvað það er sem veldur því að ákveðin svefnlega geti haft áhrif á tíðni vöggudauða. Nauðsynlegt er að benda á að sum ungbörn, svo sem fyrirburar, eru eftir sem áður látin liggja og sofa á grúfu til að tryggja eðlilega önd- un. 2. Reykingar. Annar áhættuþáttur, sem mikil athygli hefur beinst að á allra síð- ustu árum, er reykingar. Sýnt hef- ur verið fram á að reykingar kvenna á meðgöngutíma og reyk- ingar foreldra ungbarna geta aukið hættu á vöggudauða. Hættan eykst í hlutfalli við fjölda reyktra sígar- etta og getur allt að því fimmfald- ast hjá þunguðum konum sem reykja meira en 20 sígarettur á sólarhring. Ekki er ljóst hvernig reykingarnar auka áhættuna, en sýnt hefur verið fram á það að tóbaksreykur í nánasta umhverfi tilraunadýra á meðgöngutíma veld- ur vanþroska í lungum hjá afkvæ- munum. 3. Aðrir áhættuþættir Bent hefur verið á að notkun áfengis og annarra fíkniefna á meðgöngutíma auki hættu á vöggudauða, en einnig hættuna á meðfæddum vanskapnaði. Nokkrir vísindamenn hafa fundið tengsl milli ofdúðunar ungbarna og vöggudauða. Telja þeir að of mikill klæðnaður og of þykkar ábreiður geti leitt til ofhitnunar sem á ein- hvern hátt geti verið sumum ung- börnum lífshættuleg. Þá hefur einnig verið bent á að mjúkar dýn- ur og koddar í vöggum ungbarna geti aukið hættuna. Loks hefur komið fram vísbending um að tíðni vöggudauða sé lægri hjá börnum sem fá bijóst, en þeim sem fá pela. Þessi síðasta vísbending er þó enn sem komið er mjög óljós. Er hægt að lækka tíðni vöggmdauða hér á landi? Þar sem tíðni vöggudauða hér á landi er lág, er óvíst hvort hana megi lækka enn frekar með sér- stökum aðgerðum eða breyttum ráðleggingum. Rétt er þó að benda á eftirfarandi atriði: Það að láta heilbrigð, fullburða ungböm sofa á bakinu er sennilega ekki hættulegt eins og áður var talið. Reykingar á meðgöngutíma og í námunda við ungbörn ber ótví- rætt að forðast. Neysla áfengis og annarra fíkni- efna á meðgöngutíma getur haft skaðleg áhrif á heilsu og líf ung- barna. Ofdúðun hjá sofandi ungbörnum er þeim ekki til þæginda og getur jafnvel verið þeim skaðleg. Eins ber að forðast mjúkar dýnur og kodda, sem hindrað geta hreyfing- ar barna í vöggunni. Rétt er að benda á gagnsemi þess að þungaðar konur notfæri sér reglubundið mæðraeftirlit. Sömuleiðis er rétt að benda öll- um foreldrum á að notfæra sér ungbarnaeftirlitið hér á landi, sér- staklega læknisskoðunina við sex vikna aldur. Jóhann Heiðar Jóhannsson er læknir á Rannsóknastofu Háskólans og sérfræðingur í barnameinafræði. Atli Dagbjartsson er barnalæknir og starfará barnadeild Landspítalans. Framhaldsskóla hvað? eftir Harald Hallgrímsson Ég hef nýlokið lestri á drögum að frumvarpi að nýjum framhalds- skólalögum ásamt ýmsu ítarefni og mig vantar svör. í greinagerð sem fylgir drögunum segir að þau séu gerð til að ...skerpa áherslur í stjórnun og rekstri, fjölga náms- léiðum frmahaldsskólans, styrkja réttarstöðu nemenda... Þetta eru allt göfug markmið, en hvernig ætlar hæstvirtur menntamálaráð- herra að ná þeim? Áhrif nemenda og áherslur í stjórnun Samkvæmt því frumvarpi sem nú liggur fyrir menntamálanefnd Alþingis, ætlar ráðherra ekki að styrkja réttarstöðu nemenda. Nei, þvert á móti ætlar hann að skerða áhrif nemenda í stjórn skólanna, því að hann hyggst breyta hlut- verki eina nemendafulltrúans í skólanefnd, æðstu stjórn skólans, í áheyrnarfulltrúa. Kennarar eru greinilega taldir hálfdrættingar við stjórn skólans, því steypa á tveim- ur fulltrúum þeirra saman í einn áheymarfulltrúa. Hvernig telur þá ráðherra að skólanefnd, stefnumarkandi afl í öllum framhaldsskólum og æðsta ákvörðunarvald þeirra, skuli skip- uð? Samkvæmt frumvarpinu á skólanefndin að vera skipuð að meirihluta af ráðherra, þrír fulltrú- ar ráðherra, tveir fulltrúar viðkom- andi sveitarstjórnar, ásamt áheyrnarfulltrúum kennara og nemenda. Ráðherra ætlar að gera skólanefnd að algerlega pólitísku tæki þess flokks sem fer með stjórn menntamálaráðuneytisins hveiju sinni. Þetta kalla ég ekki að skerpa áherslur í stjórnun og rekstri. í ljósi reynslu minnar af skóla- nefnd tel ég að best væri að auka enn frekar hlut kennara og nem- enda. í setu minni í skólastjórn hef ég aðeins hitt einn af þremur full- trúum sveitarstjóma á fundum og ráðherra hefur dregið í marga mánuði að skipa nýja fulltrúa eins og honum ber samkvæmt lögum. Nei, reynsla mín af stjórnmála- mönnum í skólastjórnun er ekki góð. Æðsti yfirmaður minn, hæst- virtur menntamálaráðherra, hefur að mínu mati sýnt skólanefndinni í mínum skóla áhugaleysi með miklum drætti á skipun fulitrúa. Á að bæta réttarstöðu nemenda með því að gera þá áhrifalausa? Stytting námstímans Helsti kostur frumvarps að framhaldsskólalögum var að mínu mati lenging skólaársins og stytt- ing námstímans í þrjú ár. íslenskir nemendur yrðu nú tilbúnir undir Haraldur Hallgrímsson „Á að bæta réttarstöðu nemenda með því að gera bá áhrifalausa?“ nám í háskóla á sama aldri og nemendur annarra landa. En hvað? Hér er ekki verið að bæta nám né auka, því að til þess að þetta gangi upp á að stytta þann tíma sem fer í próf og auka sjálfstæða vinnu nemenda. Nemendur eiga sem sagt að gera meiri heimavinnu og fá styttra upplestrarfrí fyrir próf. Þeir nemendur sem munu útskrif- ast í kerfinu sem verið er að leggja drög að, munu gera það með fjöru- tíu daga styttri skólagöngu að baki. Er það virkilega hugmyndin að fækka kennslustundum svo veru- lega að baki lokaprófs úr fram- haldsskóla? Áfangakerfið lagt af Áfangakerfið er helsta nýjung í menntamálum landsins síðan stúlkur fengu að setjast á skóla- bekk. Þetta kerfi sem var þróað í Menntaskólanum í Hamrahlíð þyk- ir svo gott að útlendingar sækja hingað til þess að læra af okkur. Helstu kostir kerfisins er mikið val nemenda og möguleikar á breytilegum námstíma. Höfundar frumvarpsdraganna kvarta mikið yfir því að of stórt hlutfall nem- enda í framhaldsskóla stundi bók- nám. Þetta hyggjast þeir leysa með því að fækka bóknámsbraut- um úr þrettán í þijár. Þessi ráð- stöfun mun að mínu mati leiða til lakari menntunar og minni náms- áhuga hjá fjölda nemenda. Með því að þrengja svo mjög að vali nemenda eru forsendur áfanga- kerfisins í bóknámi brostnar. Getur það verið að góðum árangri af áfangakerfinu sé fylgt eftir með því að leggja það niður? Mótun menntastefnu til framtíðar Þeir, sem nú halda um stjórnvöl- inn og gera tillögur um mennta- stefnu, virðast fyrst og fremst hafa sparnað að leiðarljósi. Sparn- aður er hið besta mál, en harka- legt að láta hann bitna svo þungt á ungu fólki. Þetta er kynslóðin sem mun erfa allar erlendu skuld- irnar sem stofnað hefur verið til á undanförnum árum. Er eitthvað réttlæti í því að henni sé auk þess ætlaður verri skólaundirbúningur en verið hefur? í nefnd um mótun menntastefnu sem samdi frumvarpið sitja átján einstaklingar, enginn þeirra er nemandi. Leitað var ráða hjá fjöl- mörgum aðilum við gerð þess en ekki nemendum. Nefndin sá ekki ástæðu til að leita álits hjá Félagi framhaldsskólanema er hún samdi frumvarpið og aðeins einn fjölbrau- takennari kom þar við sögu. Er þetta tilviljun eða aðeins liður í atlögu hæstvirts ráðherra gegn áfangakerfinu? Eitt er víst: nemendur fram- haldsskólanna munu fylgjast vel með þeim umræðum sem framund- an eru, og hlusta eftir svörum ráðamanna við þessum og mörgum fleiri spurningum sem frumvarpið vekur. Höfundur er forseti Nemendafélags Menntaskólans við HamrahUð ogfulltrúi nemenda í skólanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.