Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 01993 Farcus CartoonsÆhslributed by Untversal Press Syndicate LJAISbl-AeS/caöLTUMi-T f „Eg hata, þe&arMiLUle*idin.ga.r " * Ast er... IZ-15 ... að fylgjast með sím- reikningunum. TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate 454 Steinar eru úreltir. Ég nota Ég held að hann langi til að djúpfrystar maísbaunir. tala við okkur. BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvalfjarðargöng fyrir hveija? Frá Stefaníu Eyjólfsdóttur: Gerð jarðganga undir Hvalfjörð er óráðsía sem mér er skylt að mótmæla þar sem hundruðum millj- óna er hent í sjóinn! Meiri hluti þess fólks sem ég hef spurt segist ekki munu nota Hvalfjörðargöngin þegar hann gerir sér grein fyrir að þurfa að keyra rúmlega 11 km neð- anjarðar sem er jafnlangt og frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Þetta fólk kýs frekar að halda sálarró sinni, ferðast ofanjarðar og anda að sér tæru fersku lofti þó leiðin sé 20 mínútum lengri. Göngin um Olafsfjarðarmúla (3,395 km löng) eru lengstu göng hér á landi. Göngin undir Hvalfjörð verða 3-4 sinnum lengri. Ég hef keyrt í miðri viku um Olafsfjarðar- göngin, þau voru þá full af reykj- arstybbu svo við fundum fyrir ert- ingu í öndunarfærum og fórum að ímynda okkur að stórslys hefði orð- ið í göngunum en svo var ekki. Stybban stafaði frá útblæstri bíl- anna og kyrrstöðu andrúmsloftsins og eiturefna. Hvernig stendur til að loftræsta Hvalfjarðargöngin sem liggja í boga undir sjávarmáli? Hvernig verður brugðist við ef árekstrar verða neð- anjarðar og bílar stöðvast? í raf- magnsleysi? Eða í jarðskjálftum sem eru algengir hér og geta orðið 6-7 stig á Richter? „Má ég þá biðja um að vera „ofanjarðar" þegar slík- ar hörmungar ríða yfir. Miklir fjármunir eru hér í húfi. Mér ofbýður ábyrgðarleysið að ætla að fleygja milljörðum í sjóinn, því vegurinn fyrir Hvalfjörð þarfnast áframhaldandi viðhalds og göngin þarfnast einnig viðhalds. Danir og Japanir hafa orðið fyrir milljarða- tjóni vegna neðansjávarganga sem fyllst hafa af sjó án fyrirsjáanlegrar ástæðu, neðansjávargöngin undir Stórabelti eru ca. 6,7 km ef Dönum hefur þá tekist að gera þau sjóheld. Einnig sjáum við dæmi um vatns- flauminn í Vestfjarðagöngunum en þar varð að breyta staðsetningu ganganna sem kostaði offjár. Ef þetta á að vera atvinnubóta- vinna (sögusagnir herma að verkið verði jafnvel unnið að miklu leyti af erlendum verktökum), þá er nær að veita þessa fjármuni í að tvö- falda Reykjanesbrautina sem er dauðagildra í hálku og skafrenningi og margir hafa örkumlast á þeirri leið. Bæta mætti veginn um Kaldadal sem er nú illfær nema tvo mánuði á ári en sú leið er náttúru- perla með sín fögru fjöll Skjald- breið og Langjökul. Einnig væri fengur og öryggi í að fá góðan veg yfir hálendið sem myndi stytta norður- og Austfjarðaleið og jeppa- tröllin gætu þá líka haldið sig á vegunum en keyri ekki yfir allt sem fyrir er. Bora mætti styttri göng Frá Ingibjörgu Jónsdóttur: Mig langar til þess að deila nýlegri frelsun minni með lesend- um. Þannig er að ég hef átt í sí- felldum erfiðleikum vegna pítsu- fiknar minnar. Eins og flestir vita, eru pítsuauglýsingar hyarvetna og því freistingar víða. Ég, óstabíla manneskjan, hef átt mjög erfitt með að ráða við þá löngum að þrífa símann og panta minnst eina 16“ þegar ég rekst á pítsuauglýs- ingar. Eins og allir geta glöggt séð, þjáðist ég mikið. Svo var það eitt napurt kvöld þegar ég var banhungruð og ekk- ert ætt til að ég rakst á auglýs- ingu frá pítsustað sem einhverra hluta vegna kennir sig við ítalskan fasista. Þessi staður var með svo girnilegt tilboð að það var ekki að sökum að spyija, ég var rokin í símann með það sama. Eitthvað varð ég undrandi er mér var tjáð að 200 kr. væru teknar í heim- sendingargjald en lét mig hafa það því ég stóðst ekki tilboðið. Svo settist ég niður og lét mig dreyma um gómsæta pítsu. Þetta urðu heldur langir draumar og eiginlega um fjallvegi í strj álbýli landsins sambærileg við göngin í Oddsskarði (640 m löng) og Strákagöng (800 m). Því hægt væri að gera fjölmörg göng sem tryggja öryggi ferðalanga um erfiða fjallvegi í hálku og ill- viðri á veturna fyrir andvirði einna ganga undir Hvalfjörð. Einnig væri hægt að nota þessa milljarða til uppbyggingar atvinnuveganna í landinu sem skilaði atvinnu og arði til heimila á vonarvöl og til ríkisins aftur í formi skatta. Heyrst hefur að lífeyrissjóðir landsmanna ætli að fjármagna Hvalfjarðargöngin að stórum hluta. Ég sem greiðandi 'í lífeyrissjóði mótmæli þeirri ábyrgðarlausú með- ferð á söfnunarfé mínu. Ég vona að þjóðin mótmæli þessu glæfrafýr- irtæki ráðamanna og beri gæfu til að stöðva eða fresta fyrirhuguðum göngum undir Hvalfjörð þau eru ekki tímabær nú né forgangsverk- efni. STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR, húsmóðir. var ég búin að gefa upp alla von þegar sendillinn birtist rúmum 2 klst. síðar. Ég var ekkert yfir mig ánægð með biðina en fékk þó í sárabætur 75 kr. afslátt af píts- unni og 2 1 af gosi. Garnirnar í mér voru farnar að hafa heldur hátt svo ég bjó mig undir að gleypa í mig pítsuna en viti menn, hún var svo brennd og hörð að hún var eins og kex. Þar kom gosið til góða til að bleyta upp í henni og þóttist ég heldur en ekki vel sett. Þá uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að pítsan var hreinlega vond og ég missti alla pítsulyst. Fyrst á eftir var ég eitt- hvað að pirra mig yfir þessu en svo uppgötvaði ég að ég hef lækn- ast. Pítsulystin hefur nefnilega ekki komið aftur og ég get farið að lifa eðlilegu lífi á ný því ég fékk ógeð á pítsum þetta kvöld. Ég vil koma þakklæti til pítsu- staðarins fyrir að hafa frelsað mig með sinni þjónustu og hvet þá ,sem eiga við svipað vandamál að stríða að beina viðskiptum sínum þang- að. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, fv. pítsuunnandi. Læknaðist af pítsulöngun Yíkveiji skrifar ASÍ leggur mikla áherzlu á, að sýna fram á, að lækkun hins svonefnda matarskatts um aramót hafi skilað sér til neytenda. í Morg- unblaðinu sl. laugardag var frá því skýrt, að Samkeppnisstofnun hefði gert könnun fyrir ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin, sem sýndi að lækkun virðisaukaskatts á matvæli hefði skilað sér að fullu til neyt- enda. Verð á þeim vörum, sem skoðaðar voru hefði lækkað um 6,7% en áætlað hefði verið að Iækk- un matarskattsins mundi leiða til 7% lækkunar. Þessar tölur skulu ekki dregnar í efa. En hver skyldi vera reynsla neytenda sjálfra? Verða þeir þess varir, að matarreikningur þeirra hafi lækkað sem þessu nemur frá áramótum? Fróðlegt væri að heyra frá reglusömum neytendum, sem halda yfirlit yfir matarkostnað sinn um þetta efni. xxx Isíðustu tveimur útboðum ríkisins á ríkisvíxlum hefur orðið um- talsverð vaxtalækkun. Nú síðast um allt að 0,42%. Fjármálaráðherra hefur verið þeirrar skoðunar að vaxtalækkun í útboðum ríkisvíxla gæfi tilefni til lækkunar vaxta í bankakerfinu. Þótt bankarnir hafi áður vísað til markaðsþróunar, sem röksemdar fyrir því, að þeir gætu ekki lækkað vexti, gegnir öðru máli nú, þegar vextir á opnum markaði lækka. Þá bregður svo við, að vaxtalækkun á opnum markaði gefur ekki tilefni til vaxta- lækkunar í bönkunum! Er ekki kominn tími til að tals- menn bakanna hætti þessum skollaleik og viðurkenni það, sem öllum er ljóst, að háir vextir sér- staklega á óverðtryggðum lánum eru fyrst og fremst til þess að gera bönkunum kleift að borga töpuð útlánum m.ö.o. aðrir viðskiptavinir bankanna eru að borga þessi út- lánatöp. XXX að er gott framtak hjá tveimur þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins að flytja frumvarp um að eigendur fasteigna fái afslátt frá skatti vegna viðhaldskostnaðar við fasteignir. Eins og þetta kerfi er nú er augljóst, að það er í raun trygging fyrir stórfelldum skatt- svikum þannig að hvorki virðis- aukaskattur né tekjuskattur vegna þessarar vinnu skilar sér í ríkis- sjóð. Húseigandinn getur sparað sér verulegar fjárhæðir með því að eiga nótulaus viðskipti og hið sama á við um verksalann. Þetta vita allir og þarf ekki um að deila. Ef eigandi húseignar fær skatt- afslátt vegna viðhalds eru það hans hagsmunir að þessi viðskipti gangi fyrir sig með eðlilegum hætti. Lík- lega er það rétt hjá Haraldi Sumar- liðasyni, formanni Samtaka iðnað- arins í samtali við Morgunblaðið í fyrradag, að afslátturinn mætti vera hærri en sem nemur 10% af kostnaði við viðhald og endurbæt- ur. Að auki er augljóst, að viðhalds- vinna mundi aukast verulega, ef slíkur skattafsláttur yrði tekinn upp á nýjan leik og þannig stuðla að því að draga úr atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna. Ekki veitir af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.