Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994
49
Náttúra tekur upp þráðínn
Leikur í Borgarleikhúsinu í kvöld með sænsku hljómsveitinni Groupa
NATTURA var ein helsta rokksveit landsins á sinni tíð og meðal
þess sem hljómsveitin var þekkt fyrir var að leika klassísk verk
í útsetningum fyrir rafhljóðfæri, nokkru áður sem slíkt varð lenska
víða um heim. Fyrir stuttu bárust af því fregnir að þrír forðum
liðsmenn Náttúru hefðu tekið þráðinn upp að nýju í tilefni af hing-
aðkomu sænsku þjóðlagasveitarinnar Groupa og hljómsveitirnar
halda sameiginlega tónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Morgunblaðið/Kristinn
Náttúra 1994, Steingrímur Guðmundsson, Sigurður Rúnar Jóns-
son, Sigurður Arnason og Björgvin Gíslason
Náttúra var ein helsta „pælara-
“hljómsveit síns tíma, enda gerðu
tónleikar hljómsveitarinnar mikl-
ar kröfur til áheyrenda, ekki síður
en hljóðfæraleikara, þar sem ekki
var óvanalegt að verulega teygð-
ist úr lögum meðan liðsmenn létu
móðan mása á hljóðfæri sín.
Hljómsveitarmenn voru og allir
landskunnir fyrir lipran hljóð-
færaleik, en þeir voru allmargir
eftir því sem á leið, því mikið
streymi var af mannskap í gegn-
um sveitina á líftíma hennar 1969
til 1971 og í raun má tala um
fleiri en eina Náttúru, því hljóm-
sveitin lék mjög ólíkar gerðir tón-
listar á þessum tíma, þó alltaf
hafí tónlistin verið tormelt. Frægt
varð þegar Náttúra var bönnuð í
Sjónvarpinu, eða réttara sagt að
híjómsveitinni var bannað að
vinna sjónvarpsþátt sem hún hafði
verið fengin til að taka upp, þeg-
ar í Ijós kom að sveitarmenn ætl-
uðu að leika ýmis klassísk verk í
eigin útsetningum fyrir rafhljóð-
færi, sem þótti mikil goðgá.
Tveir liðsmenn voru í Náttúru
öll starfsár hennar, Björgvin
Gíslason gítarleikari og Sigurður
Arnason bassaleikari, en meðal
annarra sem komu við sögu var
Sigurður Rúnar Jónsson fiðlu- og
hljómborðsleikari. Það eru þeir
þrír sem endurreisa nú Náttúru
og fengu til liðs við sig Steingrím
Guðmundsson trommuleikara
þegar þeir tóku að æfa saman
fyrir um mánuði.
Það liggur vel á þeim félögum
þegar hús er tekið á þeim í æf-
ingahúsnæði og ekki ber á öðru
en þeir skemmti sér við hljóðfæra-
slátt saman ekki síður en fyrir
rúmum tuttugu árum þegar
hljómsveitin lagði upp laupana.
Þeir segjast hafa verið að ræða
það í nokkur ár að taka upp þráð-
inn, en vegna anna hafi aldrei
neitt orðið úr, þar til nú að heim-
sókn Groupa gefur þeim gott
tækifæri til að byrja aftur.
Voðalegl hættuástand
Sigurður Rúnar segir söguna á
bak við heimsókn sænsku hljóm-
sveitarinnar hingað hafa í raun
hafist þegar hann myndaði litla
söngsveit sem sérhæfði sig í að
flytja íslensk þjóðlög við undirleik
íslenskra hljóðfæra, langspils og
íslenskrar fiðlu. „Við höfum farið
margar ferðir utan undanfarin ár
og leikið á þjóðlagahátíðum og
leikið þá þrívegis með þessari
sænsku hljómsveit. Fyrst sáum
við hana í Falun og urðum berg-
numin, því hún voru svo góð.“
Hann segir snemma hafa vaknað
þá hugmynd að fá Groupa hingað
til lands, er ekki gengið upp vegna
anna sveitarinnar til þessa, að gat
opnaðist í dagskrá hljómsveitar-
innar. „Þá gripum við líka tæki-
færið til að koma Náttúru af stað
aftur,“ seigir Sigurður Rúnar, „og
spila þessi lög sem ekki mátti
spila hér áður fyrr; mjög einfaldar
útsetningar okkar af léttklassísk-
um lögum eftir meðal annarra
Grieg og Bach.“ „Á sínum tíma
olli þetta einhverju voðalegii
hættuástandi í Sjónvarpinu," seg-
ir Sigurður Árnason og Sigurður
Rúnar bætir við að hljómsveitin
hafi verið að taka upp sjónvarps-
þátt þegar einhver heyrði í henni
þar sem hún var að æfa fyrir
upptöku og bannaði slíka goðgá
snarlega.
Þegar þeir félagar eru spurði.
að því hvað reki þá til að hefja
samleik eftir rúmra tuttugu ára
hlé, svarar Björgvin að bragði
söknuður, og allir hlæja. „Við
höfum verið að spila með ýmsum
tónlistarmönnum í gegnum árin,“
skýtur Sigurður Árnason inní, „og
það var alltaf eitthvað sérstakt
tónlistarsamband innan Náttúru,
sem við höfum vísast allir sakn-
að.“ Eftir smá umhugsun bætir
Sigurður Rúnar við að honum
finnist sem menn séu enn upp
fullir með sköpunargleði „mér
finnst sjálfum með þessum æfing-
um vera þrumu grundvöllur undir
að fara að semja saman".
Einn dagur í einu
Þeir félagar segja allt óráðið
með hvað taki við eftir Borgar-
leikhússtónleikana, þeir hafi vilja
til að spila og hafi verið beðnir
um að spila víðsvegar, en þeir
taki einn dag í einu. „Það gæti
eins verið að Náttúra ætti eftir
að spila meira og þá gæti eins
farið svo að við myndum kalla til
söngvara sem sungu með Náttúru
á sínum tíma, eða þá að fá ein-
hverja nýja til að syngja með
okkur, en það er best að spá sem
minnstu um framtíðina.“
Viðtal Árni Matthíasson
Fyrirlestur um murtu
í Þing-vallavatni
SIGURÐUR S. Snorrason dósent við Líffræðiskor Háskóla Ís-
lands mun flytja fyrirlestur miðvikudaginn 13. apríl, í stofu 101
í Odda, húsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og
er öllum opinn. Heiti fyrirlestursins er Sveiflur í vexti og afföll-
um murtu í Þingvallavatni.
Það er alkunna að skilyrði í
uppvexti geta haft mikil áhrif á
vaxtarhraða, kynþroskaaldur og
kynþroskastærð fiska. í erindinu
er ætlunin að rekja hvernig breytt
fæðuskilyrði á árunum upp úr
1985 ollu mjög mikilli minnkun á
stærð kynþroska fisks auk þess
sem kynþroskaaldur færðist upp
um eitt ár. Þetta leiddi að sjálf-
sögðu til minnkunar á fijósemi
hrynga sem þær þó bættu sér upp
að nokkru með því að framleiða
minni egg.
Ljósastaur í skafli
Morgunblaðið/Alfons
Hann virðist allt að því óþarfur ljósastaurinn sem rétt gægist upp úr snjóskaflinum sem krakkarnir hafa mikil
not af. Myndin er tekin fyrir nokkru í Ólafsvík.
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
8.-11. apríl
Alls eru 507 bókanir í dagbók
helgarinnar. Hafa þurfti afskipti af
64 einstaklingum vegna ölvunar-
háttsemi þeirra, tilkynnt var um 19
árekstra og 4 umferðarslys. Innbrot
voru 8 talsins og jafn margar líkams-
meiðingar. Ástæða þótti að kæra
63 ökumenn fyrir að aka of hratt
og 27 aðra fyrir önnur umferðar-
lagabrot. Auk þeirra var 21 öku-
manni gefin áminning vegna um-
ferðarlagabrota. Ölvaðir ökumenn
reyndust 9. Af þeim höðu tveir lent
í umferðaróhöppum áður en til þeirra
náðist.
Á föstudagskvöld voru nokkrir
unglingar í skemmdarverkahugleið-
ingum í austurborginni. Fjarlægja
varð 4 þeirra eftir að þeir höfðu
brotið rúðu. Erfitt var að tjónka við
þá vegna þess hve baldnir þeir voru.
Um nóttina var skemmdarvargur
á ferðinni i Mosfellsbæ. Hann náð-
ist, en hafði þá brbtið 2 rúður í húsi
og rúðu í bíl, sem stóð þar rétt hjá.
Þá er sá hinn sami grunaður um að
hafa brotist inn í annað hús í ná-
grenninu og brotið þar og bramlað.
Fátt fólk var í miðborginni framan
af kvöldi fóstudags og laugardags,
en því fleira þegar hleypt var út af
skemmtistöðunum kl. 3. Alltaf er
eitthvað um að fólk kunni þá ekki
fótum sínum forráð og hagi sér mið-
ur vel, a.m.k. miðað við aldur. Eng-
ir unglingar undir 16 ára aldri voru
sjáaníegir í eða við miðborgina á
þessum tíma. Næstu lielgar mun
lögreglan og starfsfólk íþrótta- og
tómstundaráðs samt sem áður hafa
opið sérstakt unglingaathvarf ná-
lægt miðborginni og þangað munu
allir þeir unglingar, sem sjást á
svæðinu verða færðir og væntanlega
sóttir þangað af foreldrum sínum.
Ástæða er til að hvetja foreldra til
þess að brýna fyrir börnum sínum
að virða útivistartímann. Nýlega
veittist t.d. maður um þrítugt að 15
ára gamalli stúlku snemma nætur í
Þingholtunum og reyndi að nauðga
henni. Stúlkunni tókst að komast
ósködduð frá manninum.
Aðfaranótt laugardags var tvítug-
ur maður handtekinn á Laugavegi
þar sem hann hafði gert sér að leik
að ganga á mannlausum bifreiðum,
sem þar voru. Maðurinn virtist mjög
áberandi ölvaður og í einhveijum
öðrum heimi.
Fyrr um nóttina voru fjórir 14 og
15 ára piltar handteknir eftir að
hafa brotið rúður í verslunarhúsnæði
við Hólmasel.
Snemma á laugardagsmorgun var
tilkynnt um að einhver eða einhverj-
ir hefðu gengið með barefli á þijár
bifreiðir á Sunnuvegi og Holtavegi
og brotið rúður í þeim. Á sunnudag
var tilkynnt um að sparkað hefði
verið í bifreið í Brautarholti og brot-
in í henni rúða. Alls var tilkynnt um
10 skemmdarverk um helgina, flest
á ökutækjum. Svo virðist sem eitt-
hvað skorti á virðingu fyrir eignum
annarra hjá einhveijum.
Aðfaranótt sunnudags var tæp-
Iega fertugur maður handtekinn eft-
ir að hafa brotist inn í matvöruversl-
un nálægt miðborginni. Sá reyndist
undir áhrifum áfengis. Hann hafði
brotið’ rúðu í útihurð og ætlaði að
ná sér í eitthvað að borða.
Sérstakt sameiginlegt umferð-
aátak lögreglunnar á Suðvesturlandi
hefst nk. miðvikudag. Þá er ætlunin
að beina athyglinni sérstaklega að
hraðakstri og bílbeltanotkun öku-
manna og farþega. Ákveðið hefur
verið að kæra undantekningarlaust
þá ökumenn og farþega, sem staðn-
ir verða að því að nota ekki bílbelti.
Þó svo að lögreglan á svæðinu muni
beina athyglinni sérstaklega að þess-
um umferðarlagabrotum á tímabil-
inu mun hún að sjálfsögðu fylgjast
með því að vegfarendur virði önnur
ákvæði umferðarlaga og -reglna.
Eftirlit með ölvunarakstri verður þar
ofarlega á blaði.
ÓKEYPIS
ogun
um
barna-
A laugardaginn og
sunnudaginn n.k.
bjóöum viö öllum
og unglingum
ókeypis borðpláss
þar sem þau geta selt
allt milli himins og jaröar
eða notfært sér á
annan hátt til fjáröflunar.
Viö vorum meö samskonar
barna- og unglingadag í október sl.
sem tókst með slíkum ágætum
að nú ætlum við að endurtaka leikinn.
Plássið er takmarkað - síminn er625030.
KOLAPORTtÐ
Þetta tilboð gildir fyrir börn og unglinga innan 16 ára
aldurs og er háö því skilyröi aö foreldrar panti fyrir böm
sín eöa gefi þeim skriflegt leyfi til þátttöku.