Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994
VIÐSKIPn AIVINNUIJF
Fyrirtæki
Mikil umskipti til
batnaðar hjá Granda
HAGNAÐUR Granda hf. á sl. ári varð alls um 108 milljónir króna
miðað við 156 milljóna tap á árinu 1992. Bati í afkomu fyrirtækis-
ins er þó meiri en þessar tölur gefa til kynna því á árinu 1992
fékk fyrirtækið greiddar tæplega 90 milljónir úr Verðjöfnunar-
sjóði. Rekstrartekjur félagsins í fyrra námu 2.895 milljónum og
jukust um 17% frá árinu á undan. Eigið fé nam 1.522 milljónum
í árslok 1993.
Heildarafli togara Granda var
alls 31.495 tonn á árinu 1993 sam-
anborið við 24.719 tonn árið áður.
Á árinu bættist nýr frystitogari í
flota Granda, Þemey RE 101, og
eru togararnir nú alls níu talsins.
Á árinu störfuðu að meðaltali 396
manns hjá fyrirtækinu. í árslok
1993 var hlutafé 995 milljónir,
hluthafar voru 590 og hafði fjölg-
að um 118 milli ára.
Jón Rúnar Kristjónsson, fjár-
málastjóri Granda, sagði í samtali
við Morgunblaðið að skýringar á
umskiptum í rekstri fyrirtækisins
fælust m.a. í mikilli og góðri karfa-
veiði á sl. ári jafnframt því að til-
tölulega gott verð hefði fengist
fyrir karfaafurðir í Þýskalandi og
Japan. Auk þess hefði hækkandi
gengi japanska jensins hjálpað til.
Afkoma frystiskipanna hefði einn-
ig verið góð á árinu en frystitogar-
inn Örfirisey bættist í flota félags-
ins árið 1992. Þá nefndi Jón Rún-
ar að árangur af sameiningu
vinnslu í Norðurgarði og Granda-
garði í ágúst 1992 hefði skilað sér
á árinu. Vextir hefðu ennfremur
lækkað og sá stöðugleiki sem ríkt
hefði í efnahagslífinu auðveldaði
reksturinn. Aðalfundur Granda
verður haldinn föstudaginn 29.
apríl 1994 í matsal Norðurgarðs.
Stærstu hluthatar GRANDA ht.
þús. kr.
1. Vogunht. 305.537
2. Hatht. 146.290
3. Hampiðjanhf. 121.176
4. Sjóvá-Almennar hf. 54.172
5. Ingvar Vilhjálmsson sf. 53.395
6. Olíuverslun íslands hf. 40.346
7. Draupnissjóðurinn hf. 33.498
8. Lífeyrissj. verslunarmanna 27.350
9. Hlutabréfasjóðurinn hf. 22.518
10. Fiskveiðifélagið Venus hf.
11. Skeljungur hf.
/•'"V r j p\
12. éigríöu/A.iVatdimarsdéttir j
13. Sameinaði lífeyrissj,
14. Auðlind hf.
15. Lifeyrissj. bænda
30,71%
los.qa-93.
I I 5,44%
■■5,37%
I 15.91%
■I 4,05%
I I 4.11%
■ 3,37%
I 13,34%
■ 2.75%
□ 2,67%
■ 2,26%
□ 2,26%
■ 2,13%
□ 2,13%
J 14,70% 30'71%
□ 14,70%
112,18%
□12,18%
0,60%
10,58%
Heildarhlutafé
995 millj. kr.
NÆR ENGIN BREYTING hefur orðið á hlut stærstu eigenda Granda hf. Vogun hf.,
stærsti hluthafinn er eignarhaldsfyrirtæki Hvals hf. sem aftur er í eigu Kristjáns
Loftssonar, Árna Vilhjálmssonar o.fl. aðila Annar stærsti hluthafinn Haf hf. er
eignarhaldsfyrirtæki fyrrum eigenda Hraðfrystistöðvarinnar. Fiskveiðifélagið
Venus er útgerðarfyrirtæki togarans Venusar sem gerður er út frá Hafnarfirði.
Þetta fyrirtæki er í eigu aðila sem tengjast Hval hf.
Tryggingar
Hagnaður Sjóvár-
Almennra 195 milljónir
HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra nam alls um 195 milljónum króna
á sl. ári samanborið við 162 milljónir árið 1992. Þennan bata
í afkomu má að miklu leyti rekja til þess að lireinar fjármuna-
tekjur jukust úr 555 milljónum í 743 milljónir milli ára. Iðgjalda-
tekjur á árinu drógust nokkuð saman eða úr 4.043 milljónum
kr. í 3.722 milljónir. Tjón minnkuðu einnig og fóru úr 3.416
milljónum í 3.193 milljónir.
Bílasala
Sala evr-
ópskra bif-
reiða eykst
Briissel. Reuter.
SKRÁNING nýrra, evr-
ópskra farþegabifreiða jókst
um 4,4% í Evrópusamband-
inu í marz 1994 og um 4,2%
í Vestur-Evrópu í heild sam-
anborið við marz í fyrra að
sögn félags evrópskra bif-
reiðaframleiðenda.
Samkvæmt bráðabirgða-
tölum félagsins voru 1.149.970
nýir bílar skráðir í samband-
slöndunum í mánuðinum sam-
anborið við 1.101.290 í fyrra,
en í Vestur-Evrópu í heild (að
EFTA-löndunum meðtöldum)
seldust 1,236.300 samanborið
við 1.186.680.
Salan jókst mest í Danmörku
(69,6%), Spáni (15,6%), Bret-
landi (14,8%) og Frakklandi
(14,3%). Hins vegar minnkaði
salan um 46,7% í Grikklandi.
Ólafur B. Thors, framkvæmda-
stjóri Sjóvár-Almennra sagði í
samtali við Morgunblaðið að
ávöxtun fjármuna hefði verið góð
á árinu 1993 og ennfremur hefði
félagið verið að efla sína sjóði
þannig að meira fjármagn væri í
ávöxtun en áður. Til viðbótar
hefðu safnast upp mörg skaða-
bótamál þar sem beðið var eftir
að línur skýrðust. Þess vegna hefði
hægt á útgreiðslum og meira fé
verið til ávöxtunar en ella.
Afkoma félagsins var góð í
eignatryggingum, sjótryggingum
og fijálsum ábyrgðartryggingum
en tap varð af bílatryggingum og
sjúkra- og slysatryggingum. Ólaf-
ur sagði að iðgjöld hefðu fyrst og
fremst dregist saman í bílatrygg-
ingum en þau hefðu verið lækkuð
á árinu 1993 í kjölfar góðrar af-
komu. „Við tókum ekki beinlínis
þátt í kapphlaupinu í bílatrygging-
um sem byijaði þegar Skandia
kom inn á markaðinn heldur fórum
við út í það að gera betur við
góða ökumenn. Afkoman í grein-
inni versnaði ekki þrátt fyrir að
iðgjöldin drægust saman heldur
lagaðist aðeins.
Síðasta ár var gott í vátrygging-
um og það er mikilvægt fyrir okk-
ur að fá tvö góð ár til að styrkja
félögin. Við höfum heyrt um það
að von sé á nýrri samkeppni og
betra að vera undir hana búinn.“
Hann lagði einnig áherslu á að
bætt afkoma félagsins væri árang-
ur af sameiningu tryggingafélag-
anna. Kostnaður hefði nánast
staðið í stað á síðasta ári. Hins
vegar væri áætlað væri að heildar-
sparnaður vegna sameiningar-
innnar væri um 300 milljónir frá
upphafi. „Okkur sýnist að það
muni standa sem við sögðum upp-
haflega að það næðist að spara
um einn milljarð fram til alda-
móta,“ sagði Ólafur.
Á árinu 1993 var unnið að setn-
ingu nýrra markmiða, hlutverk
félagsins skilgreint á nýjan leik
og nýtt skipurit kynnt.
Á aðalfundi Sjóvár-Almennra
sem haldinn verður nk. mánudag
18. apríl verður lagt til að greidd-
ur verði 10% arður af hlutafé.
Sjávarútvegur
Rúmlega 50 milljóna króna
hagnaður hjá Síldarvinnslunni
HAGNAÐUR Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað nam 50,4 milljónum
króna á síðasta ári og hefur þá verið tekið tillit til gengistaps umfram
almennar verðlagsbreytingar auk annarra óreglulegra tekna og gjalda.
Hagnaður af reglulegri starfsemi var meira en tvöfalt meiri eða 110,6
milljónir króna og er þar um alger umskipti að ræða frá árinu áður
þegar hagnaðurinn var um 4 milljónir króna. Aðalfundur félagsins
var haldinn í gær og var ákveðið að greiða 6% arð til hluthafa og
auka hlutafe um 10% með útgáfu
Heildarvelta Síldarvinnslunnar á
síðasta ári nam um 2.500 milljónum
króna og óx um 6% frá árinu áður.
Rekstrartekjur námu 2.139 milljón-
um og rekstrargjöld án afskrifta
1.768 milljónum. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði nam
þannig um 371 milljón króna. Bók-
fært verð heildareigna nam 2.691
milljón króna og heildarskuldir voru
2.211 milljónir. Eigið fé félagsins í
árslok var því 480 milljónir og jókst
um 152 milljónir á árinu. Eiginfjár-
hlutfall í árslok var 18% og arðsemi
eigin fjár 10,4%,
1! ársskýrslu fyrirtækisins kemur
iiiiuiiitriiiuuiui cid.
fram að fyrirtækið gerir út fimm
fiskiskip, ísfisk- og frystitogarann
Barða, ísfisktogarann Bjart, frysti-
togarana Blæng og Beiti, sem einn-
ig er loðnuskip, og loðnuskipið Börk.
í landi rekur fyrirtækið írystihús,
loðnuverksmiðju, saltfiskverkun,
sfldarsöltun og dráttarbraut. Að
meðaltali störfuðu 365 starfsmenn
hjá fyrirtækinu á árinu.
Heildarafli skipa félagsins í fyrra
var 52.417 tonn og jókst um 3.343
tonn frá árinu áður eða um 6,8%.
Meiri loðnuafli er skýringin á þess-
ari aukningu en Joðnuaflinn jókst
um*15/200 lonn 1 fyrra frá árinu áð-
ur. Botnfiskaflinn dróst hins vegar
verulega saman milli ára. Hann var
6.081 tonn en var á árinu 1992 7.883
tonn. Þorskafli dróst saman um 560
tonn, ufsaafli um 660 tonn 680 tonn
og karfaafli um 770 tonn. Þrátt fyr-
ir þetta var afli á úthaldsdag sá
sami og árið áður eða um 9,5 tonn.
Á árinu var fjárfest í nýjum rækju-
frystitogara, Blæng, svo og í veiði-
heimildum, að því er fram kemur í
ársskýrslunni. Heildarfjárfestingar
voru 817 milljónir króna og vegur
togarinn þar þyngst.
Um horfurnar á þessu ári segir í
ársskýrslunni að gert sé ráð fyrir
jákvæðri afkomu. í rekstraráætlun
sé gert ráð fyrir að verð á sjávaraf-
urðum haldist óbreytt út árið og að
loðnu- og botnfiskkvóti verði sá sami
á næsta fiskveiðiári og á því sem
nú stendur yfir. Gert er ráð fyrir
að verðlag haldist stöðugt og vextir
hækki ekki ekki. Einnig segir að
flest bendi til þess að ekki verði
hægt að auka þorskveiðar fyrr en í
fyrsta lagi eftir 3 til 4 ár og því sé
ljóst að á næstu árum verði áfram-
haldandi þrengingar í sjávarútvegi
og í íslensku efnahagslífí. Síðan seg-
ir: „Mestu máli skiptir að verðlag
haldist sem stöðugast á næstu árum
og að sjávarútvegurinn búi við
stjórnkerfi í fiskveiðum sem hægt
er að treysta á til margra ára. Að-
eins þannig geta fyrirtækin hagrætt
og skipulagt reksturinn til lengri
tíma eins og mörg sjávarútvegsfyrir-
tæki hafa reynt að gera frá því að
aflamarkskerfið var tekið upp.“
í stjórn fyrirtækisins eru Kristinn
V. Jóhannsson, framkvæmdastjóri,
sem er formaður, Guðmundur
Bjarnason, bæjarstjóri, Halldór Þor-
steinsson, útgerðarmaður, Kristinn
ívarsson, framkvæmdastjóri, og
Þórður Þórðarson, sjómaður. Fram-
kvæmdastjóri er Finnbogi Jónsson.
__ Om Og
Orlygur fá
greiðslu-
stöðvun
BÓKAÚTGÁFAN Örn og
Örlygur hefur fengið þriggja
vikna greiðslustöðvun frá og
með 11. apríl og fram til 2.
maí næstkomandi.
Skuldir fyrirtækisins sam-
kvæmt ársreikningi 1992 og
skuldayfirliti eru um 390 millj-
ónir. Þar af eru gjaldfallnar
skuldir um 200 milljónir. Skuld-
ir umfram eignir eru um 47
milljónir.
Í úrskurði Héraðsdóms kem-
ur einnig fram að á árinu 1980
hafí orðið þáttaskil í rekstri
félagsins til hins verra þegar
ákveðið var að ráðast í útgáfu
Ensk-íslenskrar orðabókar og
eins þegar ákveðið var að gefa
út Alfræðiorðabókina árið 1987
en báðar þessar bækur voru
dýrar í framleiðslu.