Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.04.1994, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1994 Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Guðrúnar Jóhannesdóttur vann parakeppnina Sveit puðrúnar Jóhannesdóttur sigraði í íslandsmótinu í parakeppni sem fram fór um helgina. í sveit- inni spiluðu auk Guðrúnar, Jón Hersir Elíasson, Ragnheiður Tóm- asdóttir og Þröstur Ingimarsson. Sveit Guðrúnar Jóhannesdóttir vann sveit Sigriðar Gestsdóttur í næstsíðustu umferðinni með 25 gegn 5 og lagði þar með grunninn að íslandsmeistaratitlinum. Sveitin mátti tapa síðasta leiknum sem var gegn sveit Ljósbrár Baldursdóttur en leiknum lauk með sigri Guðrún- ar 18-12. Lokastaðan: Guðrún Jóhannesdóttir 137 Anna ívarsdóttir 131 Grethe íversen 124 Ljósbrá Baldursdóttir 120 Guðlaug Márusdóttir 116 Jónína Pálsdóttir 113 H.R.S.S. 113 Með Önnu í silfurliðinu spiluðu Jakob Kristinsson, Gunnlaug Ein- arsdóttir og Hrólfur Hjaltason. Suðurnesjasveitin sem hafnaði í þriðja sæti var skipuð Grethe ívers- en, Siugríði Eyjólfsdóttur, Gísla Torfasyni og Jóhannesi Sigurðs- syni. Alls tóku 18 sveitir þátt í mótinu víðs vegar að af landinu. Spilað var eftir Monrad-fyrirkomulafi, 7 um- ferðir, 16 spil. Bridsfélag Húnvetninga Miðvikudaginn 6. apríl 1994 var spiluð fyrri umferð í tveggja kvölda einmenningi. Spilað var í 2 riðlum 13 einstaklingar. Úrslit: A-riðill: Eyjólfur Ólafsson 57 Egill Egilsson 57 Halla Olafsdóttir 56 Eggert Einarsson 54 B-riðill: Valdimar Sveinsson 60 Eðvarð Hallgrímsson 55 Brynjólfur Oskarsson 54 Þorleifur Þórarinsson 51 Omar Oskarsson 51 Seinni umferð einmenningsins verður spilaður 13. apríl en mið- vikudaginn 20. apríl verður spilað- ur eins kvölds tvímenningur. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Miðvikudaginn 6. apríl var spiluð 7. umferð af 9 í Aðalsveitakeppni félagsins og er það sveit frá versl- uninni Sundinu sem heldur áfram á sama skriðinu. Staðan er þessi og eru aðeins eftir tvær umferðir. Verslunin Sundið 160 Sumarliði Lárusson 122 Sparisjóður Keflavíkur 118 Kar! G. Karlsson 104 Einar Júlíusson 104 Gunnar Guðbjörnsson 104 Sigurður Davíðsson 98 Grétar Sigurbjörnsson 81 Gunnar Sigurjónsson 78 Bílanes 48 Eins og fyrr segir eru aðeins tvær umferðir eftir og því verður hart barist, því að fjórar efstu sveit- imar spila svo til úrslita um meist- aratitilinn. Spilað verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði miðvikudaginn 13. apríl. Björg Sveinsdótt- ir — Minningarorð Fædd 13. júní 1916 Dáin 5. apríl 1994 Mig langar í örfáum orðum að minnast móðursystur minnar, Bjargar Sveinsdóttur. Útför hennar fer fram í dag kl. 13.30 frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Böttý, eins og við kölluðum hana, var fædd hinn 13. júní 1916 á Eyr- arlandi við Akureyri. Hún var yngst tíu barna hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Sveins Bergssonar sjómanns. Öll eldri börnin níu voru fædd á Þingeyri við Dýrafjörð. Að- eins ein systirin, Camilla, er eftirlif- andi af þessum stóra systkinahópi en þau eru í aldursröð, Svanfríður, Fanney, Þórunn Elísabet, Lára, Sig- urður, Petra, móðir undirritaðrar, Bergur, Pála, Camilla og Björg. Árið 1914 flutti fjölskyldan frá Þingeyri til Akureyrar. Björg var alin upp á Akureyri til níu ára ald- urs hjá foreldrum sínum og systkin- um og þótti henni alla tíð, eins og þeim systkinum öllum, mjög vænt um Akureyri. Til marks um við hvaða aðstæður sjómenn og fjöl- skyldur þeirra máttu búa á þessum árum er að Sveinn faðir þeirra kom sárasjaldan til Akureyrar meðan þau áttu þar heimili og stóð stutt við, en hann sigldi á millilandaskip- um með fisk til Evrópu, lengst af með Pétri Bjömssyni skipstjóra. Þessar aðstæður munu hafa orðið til þess, að enn á ný flytur fjölskyld- Frábær fermingartilboð frá Nýherfa Við búum börnin okkar best undir það að takast á við hið daglega líf með því að leggja áherslu á menntun þeirra. Aldrei hefur það verið ungu fólki jafn nauðsynlegt og nú að tileinka sér tölvunotkun, öðlast þekkingu á því sviði og geta nýtt sér kosti tölvunnar til framdráttar í námi og starfi. Fjárfesting í tölvu er fjárfesting í menntun - fjárfesting til framtíðar. D Ambra Sprinta li 4 486 sx 4 25 MHz 245 MB diskur 4 Þessi tölva fœst einnig meö 170 MB diski og kostar þá kr. 5.680 á mánuðiú) (Staðgreiðsluverð: kr. 110.900). Fermingargjöfin í ár! Aðeins kr. 5.851 á mánuði (*) Ambra tölvumar hafa laust sœti fyrlr Pentium örgjörva og eru búnar Vesa Local Bus skjástýringu. Staðgreiðsiuverð er kr. 114.900. ^» v‘‘í-v.r Ambra Sprlnta II 4 486 sx 4 25 MHz 245 MB diskur 4 Ultra Sound hljóðkort Tvelr hátalarar 4 Uppsetning á hljóðkorti og þeim hugbúnaði sem fylgir 4 Fyrlr aðeins kr. 284 á mánuði í viðbót O (stgr.verð: kr. 5900) er hsgt að fá Karaoke hugbúnað og hljóðnema með i pakkanum. hljóðkerfi Aðeins kr. 6.787 á mánuði (*) Ambra tölvurnar hafa laust sœti fyrlr Pentium örgjörva og eru búnar Vesa Local Bus skjástýríngu. Staðgreiðsluverð er kr. 133.900. Ambra Sprlnta II 4 486 sx 4 25 MHz 245 MB dlskur ♦ STAR LC 100 prentari 4 Velja má aðrar gerðlr af prenturum. prentari Aðeins kr. 6.720 á mánuði (*) A M B R A Ambra tölvurnar hafa laust sæti fyrír Pentium örgjörva og eru búnar Vesa Local Bus skjástýríngu. C-LLiíLll íCalLLll t'l’L^LL- LiLlLLlLlLvLLLdtt 14" litaskjár SVGA, mús, músarmotfa, lyklaborð, Windows 3.1 með ritvlnnslu, lelkjum o.fl., DOS stýrikerfi, handbækur, Lotus Smartsuite kynnlngarforrit, mánaðar frí áskrift að Nýherjaklúbbnum, Nýherjaklúbbs- plakat og límmiði ásamt kynningarbæklingi um klúbbinn. (*) Ofangreind afborgunarverð á mánuðl miðast vlð staðgreiðslusamning Glitnis og mánaðaríegar greiðslur f 24 mánuðl. Innlfalið I afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. Staögreiðsluverð er kr. 132.500 Vlð bjóðum eftirfarandi vörur á sérstöku tilboðsverði yflr fermingarnar. Mikið úrval af hörðum diskum á góðu verði (IHra Sound hljoðkort + 2 hátalarar Adeins kr. 19.000 stgr. Mitsumi geisladríf + geisladiskur Frá kr. 26.900 stgr. I NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI B9 77 00 Alltaf skrefi á undan an búferlum, og þá til Reykjavíkur árið 1925. Björg giftist ung að árum Sigur- birni Hanssyni frá Hafnarfirði og þar bjuggu þau sín búskaparár. Þau eignuðust sex_ börn, sem eru: Berg- þóra, gift Óskari Jóhannessyni, Ingibjörg, gift Bjarna Björnssyni, Auður, maður hennar er Hjörtur Guðmundsson, Hrafnhildur, tví- burasystir Auðar, gift Skúla Þórs- syni, Hans, kvæntur Ástu Jónsdótt- ur og yngstur er Sveinn. Barna- börnin eru 18 og langömmubörnin 20. Mér er það í barnsminni hvað við systkinin hlökkuðum mikið til að fara í afmælis- og jólaboð til frændfólksins í Hafnarfirði. Það voru áreiðanlega skemmtilegustu boðin, sem við fórum í. Auðvitað var ekið með Hafnarijarðarvagnin- um og okkur þótti ieiðin ógnarlöng. Við töldum hæðirnar á leiðinni og þegar þeirri þriðju var náð, þ.e. Arnarneshæðinni, þá var ekki langt í áfangastað. Böttý tók á móti okk- ur með mikilli hlýju og sérlega góð- um veitingum og Bjössi með sinni kátínu og glaðværð. Sigurbjörn dó því miður fyrir ald- ur fram. Björg giftist aftur árið 1963 Halldóri Guðmundssyni, tré- smíðameistara, mætum manni, sem lifir konu sína. Þau voru mjög sam- rýnd og áttu saman mörg góð ár. Lengst af bjuggu þau í Laugatungu við Engjaveg í Reykjavík. Ætíð var gott að koma í heimsókn þangað á hlýlegt og failegt heimili þeirra og í gróðursælan garðinn. Björg var bókhneigð kona og víð- lesin. Hún var mjög fróð um hin margvíslegustu efni. Ætíð var ánægjulegt að hlýða á frásagnir hennar. Eg minnist með hlýhug langra samvista við móðursystur mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Greta. * Elsku amma er farin. Þegar hlutirnir gerast hratt er erfitt að trúa því að amma Björg, eða amma í Reykjavík eins og við flest kölluðum hana, sé farin frá okkur. Þegar við lítum til baka streyma minningarnar fram í huga okkar. Eitt af því sem er sterkt í minning- unni er stór bunki af dönskum Andrésblöðum sem við krakkarnir lágum yfir. Okkur barnabörnunum þótti alltaf gaman að fara í heim- sókn til ömmu og Halldórs afa. Við vorum ávallt velkomin og alltaf var stutt í brosið hjá ömmu. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti 4 Lífræn efni • Hár • Dömubindi 4 Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar ’ og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878-fax 677022 Tilbúinn stíflu eyöir Amma og Halldór afi áttu lengst af heima í Laugartungu við Engja- veg og það var sérstaklega gaman að koma til þeirra þegar fór að vora og allur gróður að vakna til lífsins. Þegar við hugsum til baka er eins og það hafi alltaf verið sól hjá ömmu Björgu í Reykjavík. Það segir meira en mörg orð. Blessuð sé minning hennar. Við sendum Halldóri afa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina mikiu morgunstund. (V. Briem) Barnabörn og fjölskyldur. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá grein- arnar sendar á disklingi. ÁHRIFARÍKUR HÁRKÚR fyrir hár, húð og neglur. Vítamín, steinefni, amínósýrur og prótein. Hugsaðu vel um hárið. Fæst ( heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. 30 CAPSULES Fólk hefur mjög góða reynslu af Super-B-Complex- B-fjölvíta- míninu frá HEALTHILIFE Sé það tekið með H.N. eykst hárvöxturinn til muna. HAIR & NAIL er jafnframt áhrifarík fjölvítamín og steinefnablanda með A, B, C, E vítamínum, járni, zinki, kopar, mangan og ótal öðrum steinefnum sem eru I þaranum. BiO-SELEN UMB. SIMI 76610

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.