Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRIL 1994 Reynir Ingibjartsson „Nú er áformað að gera s.k. Lýðveldisgarð á lóðarskika vestan við danska sendiráðið.“ stað hefurðu fyrir augum hinn skreytna og bjarta stíl Safnahúss- ins, mikilúðlegt yfirbragð Þjóðleik- hússins og traust og stílhreint útlit Arnarhvols og núverandi Hæsta- réttarhúss. Mér fínnst stétt arkitekta sýna verkum látinna félaga litla virðingu með orðalengingum um það að ein- hvern tímann hafi verið áformað að byggja á þessari lóð og fyrirhug- að Hæstaréttarhús trufli ekki að marki sýn til annarra húsa. Nýtt, gjörólíkt hús milli þessara þriggja húsa gjörbreytir þessu svæði. í stað þess að hver bygging- arstíll hefur sína afmörkuðu hlið verður samansafn af ólíkum húsum. Gefum lýðveldinu glæsilegt torg á þessum stað hinn 17. júní nk. Höfundur er framkvæmdasijórí. Lýðveldistorg við Amarhól eftir Reyni Ingibjartsson Fyrir a.m.k. aldarfjórðungi hlust- aði ég á eldræðu Þorsteins Ö. Stephensens, leikara, þar sem hann mótmælti byggingu Seðlabankans á Arnarhóli á fjölmennum útifundi. Nokkru síðar átti ég leið um Lækjargötu síðla nætur og sá þá hóp fólks vera að mála gömlu hús- in í Torfunni. Þar var á ferðinni fólk sem vildi endurbyggja þessi hús í stað þess að rífa þau. Þessar minningar koma í hugann þegar velt er vöngum yfír staðsetn- ingu væntanlegs Hæstaréttarhúss. Spyija má hvort barátta áhugafólks og mótmæli almennings í áður greindum málum hafi ekki forðað miklum menningarslysum í miðbæ Reykjavíkur, þótt betur hefði mátt gera. Miðbær Reykjavíkur kemur öllum við Áhugi fólks á umhverfi sínu er mikilvægur þáttur í hveiju þjóðfé- lagi. Nefndir, stjómir og sérfræð- ingar koma ekki í stað þeirrar til- finningar að umhverfið komi þér við. Þess vegna er það fagnaðarefni að myndast hefur öflug hreyfing fólks sem vill ekki láta byggja vænt- anlegt Hæstaréttarhús á lóðinni milli Amarhvols, Þjóðleikhúss og Safnahúss. Fyrir einhveijum árum var ég staddur á þessum stað og virti fyr- ir mér umhverfið. Þá sló niður þeirri tilfinningu, að þarna væri upplagt torg. Á þijár hliðar virðuleg hús, hvert með sínu sniði og Arnarhóll skammt undan. Ég þurfti því ekki að hugsa mig um þegar undir- skriftasöfnun gegn umræddu húsi hófst. Sömu skoðunar era reyndar 80% Reykvíkinga og þann almanna- vilja á að sjálfsögðu að virða. Staður fyrir lýðveldistorg Nú er áformað að gera s.k. Lýð- veldisgarð á lóðarskika vestan við danska sendiráðið. Þar á að koma fyrir gijóti, gróðri og íslandskorti sem gjöf Reyfcjavíkur til lýðveldis- ins. Þó eru fagmenn sammála um að staðarvalið sé misheppnað og fáir munu leggja leið sína þarna um. Því vil ég eindregið beina því til borgaryfirvalda, ef það er ekki orð- ið of seint, að fresta ákvörðun um garð á þessum stað og taka upp viðræður við ríkisvaldið um lýð- veldistorg sem stæði undir nafni við Ingólfsstræti og Lindargötu. Reyndar færi einnig vel að torg á þessum stað bæri nafn fyrsta land- nemans í Reykjavík í stað torgsins misheppnaða við Aðalstræti, sem gæti þá heitið, „Hallæristorg“ í staðinn. Hvernig torg? Á velheppnuðum torgum hittist fólk, skoðar sig um og tekur þátt í mannfagnaði og fundum. Þar þarf að skapa skjól og ekki spillir falleg- ur gróður. Torg við jaðar Arnarhóls hefur alla burði til að vera slíkt torg. Þarna gætu verið útileiksýningar undir vegg Þjóðleikhússins. Ferða- menn mætti laða að með upplýs- ingaaðstöðu í Safnahúsinu og á torginu. Þeir sem þyrftu að koma skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld hefðu gott pláss and- spænis Amarhvoli og styttur og bijóstmyndir af okkar fremstu ein- staklingum í stjórnmálum, listum, vísindum og fræðum myndu sóma sér mjög vel á þessum slóðum. Það er reyndar lýsandi dæmi um dapra sögu þessa máls að fýrsta verkið til að rýma fýrir Hæstarétt- arhúsinu var að fjarlægja bijóst- myndina af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Loks myndi lokun Ingólfsstrætis og tenging við Arnarhól gjörbreyta þessu svæði og gera göngu á Arnar- hól aftur vinsæla, ekki síst af er- lendu ferðafólki sem vill sjá yfir miðbæinn og út yfir hafið. Virðum verk genginna arkitekta Ef þú lítur þér nær á þessum Á Arnarhóli. Bygging Hæstaréttarhúss á þessu svæði myndi loka fyrir útsýni til Þjóðleikhússins frá þessum stað. Félagshyggjan í Alþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki Islands eftir Petrínu Baldursdóttur í Morgunblaðinu þann 29. mars síðastliðinn er frétt sem lætur nú frekar lítið yfir sér en vakti mig til umhugsunar um örfá atriði. Þetta var frétt á blaðsíðu 35 þar sem sagt er frá því að ráðgert sé að stofna nýtt félag, Jafnaðar- mannafélag ísland, í næsta mánuði. Það gleður mig óneitanlega þeg- ar menn viðurkenna sig sem jafnað- armenn, helst af öllu vildi ég að sem flestir gerðu það. Það var hins vegar niðurlag frétt- arinnar sem vakti mig til umhugs- unar. Þar er því lýst hvers konar félag þetta nýja Jafnaðarmannafé- lag Islands á að vera og er vitnað í fyrrverandi borgarfulltrúa Nýs vettvangs, Ólínu Þorvarðardóttur, en hún segir í fréttinni að þeir sem hafa staðið að undirbúningi stofnun þessa nýja félags séu þeir sem séu á sama væng innan Alþýðuflokksins og Jóhanna Sigurðardóttir félags- Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr náttfatna&ur % 33. málaráðherra tilheyrir og niðurlag fréttarinnar er svohljóðandi: „Þetta er ekki í neinum tengslum við Jó- hönnu, heldur er það fólk sem mest er í þessu félagshyggjumegin í flokknum“. Flokksþingið 1992 í aðdraganda síðasta flokksþings Alþýðuflokksins sem haldið var í júní ’92 í Kópavogi höfðu nokkrir kratar sig mikið í frammi í fjölmiðl- um. Það sem þeir létu hafa eftir sér var ýmist það að flokkurinn hefði villst af leið frá uppruna sín- um, jafnaðarstefnunni, og yfír í fijálshyggju. Síðan vora einhveijir sem gáfu í skyn vangaveltur hvort fella ætti formann flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Þessir sjálfskipuðu talsmenn okkar Alþýðuflokks- manna leituðust við að skýra lands- lýð frá þremur meginatriðum: 1. Alþýðuflokkurinn er tveir armar, hægri/vinstri armur eða fij álshyggj a/félagshyggj a. 2. Alþýðuflokkurinn hefur horfið frá uppruna sínum, er ekki lengur talsmaður jafnaðarstefnunnar held- ur fijálshyggjunnar. 3. Menn skulu huga að því að skipta um formann. Eg fullyrði að fyrir meginþorra okkar venjulega Alþýðuflokks- manna var þessi umræða mjög leið- inleg svo ekki sé meira sagt. Hún gaf ekki rétta mynd af því sem var að gerast innan okkar raða. Fólk vill ekki láta stilla sér upp til hægri eða vinstri í flokknum, það vill ekki vera flokkað sem félagshyggjufólk- ið eða fijálshyggjufólkið. Slík umræða gerir ekkert annað en að mynda fleyg í okkar góðu ' samtök. Samtök sem byggja á hug- myndafræði jafnaðarstefnunnar og fólk aðhyllist. Það er skemmst frá því að segja að þessi sjálfskipuðu talsmenn flokksins fengu lítinn hljómgrann meðal félaga sinna. Flokksþinginu lauk með því að menn kusu for- mann flokksins til áframhaldandi setu með yfirgnæfandi meirihluta. í þeirri kosningu fólst traust al- þýðuflokksmanna á störfum hans og stefnu fyrir Alþýðuflokkinn Jafnaðarmannafélag íslands í fréttinni í Morgunblaðinu segir Ólína að með stofnun Jafnaðar- mannafélags íslands væri verið að reyna að skapa vettvang fyrir nokk- ur mál sem talin væri þörf á frek- ari umræðu um í Alþýðuflokknum, um jafnaðarstefnuna, neytendamál, verkalýðsmál o.s.frv. Það er einkennilegt í mínum huga að menn innan samtaka skuli ijúka til og stofna ný samtök til að hefja umræðu um einhver önnur mál. Hvers vegna reyna menn ekki að hafa áhrif á umræðu innan sinna samtaka ef þeim sýnist svo? Það væri sérstök staða innan allra félagasamtaka ef féíagsmenn stofnuðu ætíð nýtt félag í það skipti sem þeir teldu vanta eitthvað inn í umræðuna. Fyrir utan það að um- ræðu um þessi mál er Olína nefnir vantar ekki að mínu mati innan stofnana flokksins. Bakland Það sem hlýtur að vaka fyrir stofnendum þessa félags er bakland fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra sem væntanlega mun ætla sér í formannsslag á næsta flokksþingi. Þetta er mín skýring að öllu leyti. Það getur Petrína Baldursdóttir „Þó einhverjir beri þá frómu ósk í hjörtum sínum að selja fleyg í okkar góðu samtök sem eru undir sljórn okkar ágæta formanns Jóns Baldvins Hannibalsson- ar mun það ekki tak- ast.“ enginn skipt sér af því og er þessu fólki fijálst að mynda Jafnaðar- mannafélag íslands sem bakland fyrir félagsmálaráðherra. Það sem er hins vegar óásættan- legt er það að talsmaður tilvonandi samtaka skuli þurfa að nota tæki- færið og koma því að að innan Al- þýðuflokksins séu tveir armar. Að minnsta kosti tilgreinir hún félags- hyggjuarminn með Jóhönnu Sigurð- ardóttur í broddi fylkingar. Ætlun þeirra með stofnun félags- ins er að glæða lífi í flokksstarf Alþýðuflokksins segir Ólína í um- ræddri frétt. Ég get upplýst það að mikið starf og lff er í flokks- starfi Alþýðuflokksins. Uridirbún- ingur sveitarstjórnakosninga er þar í hámæli um þessar mundir. Eins og Ólína líklegast vcit er það mjög skemmtilegur tími í lífi stjórnmálaflokka. Þar sem menn leita eftir áherslum og brýna bar- áttulistana. Þar sem allir ætla að vinna orrustuna. Félagshyggja Ég fullyrði það að Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra er ekki meiri félagshyggjumanneskja eða talsmaður þeirra stefnu heldur en til dæmis þeir sem eru með henni í 10 manna þingflokki Alþýðu- flokksins. Þeir aðilar sem þar sitja eru þar sem fulltrúar síns flokks. Ábyrgs flokks sem hefur að leiðar- ljósi grandvallarstefnuna sem Al- þýðuflokkurinn byggir á, um lýð- ræði, jafnrétti, bræðralag. Við skip- um okkur ekki í arma til vinstri eða hægri sem lesist félagshyggja - frjálshyggja. Þó einhveijir beri þá frómu ósk í hjörtum sínum að setja fleyg í okkar góðu samtök sem eru undir stjórn okkar ágæta formanns Jóns Baldvins Hannibalssonar mun það ekki takast. Við munum áfram starfa sem umbótaflokkur í íslensku þjóðfélagi án allra öfga, með jafnað- arstefnuna að leiðarljósi, án ein- hverrar heimatilbúinnar skilgrein- ingar á hægri/vinstri eða fijáls- hyggju/félagshyggju. Með kveðju. Höfundur er þingmaður fyrír Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.