Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994
17
Er kvótakerfið í „hættu“?
eftir Sturlu
Böðvarsson
Margt bendir til þess að engar
breytingar verði gerðar á lögum
um stjórn fiskveiða fyrir þinglok í
vor. Af þeim sökum hefur orðið
verulegur órói meðal þeirra þing-
manna sem lýst hafa vilja til þess
að standa að úrbótum á lögum um
stjórn fiskveiða án þess að bijóta
upp kvótakerfið í grundvallaratrið-
um.
Staðan í atvinnumálum og horf-
ur margra fyrirtækja í sjávarútvegi
á Vesturlandi og Vestfjörðum eru
mjög alvarlegar. Þingmenn þessara
kjördæma verða áþreifanlega varir
við óskir íbúanna um aðgerðir er
tryggt geti atvinnu og afkomu.
Hrun fyrirtækja í sjávarútvegi á
Vesturlandi og á Vestfjörðum
myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar.
Það fer ekki hjá því, að margir
tengja ógöngur í sjávarútvegi
kvótakerfinu. Öllum ætti að vera
ljóst að mestur vandi stafar af
minni og minnkandi þorskafla. Á
það skal þó bent að margir útgerð-
armenn hafa selt frá sér aflaheim-
ildir án þess að skeyta um sjómenn
eða það fólk sem í landi vinnur.
Það á engan rétt til aflaheimilda
né fær arð af sölu þegar útvegs-
bóndinn bregður búi og færir veiði-
réttinn burt til þess er best borgar.
Ég hef fundið fyrir væntingum
um það að sjávarútvegsráðherra
og sjávarútvegsnefnd .Alþingis
hefðu forystu um samkomulag er
fæli í sér breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða. Frumvarp það sem
sjávarútvegsráðherra beitti sér fyr-
ir var vissulega spor í rétta átt.
Vonir um samkomulag hafa þó
dofnað með degi hveijum. Þing-
mönnum er haldið fjarri öllu sam-
ráði, sem er mjög mikilvægt, ef
takast á að ná sátt í málinu. í því
ljósi ber að skoða stuðning minn
við frumvarp sem flutt er undir
forystu Guðjóns A. Kristjánssonar
varaþingmanns um breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða, sem
hann kynnti í þinginu í síðustu viku.
Það frumvarp er tillaga um nauð-
vörn í erfiðri stöðu.
Viðbrögð sjávarútvegsráðherra
og nokkurra útvegsmanna hafa
borið þess merki, að þeir hafa tæp-
lega kynnt sér frumvarpið og
bregðast við í samræmi við það.
Slík viðbrögð eru ekki líkleg til
farsællar niðurstöðu í þessu erfiða
máli.
Frumvarp Guðjóns Arnars gerir
ráð fyrir því að opna tímabundið
smugu er gæti skapað útgerðum
möguleika til þess að auka veiðar
á þeim stofnum sem ekki hafa ver-
,ið fullnýttir síðastliðin ár, svo sem
ufsa, ýsu, skarkola og úthafsrækju,
án þess að ganga á rétt þeirra sem
hafa kvóta í þessum tegundum og
vilja nýta sér hann. Frumvarpið
kemur hins vegar illa við þá útgerð-
armenn sem eiga t.d. kolakvóta,
hafa ekki nýtt sér hann, en selja
kvótann til þeirra sem vilja og geta
veitt. Einnig kemur það þeim á
óvart sem hafa fest kaup á kvóta
þeirra tegunda sem frumvarpið
gerir ráð fyrir. Þegar litið er til
þess að kvóti þessara tegunda,
ufsa, ýsu, skarkola og úthafsrækju,
hefur ekki náðst má halda því fram
með fullgildum rökum að það sé
óeðlilegt að slíkur kvóti gangi
kaupum og sölum á uppsprengdu
verði.
Með frumvarpi Guðjóns Arnars
Kristjánssonar er slakað á kvóta-
kerfinu vegna óvenjulegra að-
stæðna með svipuðum hætti og
loðnuflotanum hafa verið veittar
heimildir til veiða á öðrum stofnum
þegar loðnan brást. Ég minnist
þess ekki að útvegsmenn eða sjáv-
arútvegsráðherra hafi talið það
skemmdarverk. Viðbrögð við frum-
varpinu bera þess glögg merki að
útvegsmenn og sjávarútvegsráð-
herra óttast að kvótakerfið kunni
að vera í hættu.
Vissulega er það í hættu, en ein-
ungis ef því er misbeitt og end-
urbótum á því hafnað án fullgildra
raka.
Stöðugleiki og festa við stjórnun
fiskveiða er undirstöðuatriði og
allra mikilvægast fyrir þær byggð-
ir sem allt eiga undir útgerð og
fiskvinnslu þar sem fólkið á afkomu
sína og eignir undir því að afla-
heimildir haldist með eðlilegum
hætti í byggðarlögunum.
Ég er og hef verið talsmaður
þess að viðhalda stöðugleika og
öryggi við stjórn fiskveiða. Það
átti kvótakerfið að skapa. Ég hef
hins vegar ekki látið blinda mig
gagnvart göllum þess og nauðsyn-
legustu úrbótum né heldur látið af
því að ræða og skoða, án fordóma,
aðra kosti við stjórnun fiskveiða.
Ástæða er til þess að vekja at-
hygli á því að landaður bolfiskafli
hefur dregist saman í Ólafsvík um
48% á tímabilinu 1985-1992 á
sama tíma og minnkunin er 2% á
landinu öllu. í Stykkishólmi hefur
öll botnfiskvinnsla lagst af.
Fullyrða má að þessi samdráttur
er að verulegu leyti tengdur heim-
ild útgerða til þess að selja kvóta
í nafni hagræðingar. Hagræðingin
felst m.a. í því að fiski er ekið
hundruð kílómetra frá löndunar-
stað til vinnslu. Greiðsla til útgerð-
Sturla Böðvarsson
„Vonir um samkomulag
hafa þó dofnað með
degi hverjum. Þing-
mönnum er haldið
fjarri öllu samráði, sem
er mjög mikilvægt, ef
takast á að ná sátt í
málinu.“
ar, það er að segja fiskverðið, er
þvingað niður í þessum viðskiptum
með því að skaffa kvóta (tonn á
móti tonni). Þetta ástand þekkir
þjóðin. Það leiddi til verkfalls sjó-
manna sem var stöðvað með lögum.
Nú þegar þrjár vikur eru eftir
til þingloka óttast ég mjög að ekki
takist að ná fram þeim breytingum
sem þarf að gera á lögum um stjórn
fiskveiða. Þau atriði sem ég tel að
einkum þurfi að skoða við breyting-
ar á þeim lögum eru þessi:
1. Takmarka framsal með veiði-
skyldu á hluta af kvóta.
2. Banna núverandi viðskiptahætti
með tonn á móti tonni og þátt-
töku áhafna í kvótakaupum,
nema um það sé samið í kjara-
samningum.
3. Festa í sessi tvöföldun á kvóta
þegar línuveiðar eru stundaðar
og veita línuveiði leyfi til þeirra
báta sem hafa stundað línuveið-
ar með sama hætti og leyfi er
veitt til annarra sérleyfðra
veiða.
4. Takmarka netaveiðar smærri
báta.
5. Skipan smábátaveiða miðist við
tillögu sjávarútvegsráðherra
eða svokallaðar tillögur Fiski-
þings með þeim takmörkunum
sem fylgir minni þorskveiði-
heimild. Krókaleyfisbátar fái
leyfi til sérleyfðra veiða svo sem
ígulkeraveiða.
Mjög skiptar skoðanir eru meðal
þjóðarinnar um stjórnun fiskveiða
og umráðarétt yfir auðlindum sjáv-
ar. Það er skylda okkar alþingis-
manna að skipa þeim mikilvægu
málum með lögum á þann veg að
ekki leiði til ófriðar milli þeirra sem
ráða nýtingu auðlindanna og þeirra
sem standa álengdar, án þess að
vera þar með í ráðum, en eiga samt
allt undir því að auðlindir hafsins
séu nýttar, okkur öllum til hag-
sældar. Takist ekki á þessu þingi
að ná sæmilegri sátt um stjórnun
fiskveiðanna mun áfram deilt. Þær
deilur mun ekki verða auðvelt að
setja niður síðustu mánuði fyrir
alþingiskosningar.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Vesturlandskjördæmi.
■I f/
“nóoO.OOO
A rOOO .O00.
000.00°
„200.0°°
'' 0000 0aO
a’ \ 400.0°°
W' fi ooo.o°0
W- 4 800.0°°
W- A 490.000
W. 6/- 752.00°
W- ^OO.OOO
' W' \aA20^55-
Enn eigum við eftir að draga út: 1 vinning á 25 MILLJÓNIR kr.
8 vinninga á 10 MILLJÓNIR kr. 4 vinninga á 5 MILLJÓNIR kr.
32 vinninga á 2 MILLJÓNIR kr. 40 vinninga á 1 MILLJÓN kr.
Auk mikils fjölda hálfrar milljóna króna vinninga og lægri. Það
er eftir miklu að slægjast í HHÍ. Happdrættinum með mestar
vinningslíkumar (1:2) og hæsta vinningshlutfallið (70%).
Notfœrðu þér boðgreiðslur VISA og EURO
og tryggðu að endurnýjun falli ekki niður.
V/SA
(I
/7
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnirigs